Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2002 DV Fréttir Álver aö komast á beina braut og flaggað verður eystra: Mörgum Austfirð- ingum er létt - segir formaður Afls fyrir Austurland - afar glöð segir iðnaðarráðherra Stuttar fréttir mmm „Það er mörgum Austfirðingum létt eftir að þessi niðurstaða er fengin í málið,“ segir Einar Rafn Haraldsson, formaður Afls fyrir Austurland. Sem kunnugt er sam- þykkti stjórn bandaríska álrisans Álcoa á stjórnarfundi sínum fyrir helgina að halda áfram samninga- viðræðum sínum við íslensk stjórnvöld vegna byggingar fyrir- hugaðs álvers við Reyðarfjörð. Viljayfirlýsing þar um verður væntanlega undirrituð síðari hlut- ann í þessari viku og ætla forsvars- menn Afls fyrir Austurland að beita sér fyrir því að í fjórðungn- um verði íslenski fáninn dreginn sem víðast að húni af því tilefni. „Samningavið- ræðurnar við Alcoa hafa geng- ið mjög hratt fram og trúverð- uglega. Ef til vill geta komið ein- hverjar hindran- ir sem gætu tafið þetta mál lítið eitt, en ég held að ekkert geti komið í veg fyrir að álver risi og allir endar vegna þess verði hnýtt- ir snemma á næsta ári,“ segir Ein- ar Rafn. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra staðfestir að stefnt sé að Einar Rafn Haraldsson. undirritun vilja- yfirlýsingar milli Alcoa og ís- lenskra stjórn- valda siðari hlut- ann í þessari viku. Á þessari stundu sé verið að yfirfara og finpússa texta yf- irlýsingarinnar, sem lúti að öll- um helstu tímasetningum fram- kvæmdaþátta. Er þá miðað við að álverið verði tilbúið í árslok 2006. „Þeir vilja sem fyrst byrja að bræða fyrir austan og það viljum við raunar líka,“ segir Valgerður. Valgerður Sverrisdóttir. Segist hún vænta þess að hægt verði að hefja undirbúningsfram- kvæmdir við Kárahnjúka seinna í sumar. I stórframkvæmdum uppi á öræfum sé hvert sumar afar dýr- mætt. Því sé best að nýta tímann sem best og byija sem fyrst. „Ég er afar glöð með hvernig þetta mál hefur þróast," segir Val- gerður Sverrisdóttir. Hún segir að vissulega megi til sanns vegar færa að álvers- og virkjunarfram- kvæmdir hafi mikil þensluáhrif á íslenska hagkerfið. Menn mættu þó ekki hræðast stórframkvæmdir, enda sköpuðu þær þjóðinni bætt lifskjör þegar til lengri tima væri litið. -sbs Patreksf j örður: Slegist og brotin rúða í löggubíl - upptök átaka óljós „Ég veit ekkert hvernig þessi slagsmál upphófust og get ekki svar- að því hvort menn voru að slást út af stelpum eða einhverju öðru,“ sagði lögreglumaður á Patreksfirði i samtali við DV. Til harðra átaka kom á og eftir dansleik sem haldinn var vestra á föstudagskvöldið en þar réðust nokkrir heimamenn að að- komumönnum. Einn þeirra leitaði vars í lögreglubíl sem var úti fyrir samkomuhúsinu, en slikur var móð- ur eins Patreksfirðingsins að hann braut rúðu í lögreglubílnum til að ná manninum út. Það tókst honum ekki en glerbrotum rigndi aftur á móti yfir lögreglumennina sem voru í bílnum. Tveir aðkomumannanna, annar þeirra lögreglumaður úr Hafnar- firði, þurftu að leita til læknis eftir þessa leiftursókn. Annar með skurð á enni, hinn nefbrotinn. Allt þetta mál er nú í rannsókn hjá lögregl- unni á Patreksfirði - og ljóst að kærur verða lagðar fram. Patreksfirðingamir sem stóðu að þessari árás eru úr hópi ungra manná í byggðarlaginu á aldrinum 19 til 25 ára, sem mjög hafa látið að sér kveða á síðustu misserum með ýmsum hvatvíslegum tilburðum. Á liðnu hausti var haldinn fjölmennur borgarafundur á staðnum vegna at- gangs þeirra og krafist aðgerða, svo sem eflingar lögreglunnar á staðn- um. Um hríð varð rórra þegar ungu mennimir hurfu á braut. Nú eru þessir pörupiltar hins vegar komnir aftur vestur á heimaslóðir sínar og láta þar að sér kveða, eins og at- burðir helgarinnar sýna best. -sbs Banaslys í Borgarfirði Lögreglan í Borgarnesi heldur áfram að rannsaka banaslysið sem varð á tjaldstæðinu við Varmaland í Borgarfirði á föstu- dagskvöldið. Fimm ára gömul stúlka varð þá fyrir stórum sendiferðabíl sem ekið var inn á tjaldstæðið en stúlkan var þar á ættarmóti. Slysið var tilkynnt til lögreglu og voru tveir sjúkrabílar kallað- ir til. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar var send á staðinn og flutti hún barnið á Landspítalann i Fossvogi. Hún var úrskurðuð látin er þangað kom. Ekki er unnt að greina frá nafni stúlkunnar að svo stöddu. -vig DV-MYND: ÞOK I fótspor föður sins Bolli Pétur Bollason guöfræðingur var í gær vígður til prestsþjónustu við Seljakirkju í Breiðholti. Vígsluathöfn var í Dómkirkjunni og vígslunni lýsti faðir guðfræðingsins, sr. Bolli Gústafsson vígslubiskup. Meðal votta voru systir Bolla Péturs, sr. Jóna Hrönn miðborgarprestur, og eiginmaður hennar, sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Má því segja að vígslan hafi öðrum þræði verið fjölskyldustund. í gærkvöld steig sr. Bolli Pétur svo í stólinn í Selja- kirkju og meðal kirkjugesta þar voru foreldrar hans, þau séra Bolli og Matthildur Jónsdóttir. Eldri borgarar ósáttir við kjör sín: Stöðugleiki er aðalatriðið - segir Katrín Fjeldsted. Vill ná sáttum í málinu „Það er alveg ljóst að þessi hóp- ur fólks hefúr misst af velferð- inni,“ sagði ólafur Ólafsson, for- maður Félágs eldri borgara í Reykjavík, þegar niðurstöður út- reikninga Einars Árnasonar, hag- fræðings félagsins, voru tilkynntar á blaðamannafundi sem Félag eldri borgara hélt í lok síðustu viku. Samkvæmt þeim er fólk að greiða mun hærra hlutfall af tekjum sin- um í tekjuskatt en áður og segir Einar að þetta eigi sérstaklega við þann hóp sem hefur hvað lægstu tekjumar. Að mati félagsins ættu skattleys- ismörk að vera rúmar 82 þús. kr. á mánuði en samkvæmt launavísi- tölu 105 þús. kr., sé horft til þes að mörkin voru 54 þúsund árið 1990. Ólafur hefur sagt að niðurstöðurn- ar sýni einfaldlega að láglaunafólk yfir 70 ára aldri sé að borga hærri skatta en áður og Steingrímur J. Katrín Fjeldsted. . Olafur Ólafsson. Sigfússon, formaður VG, sagði í DV um helgina þetta sýna kaldrifj- aðar áherslur hægri stjórnar í skattamálunum og tók mið af stefnu ýmissa Norðurlandaþjóða í þessum efnum. „Eldri borgarar margir hverjir hafa verið ósáttir við sinn hlut og það virðist sem sjónarmið þeirra og stjórnvalda stangist á,“ sagði Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálf- stæðisflokks. „Ég hins vegar veit að hluti aldraðra býr við óviðun- andi kjör og það finnst mér afleitt. En i mínum huga er aðalatriðið hins vegar stöðugleiki og lág verð- bólga, sem núverandi rikisstjórn hefur staðiö fyrir. Það hafa fjöl- margir eldri sjálfstæðismenn, svo sem Guðmundur H. Garðarsson og Þuríður Pálsdóttir, verið að minna á síðustu árin; þ.e. á misræmi milli þeirra kjara sem aldraðir búa við og almennt gerist í þjóðfélaginu,“ sagði Katrín enn fremur. Hún kvaðst vilja minna á að samkomulag væri um hvaða vísi- tölur væru notaðar sem viðmið á hverjum tima í þessum efnum - og vitaskuld þróuðust vísitölur ekki allar á sama veg. Aðalatriðið væri þó í sínum huga að ná sáttum milli aldraðra og stjórnvalda um kjör eldri borgara og gera þau viðun- andi. Annað væri goðgá. -sbs/vig Þórður á Skógum á myndbandi íslenski safhadág- urinn var í gær. Á Akureyri var görutíu ára afmæli Minja- safnsins fagnað með garðveislu. Þar er lokið endurbótmn á hinum aldargamla Minjasalhsgarði. Myndband um Skógasafn í fylgd með Þórði Tómassyni kom út á íslensku, ensku og þýsku og leiðsögn var um sýningu ljósmynda úr svokölluðum Fox-leiðangri í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Seldi eftirlíkingar íslenskur kaupsýslumaður hefur verið dæmdur af Héraðsdómi Reykja- víkur til greiðslu 800 þúsund króna sektar vegna brota á vörumerkja- og samkeppnislögum. Honum var gefið að sök að hafa selt Baugi stuttermaboli með eftirlíkingum af vörumerkjum fyr- irtækisins Stussy Inc. Heildverslun hins ákærða var einnig dæmd til greiðslu 700 þúsund króna sektar og til að sæta upptöku á 300 þúsund krónum. Fornleifar við Skriðuklaustur Við Skriðuklaustur í Fljótsdal er haf- inn uppgröftur klaustursins sem starf- rækt var á staðnum á árunum 1493 til 1552. Það er fomleifafræðingurinn Steinunn Kristjánsdóttir sem er verk- efnisstjóri framkvæmdanna. Austur- glugginn sagði frá. Tvö fá rannsóknarieyfi Iðnaðarráðuneytið hefur heimilað tveim- ur fyrirtækjum að rannsaka Brenni- steinsfiöll með tilliti til virkjunar varma. Það eru Hitaveita Suðumesja og Orku- veita Reykjavíkur. Hvomgt fyrirtækið fær þó forgang að nýtingu á svæðinu og er forsvarsmað- ur Hitaveitu Suðumesja ósáttur við það. Hann telur ófært að eyða pening- um í rannsóknir án þess að fá að nýta svæðið ef það reynist hagkvæmt. Dregur úr fólksflótta Mjög virðist draga úr fólksflótta frá Austurlandi. Fyrsta hálfa árið 2002 fluttust 29 manns þaðan umfram að- flutta og miðað við að þróunin verði sú sama síðari helming ársins samsvarar það að sjálfsögðu 58 manns. í fyrra fækkaði hins vegar um 135 manns á Austurlandi og árið þar áður um 187 þannig að þróunin er jákvæð fyrir landshlutann. Austurglugginn sagði frá. Rústir frá 11. öld Rústir sem fundist hafa við Glaum- bæ í Skagafirði virðast vera frá önd- verðri 11. öld, samkvæmt rannsóknum bandarískra fornleifafræðinga. Þær virðast vera leifar af langhúsi en ekki er ljóst hvort um mannabústað hafi verið að ræða. Bandaríkjamennimir hafa stundað rannsóknir í Skagafirði undanfarin tvö sumur á jarðmyndun- um og breytingum á búnaðarháttum, samkvæmt fréttum RÚV. Húðkeipasmíði Námskeið í smíði húðkeipa á græn- lenska visu mun fara fram á ísafirði um næstu helgi. Leiðbeinendur era tveir reyndir húðkeipasmiðir frá vina- bæ ísafjarðar á Grænlandi, Nanortalik. Námskeiðið er haldið í tengslum við hina árlegu hátíð, Siglingadagar á ísa- firði. BB sagði frá. -Gun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.