Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 4
4
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002
DV
Fréttir
Fór frá Litla-Hrauni kl. 10 - tekinn í mikilli vímu á 134 km hraða á stolnum bíl með þýfi kl. 11.30:
Segir búálf hafa
rétt sér bíllyklana
- gæslu krafist - gagnrýnivert hvernig afbrotamönnum er sleppt, segir verjandi
27 ára Reykvíkingur sat fyrir
framan héraðsdómara á Selfossi í
gær þar sem hann greindi frá því að
búálfur hefði afhent sér lykla að ný-
legum bíl sem hann stal þar í bæ á
fimmtudag. Hann var tekinn á 134
km hraða á klukkustund í Ölfusi og
talinn augljóslega í mikilli vímu. í
bílnum var þýfi, m.a. veski konu
um áttrætt sem hafði verið að
versla í Bónus á Selfossi er hún
uppgötvaði að veskið hennar var
horfið. Lögreglan fann meira þýfi í
bílnum, sem tilheyrir starfsfólki
Hótel Selfoss, veski, lykla, geisla-
spilara og fleira.
Manninum hafði verið sleppt út
af Litla-Hrauni aðeins rúmri
klukkustund áður en lögreglan tók
hann fyrir hraðaksturinn. Hún var
þá að hafa afskipti af honum í ann-
að skiptið eftir að hann gekk út um
fangelsisdymar á Eyrarbakka en þá
var verið að sleppa honum úr
gæsluvarðhaldi.
Hilmar Ingimundarson, réttar-
gæslumaður mannsins, segir að þar
sem lögreglan i Reykjavik hafi feng-
iö manninn hnepptan í gæsluvarð-
hald í byrjun vikunnar sé gagnrýni-
vert að slíkum fóngum sé svo „hent
út“ úr fangelsi á landsbyggðinni
þegar vistinni ljúki. í þessu tilfelli
hefði átt að láta aðstandendur
mannsins vita fyrst lögregl-
an gat ekki komið mannin-
um í sitt heimahérað. Hilm-
ar kveðst ætla að fá úr því
skorið hvað umbjóðandi
hans tók inn i fangelsinu á
Litla-Hrauni, hvort læknir
gaf honum lyf og hvenær.
Veski og bíll
Síðastliðinn laugardag
handtók lögreglan í Reykja-
vík umræddan mann, grun-
aðan um þjófnaði og innbrot.
Á sunnudag úrskurðaði
dómari hann í gæsluvarð-
hald á Litla-Hrauni með til-
liti til rannsóknarhagsmuna.
Á fimmtudagsmorgun,
klukkan liðlega tíu, var
manninum svo sleppt. í fang-
elsinu hafði honum verið afhentur
rútumiði til að komast til Reykja-
víkur. Einungis fáum mínútum eft-
ir þetta var tilkynnt að maðurinn
væri að sniglast í kringum búa á
Eyrarbakka. Lögreglan sótti mann-
inn og ákvað að aka honum að Foss-
nesti á Selfossi þar sem rútustöðin
er.
En maðurinn var greinilega ekk-
ert á leiðinni í bæinn - a.m.k. ekki
í rútu. Skömmu siðar var kona um
áttrætt að versla í Bónus þegar hún
Ut að morgni en í annan stein eftir hádegi
Maöurinn var í svo mikilli vímu aö lögreglan á Selfossi
gat ekki tekiö af honum skýrslu fyrr en daginn eftir. í
hinu rúmlega klukkustundarlanga frelsi haföi hann
framiö afbrot sem líklega flestum þætti nóg um.
tók eftir að veski hennar var horfið.
Eitthvað hafði hún séð tO viðkom-
andi manns en ekki gert sér ljóst
strax að veskið hennar var horfið.
Eftir þetta er maðurinn talinn
hafa farið inn á Hótel Selfoss. Þar
hafi hann látið greipar sópa og m.a.
náð í lykla að nýlegum bíl.
Á ofsahraða óviðræðuhæfur
Þegar maðurinn settist upp í bíl-
inn ók hann frá Selfossi. í Ölfusinu,
á milli Selfoss og Hveragerðis, var
lögreglan m.a. að mæla hraða
bíla. Skipti engum togmn að
umræddur maður var nú
mældur á 134 km hraða á
klukkustund og var stöðvað-
ur. Bæði veski konunnar og
aðrir hlutir sem tilheyrðu
starfsfólki Hótel Selfoss fund-
ust í bílnum. Var nú rúm
klukkustund liðin frá því
maðurinn gekk út um dyrnar
á Litla-Hrauni. Þegar lögregl-
an fór að ræða við hinn
handtekna gaf hann þær
skýringar að búálfur hefði
rétt honum bOlyklana. Hann
taldist ekki viðræðuhæfur
vegna þeirrar vimu sem
hann var í. Ekki var tekin
skýrsla af honum fyrr en í
gærmorgun. Maðm-inn hefur
dvalið í fangageymslum Selfosslög-
reglunnar síðustu tvær nætur.
Sýslumaðurinn á Selfossi ákvað í
gær að fara fram á að maðurinn yrði
úrskurðaður í gæsluvarðhald á þeim
forsendum að hann væri grunaður
um fjölda afbrota. „Hinn grunaði"
gaf dómaranum sömu skýringar og
hann hafði gefið lögreglu á tilkomu
billyklanna í sínar hendur á fimmtu-
dag. Dómarinn ákvað að taka sér sól-
arhringsfrest, þangað til í dag, til að
kveða upp úrskurð. -Ótt
Hrefnukjöt í verslanir:
Skárra en ekkert
„Kjötið smakkast vel, ég mæli með
þessu,“ sagði Árni Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra, inntur eftir því
hvernig norska hrefnukjötið, sem
verslanir Nóatúns hófu sölu á í gær,
bragðaðist.
„Það væri vissulega skemmtilegra
ef kjötið væri frá okkur komið en
þetta er skárra en ekkert," sagði
Árni og bætti því við að það væri
ekki spurning um hvort heldur
hvenær íslendingar hæfu hvalveiðar
að nýju.
„Það er aðeins tímaspursmál
hvenær veiðar hefjast. En þá verðum
við að geta átt viðskipti með hval-
kjötið og þetta er fyrsta skrefið í
því,“ sagði Árni og ítrekaði einnig að
mikilvægt væri að Islendingar
gengju í Alþjóðahvalveiðiráöiö.
Um 4 tonn eru í boði af hvalkjöt-
inu, sem íslenskar sjávamytjar flytja
inn, og er um að ræða bæði fryst og
ófryst kjöt. Sigurður Markússon,
innkaupastjóri Nóatúns, segir að
margir hafi spurst fyrir um kjötið og
ekkert sé því til fyrirstöðu að flytja
inn meira af hvalkjöti ef eftirspurn
verður mikil.
Stefán Úlfarsson, sem sá um að
elda ofan í mannfjöldann fyrir utan
Nóatún í gær, sagði kjötið vera það
besta sem völ væri á. „I því eru eng-
in bein og engar trefjar. Þvi er ein-
faldlega skellt á grillið, snöggsteikt á
báðum hliðum og það er tilbúið.“-vig
DV-MYND ÞOK
. ~n,- Nammi namm
Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra kom ásamt dætrum sínum tveimur og bragöaöi á norska hrefnukjötinu sem
verslanir Nóatúns hófu sölu á í gær. Árni segir aöeins tímaspursmál hvenær íslendingar hefji hvalveiðar.
Hafnarsamningur við Alcoa fyrir árslok
Umhverfismat vegna nýrrar hafn-
ar fyrir stóriðju í Reyðarfirði, sem
þjónar væntanlegu álveri Alcoa þar,
hefur þegar farið fram. Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og
John Pizzey, aöstoöarforstjóri Alcoa,
undirrituðu vUjayfirlýsingu um ál-
ver í Ráðherrabústaðnum í Tjarnar-
götu í gærmorgun. Hermann Guð-
jónsson, forstjóri Siglingastofnunar,
segir að höfnin sé inni á gUdandi
hafnaráætlun tU ársins 2004 sem Al-
þingi samþykkti vorið 2001. Höfnin
verður við Hraun i Reyðarfirði og
verður á þessu ári varið 47
mUljónum króna vegna 260
metra langs stálþUsbakka
með 14,3 metra dýpi, auk
lagna og steyptra þekja, aUs
7.800 ferm. Á árinu 2003
verður varið 502 mUljónum
króna til þessa verks og 114
miUjónum króna á árinu
2004, en aUs verður hlutur
ríkissjóðs í þessum hluta
Smárl Gelrsson.
hafnarinnar 60%. Á þessu ári verður
einnig byrjað á dýpkun við stálþU
niður í 14,3 metra, sem er m.a.
118.000 rúmmetra dæling og
gerð siglingarmerkja, og
verður á þessu ári varið til
verksins 43 milljónum króna
og 48,5 mUljónum króna á ár-
inu 2003. Alls er hlutur ríkis-
sjóðs í þessum verkhluta
75%. HeUdarkostnaður við
höfnina er um einn milljarð-
ur króna og þá eiga um 60
þúsund tonna skip að geta at-
hafnað sig þar. Hlutur ríkisins er því
nálægt 750 mUljónum króna.
„Gert er ráð fyrir því að Hafnar-
sjóður Rjarðabyggðar leggi hafnar-
samning fyrir stjóm Alcoa eigi síðar
en í lok desembermánaðar 2002. Það
var búið að gera drög að þessum
samningi við Norsk Hydro svo að
þegar er búið aö vinna stóran hluta,“
segir Smári Geirsson, forseti bæjar-
stjórnar Fjarðabyggðar.
Er undirskriftardagurinn 19.
júli ekki mikill hátíðisdagur Aust-
firðinga? „Þetta er mjög stór dagur,
eins konar þjóðhátíðardagur, ekki
bara fyrir okkur Austfxrðinga heldur
aUa íslendinga.“ -GG
Ahugi á stöðu
framkvæmda-
stjóra Granda
Árni VUhjálmsson, prófessor og
stjómarformaður Granda hf„ mun
sinna starfi framkvæmdastjóra þar
tU nýr framkvæmdastjóri hefur ver-
ið ráðinn að félaginu. Brynjólfur
Bjamason, sem gegnt hefur starfi
framkvæmdastjóra mörg undanfar-
in ár, hefur fekið við starfi forstjóra
Landssímans.
Árni segir að þar sem þjóðfélagið
sé í hálfgerðum hægagangi nú
vegna sumarleyfa verði ekki tekin
ákvörðun um framhaldið fyrr en
síðar í sumar eða haust. Ljóst sé þó
að hann verði ekki áfram í starfmu.
Hann segir að ýmsir hafi gefið sig
fram að undanfórnu sem sýnt hafi
áhuga á framkvæmdastjórastarfmu,
svo aUt eins kann að verða gengið
tU samninga við einhvern þeirra
eins og að auglýsa starfið. Síðasti
vinnsludagur i frystihúsi Granda
við Norðurgarð fyrir fjögurra vikna
sumarstopp var sl. fóstudag. Sá timi
verður notaður tU nauðsynlegs við-
halds á tækjum og fleiru. -GG
Vopnaskak á
Vopnafirði
Nú eru Vopnafjarðardagar að
sigla inn i austfirska sumarafþrey-
ingu en þeir standa frá 20. tU 28. júlí
og er áhersla lögð á uppistand, böll,
íþróttir, skemmtanir og almenna
menningarupphafningu. Þaö er
menningarmálanefnd Vopnafjarðar
sem stendur fyrir Vopnaíjarðardög-
um og er formaður nefndarinnar
BorghUdur Sverrisdóttir. Aðspurð
segir hún að hljómsveitimar trekki
mikið að en auk þeirra séu aUs kyns
skemmtanir, leiktæki og annað og
hafi verið stefnt að því að gera
Vopnaskak fjölskylduvæna hátíð
þar sem aUir finni eitthvað við sitt
hæfi.
Vopnafjarðardagar eru hluti af
verkefninu „Menning um landið“
sem er hópur áhugafólks um menn-
ingu úti á landi og stuðlar að þvi að
bæta menningu á landsbyggðinni og
hafa hana sem fjölbreyttasta. Það er
í samvinnu við hóp sem stendur að
hagyrðingakvöldi sem verður 26.
júlí. Vopnaskak hefur verið árlegur
viðburður undanfarin ár og Aust-
firðingar hafa venjulega fjölmennt á
dagskrána, sem og ferðafólk. -GG
Álversframkvæmdir:
650 milljóna
virkjunarvegur
Vegagerðin á Austurlandi er nú
að ljúka við gerð vegar í Fljótsdal
sem hófst fyrir tveim árum vegna
virkjunarframkvæmda í tengslum
við álver í Reyðarfirði. Sveinn
Sveinsson, tæknifræðingur hjá
Vegagerðinni fyrir austan, segir að
þar sé um að ræða 18-19 km veg í
Atlavík og langleiðina inn að vænt-
anlegu stöðvarhúsi í Fljótsdal. „Þær
framkvæmdir eru á lokastigi. Á
þessum kafla eru fjórar brýr og er
vegurinn lagður bundnu slitlagi."
Sveinn segir að verkið kosti um 650
milljónir króna með brúm og öllu
saman. Auk þessa er verið að byrja
á endurbyggingu vegar á milli Reyð-
arfjarðar og Eskifjarðar í tengslum
við álversframkvæmdir. Sveinn seg-
ir að sá vegur hafi verið gamall og
hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem
gerðar eru í dag. -HKr.