Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 9
9 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002_ py________________ Utlönd Peter Carl Viöskiptastjóri Evrópuráösins til- kynnti kokhraustur aö ESB heföi ákveöiö aö „taka ekki í gikkinn Aðgerðum ESB gegn Bandaríkj- unum frestað Evrópusambandiö hefur hvikað . frá þvi að beita refsiaðgerðum gegn Bandaríkjunum upp á rúmlega 25 milljarða króna sem hefjast áttu í byrjun ágúst. Sambandið hótaði að- gerðunum vegna þess að George W. Bush Bandaríkjaforseti ákvað skyndUega að setja 8 tU 30 prósenta tolla á innflutning evrópsks stáls tU Bandaríkjanna í þeim tUgangi að vemda innlendan stáliðnað. Evr- ópuríkin telja álagninguna brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar. í gær komu Bandaríkjamenn með tUboð um tUslakanir á toUun- um nokkrum klukkustundum áður en taka átti ákvörðun um refsiað- gerðir. TUboðið hljóðaði upp á að 10 prósent stálinnflutnings frá Evrópu yrði undanskUið toUinum. Reyndar hafði Evrópuráðið þegar mælst tU frestunar vegna ótta við að skaða samskiptin við Bandaríkin. Upphaf- lega áttu aðgerðimar að hefjast 18. júní en hefur nú verið frestað aftur. Fyllibytta veldur usla í flugvél Ölæði stjórnlauss farþega varð tU þess að vekja ótta um flugrán í áætl- unarþotu milli Kólumbíu og Spánar i gær. Maðurinn hótaði flugfreyjum og farþegum með plasthníf og sagð- ist bera með sér sprengju. Flugstjór- inn greip tU þess ráðs að lenda vél- inni á herflugveUi skammt frá áfangastaðnum, Madríd, höfuðborg Spánar. Um 140 farþegar voru um borð í flugvélinni sem er af gerðinni Boeing 767. Óeirðaseggurinn setti ekki fram neinar kröfur og fór aldrei inn í flugstjómarklefann. Því er ekki litið á atvikið sem flugrán og mun hann því fá mýkri meðferð í kjölfarið. Allt á niöurleiö Veröbréfasali í New York dokar viö og íhugar hlutabréfahrapið. Áfram hrun á hlutabréfum Hlutabréf héldu áfram að hrynja í verði í gær eftir örlítinn bata á flmmtudag. FTSE-vísitalan í Lund- únum, sem er leiðandi í Evrópu, féU um tæp 5 prósent og vísitölur í Asíu og Bandaríkjunum voru einnig á niðurleið. Þegar blaðinu var lokað í gær hafði Dow Jones náð lágmarki eftir árásimar 11. september. EUuti af ástæðu fallsins í gær var að fyrirtæki tilkynntu minni hagn- að en áður var áætlaður. Sænska farsímafyrirtækið Ericson og þýska tæknifyrirtækið Epcos vöruðu bæði við yfirvofandi tapi og bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson viðurkenndi að vera undir glæpa- rannsókn fyrir óreglulega skrásetn- ingu á framleiðslu lyfja sem talin eru hafa valdið veikindum. Einn mesti fjöldamorðingi sögunnar: Doktor Dauði myrti tvö hundruð manns Breski læknirinn og fjöldamorð- inginn Harold Shipman, sem kaUað- ur hefur verið Doktor Dauði, myrti að minnsta kosti 215 manns og er þar með einn helsti fjöldamorðingi sögunnar. Þetta em niðurstöður op- inberrar rannsóknar sem gerð var kunn í dag. Morð Shipmans voru kerfisbund- in, yfirveguð og köld. Á 23 ára ferli myrti hann að meðaltali einn sjúk- ling á mánuði. Aðferð hans var að sprauta heróíni eða öðm eitri í blóð grunlausra fómarlambanna, sem flest voru aldraðar konur. Janet Smith dómari, sem hafði umsjón með rannsókninni, segir Shipman hafa brugðist trausti sjúklmga sinna og aðstandenda þeirra á þann hátt sem er fordæmalaus í sögunni. Dæmigert morð hófst með því að hann fór í vitjun tU aldraðs sjúk- lings. Á meðan heimsókninni stóð myrti hann sjúklinginn með sprautugjöf. Hann mætti svo að- standendum og gaf þeim upplognar útskýringar á því hvernig andlátið Harold Shiprnan Læknirinn, sem lýst var sem kær- leiksríkum en hrokafullum, myrti yfir 200 grunlausa sjúklinga sína. bar að. Því næst gekk hann burt ógrunaður. Upp komst um hryUinginn þegar dóttir fyrrverandi bæjarstýru, sem Shipman myrti, gekk gegn nýrri erfðaskrá sem arfleiddi lækninn að öUum verðmætum bæjarstýrunnar fyrrverandi. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir 15 morð. Lítið er vitað um tUefni morð- anna. Hann drap 171 konu og 44 karlmenn á aldrinum 41 tU 93 ára. Geðlæknar geta sér þess tU að Shipman hafi verið drifinn áfram af löngun í guðlegt vald yfir lifi. Einnig eru leiddar að því líkur að Shipman hafi truflast andlega við að horfa upp á móður sína deyja hægt úr krabbameini þegar hann var táningur. Bresku Heilbrigðissamtökin kenna „hræðUegum mistökum kerf- isins“ um að glæpimir uppgötvuð- ust ekki fyrr. „Við getum fuUvissað almenning um að nokkuð af þessari stærðargráðu mun ekki gerast aft- ur,“ sagði formaður bresku lækna- samtakanna eftir að umfang morð- anna kom i ljós í gær. Bush eykur baráttuandann George Walker Bush, forseti Bandaríkjanna, heimsótti tíundu fylkingu fjalladeildar bandaríska landhersins í gær. Hann notaöi tækifæriö og tilkynnti aukin útgjöld ríkisins til hermála og þar á meöal launahækkuri hermanna. Þetta var eitt af kosningaloforöum forsetans, en meö þessu vill hann auka baráttuanda þjóöhetjanna í hernum. ísraelar refsa fjölskyldum palestínskra árásarmanna ísraelsstjóm hefur breytt um stefnu gagnvart sjálfsmorðsárásum palestínskra „pislarvætta" og hegna nú eftirlifandi ættingjum þeirra fyr- ir árásimar. ísraelski herinn hand- tók 22 ættingja tveggja Palestínu- manna sem sakaðir eru um að hafa skipulagt sjálfsmorðsárásir í vik- unni sem skUdu 12 ísraela eftir í valnum. Auk þess voru heimUi þeirra eyðUögð. Nú íhuga ísraelar að senda ættingjana, sem eru frá Vesturbakkanum, í útlegð á Gaza- svæðinu. Þetta myndi letja unga Palestínumenn frá því að fremja sjálfsmorðsárásir, en ísraelsmenn halda því fram að árásimar séu fjöl- skyldumál. Elyakim Rubinstein, dómsmála- ráðherra ísraels, segist efast um að það sé löglegt að senda fjölskyldu- meðlimi árásarmanna í útlegð, Refsing í arf ísraelsher eyöilagöi heimili tveggja eftirlýstra Palestínumanna í gær og handtók á þriöja tug ættingja þeirra. nema sannað sé um beina aðUd þeirra að sjálfsmorðsárás. Hins veg- ar segir hann ekkert mæla gegn því að ísraelsher leggi í rúst heimUi árásarmannanna, ættingja þeirra og annarra sem tengjast þeim. Þetta er í fyrsta skiptið sem ísraelar grípa tU slíkra aðgerða siðan yfirstandandi uppreisn Palestínumanna hófst fyr- ir tveimur árum. Rikisstjóm Palestínu varaði við því að ef ættingjamir yrðu sendir i útlegð væru meiri vandræði vís. Þá hótuðu hryðjuverkasamtökin Ham- as því að hefja nýja öldu sjálfs- morðsárása ef brottvikningin yrði að veruleika. Shimon Peres, friðsamur utanrík- isráðherra ísraels, segir útlegðar- kostinn í lagalegri athugun og kveðst hann styðja þann möguleika ef hann reynist löglegur. msamsmm Fortuyn endurgrafinn Lík hægrimanns- ins Pim Fortuyns, sem myrtur var rétt fyrir hoUensku þingkosningarnar í maí síðastliðnum, verður flutt frá Amsterdam til ítal- íu í dag. Flokkur Fortuyns, sem vUl taka harðar á innflytjendum og glæpum, vann tímamótasigur í kjölfar morðsins og mun fara með innflytjendamál í hol- lensku ríkisstjórninni. Dauöadómur fyrir guölast Kristinn Pakistani hefur verið dæmdur til dauða í borginni Lahore fyrir að beina niðrandi orðum að Múhammeð spámanni. 5. júlí síðast- liðinn var 48 ára maður grýttur til dauða í landinu af 300 manna múgi að tUskipun þorpsklerks nokkurs. Afskiptum Bush mótmæit Tugir þúsunda írana streymdu út á götur Teheran í gær og mótmæltu afskiptum Bandaríkjamanna af inn- anríkismálum þeirra. Þeir óskuðu Bush og landi hans dauða. Innrás ógnar íslam Mahatir Mohamad, forseti Malas- íu, varar við þvi að innrás Banda- ríkjamanna í írak muni gera múslímum erfitt fyrir að sýna hið hófsamara andlit íslams. Lík Pearls fundiö Pakistanskur stjórn- andi rannsóknar á af- höfðuðu líki sem fannst í grunnri gröf í Karachi í maí hefur staðfest að líkið sé af bandaríska blaða- manninum Daniel Pearl. Blaðamannin- um var rænt í september þegar hann rannsakaði íslömsk hemaðar- samtök í bakgrunni árásanna á World Trade Center fyrir dagblaðið Wall Street Journal. Friöargæsluliöar grýttir Ungmenni grýttu friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Freetown, höfuðborg Sierra Leone, á fimmtu- dag. Ungmennin hófu skrílslæti og óeirðir eftir að landi þeirra var myrtur af nigerískum viðskipta- mönnum. Fölsk hryðjuverkastríð Mary Robinson, mannréttindafull- trúi Sameinuðu þjóðanna, varar við því að vægðarlaus barátta Bandaríkj- anna og Evrópu hvetji minna lýð- ræðisleg lönd til þess að brjóta á mannréttindum. Hún gagnrýnir Bandarikjamenn og Evrópumenn fyrir að halda innflytj- endum í búðum án lögfræðinga. Loforð um óbreytt ástand Marokkómenn lofuðu Spánverj- um í gær að hertaka ekki aftur klettaeyjuna Perejil, eða Lefiu, eftir að þeir síðamefndu höfðu lofað að yfirgefa hana ef slíkt loforð bærist. Spænska herdeildin situr enn sem fastast á eynni og segist ríkisstjóm landsins vilja fá loforðið í gegnum diplómatískar samskiptaleiðir, en ekki bara fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.