Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 12
12 Helgarblað LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 DV Bush boðar hertar aðgerðir gegn fjármálaspillingu: Erlendar fréttir vikunnar Erlingur Kristensson blaöamaöur Fréttaljós Eins og að láta refinn gæta hænsnahússins George W. Bush Bandaríkjaforseti á nú mjög undir högg að sækja heima fyrir, eftir að upp hefur komist um röð af meintum fjármálasvikamálum sem leitt hafa til mesta hruns á banda- rískum fjármálamörkuðum og víðar í langan tíma. Við þau mál hafa síðan bæst vafasamar viðskiptakúnstir hans sjálfs og fleiri háttsettra ráða- manna eins og Dick Cheneys varafor- seta, Thomas Whites hermálaráð- herra og Tom DeLays, leiðtoga repú- blikana í fulltrúadeild þingsins, sem jafnvel tengjast stórsvikamálum eins og Enron-málinu. Það sem snýr að Bush sjálfum er frá þeim tíma þegar hann var í for- svari fyrir orkufyrirtækið Harken Energy Corporation á níunda ára- tugnum, en þá fékk hann sjálfur 180 þúsund dollara að láni hjá fyrirtæk- inu á 5% vöxtum sem voru mun lægri vextir en viðgengust á lánamarkaði á þeim tíma. Þetta þótti í meira lagi óeðlilegt og töldu sumir að þar hefði Bush notið eigin góðvildar eða vina sinna. Sakaöur um tvöfeldni Nú er málið aftur komið í hámæli eftir að Bush sagði í ræðu í síðustu viku að banna ætti slík lán og í kjöl- farið hafa stjórnarandstæðingar sak- að hann um tvöfeldni eftir að banda- ríska fjármálaeftirlitið staðfesti mála- vexti. Talsmenn forsetans neita að hann hafi gert rangt með því að taka lánið á niðursettum vöxtum og full- yrti Scott McClellan, helsti talsmaður Hvíta hússins, að lántakan hefði verið fyllilega eðlileg og málið lægi ljóst fyr- ir að öllu leyti. Aðspurður um fyrirhugaöar að- gerðir gegn tjár- og bókhaldssvikum, sagði hann að ásakanimar gegn Bush hefðu ekkert með það að gera og að augljós þörf fyrir hertar reglur væri nýlega til komin. „Fjársvik hafa færst í aukana síðustu ár og það er ástæðan fyrir því að nú verður að grípa til hertra aðgeröa," sagði McClellan. Allt of viðriðinn spillinguna Talsmenn demókrata í þinginu eru þó á öðru máli og segja það augljóst að Bush hafi misnotað aðstöðu sina til að komast yfir ódýrari lán og það sé í meira lagi vandræðalegt að hann vilji nú banna öðmm að gera það sem hann sjálfur varð uppvís að. Þetta sanni tvöfeldni og ótrúverðugleika hans. Tom Daschle, leiðtogi demókrata í öldungadeild bandaríska þingsins, sagði að Bush væri þess vegna í engri aðstöðu til að boða hertar aðgerðir gegn spillingunni. „Hann er sjálfur allt of viðriðinn spillinguna til að geta gagnrýnt aðra,“ sagði Daschle og Ric- hard Gephardt, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild þingsins, bætti við að það væri erfitt fyrir Bush að setja leikreglur sem hann hefði sjálfur brot- ið. Ekki farið að lögum Þetta er ekki eina vandræðamálið sem Bush stendur sjálfur frammi fyr- ir þessa dagana, því fyrr í mánuðin- um viðurkenndu talsmenn Hvíta hússins að hann hefði ekki að öllu leyti farið að lögum né heldur gert nánari grein fyrir sölu hlutabréfa meðan hann var yfirmaður Harken Energy. Þeir kenndu um skriffmnsku- mistökum og sögðu lögfræðinga fyrr- irtækisins bera ábyrgöina á því að hluti tilskilinna pappíra hefðu ekki borist í tæka tíð áður en hlutabréfin voru seld. Þetta gerðist árið 1990, en þá seldi Bush verulegt magn hlutabréfa í Harken, fyrir allt að 850 þúsund doll- ara, rétt áður en tilkynnt var um skyndilegt veröfall þeirra, en á sama tíma átti hann sæti í endurskoðunar- nefnd fyrirtækisins og hefði þess vegna átt að vita allt um stöðuna. Tvelr frá Texas Þeir Bush Bandaríkjaforseti og Cheney varaforseti hafa báöir átt undir högg aö sækja aö undanförnu vegna meintrar aöildar aö fjársvikamálum sem leitt hafa til mesta hruns á bandarískum fjármálamarkaöi í langan tíma. verk að elta uppi og koma lögum yfir fjárglæpamenn. Hann sagði einnig að vaxandi hag- sæld og skjótfenginn gróði í byrjun tí- unda áratugarins í stjómartíð Clint- ons hefði leitt til spillingar og óhófs. „Við verðum að hraða siðvæðingunni og snúa viö blaðinu. Það er óþolandi að lesa vikulega um ný fjármálamis- ferli á viðskiptasíðum dagblaðanna," sagði Bush sem einnig leggur til 100 milljóna dollara fjáraukningu til efl- ingar fjármálaeftirlitsins SEC. Veröur aö láta verkin tala Andstæðingar forsetans lýstu sum- ir ræðunni sem innihaldslausu orða- gjálfri, en demókrataleiðtoginn Tom Daschle leyfði sér að hæla forsetanum fyrir viðleitnina, en bætti við að hann yrði að láta verkin tala. „Hann talaði digurbarkalega en hafði í raun lítið fram að færa. Við þurfum allt annaö en fóðurlegan fyrir- lestur gegn fjárglæpum. Við þurfum aðgerðir og þeir sem bera ábyrgðina eiga að fara bak við lás og slá,“ sagði Daschle. Ræða Bush hlaut misjafnar undir- tektir hjá áheyrendum og auðheyrt að hún þótti ekki trúverðug. Sumir við- skiptajöframir fögnuðu þó kalli hans um aukið siðferði, en einn þeirra tók svo til orða að þetta væri eins og að láta refinn gæta hænsnahússins. Cheney fremstur í flokki Það með er öll sagan ekki sögð því eins og áður sagði hafa fleiri ráða- menn verið grunaðir um aðdd að sukkinu. Þar fer Dick Cheney, vara- forseti Bandaríkjanna, fremstur í flokki, en hann hefur verið sakaður um bókhaldssvik á meðan hann stjómaði verktakafyrirtækinu Halli- burton í Texas á tíunda áratugnum. Það eru samtökin „Réttarvaktin" sem tekið hafa aö sér að höfða mál gegn Cheney i umboði nokkurra hlut- hafa Halliburton, sem halda því fram að Cheney hafi staðið fyrir bókhalds- svindli sem leiddi til þess að verð- mæti hlutabréfa í fyrirtækinu var í meira lagi ofmetið og varð til þess að margir töpuðu stórfé. Óeölilegur upplýsingaleki Þá hefur „Réttarvaktin" einnig far- ið fram á dómsúrskurð tU aö fá að- gang að gögnum varðandi undirbún- ing við gerð orkustefnu yfirvalda, sem Cheney stjómaði, en þar er hann grunaður um að hafa gefið vinveittum orkufyrirtækjum, eins og Enron, óeðlUegan aðgang að upplýsingum og jafnvel haft þau með í ráðum. Þá hefur Cheney verið velt upp úr því að hann hafi árið 1996 komið fram á myndbandi þar sem hann hrósar endurskoðunarfyrirtækinu Andersen í hástert og hvernig það hafi opnað augu hans fyrir ýmsum rekstrarleg- um möguleikum, en hann var þá í for- svari fyrir HaUiburton. Síðan hefur Andersen verið sakaður um víðtækt bókhaldssvindl og falsanir í Enron- málinu og þykja þræðir Andersens því liggja nokkuð nálægt varaforset- anum. Bush tekur upp hanskann Bush hefur heldur betur tekið upp fyrir hann hanskann og fullyrðir að þetta sé aðeins stormur í vatnsglasi stjórnarandstöðunnar sem komnir séu með kosningaskjálfta fyrir þing- kosningarnar í nóvember nk. Hann segist sannfærður um sakleysi Cheneys og hrósar honum fyrir störf hans. „Ég valdi hann í embættið af því að ég vissi að það er mikið í hann spunniö. Hann er að gera góða hluti og stendur sig vel,“ sagði Bush. Þrátt fyrir allan spillingarorðróm- inn, hefur almenningur i Bandaríkj- unum enn þá mikið persónulegt dá- læti á Bush og í nýlegri skoðanakönn- un lýsa 70% aðspuröra ánægju sinni með frammistöðu hans. Aftur á móti taldi mikill meirihluti aðspurðra að bandarísk stjórnvöld væru allt of hagsmunatengd og að þeirra áliti hefði efnahagsástandið ekki verið verra síðan áriö 1994. Þá áleit þriðjungur aðspurðra að stjóm- völd legðu allt of mikla áherslu á af- komu stærri fyrirtækja á kostnað þeirra smærri. Stjórnmálaskýrendur skýra þessa sterku stöðu Bush á þann hátt að bandarískur almenningur blandaði ógjaman saman persónuleika forset- ans og stjómmálaþrasi hversdagsins, en það gæti þó breyst á einni nóttu ef hann nær ekki hreinsa sig af áburðin- um. Á meðan fengi hann að njóta ávaxtanna sem hann hefur ræktað með þjóðinni siðasta árið í sameigin- legri píslargöngu eftir hryðjuverka- árásimar þann 11. september. Undirritaðl yfirlýsingu Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla mun Bush hafa undirritað yfirlýsingu þegar hann keypi bréfm, þar sem hann lofaði að selja þau ekki næsta hálfa árið á eftir. Hann beið þó ekki boðanna og seldi bréfin tveimur mánuðum síðar með dágóðum hagn- aði, eins og áður sagði, rétt áður en þau féllu í verði. Sjálfur segist forsetinn hafa farið að lögum og í tíma skilað inn öllum nauðsynlegum upplýsingum varðandi söluna til viðkomandi yfirvalda. Þeg- ar bandaríska fjármálaeftirlitið skoð- aði málið á sínum tíma var Bush ekki kallaöur fyrir og slapp því með skrekkinn. Hertar refsingar Málið fékk svo aukna athygli eftir að upplýst var um fjármálahneykslið hjá fjarskiptarisanum WorldCom i lok júní, en í kjölfar þess lýsti Bush hneykslan sinni og sagðist vera arg- ur út í stjórnendur stórfyrirtækja sem stæðu ekki í stykkinu. Á sama tíma er hann sjálfur undir smá- sjánni. Þessu ergelsi sínu lýsti Bush á fundi með fulltrúum fjölmiðla eftir að hafa á fundi með um eitt þúsund framámönnum í viðskiptalífinu á Wall Street, kynnt nýja stefnu sína um hertar aðgerðir og refsingar í fjár- svikamálum í viðleitni sinni til að endurvekja traust á viðskiptalífmu. Bætt viöskiptasiöferði „Það sem við þurfum í dag er bætt siðferði í viðskiptum," sagði Bush og lýsti í framhaldinu tillögum sínum um mun strangari löggjöf gegn bók- haldssvikum og fjárglæpum þar sem gert er ráð fyrir allt að helmings leng- ingu fangelsisdóma og stofhun sér- stakrar eftirlitssveitar undir stjóm Larry Thompsons aðstoðardómsmála- ráðherra, sem ætlað væri það hlut- Skotið að Chirac Lögreglan í Par- ís handtók 25 ára gamlan hægriöfga- mann eftir meinta tilraun hans til að myrða Jacques Chirac Frakk- landsforseta þegar forsetinn tók þátt í dagskrá Bastilludagsins, þjóöhátíðar- dags Frakka á sunnudaginn. Atburð- urinn átti sér stað á Champs Elyseé í París, en þar fór Chirac fyrir hátíðar- göngu hersins i opnum herjeppa. Til- ræðismaðurinn, sem er þekktur öfga- maður úr röðum nýnasista, hafði komið sér fyrir meðal áhorfenda ná- lægt Sigurboganum og leynt skot- vopninu, sem var 22 kalíbera veiðiriff- ill, í gítarkassa. 27 farast í skotárás Stjórnvöld í Indlandi kenna Paki- stönum um mannskæða skotárás skæruliða aðskilnaðarsinna í einu af fátækrahverfum Jammu í Kasmír um síðustu helgi, þar sem að minnsta kosti 27 óbreyttir borgarar af hindúa- trú, mest konur og böm, létu lífið og meira en þrjátíu særðust alvarlega. Að sögn sjónarvotta læddust átta skæruliðar, dulbúnir sem hindúar, inn í Qasim Nagar-hverfið þar sem þeir byrjuðu á því að henda hand- sprengjum áður en þeir hófu skothríð á óvarið fólkið. Tíu ára fórnarlamb alsælu Grunur leikur á að Jade Slack, bresk tíu ára stúlka sem lést á sjúkrahúsi í Lancast- er á sunnudaginn, hafi tekið inn allt að fimm alsælupillur. Reynist þetta rétt er Jade yngsta fómar- lamb alsælu í Brctlandi. Telpan mun hafa verið i heimsókn hjá vinkonu sinni áður en hún veiktist og leikur grunur á að hún hafi komist yfir lyfið þar. Greenspan boðar bata Alan Greenspan, bankastjóri bandaríska seðlabankans, hélt á þriðjudaginn tveggja og hálfs klukku- tíma ræðu fyrir bankanefnd öldunga- deildarinnar þar sem hann sagði efna- hagslífið vera á batavegi eftir að hafa særst af árásunum 11. september og síðan fjölda íjársvikamála. Hann til- kynnti jafnframt að vextir skyldu haldast í 1,75 prósentum, sem er lægsta vaxtaprósenta í fjóra áratugi. Þrátt fyrir ræðu Greenspans lækk- uöu hlutabréf á Wall Street sjöunda daginn í röð í gær. Stuðningur Saddams Sjónvarpsstöðin Sky fullyrðir að Saddam Hussein Iraksforseti hafi gefið milljónir dollara til fiölskyldna palest- ínskra sjálfsmorðs- liða og einnig veru- legar upphæðir til fiölskyldna þeirra sem fallið hafi í ófriðnum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þar að auki hafi hann látið af hendi rakna 20 milljónir dollara til vopn- aðra samtaka á síðustu tveimur árum. Sjö létust í árás Sjö ísraelskir borgarar létu lífið og að minnsta kosti tuttugu slösuðust þegar þrír palestínskir hryöjuverka- menn gerðu sprengju- og skotárás á fólksflutningabifreið í nágrenni land- nemabyggðarinnar á Vesturbakkan- um á miðvikudaginn. Að sögn sjónar- votta voru tilræðismennimir, sem höfðu komið fyrir öflugri sprengju í vegkantinum, klæddir ísraelskum herbúningum og eftir að sprengjan hafði sprungið hófu þeir skot- og handsprengjuárás á vamarlausa far- þegana. Arafat í framboð Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sagði í viðtali við egypska sjónvarpsstöð að hann væri ákveðinn í að bjóða sig fram í fyrirhuguðum forsetakosningum í janúar nk. og er það í fyrsta skipti sem hann staðfestir það opinberlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.