Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 20. JÚLl' 2002
Helcjctrblað 13 "V"
I ~7
Selur ekki rúm
heldur stemnináu
/ febrúar í fyrra brann Hótel Búðir á Snæfellsnesi til kaldra kola. Húsið
var um margt sögufrægt enda elsti hluti þess síðan 1836. Hótel var stofn-
að á staðnum fgrir meir en 50 árum og var eitt það elsta á landinu þó
svo rekstur hafi ekki verið þar samfelldur. Nú, einu og hálfu ári eftir
brunann, er risið ngtt hótel á staðnum og verður fgrsti hluti þess opnað-
ur um næstu helgi. Hótelstjórinn, Viktor Heiðdal Sveinsson, opnaði dgrn-
ar á hinu glæsilega steinstegpta hóteli fgrir DV í vikunni.
■ Sjá næstu opnu
Tignarlegt og stórt eru fyrstu orðin sem koma fram í
hugann þegar rennt er upp að nýbyggingunni á Búðum.
Hótelið sést langt að enda reisulegt og ljóst á lit, og
óneitanlega öðruvísi en það sem brann þann 21. febrú-
ar í fyrra. Það er Viktor Heiðdal Sveinsson sem tekur
á móti okkur og sýnir stoltur húsakynnin, en hann hef-
ur séð um hótelrekstur á staðnum síðan 1993. Verka-
menn eru hvarvetna niðursokknir í vinnu enda húsið
ekki fullklárað. Um næstu helgi er þó fyrirhugað að
opna veitingasalinn, kaffihúsið og barinn en ekki verð-
ur hægt að bóka gistingu á staðnum fyrr en á næsta
ári. Það þarf ekki að fara lengra en inn í anddyrið til
þess að átta sig á því að þetta nýbyggða hótel á ekki
mikið skylt við það sem var hér áður. Hér er allt miklu
nútímalegra, hærra til lofts, bjartara og kantaðra.
Ömmustíllinn sem hótelið var hvað þekktast fyrir er
horfinn.