Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 19
HelQorblaö 3Z>"'V‘ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002
LAUGARDAGUR 20. JÚLf 2002
HeIgarbloö TXSÍ
I 9
„Fólk kemur hingað til þess að njóta þess sem er innifalið í því að vera á Búðum, stemningar sem er ekki
sköpuð af neinum ákveðnum mönnum heldur er bara hérna,“ segir Viktor en hann hefur rekið hótel á staðn-
um síðan 1993.
Selur ekki rúm
heldur stemninéu
„En stemningin er sú sama,“ segir Viktor með
sannfæringarkrafti. „Stemningin á Búðum fór
ekkert með Rúnari Marvinssyni eða Siggu Gísla
eða Lóu Kristjáns eða einhverjum öðrum hótel-
stjórum sem hér hafa verið. Þeir hafa komið og
farið, skipt um myndir og leirtau, en það er ekki
málið. Það er einhver grunnur hérna, einhver
tónn, einhver stemning sem er ekkert hægt að
breyta og verður ekkert bundin við ömmustll eða
einhvern annan stíl, hvað þá við húsnæði." Vikt-
or segist sjálfur ekki hafa áttað sig alveg strax á
þessu og vildi t.d. i fyrstu helst reisa gamla hótel-
ið aftur frá grunni í sem minnst breyttri mynd
eftir brunann. „Maður er svo vanafastur, það má
engu breyta. Það var eiginlega arkitektinn, Kári
Eiríksson, sem kom mér ofan af þeirri hugsun en
hann kom fljótlega eftir brunann með skissur af
hóteli sem er ekki ósvipað því sem nú er hér ris-
ið,“ segir Viktor. Kári hafði verið aö vinna í
nærri þrjú ár að lausnum varðandi endurbætur á
gamla hótelinu sem til stóð að fara í áður en hót-
elið brann. Þar sem hann þekkti vel alla staðar-
hætti og var búinn að kynna sér vel allar þarfir
hótelsins vegna endurbótanna var hann ekki
lengi að koma með lausn sem dugði.
Gæludýrin velkomin
Það var í október í fyrra sem hafist var handa
við byggingu nýs hótels en upphafleg áform gerðu
ráð fyrir að það yrði opnað í vor. Ýmislegt hefur
gengið á í vetur, t.d. hefur fimm sinnum geisað
fárviðri á Snæfellsnesi og hafa þau óneitanlega
sett strik í reikninginn. Viktor er þó ekkert að
gráta seinkunina og finnst ágætt að byrja fyrst á
því að opna veitingaaðstöðuna. Talið berst að því
hvað þetta glæsilega hótel hafi kostað en Viktor
svarar því til að það hafi verið töluvert en vill
samt ekki gefa neina ákveðna tölu. Hann segist
enn ekki hafa tekið nein stórlán fyrir fram-
kvæmdunum því að baki honum standi fjársterk-
ir hluthafar og húsið sé því nær eingöngu byggt
fyrir hlutaféð. „Þessir hluthafar hafa trú á því að
svona framtak eigi eftir að plumma sig. Ferða-
þjónusta á íslandi er svo ung að hún á ekki eftir
að gera neitt nema vaxa og það að eiga hótel á
einni helstu náttúruperlum íslands getur ekki
verið annað en gott mál,“ segir Viktor. Hann neit-
ar því ekki að það muni líka kosta sitt að gista á
hótelinu, en hótelið sé lika ekkert venjulegt hótel
í þeim skilningi orðsins.
„Við forðumst allt sem er hótellegt hér á Hótel
Búöum. Hótel er orð sem er notað yfir stað til þess
að sofa á þar sem stjörnugjöf tryggir að þú fáir
svefnfrið. Fólk er einmitt alltaf að spyrja mig
hversu margra stjarna þetta hótel sé en við mun-
um ekki nota neinar stjörnur enda eru stjörnur
bara notaðar til þess að sýna standard á einhverj-
um atriðum sem við teljum ekki skipta neinu
máli varðandi gæði vistarinnar á Búðum. Gæðin
felast frekar í þeirri stemningu sem er hér og
stemningunni sem við sköpum með gestinum. Það
á að vera upplifun að koma hingað,“ segir Viktor.
Og upplifun mun það svo sannarlega verða, því
fyrir utan hið stórbrotna landslag sem fyrir er á
staðnum þá mun hótelið halda áfram að bjóða upp
á sín margfrægu skemmtikvöld, að ekki sé minnst
á fiskrétti á heimsmælikvarða. Hótelið verður
einnig sérstakt fyrir þær sakir að gæludýr eru
velkomin til dvalar ásamt eigendum sínum, svo
lengi sem þau eru ekki til vandræða. „Við höfum
alltaf verið mjög líbó varðandi dýr. Við leyfum
dýr svo lengi sem ekkert kemur upp á sem gerir
það að verkum að við verðum að afturkalla leyfið
en grunnreglan er samt sú að dýrin sem hingað
koma mega ekki styggja kettina sem eiga heima
hér,“ segir Viktor og strýkur einum af fjórum
heimilisköttum hótelsins eftir hryggnum.
Kviknaði í út frá rafmagni
Hingað til hefur einungis verið rekið sumarhót-
el á Búðum en með tilkomu hins nýja húss verð-
ur reksturinn heilsárs. „Búðir eru langfallegastar
á veturna. í snjónum sér maður refinn og önnur
dýr miklu betur. Ósinn er líka fullur af sel langt
fram á vorin sem er mjög gæfur,“ segir Viktor og
kvíður því ekki að það verði lítið að gera yfir
vetrartímann hjá honum því hann segir hótelið
tilvalinn stað fyrir vinnuferðir, ráðstefnur og
fundi.
Talið berst að brunanum á gamla hótelinu en sá
atburður vakti mikla athygli og umtal enda
staðurinn mörgum kær. Þegar gamla hótelið
brann hafði það verið lokað í rúmt ár vegna
áforma um endurbyggingu sem ekki höfðu gengið
eftir. Vegna þessara fyrirhuguðu breytinga höfðu
ýmis verðmæti í munum og minjum sem betur fer
verið fjarlægð þegar eldurinn braust út að kvöldi
21. febrúar 2001. Rannsókn á brunanum lauk án
þess að eldsupptök væru skýr en líklegast er talð
að kviknað hafi í út frá rafmagni, því nýverið
hafði rafmagni verið hleypt aftur á húsið.
„í dag er ég í raun ánægður með að ég hafi ekki
farið út í endurbyggingu á gamla hótelinu. Við
ætluðum að breyta því mjög mikið og svona eftir
á að hyggja þá er ég ekki svo viss um að það hafi
verið rétt að gera það. Þessar breytingar áttu bara
ekkert að verða og sést það best á þvi hvað þetta
gekk allt brösulega. Það átti ekkert að verða úr
þessum endurbyggingarhugmyndum því þær
voru allt of stórkallalegar. Hótelið sem við erum
að byggja hér núna verður með 20-30 herbergjum
en ég var að stefna að 50-70 herbergjum í endur-
byggingunni. Ég var að vinna á alltof stórum
skala,“ segir Viktor.
Hugmyndir um endurbyggingu Búðaþorpsins
Eftir að hótelið brann hafa hugmyndir um end-
urbyggingu gamla Búðaþorpsins fengið byr undir
báða vængi og er Viktor hlynntur þeim áformum.
Hann bendir á að til séu gamlar myndir af því
hvernig þorpið leit út á sínum tíma sem hægt
væri að fara eftir. Við endurbyggingu hótelsins
hafi þessi möguleiki verið tekinn inn í myndina
og hótelið hafi verið fært framar til þess að gefa
pláss fyrlr þorpið, ef til þess kæmi. Viktor sýnir
okkur haug af tréstoðum sem liggja í risi hússins
sem hann segist hafa hirt úr brunarústunum. Þær
hyggst hann nota til endurbyggingar á gamla
Sandholtshúsinu. „Þetta er þó allt enn á hug-
myndastigi. Ég hef nóg með að koma þessu hóteli
upp þó ég sé ekki að skapa nýjan þéttbýliskjarna,“
segir Viktor og hlær. Honum er greinilega annt
um söguna og dregur stoltur fram ýmsa muni úr
gamla hótelinu, sem og aðra sem hann hefur sjálf-
ur verið duglegur að sanka að sér. En það eru
ekki bara gamlar myndir og aðrir hlutir úr gamla
hótelinu sem munu fylgja yfir i það nýja. „Við
höldum kokkunum og eitthvað af gamla staffinu
verður líka hérna með sínum gömlu siðum,“ seg-
ir Viktor. Nú þegar er eitthvað af starfsfólkinu
komið í fulla vinnu á staðnum auk iðnaðarmanna,
enda í nógu að snúast við að gera allt klárt fyrir
opnunina um næstu helgi.
„Fólk mun ekki koma hingað til þess eins að
sofa svo það geti haldið hringferð sinni um land-
ið áfram næsta dag. Fólk mun ekki koma hingað
út af gistirýminu heldur til þess að njóta náttúr-
unnar og þeirrar stemningar sem hér hefur skap-
ast. Það kemur hingað til þess að njóta þess sem
er innifalið í því að vera á Búðum, stemningar
sem er ekki sköpuð af neinum ákveðnum mönn-
um, heldur er bara hérna,“ segir hótelstjórinn að
lokum. -snæ
Hótel Búðir, 2002
Stærð: 1260 fermetrar, 2
hæðir og ris.
Herberqjafjöldi: Enn á reiki
en íheildina er pláss fgrir
20-30 herbergi. 36 fm brúð-
arsvíta. Minibar, sjónvarp og
DVD spilari íhverju herbergi.
Veitingar: Morgunverðarsal-
ur gegnir hlutverki kaffi-
húss á daginn. Einn bar og
veitingasalur með útsgni á
jökulinn með pláss fgrir 70
manns. Aðaláhersla lögð á
ferskt fiskmeti en þó verður
hægt að fá aðra rétti.
Stfíl: Ömmustílinn grafinn
og stílhreinna útlit tekið við.
Húsgögn ískandinavískum
og frönskum stfí. Ekkert her-
bergi verður eins íútliti.
Tveir arnar íhúsinu, kon-
íakstofa, svalir og verandir
bæði ívestur og austur.
Annað: Dgr velkomin á hót-
elið með eigendum sínum.
Hótelið mun áfram standa
fgrir uppákomum og
skemmtikvöldum. Opið allt
árið.
Úr borðsalnum blasir Snæfellsjökullinn við. Þar
geta gestir ekki bara notið góðs útsýnis heldur
einnig flottra fiskrétta sem hafa verið aðalsmerki
hótelsins í mörg ár.
Eins og sést á þessari mynd eru framkvæmdir enn í
fullum gangi á hótelinu. í sumar verður einungis
veitingaðstaðan opnuð fyrir gesti en seinna í vetur
er áætlað að fólk geti farið að gista á hótelinu.
risi nýbyggingarinnar eru geymdir ýmsir hlutir sem tilheyrðu gamla hótelinu. Viktor hefur einnig sjálfur verið duglegur við að
sanka að sér gömlum mynduin og ýmsum fróðleik tengdum Búðum og mun mikið af þessuni hlutum skreyta hið nýja hótel.