Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Qupperneq 20
2.0
H <2 Igct rb lctcí 13"V LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002
Yngsti
óperustjóri landsins
Sumarópera Reykjavíkur heitir
rujtt óperufélaq sem setur upp óp-
erur með ungu listafólki. Verk-
efnið er hugarfóstur hins unga
barítónsönguara, Hrólfs Sæ-
mundssonar, sem ætlar að gera
Sumaróperuna að föstum lið íís-
lensku menningarlífi á sumrin.
„Sumarópera Reykjavíkur er verkefni sem er kom-
iö til aö vera í íslensku menningarlífi en markmið
verkefnisins er að setja á hverju sumri upp fullbúna
óperu þar sem ungt fólk skipar hvert sæti,“ útskýrir
óperustjórinn Hrólfur Sæmundsson, sem er án efa
yngsti óperustjóri landsins, einungis 29 ára gamall.
Hann heldur áfram. „Með áheyrendaprófum eru efni-
legustu söngnemar landsins valdir hér til starfa þar
sem þeir fá tækifæri til þess að starfa með atvinnu-
fólki. Það er atvinnufólk sem skipar aðalhlutverkin,
við verðum með toppleikstjóra og búningahönnuð en
það fólk sem valið er til starfa með áheyrendaprófum
skipar smærri hlutverk og kór.“
Undirbýr söngnema fyrir starfíð
Hugmyndin að Sumaróperunni er alfarið frá Hrólfi
komin. „Svona sumarsýningar tíðkast viða erlendis
þar sem ungu og upprennandi tónlistarfólki er gefið
tækifæri á því að koma sér á framfæri. Það er svo oft
að söngnemar klára nám sitt hér heima og fara svo
út til þess að vinna. Þá fá þeir oft algjört sjokk yfir
vinnubrögðum og öðru, enda vantar hér alveg þenn-
an millilið sem svona sumarsýningar geta verið. Það
er allt annað að vera í tónlistarnámi heldur en að
eiga svo að fara að starfa í óperuheiminum. Hér í
Sumaróperunni fá ungir söngvarar nasaþefinn af því
hvernig það er að starfa í þessum geira,“ segir Hrólf-
ur. Sjálfur er hann nýkominn heim frá Bandaríkjun-
um þar sem hann hefur verið við nám og starf. Hann
útskrifaðist síðastliðið vor frá New England
Conservatory of Music í Boston og var síðan að
vinna úti við hin ýmsu verkefni eftir það.
„í Bandaríkjunum fékk ég hugmyndina að Sumar-
óperunni og svo vatt hugmyndin upp á sig og þróað-
ist. Þegar ég kom svo til landsins langaði mig til þess
að láta til mín taka og fékk til liðs við mig góða menn
og það varð úr að félag var stofnað í kringum hug-
myndina,“ segir Hrólfur og bendir á að ef einhver
hafi áhuga á að ganga í félagið þá sé um að gera að
hafa samband. „Ég veit ekki af hverju enginn hefur
sett svona á laggirnar því þetta er svo sannarlega
eitthvað sem hefur vantað, ætli nokkur hafi verið
svona stórhuga. Menn hafa sagt við mig að þetta sé
það stærsta sem gerst hafi síðan islenska óperan var
stofnuð,“ segir Hrólfur ánægður.
Harinleikur með dauðasenu
Æfingar eru nú í fullum gangi hjá Sumaróperunni
en stefnt er á að setja upp óperuna Dido og Eneas eft-
ir Henry Purcell 1 ágúst. Að sýningunni koma um 30
manns. Það er Magnús Geir Þórðarson sem leikstýr-
ir, Edward Jones er hljómsveitarstjóri en aðalhlut-
verkin eru í höndum Ingveldar Ýrar, Valgerðar
Guðnadóttur, Ásgerðar Júníusdóttur og Hrólfs sjálfs.
„Þetta er barokkópera, skrifuð rétt fyrir aldamótin
1700, og er af mörgum talin vera ein sú alflottasta
sem skrifuð hefur verið frá þessum tíma. Þetta er
harmleikur eins og gjarnan var á þessum tíma og
fjallar sagan um drottninguna Dídó og hennar
harma,“ segir Hrólfur. Það kemur því ekki á óvart að
sagan endi með dauða drottningarinnar en ein fræg-
asta aria söngbókmenntanna er einmitt dauðaaría
Didóar. „Það er þó afskaplega létt yfir sýningunni al-
veg fram að dauðaaríunni. Við reynum einnig að
gera söguþráðinn aðgengilegan svo fólk viti nú hvað
sé að gerast á sviðinu. Tónlistin segir það sem segja
þarf varðandi tilfinningar en við munum vera með
texta svona eins og í þöglu myndunum í hljómsveit-
arköflunum og á öðrum völdum stöðum sem útskýr-
ir söguþráðinn," segir Hrólfur. Hann viðurkennir að
óperur séu yfirleitt ekki sérlega aðgengilegar fyrir
það fólk sem lítinn áhuga hefur á slíkri skemmtun.
Hann bendir samt á að sýning Sumaróperunnar sé
alveg kjörin fyrir fólk sem aldrei hefur farið á óperu
en er samt forvitið og langar til að prófa. „Það ætti
engum að leiðast á sýningunni hjá okkur og ég held
einmitt að þessi uppfærsla sé kjörin fyrir fólk sem
hingað tl hefur ekki mætt á óperur,“ segir Hrólfur og
skýtur inn aö það sé sungið á ensku. Hann bendir á
að það sé mikill áhugi fyrir söngíþróttinni í dag og
nefnir sem dæmi að tvöföldun hafi verið á nýliðum í
söngskólunum undanfarin ár. „Við fundum líka fyr-
ir þessum söngáhuga í áheyrendaprófunum en þau
þreyttu 134 manns,“segir Hrólfur en aðeins átta voru
ráðnir. „Átta manna kór passar vel inn í þessa sýn-
ingu og er einnig þægileg stærð að vinna með,“ upp-
lýsir Hrólfur. Fyrir utan uppsetninguna á Dídó og
Eneas fá ungu söngvararnir einnig að spreyta sig á
þrennum tónleikum sem haldnir hafa verið af Sum-
aróperunni í sumar undir yflrskriftinni „Óperu-
stjörnur morgundagsins“.
Syngur í evrópskuin óperuhúsum
Hrólfur er strax farinn að plana starfsemi Sumar-
óperunnar næsta sumar og hyggur á áheyrendapruf-
ur strax í haust. „Ég hef fundið fyrir miklum velvilja
í garð okkar, bæði frá leikhús- og tónlistarfólki og
ekki minnst frá Reykjavíkurborg. íslenska óperan
hefur einnig sýnt okkur stuðning enda erum við á
engan hátt í samkeppni við hana,“ segir Hrólfur.
Fyrir utan starfsemi Sumaróperu Reykjavíkur er
nóg að gera hjá Hrólfi. Hann er reglulega með ein-
söngstónleika, er að syngja í brúðkaupum og á árshá-
tíðum og í vetur mun hann syngja í Rakaranum í
Sevilla hjá íslensku óperunni. Einnig mun hann
syngja í nokkrum óperuhúsum Evrópu í haust. „Á ís-
landi þarf maður að vera fjölhæfur og geta hlaupið í
allt, þó svo draumurinn sé náttúrlega sá að geta ein-
göngu starfað við óperusöng," segir Hrólfur sem
stefnir á starf í evrópskum óperuhúsum í framtíð-
inni. „Þar sem ég á konu og 2 börn er maður ekki al-
veg eins laus við en ég gæti vel hugsað mér að starfa
úti á veturna en hér heima við Sumaróperuna á
sumrin. Sumaróperan er ört vaxandi félagsskapur og
þvi er alls ekki víst að ég verði mð stjórnartaumana
í framtíðinni þó ég starti þessu dæmi. Sumaróperan
er alla vega komin á koppinn," segir Hrólfur að lok-
um. -snæ