Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 22
22 Helg orb lo ö I>'V LAUGARDAGUR 20. JÚuT 2002 Ómótstæðilegur maskari „Ég nota alveg frábæran maskara frá Urban Decay sem lengir og þykkir augnhárin og gerir mann alveg ómótstæðilegan. Það er eins með maskarann og símann minn, báðir eru algjör nauð- synjavara og fer ég ekkert án þess að hafa bæði símann og maskarann % ‘ með.“ Diesei ■tf vj&áP ilmvatn „Ég nota tvær ** . ' V | mÆT 8erðir af ilmvatni, annars vegar Diesel ilmvatn í svona töskustærð, sem er mjög hent- ugt. Lyktin af því er mjög fersk, klassísk og góð, klikkar aldrei. Ég er búin að nota þetta ilmvatn í svona ár ásamt Poison frá Christian Dior, sem er geggjuð lykt, en ég nota hana svona við fínni tækifæri. jjjr Bleikt gloss .A, „Gloss er alveg möst að hafa við jmTy höndina til þess að gera sig sæta svona á daginn. Ég er yfirleitt í þessum bleiku litum og nota þá gloss frá Urban Decay eða Hard Candy en mér finnst þær vörur alveg sérstaklega góðar og töff.“ Ilard Gandy púður „Púður er að mínu mati alveg ómissandi og því mjög slæmt að . gleyma því heima, ég held að I flestar konur geti verið sam- jmk mála mér í því. Sjálf nota ég Hard Candy púðrið, það er mjög gott. Svo nota ég undirfarða í sömu línu, aðallega þegar ég fer út á kvöldin eða þegar ég vil að farðinn endist lengi.“ kíkt í snvrtibudduna Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er mjög hrif- in af sngrtivörunum frá Hard Candy oq Urban Decay, ekki síst glossum íbleikum tónum. Það var alla vega niðurstaða DV eftír að hafa fenqið að gramsa ísnyrtibuddu hennar en þar fannst reynd- ar ýmisleqt annað en bara snyrtivörur. Þar á með- al var Low Carb próteinsúkkulaði, þvíÁsdís huqs- ar ekki bara vel um andlitið heldur línurnar í heild. Það er annars nóg að gera hjá Ásdtsi þessa daqana þvíhún rekursinn eigin módelskóla eins og lesa má um á www.model.is. Þar er stúlkum m.a kennd framkoma, sjálfstyrkinq, vímuvarnir, nærinqarfræði, sjálfsvörn og förðun. Skemmtilegri skapahár Skapahár kvenna hafa þurft að þola ýmsa meðferð frá hár- eyðingarkremum, rakvélum og vaxi upp á síðkastið. Nú geta konur einnig litað þessi líkamshár sín alveg eins og hárin á höfði sínu því á markaðinn eru komnir sérstakir skapaháralitir. Það er heildsalan íflex sem flytur inn glo glo-skapa- háralitinn en hann á ættir sínar að rekja til Spánar. Liturinn er þó einungis seldur í netverslun femin.is enn sem komið er þar sem apótek og snyrtivöruversl- anir hafa verið eitthvað feimnar við að bjóða upp á slíkar vörur. „Við erum hins vegar framandi og ögrandi og okkur finnst ekkert feimnismál að vera með svona lit i versluninni hjá okkur,“ segir Bóas R. Bóasson, starfsmaður Femin.is, og er viss um að þessi nýjung eigi eftir að falla íslenskum konum vel í geð. Skapaháralitun er svo sem ekki nein ný bóla, þvi sögur hafa verið á kreiki um það að Marlyn Monroe hafi litað þessi hár á sér á sínum tíma með vægast sagt vondum ár- angri því hún á að hafa fengiö sýk- ingu af þeirri tilraun. Hvað svo sem er satt í þeim sögum þá hefur víða erlendis verið boðið upp á píkuhársnyrtingu á snyrtistofum og þar með litun á skapahárum. Slík þjónusta hefur t.d verið vin- sæl fyrir brúðkaup þar sem brúö- urin hefur farið og látið lita píku- hárin rauð og látið búa til hjarta úr þeim. Nú geta íslenskar brúðir bara dundað við þessa snyrtingu heima því það eru til fjögur litbrigði af lit- unum frá glo glo, þar af einn rauður. Hinir litirnir eru: mjög ljós, dökkbrúnn og golden-ljós. Skapaháraliturinn er enn sem koniið er eingöngu seldur á heimasíðunni www.femin.is en hann er kjörinn til lit- unar á ýmsum öðruin líkamshárum eins og t.d gráunt karlmannsbringum. „í rauninni eru þessir litir ekki svo ólíkir þeim lit- um sem notaðir eru til háralitunar nema hvað þeir eru ofnæmisprófaðir og viðkvæm húö’ á að þola þá,“ segir Bóas. Litirnir eru algjörlega Skaðlausir, þeir erta ekki húðina og lita hana ekki heldur. 100 konur voru látnar prófa þá áður en liturinn var sett- ur á markað með góðum árangri. Litirnir innihalda Monoi-olíu frá Tahiti, lífræn aukaefni og eru lausir við ammóníak. Hver pakki inniheldur plasthanska, lit og festi og tekur litunin um 20-30 mínútur en ljósu litirnir þurfa lengri tíma tii að virka. Liturinn á að haldast á í um tvo mánuði. Þar sem það má í raun nota skapaháralitinn á öll líkamshár er það bara hugmyndaflugið sem stoppar framkvæmdimar. Það er t.d. alveg kjörið að nota litinn til þess að lita dökk hár sem vaxa oft niður á læri á konum en ljósi litur- inn er svo sterkur að hann nær að aflita slik hár. Einnig mætti hugsa sér að karlmenn hefðu kannski áhuga á að flikka upp á grá bringu- hár sín með honum. Ef skapahára- litun nær einhverjum vinsældum hér á landi mætti hugsa sér að skapahár kvenna fari að sikka í kjölfarið þar sem tískan undanfarið hefur verið sú að vera með sem minnst hár á kynfærunum og þar af leiðandi hefur ekki verið mikið til þess að lita. -snæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.