Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 25
25
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 H e Iga rh lctð lOfSf
I)V-myndir E.Ol
Björn Bragi steikir svínakjötið
rólega á öllum hliðum áður en
liann bregður því í ofn í 5-7
mínútur.
Það fer vel um meðlætið í litl-
um koparpottum meðan á eld-
un þess stendur.
Gulrótarmaukið er ljósgult á
litinn, enda soðið í matreiðslu-
rjóma og smjörklípu bætt út í.
Ifér mokar Björn Bragi því í
plastsprautu til að forma það
fallega á diskinu.
Frískandi hvítvín og
bragðmildð rauðvín
- frá Suður-Afríku og Ghile er val Kristjönu Sveinbjömsdóttur hjá Austurbakka
Vín frá Suður-Afríku og fleiri fjarlægum lönd-
um hafa verið að öðlast æ meiri vinsældir hér
heima enda hlotið ágætis viðtökur þeirra sem
kunna að meta hina dýru dropa, þ.e. vín. Og
þeir virðast fjölmargir, mun fleiri en margir
gera sér grein fyrir. Um það vitna tölur Hagstof-
unnar um áfengisneyslu síðustu ára sem sýna
að neysla léttra vína, þ.e. rauðvina, hvítvína,
rósavina, freyðivina og kampavína hefur aukist
jöfnum skrefum.
Er neysla léttra vína nú um 17 prósent af
heildarneyslunni, eða tæpir 10 lítrar á mann.
Áhugamenn um vín fagna þeirri þróun, einfald-
lega þar sem þessar tölur endurspegla „heil-
brigðari“ neysluvenjur en áður. Ástæðu þessar-
ar þróunar má að stórum hluta rekja til aukins
áhuga á mat og matargerð en hann fer gjarnan
saman við áhuga á vínum eða einfaldlega áhuga
á að drekka gott vín og láta sér líða vel. Njóta
lífsins. Þessi mataropna er ágætis dæmi um
þessa tengingu.
En aftur að vínum vikunnar að þessu sinni.
Kristjana Sveinbjörnsdóttir hjá víndeild Austur-
bakka fór á fjarlægar slóðir þegar hún valdi vín
með svínakjötinu hér á siðunni. Fyrst ákvað
húna að mæla meö hvítvíni, hinu suður-afríska
Bon Courage Chardonnay Prestige Cuvée sem
kemur frá vínframleiðandanum W.O. Robert-
son. Angan af þroskuðum sítrónum, ristaðri
eik með vanillu og hnetutónar eru einkenn-
andi fyrir þetta frískandi og kraftmikla
vin sem auk þess státar af bragðeigind-
um er minna á suðræna ávexti, kókos
og ferskju. Eftirbragðið er langt og \
flókið. Þetta chardonnay-vín fæst í I
ÁTVR og verðið er gott: 1.270 krónur.
Ef rauðvín verður fyrir valinu vill
Kristjana vekja athygli á Canepa Cabernet
Sauvignon frá Chile. Þetta vín frá Canepa,
gert úr Cabernet Sauvignon þrúgunni,
þekkja margir af góðu einu. Þetta er
bragðmikið vín og með góða mýkt. Bragð-
ið einkennist af nokkuð miklum ávexti
ásamt þroskuðum berjum eins og sólberj-
um, brómberjum og plómum. Canepa
Cabernet Sauvignon er kryddað, með
miðlungsfyllingu en ríkulegu eftirbragði.
Maður smjattar ósjálfrátt. Canepa Caber-
net Sauvignon fæst í verslunum ÁTVR og
kostar 1.390 krónur.
Umsjón
Haukur Lárus
Hauksson