Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 27
LAUCARDAGUR 20. JÚLf 2002 Helqctrhlað JOV 27 Með 800 kindur 1 Kópavoginum I meiro en 30 ár hefur strætóbílstjórinn Guðgeir þó ekki upp þó móti blási og virðast ætla að halda út sambúðina við taílenskar plastvörur. Flekkóttar og fallegar Minjagripaframleiðsla Guðgeirs hófst árið 1969 en þá var Guðgeir í fullri vinnu sem strætóbílstjóri en vann í aukavinnu sem sölu- maður hjá Rammagerðinni. „Mér fannst starfið í Rammagerðinni eiginlega vera orðið of bind- andi og sagði því við eigandann og verslunar- stjórann hvort ég gæti ekki frekar búið til eitt- hvað fyrir þá. Þeir svöruðu um hæl: „Farðu og búðu til víkinga," og það varð úr,“ minnist Guð- geir. Víkingarnir urðu til í samstarfi við renni- smiðinn Odd Möller og seldust þeir strax eins og heitar lummur. „Á þessum tíma var ekki mikið af minjagripum í boði fyrir utan ullar- vörurnar,“segir Guðgeir og bætir við að hann hafi lítið þurft að hafa fyrir því að koma víking- unum á framfæri á þessum árum því Ramma- gerðin seldi svo að segja alla framleiðsluna. Á tímabili gekk víkingasalan það vel að Guð- geir vildi láta á það reyna hvort hann gæti ekki lifað eingöngu á framleiðslunni. Hann hætti því að keyra strætó og keypti félaga sinn út. Þrem- ur árum seinna var hann aftur farinn að keyra strætó þar sem hann sá að ekki var hægt að framfleyta fjölskyldunni með góðu móti á minjagripagerðinni einni og síðan þá hefur hann einungis unnið að minjagripagerðinni í hjáverkum. í dag eru vörur hans seldar víða, t.d í fríhöfninni og Eden en gaman er að geta þess að stóri vikingurinn, sem margir láta mynda sig við í Eden, er einmitt gerð- ur af Guögeiri. Það eru tvö ár síðan Guðgeir hætti að keyra strætó vegna ald- urs eftir 40 ár undir stýri. Þar af leiðandi er hann farinn að eyða meiri tíma í bílskúrnum við ým- islegt dútl og þar verða dagarnir stundum nokkuð langir. Nú eru það aðallega rollurnar sem taka tima Guðgeirs því þær virðast vera að slá víkingana alveg út í vinsældum „Fósturbróðir minn, sem líka er í ferðabransanum og flytur fólk út í Ingólfshöfða, segir nú stundum við mig að ég sé orðinn einn stærsti fjárbóndi á landinum," segir Guðgeir hlægjandi og bætir við að hans rollur séu alveg lausar við riðu. Kona hans, Ingeborg, hjálpar til með saumaskapinn á roll- unum og saman sitja þau því oft í skúrnum yfir Ásgeirsson haft minjagripagerð sem aukabú- grein. / dag er hann einn stærsti fjárbóndi lands- ins og fer búskapurinn fram íbílskúr íKópavogin- um, en þar heldur Guðgeir kafloðnar kindur og víkinga. „Ég framleiði svona 800 kindur á ári. Úr hverri gæru næ ég svona 18-23 rollurn," segir Guðgeir Ásgeirsson sem er án efa einn stærsti hobbíbóndi landsins. I meira en 30 ár hefur hann framleitt ýmsa minjagripi, eins og vík- inga, aska og 'kindur, og selt til erlendra ferða- manna. Á meðan minjagripir hafa verið mis- langlífir í hillum minjagripaverslana landsins í gegnum árin hafa víkingar Guðgeirs haldið sínu sessi við hlið íslenskra ullarvara. Hinar kafloðnu rollur hans, sem eru íklæddar ull frá Sambandinu á Akureyri, virðast einnig ætla að verða langlífar. Nú er reyndar svo komið að víkingarnir og rollurnar eiga í harðri sam- keppni við fjöldaframleitt dót frá Taívan og Kína, dót sem fyllir orðið svo til hverja einustu ferðamannaverslun. Víkingarnir gefast búskapnum en framleiðslan er öll handgerð. „Þær flekkóttu eru í mestu uppáhaldi hjá mér eins og hjá túristunum," segir Guðgeir en roll- urnar hans eru til í öllum sauðalitunum, Synd hve mikið er innflutt Guðgeir er ekki í vandræðum með að móta rollurnar enda er hann alinn upp í sveit, fædd- ur í Mýrdalnum og uppalinn í Öræfunum. „Fyr- irmyndin á höfuðlaginu er af kind ættaðri aust- an af Skaftafelli sem ég sá mynd af í bók,“ seg- ir Guðgeir en bætir við að hann hafi nú lítið haft gaman af kindum þegar hann var í sveit- inni sem krakki. „Ég þekkti þær ekki einu sinni í sundur og hafði meira gaman af vélum en búskap," Guðgeir, sem hefur búið í bænum síðan hann var 16 ára gamall, segist þekkja hvert krummaskuð á landinu enda ferðaðist hann mikið um landið þegar hann vann sem sölumaður hjá Rammagerðinni og einnig eftir að hann fór sjálfur að selja sitt eigið dót. Hann játar að það sé mikil samkeppni um ferðamenn- ina og að menn beiti öllum brögðum til þess að koma sinni vöru á framfæri, keyri jafnvel á milli sölustaða og færi til vörur í hillum. „Ég hef jafnvel gert það sjálfur, ef mér hefur fundist að mér þrengt,“ segir Guðgeir og skellihlær. „Það þarf stöðugt að vera að fylgja þessu eftir. Markaðurinn í dag er orðinn miklu harðari en hann var þegar ég var að byrja í þessu," segir Guðgeir og tekur undir það að líklega sé hann sá elsti á markaðnum sem sé í svona fram- leiðslu í dag. Guðgeir hefur greinilega sterkar skoðanir á þeirri þróun sem minjagripamarkað- urinn virðist vera að ganga í gegnum og hann er ekki sáttur við hana. „Úrvalið af minjagripum er mikið en því mið- ur er mikið af því innflutt. Mér finnst það synd. Verst er að það er ekkert gert í þvi að halda ís- lensku vörunum að ferðamönnum. En þeir verða náttúrlega að ráða því hvað þeir kaupa. íslenskir hlutir eru yfirleitt dýrara en þessir innfluttu enda getum við ekki leyft okkur að vinna á álíka kaupi og þeir í Taívan og Kína, „ segir Guðgeir og handleikur hálfgerða rollu. Hversu lengi hann ætlar að halda úti búskap í bílskúrnum veit hann ekki en bendir á að hann sé nú að hugsa um að stækka skúrinn. Hann vill þó ekki kannast við það að hann sé þar með að fara að stækka fjárstofninn heldur svarar að bragði: „Það væri nú fint að hafa pláss fyrir eitthvað annað en kindur og víkinga i bílskúrnum." -snæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.