Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 28
23 HelQarblacf 33"Vr LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 Kosin til að taka slaginn Sólveiq Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur verið íkastljósi fjölmiðla og áberandi íþjóðmálaumræðunni síðustu vikur og mánuði. Heimsókn Kínaforseta og viðbröqð gfirvalda við komu mótmælenda úr samtökun- um Falun Gonq mættu harðri andstöðu og reiði hjá almenningi, hugsan- legur niðurskurður á starfsemi Landhelqisqæslunnar er óvinsæll og póli- tískt erfiður, skipuleggjendur útihátíða kvarta um meinta skattlagn- inqu, efast er um að bann borqarqfirvalda við einkadansi, sem Sólveiq hefur staðfest, standist stjórnarskrána; samskipti hennar við fjölmiðla hafa verið umdeild og áleitnar spurningar vaknað um núverandi aðferða- fræði íbaráttu stjórnvalda gegn fíkniefnum. Sólveig ræðir þessi mál og önnur íítarlequ viðtali. Fullyrt hefur veriö og haft eftir heimildarmönnum úr hópi lögreglumanna aó lögreglan hafi talió sigfœra um að ráóa viö þann fjölda mótmœlenda sem búist var við, sem var um- talsvert meiri en komu eóa geróu tilraun til þess, í tengslum vió heimsókn Kínaforseta í síöasta mánuöi. í því sambandi hefur einnig verið nefnt aó NATOfundurinn var nýbúinn og ekki hafi lögreglunni reynst ofviða að axla þaó stóra verkefni. Er þetta rétt og ef svo er: hvaða sjónarmiö uröu þá til þess að Falun Gong-meólimum og fleirafólki var meinaöur aðgangur aö landinu og feróafrelsi þeirra sem þegar voru komnir skert meóan á heimsókninni stóð? „Þetta er ekki rétt. Annars hefðum við ekki farið út í þess- ar aðgerðir. Það segir sig sjálft. Lagt var mat á öryggi og áhættu í sambandi við þessa heimsókn eins og alltaf er gert í opinberum heimsóknum, bæði hér og annars staðar. Mark- miðið var aldrei að koma í veg fyrir mótmæli heldur að tryggja öryggi forsetans, fylgdarliðs hans og almennings, þar á meðal mótmælenda, innlendra sem erlendra. Óstaðfestar upplýsingar sem lögreglan fékk sögðu að von væri á umtals- verðum fjölda mótmælenda hingað í tengslum við heimsókn- ina. ítarleg rannsókn var hafm á þvi um hversu mikinn fjölda væri að ræða og fyrirspumir gerðar til erlendra yfir- valda auk Interpol. Nokkru fyrir heimsóknina var ljóst sam- kvæmt staðfestum upplýsingum að von væri á 300 til 400 manns en lögreglan taldi ástæðu til að ætla að fjöldinn væri mun meiri eða 500 til 700. Ljóst var að hreyfmgin beindi fólki sérstaklega hingað af tveimur ástæðum að því er næst verður komist: Lýðræðis- legum sljómarháttum og fámenni íslensku lögreglunnar, sem er ekki nema um 700 manns. Upplýsingar frá erlendum lögregluyfirvöldum sögðu okkur að aögerðir Falun Gong teldust ekki ofbeldisfullar á nokkum hátt en samtökin væm hins vegar mjög ágeng í aðgerðum sínum og dæmi um að meðlimir hlýddu ekki fyrirmælum yfirvalda. Talsmaður þeirra lýsti því svo yfir að þau myndu ekki hlíta fyrirmæl- um lögreglu hér. Með þetta í huga gat lögreglan ekki fullyrt óyggjandi að öryggi Kínaforseta eða annarra væri tryggt miðað við 500 til 700 aðkomna mótmælendur. Samkvæmt fyr- irmælum hennar ákvað ríkisstjómin því að grípa til um- ræddra aðgerða. Það er líka alveg ljóst að sem sjáifstætt ríki þá látmn við ekki utanaðkomandi hópa stjóma því hvaða þjóðhöfðingjar koma hér í heimsókn.“ Samkvœmtfréttum liðinnar viku eru í undirbúningi dóms- mál gegn íslenskum stjórnvöldum vegna frelsisviptingar og notkunar og dreifingar á upplýsingum um Falun Gong-fé- laga. Hvaðanfengu íslensk stjómvöld upplýsingar um felaga í Falun Gong - til dœmis „svarta listann" svokallaóa - sem notaðar voru til aö sigta þá sem meinuó var landvist úr á flug- völlum hér og erlendis? „Upplýsingar bárast frá erlendum lögregluyfirvöldum og þeim var einnig safhað til dæmis frá sendiráðum þar sem vegabréfsáritanir era veittar. Eins var fólk spurt sérstaklega við innritun á flugvöllum, áöur en það steig upp í flugvél hingað eða við komuna til landsins, hvort það væri meðlim- ir í samtökunum. Ljóst var að þetta yrði aldrei tæmandi listi. Það var heldur ekki markmiðið, heldur að reyna það sem í okkar valdi stóð tO að takmarka aðgang samtakanna að land- inu þessa daga.“ Var „svarti listinn" eða einhver hluti hans frá kínverskum yfirvöldum kominn? „Ég get ekkert fullyrt frekar um hvemig þessi listi var settur saman. Lögreglan vinnur með þær upplýsingar." Vióbrögó margra voru hörö. Stjómvöld voru meóal annars sökuð um „undirlcegjuhátt", „þjónkun viö harðstjóra og morö- ingja" og að hafa virt mannréttindi að vettugi, í besta falli til að skemma ekki viðskiptahagsmuni milli íslands og Kína en í versta falli til að móöga ekki kínverska ráöamenn. Spilaói eitthvaó þessu líkt inn í þaó hvemig stjórnvöld ákváðu aö taka á málinu? „Nei, alls ekki. Ég er undrandi á því hversu yfirlýs- ingaglaðir menn hafa verið í þessu máli. Hins vegar era mis- munandi viðhorf meðal ríkja á því hvað taliö er móðgandi framkoma í garð þjóðhöfðingja. Kínverjar virðast vera mjög viðkvæmir í þessu sambandi þó við á Norðurlöndum séum kannski afslappaðri hvað þetta varðar. Kínveijar gera hins vegar ákveðnar kröfúr og samkvæmt öryggisreglum í alþjóð- legum samningum erum við skyldug til að virða þær.“ Eftir á að hyggja, var fullnœgjandi ástceða til að grípa til svo umfangsmikilla takmarkana á inngangi fólks í landið? Myndirþúfara eins að á morgun? „Já, hiklaust, við sambærilegar aðstæður. Þetta var neyð- arúrræði sem byggðist á áðumefhdum rökum, gögnum sem fyrir lágu og mati á stöðunni eins og hún var. Lögregla og stjómvöld lögðu sig fram um að leysa þetta mál vel. Ég held að það hafi tekist. Önnur ríki fara alveg eins að, samanber nýleg dæmi frá Noregi og Spáni þar sem stórum hópum frið- samra mótmælenda var vísað frá landamærum." Óháö deilum um hvernig heimsóknin fór fram voru fjöl- margir á móti því yfirhöfuó aö bjóða Zemin hingaö vegna kúgunar og mannréttindabrota kommúnistastjómarinnar. Hver er afstaóa þín til þess? „Sú staðreynd blasti við að heimsóknin var löngu ákveð- in og hún var í boði forseta íslands. Ekki má gleyma því að þetta er fjölmennasta ríki í heimi. Við eigum þegar mikil og fjölbreytileg samskipti við Kína og höfum lengi átt. Þeir eru að reyna að breyta sinni utanríkisstefnu og opna sig. Ég geri mér grein fyrir því aö mjög margir gagnrýna það sem gerist í Kína, mannréttindabrot og aimað. En það kom þessu máli bara ekkert við.“ Óðinn við bryggju og útihátíðir Ákvöróun dómsmálaráóuneytisins um að leggja varöskip- inu Óðni til aó mœta kröfum um niðurskurö hefur vakið hörð viðbrögð, bceöi innan landhelgisgæslunnar og meðal sjó- manna. Geeslumenn hafa staðhœft að þetta vegi að öryggi sjó- manna og landhelgin muni standa „galopin" þegar þau tvö skip sem eftir standa verði ekki á sjó. Er rétt að þetta muni koma niður á öryggi og gœslu á fiskimiðunum? „Ríkisstjómin hefúr ákveðið að öll ráðuneyti verði að hag- ræða í tengslum við fjárlagagerð fyrir næsta ár enda er það afar mikilvægt fyrir þróun efhahagsmála. Dómsmálaráðu- neytið er þar ekki undanskilið. Aðstaðan er erfið því skyldur okkar og verkefni langflest era þess eðlis að svigrúm til nið- urskurðar er mjög lítið, ég nefhi sem dæmi löggæslu og dómsmál, og þegar hefur verið hagrætt eins og framast er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.