Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 29
LAUGARDACUR 20. JÚLÍ 2002
/ / g t C) a rb la ö ]Z>V
29
kostur. Laun eru 70 til 80 prósent af rekstrarkostnaði okkar.
Það segir sína sögu. Á okkar vegum eru ekki neinar fram-
kvæmdir sem hægt er að láta sitja á hakanum og ná þannig
fram lækkun kostnaðar það árið eins og oft er gert. Staðan
er því erfið en einhvers staðar verðum við að bera niður. Við
fjárlagagerðina hefur verið rætt um að hagræða í yfirstjóm
Aimannavama og niðurskurð á starfsemi Landhelgisgæsl-
unnar með þvi að leggja Óðni. Ýmsar aðrar hugmyndir hafa
verið ræddar en þessar hafa nú komist í umræðuna. Ekkert
er endanlega ákveðið í þessum efnum. Mörg rök mæla með
þessari tillögu. Óðinn er kominn til ára sinna, það hafa ver-
ið takmörkuð not af honum og yfirvofandi er kostnaðarsamt
viöhald og endumýjun, alla vega upp á 60 til 80 milljónir. Út-
gerð hans kostar um 80 mUljónir á ári og með því að leggja
honum gætum við kannski notað 40 milljónir til að auka út-
hald í veiðieftirliti á öðmm sviðum, á sjó og í lofti.“
Þýðir þaö að hin eiginlega dekkun landhelginnar myndi
ekki minnka þó sw Óðni vœri lagt?
„Hún gæti minnkað eitthvað, ég skal ekki fullyrða um
það. En staðan gæti eftir sem áður verið viðunandi. En alls
konar tækniframfarir gera það að verkum að gæslan getur
fylgst betur með þó skipunum fækkaði um eitt. Ég skil Sjó-
mannasamtökin þannig að þeim sé björgunarþátturinn sé
þeim efst i huga og skip em nauðsynleg hvað það varðar. En
í veiðieftirliti koma ýmsar aðrar ráðstafanir til greina."
Skipuleggjendur útihátíóa hafa kvartaó yfir því að þeim sé
gert aó bera kostnaó af loggœslu á hátíðunum. í byrjun mán-
aðarins mátti skilja á þeim að sumarhátíðir hefóu þurft að
borga fyrir löggœslu en aðrar ekki og talaö var um óeðlilega
mismunun. Nú þegar verslunarmannahelgin er við sjóndeild-
arhringinn er rétt að tala um aó ríkiö sé með þessu að skatt-
leggja útihátíðir - jafnvel sumar útihátíðir en aðrar ekki?
„Ég hef nú sjaldan séð mál taka annan eins kollhnís i um-
ræðunni og þetta. Styrkur til landsbyggðarinnar var allt í
einu orðinn að skatti á landsbyggðina! Þannig er mál með
vexti að 1999 var settur á fjárlög sjóður upp á 7,5 milljónir
sem aðstandendur útihátíða gátu sótt um styrk úr til að
greiða kostnað vegna viðbótarlöggæslu á útihátíðum. Fyrir
þann tíma þurftu þeir að borga allan kostnað sjálfir. Ef sjóð-
urinn dugar ekki til þurfum við að takmarka fjárveitingar úr
honum og um leið gæta jafnræðis. En það er nú einu sinni
þannig að sjóðurinn er aðeins ætlaður til að hjálpa minnstu
lögregluembættunum úti á landi til að menn þar geti yfirhöf-
uð haidið útihátiðir. Lögreglan í Reykjavik hefur til dæmis
ekki fengið úthlutað úr sjóðnum. Þessar hátíðir era margar
mjög jölmennar, ég nefiii sem dæmi Kántríhátíðina á Skaga-
strönd þar sem um 10 þúsund manns vom í fyrra og þjóðhá-
tíð í Eyjum. Þær skapa miklar tekjur. Löggæslan hefur orð-
ið kostnaðarsamari en ég held að enginn vOji gefa einhvem
afslátt á öryggiskröfum á slikum hátíðum. Við getum ekki
farið fram úr heimildum okkar til ftárveitinga úr sjóðnum,
allra síst til að niðurgreiða löggæslu á fjölmennum hátíðum
sem gefa verulegar tekjur."
Fíknieftii og gagnrýni frá fjölniiðlum
Bretar hafa tekið upp vœgari stefnu í fikniefnamálum og
gert refsilaust að eiga neysluskammta af kannabis. í Banda-
ríkjunum hefur víða verió slakaó á klónni á sambœrilegan
hátt. Margir viljafrekari lögleióingu fikniefna og telja „stríö-
ið gegn fikniefnum" tapað, eða aó minnsta kosti vonlaust með
núverandi sniöi afdráttarlauss banns, harðra aðgerða og
þungra refsinga. Niöurstöður rannsókna - til dœmis í breska
lœknatímaritinu Lancet - virðast styðja rökin fyrir lögleiðingu
marijúana. Hefur þetta áhrif á stefnu íslenskra stjómvalda í
fikniefnamálum?
„Nei, stefna stjómvalda er alveg skýr í þessum efnum.
Lögleiðing kannabis kemur ekki til greina við núverandi að-
stæður. Við fylgjumst með þróuninni annars staðar og tök-
um þátt í umræöunni en fylgjum ekki svona fordæmum.
Markmiðið er enn ísland án fíkniefha. Við munum ekki líða
notkun fíkniefna sem eðlilegan þátt í okkar samfélagi. Við
höfum harða stefhu i sakamálum sem snerta fikniefhi en
hugum jafnframt og ekki síöur að forvömum og meðferðar-
málum. Stefnan er skýr: Að takmarka framboð með öflugum
lögregluaðgerðum og vinna gegn eftirspum með markviss-
um forvömum."
„Zero-tolerance“ stefnan og aðrar af sama meiói. virðast
ekki skila tilœtluöum árangri. Fólk framleiðir, dreiflr, selur
og notar enn fikniefni, sumir segja sífellt meira, þrátt Jyrir
„skýr skilaboð“ með hœkkun refsiramma í fikniefnamálum,
eins og gert var hér, og álíka aðgeróum. Er núverandi stefna
raunhœf miðað við reyrtsluna hingaö til?
„Menn geta vitanlega spurt sig svo en þá spyr ég á móti:
Hvemig væri ástandið ef við hefðum ekkert gert? Mér finnst
að menn sem gagnrýna þessa stefnu verði að upplýsa al-
menning um það hvemig þeir telja stöðuna myndu vera ef
við hefðum ekki gripið til þessara hertu aðgerða á síðustu
árum, eflt toll- og löggæslu á fjölmörgum sviðum. Hitt verð-
ur líka að hafa i huga að ekki er tekið sérstaklega hart á
neyslu og vörslu fíknieftia hér landi - minni háttar brotum -
þótt hvort tveggja sé ólöglegt. Harðast er tekið á stóm mál-
unum, innflytjendum og dreifmgaraðilum. Sum lönd hafa
gefist upp, til dæmis Holland, Sviss og kannski Bretland að
einhverju leyti núna. Islensk stjómvöld hyggjast hvergi gefa
eftir í þessum efhum.“
Komið hefurfram gagnrýni á þig ífjölmiðlum, þess efnis að
þú foröist að rœóa „erfið" og pólitískt umdeild mál sem á döf-
inni eru hverju sinni en viljir frekar halda biaöamannafundi
um „þœgileg" og fyrirsjáanleg mál sem frekar heyra kannski
undir embœttisfœrslur. Stjómmálamenn í Bretlandi og
Bandaríkjunum eru kunnir að swna klœkjum. Á þessi gagn-
rýni vió rök að styðjast?
„Mér þætti þá gaman að fá þau rök fram. Ég veit ekki bet-
ur en ég hafi úttalað mig um erfið niðurskurðarmál, við-
kvæm mál eins og klám og vændi og margt fleira sem mörg-
um þætti eflaust erfitt að tala um. Geturðu neftit mér dæmi
um eitthvað sem ég hef ekki viijað tala um? Ég held ekki og
ef svo er þá er það líklega misskilningur, viljandi eða óvilj-
andi. Ég geri ráð fyrir að þú eigir viö fréttaflutning Stöðvar
2 því ekki held ég að þessi skoðun sé almenn. Þessi frétt
Stöðvar 2 kom mér spánskt fyrir sjónir, svo ekki sé meira
sagt. Og ég var ekki ein um það að hafa fundist þetta undar-
legur og ómaklegur málflutningur. Ég svara eftir bestu getu
öllum fyrirspumum fjölmiðla, hef lagt mig fram um að hafa
við þá gott samstarf og verð nánast undantekningarlaust við
óskum um að ræða við mig einhver mál. En ég get hins veg-
ar ekki í öllum tilvikum hlaupið i viðtöl eða svarað fyrir-
spumum á þeim tímum sem það hentar fjölmiðlum. Þessu
hefúr hingað til verið mætt með skilningi. I tengslum við
heimsókn forseta Kína veit ég ekki betur en ég hafi sinnt öll-
um íjölmiðlum, svaraði fyrirspumum, mætti í viðtöl og heila
fréttaþætti. Síðan þurfti ég að fara af landi brott á löngu
ákveðinn ráðherrafund Evrópusambandsins í Lúxemborg.
Þá tók forsætisráðherra við skyldum mínum og fjölmiðlar
leituðu til hans. Þessi gagnrýni á ekki við rök að styðjast að
mínu mati.“
Bann við einkadansi og stjómarskráin
í vikunni staófestir þú breytingu sem borgaryfirvöld geróu
á lögreglusamþykkt Reykjavíkur þess efnis aó einkadans sé
bannaöur í Reykjavík. Efasemdir eru um að sveitarstjómir
haft vald til þess háttar takmörkunar á atvinnufrelsi. Sam-
kvœmt stjómarskránni - 75. grein - eru lögfrá Alþingi áskil-
in til slíks. Stenst bann borgaryfirvalda stjórnarskrána?
„Að okkar mati, já. Við höfum haft til skoðunar undan-
famar vikur tillögur bæði frá Reykjavíkurborg og Akureyr-
arbæ að breytingum á lögreglusamþykktum sveitarfélag-
anna sem fela í sér meðal annars bann við hvers konar
einkasýningum á næturklúbbum þar sem heimilt er að sýna
nektardans.
Ráðuneytið kannaði allar hliðar þessa máls rækilega og
aflaði sér meðal annars álits ríkislögmanns á því hvort breyt-
ingar af þessu tagi væm í samræmi við lög um lögreglusam-
þykktir og stjómarskrá. Niðurstaða þeirrar athugunar var
sú að samkvæmt lögum skal kveða á um reglu og velsæmi i
lögreglusamþykkt. Sveitarstjómir eiga frumkvæði að gerð
þeirra og senda tillögur sínar dómsmálaráðuneytinu til stað-
festingar. í samræmi við þessi ákvæði er það því hlutverk
sveitarstjóma að skilgreina þau velsæmismörk sem hún tel-
ur við hæfi á og við almannafæri, þar með talið á veitinga-
húsum og næturklúbbum.
Það er ekki okkar í dómsmálaráðuneytinu að hrófla við
því mati sveitarfélaganna, nema það sé bersýnilega ómál-
efhalegt. Það á ekki við í þessu tilviki og var það mat ráðu-
neytisins og ríkislögmanns að með hliðsjón af því væri afar
ólíklegt að þessar breytingar brytu gegn ákvæðum 75. grein-
ar stjómarskrárinnar. Við ræddum einnig ítarlega við for-
svarsmenn næturklúbbanna, fengum frá þeim bréf og ýmis
gögn og kynntum okkur þeirra hlið málsins rækilega. Niður-
staðan eftir þessa ítarlegu athugun var síðan sú að staðfesta
þær breytingar sem sveitarfélögin tvö óskuðu eftir."
Embœtti dómsmálaráðherra hefur verió mun meira áber-
andi ífjölmiðlum undanfarin ár heldur en oft áður. a) Ert þú
umdeildur ráðherra? b) Ert þú duglegur ráðherra? c) Hefur
svo viljað til að mikió af stórum og/eða umdeildum verkefnum
hefur veriö hrundið í framkvcemd síóan þú tókst vió? d) Hefur
þjóðfelagið og daglegt líf verið þannig aö mikið hefur mœtt á
embœttinu? e) Á allt þetta við?
„í þessu samhengi kemur i hugann að ekki var sérstakur
ráðherra sem sinnti einungis þessu embætti i tæpan áratug.
Ef þú átt við með orðunum „umdeildur ráðherra" að ég hafi
dug í mér til að taka afgerandi ákvarðanir í erfiðum pólitísk-
um málum þá vona ég að svo sé. Stjómmálamenn em kosnir
tO trúnaðarstarfa einmitt til þess og geta ekki verið feimnir
við að taka slaginn ef nauðsyn krefur. Hins vegar er enginn
dómari í eigin sök. Einnig vona ég að við í ráðuneytinu séum
að taka til höndunum og sinnum okkar störfum af kostgæfni.
Auðvitað hafði ég metnað og áhuga á að taka á ýmsum mál-
um. Þess vegna sóttist ég eftir þessu embætti. Málin sem
heyra undir ráðuneytið snerta daglegt líf almennings og und-
anfarin ár hafa komið upp einstök áberandi mál sem komið
hafa til kasta okkar. Þannig að ég held að ástæðan fyrir því
að embættið sé meira áberandi sé einhver blanda þess sem
þú nefndir og eflaust kemur fleira til.“
-fin
Ég geri mér grein fyrir því að mjög margir gagn-
rýna það sem gerist í Kína, mannréttindabrot og
annað. En það kom þessu máli bara ekkert við.