Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 30
Helga rbictð JOV LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002
Skopmyndin er klassísk:
Maður og kona ganga sitt huorum megin
við húshorn, eru rétt ókomin fgrir hornið
og rekast augljóslega saman ínæsta
skrefi. Hvort um sig er með eindæmum
ófrítt en sjá fgrir sér að hitt sé fegurðin
holdi klædd. Mgndin er að upplagi skot á
trúgirni bjartsgnna notenda einkamála-
dálka dagblaðanna en tímarnir bregtast
og tæknin með. Nafnlaus samskipti fólks,
þar á meðal rómantískar þreifingar, fara
nú að mestu legti fram á Netinu gegnum
tölvu á ákveðnu formi sem - miðað við
hversu þjált það er ímunni - gæti átt upp-
runa sinn íStar Trek mgnd: Irkið er ekki
ngtt af nálinni en sífellt fleiri nota það til
skrafs og skemmtunar. Helgarblaðið
ræddi við Finnboga Ásgeir Finnbogason,
meðlim íFélagi íslenskra irkara, og Bimbi,
eins og hann er kallaður, sagði meðal ann-
ars frá innbgrðispörun meðal irkara, öðr-
um sjálfum á Netinu og þeirri sérstöku
regnslu að hafa lent ílífshættu á irkinu.
Heyrðu
frændi,
svo þú ert
bara svona
mikill nörd?
Nokkrir hlutir sem fólk losnar við - bæði þolendur og
gerendur - með því að nota irkið í staðinn fyrir „venjuleg"
samskipti: Andfyla, svitalykt, leiðinlegur eða á einhvem
hátt pirrandi málrómur (hugsið: Fran Dreschner), stam, ein-
kennilegir andlitskækir, handapat, fruss, slef og munn-
vatnsúði; öskur og hvísl með tilheyrandi hellu og höfuðverk
eða skiiningsleysi; svip- eða raddbrigði sem auka við orðin
óæskilegri merkingu sem það kýs ekki að skilja og síðast en
ekki síst: Munnræpa - að minnsta kosti enn um sinn þang-
að til radd-ritvinnsluforrit Stephens Kings verður aðgengi-
legt á almennum markaði.
Eftir að hafa vetóað prívat þá hugmynd að spjalla við
Bimba á irkinu og vera frekar gamaldags hittir helgarblað-
ið Bimba á kaffihúsi við Rauðarárstíg.
Ef þú œttir aö útskýra irkiö fyrir risaeölu á tölvuöld - ekki
svo aö skilja aó þaó sé endilega hinn dœmigeröi lesandi helg-
arblaðsins - hvernig myndi það hljóma?
„Kaffihús á Netinu. Allir velkomnir en aðalkúnnahópur-
inn óframfærið fólk sem nýtur sín kannski ekki nef í nef í
margmenni og kann vel við nafhleysið. Að geta búið sér til
sína eigin imynd og vera dæmt eftir því sem það segir, ekki
útlitinu. Það er hægt að líta út eins og róni, raka sig ekki og
fara ekki f bað allt árið án þess að það hindri innri mann-
inn f að láta ljós sitt skína; innri mann sem kannski er vel
viti borin og máli farin manneskja og birtist þannig á irk-
inu. Nafnið irk er komið af ensku skammstöfuninni IRC
sem stendur fyrir Intemet Relay Chat.“
Til em sérstök samtök irkara, Félag íslenskra irkara. Fé-
lagið stofhuðu fmmheijar irksins á íslandi i kringum spjall-
rás sína upp úr 1990 til að hafa stjóm á málunum og verja
sig gegn skemmdarvörgum og tölvuþijótum af öllum teg-
undum. í dag telur félagið nokkra tugi og segir Bimbi ágæt-
is vinskap hafa tekist með virkum félagsmönnum.
„Við höfum hist og djammað öðm hveiju..."
Á irkinu, þá?
„Nei, reyndar ekki,“ segir Bimbi og hlær „maður reynir
nú að líta af skjánum svona við og við að minnsta kosti! Það
er lítið fútt í því að sitja einn og sötra. Fátt segir af einum.“
Á heimasíöu ykkar má sjá aö talsvert mikið er um innbyrö-
is pörun meölima og í langflestum tilvikum hefur fólk þá
kynnst á irkinu. Erþetta algeng atburðarás: Tölvuspjall, trú-
lofun, bleyjuskiptingar?
„Samskipti með einhvers konar erótískum undirtón og
spennu em ein algengasta ástæðan fyrir þvi að fólk noti irk-
ið. Þetta er alveg jafngóður miðill og hver annar til að kynn-
ast fólki, hversu langt sem fólk hefur hug á að kynnin gangi,
einskorðist við tölvuna eða leiði til þess að fólk hittist
kannski einhvem tímann í eigin persónu. Fljótvirkara en
pennavinátta, hraðara og markvissara en einkamáladálkar,
minna stress og einfaldara í framkvæmd en að hittast
augliti til auglitis á venjulega mátann í daglega lífmu. Fólk
situr bak við dulnefiiið og þarf ekki að gefa meira upp en
það vill. Hefur kannski meira sjálfstraust til að opna sig og
getur myndað eina setningu án þess að hiksta og stama, ef
það er vandamálið. Ef því líkar ekki hinn aðilinn, þá er það
bara næsti. Svipað og annars staðar. í raun er þetta bara
einn valkostur í viðbót, ef illa gengur á öðmm sviðum er
þetta alla vega ein leið til að hafa samskipti við annað fólk.“
Bamaníðingar í sauðargæru
Praktískir lesendur taka auðvitað eftir að Bimbi gleymdi
einum augljósum kosti irk-stefnumóta, sem kann að vera
einhverjum mikilvægur á krepputímum: Kostnaðurinn er í
lágmarki. Hann er enginn, núll fyrir utan símskrefin og
bara það kynni að virka mjög sexi á aðsjálla og/eða fá-
tækara fólk í makaleit. Blóma- og konfektsalar, bíó- og veit-
ingahúsaeigendur (og kannski líka flugfélög og skartgripa-
búðir, svo gert sé ráð fyrir uppunum) missa spón úr aski
sínum meðan turtildúfumar kurra óséðar sín hvom megin
við módemið. Að vísu mætti f kjölfarið færa ákveðin rök
fyrir því að irk-ástir séu þjóðfélagslega óhagkvæmar en það
gildir einu. Ástin hlýtur að vera hafm langt yfir markaðinn.
Að minnsta kosti flögrandi yfir yfirborðinu... í öllu falh ekki
alveg sokkin enn.
Hvað um það.
Að sögn Bimba em þó fjarri því allir notendur irksins í
rómantiskum hugleiðingum.