Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 32
32 Helcjarblcið 33'V" LAUGARDAGUR 20. JÚLf 2002 „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og ætlaði mér að verða leik- kona. Svo flakkaði ég auðvitað á milli framtíðardrauma. Það var annað- hvort að verða taugasérfræðingur eða leikkona.“ DV-mynd E.ÓL er auðgleymd Ugla Eqilsdóttir ersextán ára hæfileikarík leikkona og um síðustu helgi uar hún i/alin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Karlovg Vari íTékklandi. I uiðtali við DV ræddi hún um leiklistina, frægðina og Tourette-heilkennið sem hún var greind með sem barn en hefur engar áhyggjur af. Og Ágúst virðist hafa hitt naglann á höfuðið því Ugla var nýlega valin besta leikkonan á einni virt- ustu kvikmyndahátíð sem haldin er í heiminum. Þetta er mikill heiður fyrir hana og ekki síður fyrir kvikmyndina sjálfa. Maður skyldi ætla að leikkonan unga væri i sjöunda himni, sem hún er að sjálfsögðu, en það kemur mér samt á óvart að hún tekur þessu með stóískri ró. „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á segja við þig, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Ugla, pollróleg, japlandi á is með súkkulaðisósu. „Mér finnst þetta bara skemmtilegt og ég veit ekki hvort ég á að vera að segja eitthvaö meira. Ég er auðvitað ánægð með að hafa fengið verðlaunin og vissulega eru þetta viss „kúllegheit.“ Ugla hafði ekkert leikið þegar Ágúst Guðmundsson leikstjóri bauð henni eitt af aðallhlutverkunum í Mávahlátri. Leikstjórinn segist ekki hafa verið í nokkrum vafa þegar hann sá ljósmynd af henni að hún væri stúlkan sem hann var að leita að í hlutverk öggu. Þegar Ágúst prófaði hana í hlutverkið varð hann ekki fyrir vonbrigðum því Ugla virtist einnig hafa gríðarlega góða tilfmnmgu fyrir tungumálinu sem eðlilega er eitt af því sem leikarar verða aö búa yfir. Áttiröu von á þessu? „Nei,“ svarar hún um leið og segir svo, íbyggin á svip: „Það er ekki hægt að eiga von á einhverju svona." Mér var sagt aö þú heföir ekki getaö komiö upp einu oröi í klukkutíma eftir að þér var tilkynnt um verö- iaunin. Er það rétt? „Jú, það er alveg rétt,“ viðurkennir Ugla. „Ég varð eiginlega bara hálfstjörf en umfram alit fannst mér þetta bara mjög skemmtilegt. Ég hef reyndar verið í smá uppnámi undanfarna daga út af þessu, maður veit kannski ekki hvemig á að bregðast viö, en ég hef verið að fá hamingjuóskir frá öllum i kringum mig og mér finnst auðvitað gaman að fá alla þessa athygli. Eins og ég sagði áðan veit ég eiginlega ekkert hvað ég á að segja og þá finnst mér ég ofboðslega leiðinleg manneskja.“ Þér liöur kannski svoleiöis núna, eóa hvaö? „Já, tvimælalaust,“ segir Ugla hratt og flissar. Lík- lega eru allir í kringum hana ofar í skýjunum yfir þessum frábæra árangri. Hún segir mér að foreldr- arnir séu vitanlega stoltir og að pabbi hennar hafi „kinkað kolli, mjög glaður" þegar hún kom heim. Við skiptum um umræðuefni enda rétt hjá Uglu að senni- lega er voöa litið hægt aö segja um þetta mál. Hún stóð sig vel. Punktur, basta og útrætt mál. Taugasérfræðingur eða leikkona Líklega byrjaði áhugi Uglu á leiklistinni þegar hún starfaði í sirkus ásamt foreldrum sínum í Svíþjóð, þó svo að hún virðist ekki vilja gera neinn einn atburð að einhverjum örlagavaldi í lífi sinu. Hún hætti í sirkusnum þegar hún kom heim sjö ára gömul en gengur með þann draum i maganum aö opna ein- hvern tímann sirkus á Islandi. Hún minnist áranna í Svíþjóð sem ánægjulegs tima. Þar lék hún listir sínar oftar en ekki fyrir troðfullu tjaldi sem var „alveg frá- bært“, eins og hún segir. Til að gefa mér betri mynd af sirkusstarfinu stendur hún upp og gengur með út- skeifar lappir eins og Charlie Chaplin en bætir svo um betur og sveigir þær nokkrar gráður í viðbót. „Ég gat meira að segja sveigt þær meira þegar ég var lít- il,“ segir hún og einbeitingin leynir sér ekki. Þótt Ugla hafi ekkert leikið áður en Ágúst bauð henni hlutverk í Mávahlátri er greinOegt að henni er mjög eiginlegt að koma fram og leika einhverjar kúnstir. Ég spyr hana hvort stefnan hafi alltaf verið tekin á leiklistina. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og ætlaði mér að verða leikkona," útskýrir Ugla. „Svo flakkaði ég auðvitað á milli framtíðardrauma. Það var annað hvort að verða taugasérfræðingur eða leikkona. Og svo getur þetta auðvitað breyst á viku. Ég er alltaf að búa til nýjar kenningar um hvað ég ætli mér að gera í framtíðinni. Ég gæti vel hugsað mér að gerast skiptinemi í Afriku og læra svahíli áður en ég læri leiklist. En í sambandi við leiklistina langar mig kannski til Frakklands að læra hana. Mig langar til að læra þetta fag og læra það vel. í Mávahlátri var svo mikið af ofboðslega góðum leikurum og það var gríðarlega mikil upplifun að fá að fylgjast með þeim. Ég fékk algert sjokk á fyrstu æfingunni, var næstum dottin úr stólnum þegar ég gerði mér grein fyrir því að þetta voru atvinnuleikarar sem ég var að leika með. Ég var náttúrlega búin að lesa textann áður en það var sko eitthvað annað að hlusta á þennan lestur. En eins og ég segi. Þó ég imyndi mér að taka stefn- una á leiklistina þá gæti náttúrlega ýmislegt komið upp á. Kannski verð ég orðin svo mikill „kúlisti" eft- ir Afríkudvölina að ég gerist „dreadlocks" fléttunar- dama.“ Hún segist eiga sér ótal fyrirmyndir, þar á meðal marga íslenska leikara en hún vilji ekki nefna neinn sérstakan því þá gleymi hún örugglega einhverjum. Hún nefnir nokkrar erlendar leikkonur, enda engin hætta á að hún móögi einhvern þá. Hún segir að Julie Andrews og Christina Ricci hafi veriö í miklu uppá- haldi þegar hún var lítil en klykkir svo út með því að segja að allir séu í uppáhaldi hjá henni og að hún hafi gaman af öllum kvikmyndum. En þó ekki síðustu mynd Jims Carreys, sem samt er einn af hennar upp- áhaldsleikurum. „Það er bara svo gaman að horfa á hann,“ segir Ugla áköf og bætir við: „Hann er svo frá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.