Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 34
42
Helgorhlciö I>"Vr LAUGARDAGUR 20. J Ú L f 2002
Valqerður Bjarnadóttir hefur ekki átt sjö
daqana sæla eftir að kærunefnd jafnrétt-
ismála úrskurðaði að hún hefði brotið
jafnréttislöq inð ráðninqu á leikhússtjóra.
Valqerður starfar sem framkvæmdastqra
Jafnréttisstofu auk þess að vera formaður
Leikfélaqs Akureyrar. Þvímætti líkja
stöðu hennar við að Veiðimálastjóri qrði
dæmdur fqrir veiðiþjófnað oq íhelqarvið-
tali við Björn Þorláksson kemur fram að
til athuqunar er hvort Valqerður víki tíma-
bundið eða alveq. Hún tekur fram að hún
tjái siq um málið sem persónan Valqerður
en ekki sem framkvæmdastqra
Jafnréttisstofu.
Mér þykir verst
Það verður að passa upp á að ekki
skapist, mér liggur við að segja, rétt-
lát andstaða við ráðningarkæruniál.
Myndir-Myndrúm/RÞB
- En í úrskurðinum segir að það sé einmitt menntun kon-
unnar sem gerir hana hæfari?
„Hún hefur mikla menntun en litla á sviði leiklistar.“
að það hlakki í íslendingum
- Sumir segja að þegar þú, hoidgervingur jafiiréttisbar-
áttu og æðsti stjómandi Jafiiréttisstofú, bijótir jafiiréttislög
sé annaðhvort eitthvað bogið við þig eða úrskurði kæru-
neftidar. Sammála því?
„Það er ljóst að annaðhvort ég eða kærunefndin hefur
rangt fyrir sér í þessu máli en jafnréttislögin era í eðli sínu
að hluta huglæg og gefa túlkunarmöguieika. Þess vegna er
sérstök kærunefnd skipuð til að fjalla um vafaatriði.“
- Menn hafa sagt að kærunefhd jafiiréttismála sé úrelt
apparat. Mætti hugsa sér að breyta valdsviði hennar?
„Kærunefnd jafiiréttismála þarf sífellt að endurskoða að-
ferðir sínar eins og öll kerfi og e.t.v. er athugunarefni í máli
sem þessu hvort rétt hefði verið að kærunefndin kallaöi til
sín utanaðkomandi sérfræðinga. Það er varla hægt að ætl-
ast til að þrír lögfræðingar hafi þekkingu á öllum hlutum en
ég er viss um að kærunefndin er ekki úrelt apparat þótt hún
þurfi sífellt að þróa sig.“
- Vora það mistök eftir á að hyggja að taka þátt í ráðn-
ingu leikhússtjóra LA? Hefðirðu átt að víkja sæti vegna
stöðu þinnar sem framkvæmdastýra Jaftiréttisstofu?
„Nei. Reyndar skal ég viðurkenna að ég íhugaði þann
möguleika þegar ég sá að aðeins ein kona sótti um en 11
karlar. Það setti málið í mjög flókið jaftiréttislegt samhengi
og ég ræddi við samstarfsfólk mitt i leikhúsráði um að víkja
sæti en menn vora sammála um að fáir væra hæfari til
þessarar ráðningar en ég. Ég hef oft ráðið fólk i störfum
mtnum á Jafhréttisstofu og víðar og er endalaust að taka
ákvarðanir um hluti sem varða jafnréttislög. Ég sá ekki
ástæðu til að víkja sæti í þessu máli frekar en öðrum sam-
bærilegum sem ég hef komið nálægt.“
- Og þetta er væntanlega 1 fyrsta skipti sem ráðning á
þínum vegum endar á þennan hátt?
„Já, það hefur aldrei gerst áður.“
- Þú lýstir því yfir fyrst þegar DV flutti fregnir af
kærunni að við ráðninguna hafi sérstaklega verið hugað að
jafnréttislögunum. „Þess var gætt eins vel og hægt var að
mismuna ekki eftir kyni við þessa ráðningu og ég vona að
okkur hafi tekist það og ekki gert nein mistök,“ sagðirðu þá.
Samt gerist þetta?
„Mín túlkun á jafnréttislögunum stangast á við túlkun
kærunefhdarinnar og ég er mjög ósammála túlkun kæra-
nefndar og skil hana ekki. Ég er þeirrar skoðunar að leik-
húsráð hafi haft nokkuð frjálsar hendur við ráðninguna
vegna þess að staða mála í leikhúsinu er jöfii gagnvart kynj-
unum. Stjómunarstöður hjá LA skiptast jafnt milli kynja og
það gerir að verkum að félagið, sem er sjálfstæður atvinnu-
rekandi, er frjálsara að sínum ákvörðunum. Þannig höfðum
við meira frelsi en ef t.d. mun fleiri karlar hefðu starfað í
stjómunarstöðum hjá leikfélaginu. Ef konan hefði verið tal-
in jaftihæf eða hæfari en karlumsækjendur, þá hefðum við
þó ráðið hana. En við töldum menntun og reynslu hennar á
sviði leiklistar mjög takmarkaða og mun minni en margra
annarra sem sóttu um. Auk þess þótti okkur sýn hemiar á
framtíðarhlutverk leikhússins, bæði listræn og rekstrarleg,
ekki eins raunhæf og áhugaverð og hjá þeim sem ráðinn
var.“
Lífið er þversögn
- Þú steigst til hliðar í málinu eftir að kæran kom upp og
sagðir að þú myndir reyna að koma hvergi nærri, þar sem
þú sætir beggja vegna borðsins. Fyrir síðustu helgi sagðirðu
hins vegar í samtali við DV að þú teldir þig hafa goldið þess
að hafa ekki gefist kostur á að hafa uppi vamir? Felst ekki
þversögn í þessu?
„Jú, lífið er fullt af þversögnum. Mér fannst það hið
versta mál þegar kæran kom upp og leit svo á að þetta gæti
haff vond áhrif á störf mín hjá Jafnréttisstofú. Það var líka
ákveðin togstreita um hvorum helmingnum ég ætti að vera
hollari - stöðu minni sem formanni leikhúsráðs eða stöðu
minni hjá Jafnréttisstofu. Eftir því sem ég skoðaði málin
betur komst ég að því að ég hefði komist að fyrrgreindri nið-
urstöðu hvar sem ég stend og vegna gervallrar lífsreynslu
minnar og ég álít klárlega að það hafi veikt stöðu málsins
að ég beitti mér ekki í því vegna þess að sönnunarbyrðin
hvflir öll á herðum atvinnurekanda. Það var leikhúsráðs að
sanna að þama hefði ekki verið mismunað á grundvelli
kynferðis og þar sem ég gat ekki tjáð mig held ég að sum
sjónarmið hafi ekki komist á framfæri til kærunefndarinn-
ar.“
- Kom það aldrei tfl álita að einhver annar i leikhúsráði
myndi veija ráðninguna?
„Jú, sá möguleiki var ræddur en niðurstaðan varð sú að
láta lögfræðing sjá um málið. Við treystum því að engin
frekari rök þyrfti en þau sem lutu að reynslu og menntun."
- En niðurstaðan er svipuð fyrir þig og að Veiðimálastjóri
sé dæmdur fyrir veiðiþjófnað?
„Akkúrat."
- Hvemig er að starfa áfram að jafnréttismálum í kjölfar
slíks úrskurðar?
„Það er erfitt en ég er líka þeirrar gerðar að mér finnst
áhugavert að takast á við flókna hluti. En þetta er vont mál