Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 35
LAUGARDAGU R 20. JÚLf 2002 Helgctrblctð 33"V" 43 V fyrir jafnréttisstarfið í landinu og mikilvægt að komast til botns í því hvort þama hafi orðið „veiðiþjófhaður" eða ekki. Sú samlíking er reyndar ófúllkomin hvað það varðar að veiðiþjófnaður er bein aðgerð en jafnréttismál snúast um ýmis álitamál.“ - En úrskurður kærunefhdar er að þú hafi brotið jafnrétt- islög. „Já, það er rétt, nefhdin hefúr úrskurðað að ég hafi brot- ið jafhréttislög - að vísu i hlutverki mínu sem formaður leikhúsráðs - en það breytir ekki því að ég starfa sem fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofú á sama tíma. Mæti mikilli gagnrýni - Er þér sætt í starfi áfram? „Ég hef rætt við minn ráðherra um hvort raunverulega sé forsvaranlegt að ég sitji áfram hjá stofnuninni. Hann hef- ur lýst því yflr að ég njóti hans fulla trausts, en við höfum ákveðið að hugsa málið.“ - Ertu að segja að ekki sé fullvíst að þú munir halda starfi þinu áfram? „Ég er að að segja að mér fmnst skipta öllu máli að ég njóti trausts. Þetta starf er þess eðlis að það mætir mikilli gagnrýni. Það er enginn bullandi stuðningur við störf Jafii- réttistofu í samfélaginu og því mikilvægara að þær mann- eskjur sem eru í forsvari fyrir þennan málaflokk njóti trausts á því sviði. Á meðan sú staða er uppi að forsvars- maður Jafinéttisstofu hefur verið borin þeim sökum að bijóta jafiuréttislög hefúr orðið trúnaðarbrestur og ég er auð- vitað hrædd um að sá brestur hafi neikvæð áhrif á störf bæði Jafnréttisstofú og kærunefiidar, og samspil þessara tveggja þátta. Af þessu hef ég áhyggjur og ég vil ekki verða til þess á neinn hátt að þetta mikilvæga starf verði fyrir skaða. Þess vegna er ég að skoða allar færar leiðir.“' - Og ein þeirra er að þú hættir störfum? „Það er ein leiðin og önnur er að mér sé vikið timabund- ið úr starfi meðan málið er skoðað betur. En eflaust eru fleiri." - Hver á að skoða það? „Það er í raun ekki mitt að ákveða það. Venjulega leiðin er sú að ef atvinnurekandi sættir sig ekki við úrskurð kæru- nefndar og neitar að semja við þann sem kærði getur hann vísað málinu fyrir dómstóla og annar möguleiki er sá að Jafhréttisstofa fari með málið í dóm. í þessu tilviki er Jafh- réttisstofa hins vegar vanhæf eðh málsins samkvæmt og því er unnið að því að skipa annan aðila fyrir hönd ráðuneytis- ins til að fara með málið. Þetta er mjög sérstök staða.“ - Fyrir þig og jafinéttismálin hlýtur vafinn að vera óþol- andi. „Hann er mjög slæmur og ég lít svo á að það verði að fá botn í þetta mál. Það hefur ekkert með mínar þarfir að gera. Ég get lifað við vafann en mér finnst jafnréttiskerfið ekki þola hann.“ - Er þetta mál ósigur fyrir jafhréttisbaráttuna? „Ég veit það ekki. Það gæti einnig nýst sem jákvæður stökkpallur fyrir jafnrétttisumræðuna. Ég fæ mikil viðbrögð og fyrst og fremst frá þeim sem lýsa stuðningi en það sem mér þykir verst er að það virðist hlakka í mörgum. Það hlakkar í íslendingum í dag. Menn segja: Þama kemur í Ijós hvers konar bölvað rugl þetta jafhréttiskjaftæði er. En nú skapast lag til að koma allri gagnrýni á aðgerðir í jafnréttis- baráttunni upp á borðið. Það verður að passa upp á að ekki skapist, mér liggur við að segja, réttlát andstaða við ráðning- arkærumál. Við verðum að tryggja að jafhréttismál þróist án þess að builandi togstreita sé milli kynjanna." —Er hugsanlegt að rnenn hafi farið offari í þessum jafn- réttismálum? Að oft áður hafi umdeilanlegir dómar fallið þar sem einblínt hefur verið á kyn konu og menntun um- frarn þennan flókna heildarpakka sem ráðning starfsmanns snýst um? „Það hafa áður komið umdeildir úrskurðir frá kærunefnd jafiiréttismála. Nefhdin fær ákveðnar upplýsingar sem gefa e.t.v. ekki alla heildarmyndina. Svo er annað sem rétt er að Svo þegar yfirstjórn málafiokksins er færð hingað norður kemur upp sá tónn að það geti ekki verið nein al- mennileg þekking úti á landi. skoða. Þegar kært er vilja atvinnurekendur siðferðiskennd- ar sinnar vegna ekki bera á torg ýmis persónuleg leiðinda- mál þess sem kærir sem kunna að hafa haft áhrif við ráðn- inguna. En það verður seint farið offari í jafnréttismálum. Það er brýnt að taka til hendinni þar, eftirleiðis sem fram til þessa.“ - Hvað mun gerast nú? Verður samið við Hrafnhildi eða eru líkur á að hún muni þurfa að sækja rétt sinn fyrir dóm- stólum? Fordómar Reykvíkinga „Ég vil ekki tjá mig um hvaða ákvarðanir leikhúsráð mun taka. Þær liggja ekki fyrir." - Menn gagnrýndu í vor fléttulistana svokölluðu þar sem skylt er að hafa konur í öðru hverju sæti. Sumir bentu á að það þurfi að leita að konum í þessi sæti og biðja þær að taka þátt á kostnað karlkyns eldhuga með reynslu, hæfhi og áhuga. Er timabært að staldra við? „Ég er ósammála þessum skoðunum. Ég tel að fléttulistar séu jákvætt tæki til að vinna að baráttu kynjanna og ég var sjálf á slíkum lista fyrir Vinstri græna hér á Akureyri fyrir síðustu kosningar og það var ekkert vandamál að finna hæf- ar konur." - Er svona málflutningur haldreipi þeirra sem vilja verja karlaveldið? „Hugsanlega. Ég hef a.m.k. ekki séð að konur í pólitik séu síður frambærilegar en karlar og ég held að þær þurfi hvatningu." - Flutningur stoftiana og staðsetning nýrra úti á lands- byggðinni er klassískt deilumál. Hafa jafnréttismál goldið fyrir flutning höfúðstöðvanna norður til Akureyrar? „Ég álít að jafiiréttismál kunni að hafa goldið eitthvað fyr- ir þá breytingu en ekki breytingarinnar vegna. Viðhorfið hjá sumum sem starfa í Reykjavík er svo óeðlilega neikvætt til þessarar staðsetningar að það hefur hreinlega komið mér í opna skjöldu. Ég hafði starfað meira og minna að jafnrétt- ismálum í 20 ár og hafði aldrei fundið fyrir fordómum gagn- vart mér og minni þekkingu þótt ég byggi úti á landi. Svo þegar yfirstjóm málaflokksins er færð hingað norður kem- ur upp sá tónn að það geti ekki verið nein almennileg þekk- ing úti á landi. Ákveðin togstreita eftir flutninginn hefúr líka orðið í kjöl- far þess að kærunefhdin sem áður var hluti jafnréttismála er núna aðgreind frá skrifstofunni. Það er spennandi að ímynda sér hvað hefði gerst í þessu máli ef þetta tvennt hefði enn verið á einum og sama staðnum." - Áttu við að úrskurður kærunefndar nú hafi e.t.v. litast af landsbyggðarfordómum? „Ég er ekki að segja það. Ég er bara að segja að nú er um tvær aðgreindar einingar að ræða í stað einnar stofnunar eins og áður var. Upp er komin togstreita og það má velta fyrir sér hvort niðurstaðan hefði orðið önnur ef nálægðin hefði verið meiri á milli aðila.“ - Finnst þér ákveðnir fordómar fylgja t.d. umræðunni hvort Lýðheilsustöðin skuli vera á Akureyri? „Já, að hluta til em notuð sömu fordómarökin í því máli og gagnvart Jafnréttisstofú. Það er talað um að fólk geti síð- ur sótt Lýðheilsustöð á Akureyri af því að þar sé færra fólk en fyrir sunnan og ég efast ekki um að fleiri hefðu komið í eigin persónu á Jafnréttisstofu undanfarið ef hún væri Það hlakkar í íslendingum í dag. Menn segja: Þarna kemur í ljós hvers konar bölvað rugl þetta jafnréttiskjaftæði er. áfram í Reykjavík. En langmestur hluti samskipta fólks við þessa stofhun, hvar sem hún er staðsett, er í gegnum síma eða tölvupóst." - Nú ertu ekki bara formaður leikhúsráðs og yfirmann- eskja í jafnréttismálum heldur einnig bæjarfulltrúi. Verður þetta mál þér pólitískt erfitt? „Vegna þessarar spumingar vil ég koma því á framfæri að ég er ekki pólitískur fulltrúi bæjarins í leikhúsráði eins og sumir virðast hafa haldið. Ég er formaður Leikfélags Ak- ureyrar. Nei, ég get ég ekki séð að þetta mál skaði mig sem pólitíkus." - Það hefur gneistað milli þín og Kristjáns Þórs Júlíusson- ar bæjarstjóra, bæði vegna eldri jafhréttismála og einnig í kosningabaráttunni síðast? Verður þetta mál vatn á myllu hans? „Það hefur gneistað milli mín og Kristjáns Þórs en við höfum líka bæði gaman af gneistum. Ég held ekki að þetta mál verði vatn á myllu eins eða neins í augnablikinu. Það er vont á meðan það er óupplýst en það er líka hvatning til að ræða opinskátt um viðkvæm mál og gæti síðar orðið vatn á myllu jafhréttisbaráttunnar." Karlar í tílvistarlíreppu - Heldurðu að karlar gjaldi þessi í auknum mæli að vera karlar sbr. úrskurð kærunefhdar nú? „Konur gjalda þess enn að vera konur og þá á ég t.d. við möguleika til starfsframa. Við erum komin að þeim punkti sem ég held að karlar þurfi mjög alvarlega að íhuga sin mál. Þeir eru komnir í tilvistarkreppu, kreppu sem konur hafa lengi verið í en eru nú að hluta að komast út úr, fjandanum sterkari." - Er kreppa karla kannski í og með konunum að kenna? „Nei, hér hefur ríkt karlveldi í mörg þúsund ár og sjald- an hefúr karlveldið verið hættulegra en einmitt nú. í heims- viðburðunum vantar allar kvenraddir og það er fyrst og fremst á ábyrgð karla að konur hafa þurft að risa upp ákveð- ið til að hreinlega bjarga heiminum frá glöhm. Ekki það að karlar séu verri en konur heldur er ójafnvægið hættulegt. Nú eru karlar að ftnna að aðgreiningin dugar hvorki þeim né konum. Þegar mér gefst örlítið tóm þessa dagana, er ég að dunda mér við að þýða 4300 ára gömul ljóð súmersku hofgyðjunn- ar Enhedúönnu. Hún var í stöðu æðstu hofgyðju í Súmer, mikilli valdastöðu, sem konur höfðu gegnt svo lengi sem nokkur mundi. Hún upplifði það að karl tók yfir hennar starf og henni var vikið til hliðar um tima, en náði reyndar völdum aftur og hélt þeim líklega til dauðadags. Nokkrum öldum sfðar voru karlar búnir að yfirtaka stöðu kvenna sem æðstu yfirmenn á trúarsviðinu. Það sem ég er að segja er að kynjasveiflur í valdakerfum eru ekki að gerast í fyrsta sinn í sögunni núna. Það er eðli- legt að svona sveiflur valdi titringi hjá þeim sem upplifa að þeir séu að missa völd, ekki síst þar sem þróunin á þessu sviði sem öðrum gerist með ógnarhraða, eftir nokkur þús- und ára stöðnum. Ég er þó þeirrar skoðunar að einmitt nú höfúm við ómetanlegt tækifæri til að nýta jafnt krafta kvenna og karla, koma á jafnvægi kynjanna og öflugu og frjóu samstarfi. Til þess að svo megi verða þarf umræðan milli kynjanna að vera opin og heiðarleg, hún má ekki ein- angrast í lokuðum herbergjum því þá stjómast hún af for- dómum og ótta. Við verðum i lengstu lög að forðast að láta óttann þagga niður í okkur, hvort sem við erum konur eða karlar, fólk í valdakreppu eða jafnréttisfrömuðir. Þetta verk- efiii okkar, að jafna stöðu kynjanna, þarfhast þess að öll sjónarmið séu í sífelldri umræðu. -BÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.