Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Síða 40
I
j 48 He Iq a rh lcx ð JI>V LAUGARDAGUR 20. JÚLf 2002
Dólað á
ströndum
Rauða hafsins
Stöðugt fleiri koma frá norðan-
i/erðri Evrópu en það ersamt
qaman að geta þess að einn
stærsti ferðamannahópurinn
kemur frá Ítalíu.
„Við leggjum ríka áherslu á að markaðssetja Egypta-
land sem sólarland, ekki aðeins land þar sem skoða má
menningararf liðinna árþúsunda. í þessu sambandi
minnum við á Egyptaland sem land sólar, strandar og
sögu. Egyptaland hefur allt,“ sagði Anwar Abou Elella,
ferðamálafulltrúi í sendiráði Egyptalands í Stokk-
hólmi, við DV en hann var hér á ferð fyrir skömmu.
Tilgangur ferðar Elella til landsins var að kynna
V ferðaskrifstofunum mögleika á skipulögðum hópferð-
um til Egyptalands sem þær hafa reyndar skipulagt í
einhverjum mæli. Þó landið sé baðað sól mestanpart
ársins virðist það ekki koma oft upp í hugann þegar
hugað er að fríi á sólheitum ströndum. Reyndin er
hins vegar sú að við strendur Rauðahafsins er hvers
kyns ferðaþjónusta afar öflug. Þar er að finna vel búin
hótel, mörg með einkaströndum, strandbæi og alla að-
stöðu sem annars er að finna á sólarströndum sem Is-
lendingum eru þegar að góðu kunnar.
Undanfarin misseri, eða frá 1999, hefur staðið yfir
öflug kynning á Egyptalandi á Norðurlöndum. Og ár-
angurinn hefur ekki látið á sér standa. 1998 heimsóttu
i 50 þúsund norrænir ferðamenn landið. Ári síðar var
sú tala komin í 200 þúsund. Árið 2000 heimsóttu 277
þúsund Norðurlandabúar Egyptaland og fyrri helming
síðasta árs var fjöldi þeirra kominn í 162 þúsund.
Fjölgunin hefur því verið með ólíkindum og er ekkert
lát á.
Úrvalsstrendur
„Við teljum okkur hafa sýnt fram á að Egyptaland
býður upp á einar bestu sólarstrendur sem völ er á.
Landið er kjörinn áfangastaður á veturna. Það er heitt
allt árið og loftslagið er þurrt sem aftur þýðir að hit-
inn verður ekki eins óbærilegur og þar sem loftrakinn
er meiri,“ segir Anwar Abou Elella.
Hann bætir við að fleiri þættir geri Egyptaland að
vænlegum áfangastað. Verðlag sé hagstætt og gisting á
fimm stjörnu hótelum sé ekki dýr. Til samanburðar
nefndir hann að sólarhringur á góðu hóteli í Reykjavík
geti jafngilt um vikugistingu með kosti í Egyptalandi.
Hann leggur áherslu á að gæðastaðallinn sé hár, hótel-
in séu vel búin og öll aðstaða eins og best gerist ann-
ars staðar.
Hurghada og hafið bláa
Við Rauða hafið er fjöldi staða sem sérhæfa sig í
móttöku ferðamanna. Þar á meðal er Hurghada. Það er
ekki langt siðan að Hurghada var lítill fiskibær en í
dag er þar að finna einn glæsilegasta ferðamannastað
Egyptalands. Þar er öll hefðbundin aðstaða fyrir ferða-
menn, þar á meðal fyrirtaks golfvellir. Þá sækja iðk-
endur hvers kyns vatnaíþrótta staðinn mikið. Staður-
inn þykir frábær til köfunar en ævintýri líkast er að
skoða lífríkið neðansjávar. Þá er hægt að sigla um á
bátum með gegnsæum botnum eða fara í ferðir með
litlum kafbátum og virða fyrir sér dýrðina. Þá er róm-
að safn á staðnum sem sýnir lífriki svæðisins í allri
sinni dýrð.
Hurghada er afar vinsæll staður meðal fjölskyldu-
fólks og eldra fólks en er um leið lifandi staður sem
þekktur er fyrir fjörugt næturlíf sem höfðar ekki síst
til unga fólksins.
Auðvelt er að komast í ferðir frá Hurghada til nær-
liggjandi menningar- og sögustaða eins og Luxor, upp
í fjöllin eða út í nærliggjandi smáeyjar. Um þægilegar
dagsferðir er að ræða sem ekki þykja lýjandi.
Og fyrst minnst er á ferðir vilja sjálfsagt flestir sjá
höfuðborgina Kairó, píramídana, þau veraldarundur,
og fleiri fomfræga staði, t.d. Alexandríu. Og ekki má
gleyma siglingu á Níl og ferðum um gróðursælar vinj-
ar í eyðimerkurjaðrinum. Um allt þetta mætti skrifa
langt mál og ítarlegt en verður ekki gert hér.
- En hvernig er andrúmsloftið á sólarstöðunum? Er
engin íhaldssemi eða reglur sem kunna að koma íbú-
um Norður-Evrópu spánskt fyrir sjónir?
„Nei, öll aðstaða og allt viðmót er miðað við evr-
ópska gesti. Það vinna allir íbúar svæðisins við ferða-
þjónustu og hafa það eitt að markmiði að gera dvöl
gestanna sem ánægjulegasta. Stöðugt fleiri koma frá
norðanverðri Evrópu en það er samt gaman að geta
þess að einn stærsti ferðamannahópurinn kemur frá
Ítalíu. ítalir eru afar hrifnir af Egyptalandi og sækja
mikið þangað sem kann að hljóma undarlega fyrir þá
sem eru að sækja í sömu hluti heima hjá þeim.“
Öryggi ofar öllu
Við komum að örygginu en vera kann að saga átaka
á svæðinu, árásir heittrúarmanna á ferðamenn i
Luxor fyrir nokkrum árum og „nálægð" við núverandi
átakasvæði Miðausturlanda geti haft fælandi áhrif. En
tilfellið er hins vegar að öryggi ferðamanna er algjört
forgangsmál í Egyptalandi og um 2000 km eru á milli
orlofsstaða Rauðahafsins og átakasvæðanna, vega-
lengd sem er mun meiri en virðist þegar vísifingurinn
er látinn reika um heimskortið. Átökin eru satt að
segja í órafjarlægð.
Anwar Abou Elella er ekki hissa þegar blaðamaður
minnist á ókyrrð í þessum heimshluta og öryggi ferða-
manna. „Ég hef stundum verið spurður út í þessi at-
riði.
„Það er forgangsmál að tryggja öryggi ferðamanna.
Sjálfir ferðamannstaðirnir eru afar öruggir og velflest
hótel með sínar einkastrendur. Ástæða mikils öryggis
er einföld. Ferðaþjónusta er orðin stærsta tekjulind
Egypta og við megum engan veginn við öðru en að ör-
yggismál séu eins og best verður á kosið. Þarna eru
færri glæpir en í mörgum öðrum löndum og ferða-
mönnum á alls ekki að finnast að þeim sé ógnað á
neinn hátt. Til merkis um öryggi má nefna að um 300
þúsund Israelar heimsækja landið á hverju ári og þeim
finnst þeir vera öruggir. Það segir sína sögu.“
Varfæmi
Skipulagðar ferðir hafa nokkrar verið farnar héðan
til Egyptalands en eftir því sem DV kemst næst ein-
kennir varfærni enn sem komið er íslenskar ferða-
skrifstofur þegar minnst er á Egyptaland. Hægt er að
komast í ferðir til Egyptalands frá áfangastöðum ís-
lendinga á Kýpur en þá er megináherslan á
píramídana og fleira í þeim dúr. En áhugasamir geta
hins vegar alltaf pantað sér fer í gegn um t.d. norræn-
ar eða breskar ferðaskrifstofur. -hlh
-f