Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002
Fréttir
DV
Læknir á slysadeild segir hópbarsmíðar færast í vöxt:
Ofbeldi grimmara en áður
- segir Sveinbjörn Berentsson sjúkraflutningamaöur
Deilt er um hvort ofbeldi sé að
aukast á íslandi. Margir eru á þvi
að ofbeldi nú á dögum sé jafh al-
gengt og það var áður en aðrir segja
að ofbeldi hafi aldrei verið meira en
einmitt nú. Þó eru flestir sammála
um það að ofbeldi sé alltaf að verða
grimmara. Sveinbjörn Berentsson
hefur verið sjúkraflutningamaður
síðan árið 1993. Sveinbjörn er einn
þeirra sem segja að síðustu ár hafi
ofbeldi verið að aukast en komi þó í
bylgjum. „Ég veit ekki hvers vegna
ofbeldisöldur koma öðru hvoru en
mér finnst þær gera það. Ég er alveg
sannfærður um að ofbeldi er einnig
að verða grófara og miskunnarlaus-
ara og má kenna, að einhverju leyti
sjónvarpinu, svo ekki sé talað um
tölvuleikina, um þessa þróun,“ seg-
ir Sveinbjöm. Þá segir Sveinbjörn
að fréttir hafi einnig breyst. „í
gamla daga, þegar ógeðfelldar
myndir voru í þann mund að vera
sýndar í fréttum, var fólk varað við.
i dag þarf maður að stökkva á sjón-
varpið og slökkva svo börnin sjái
ekki viðbjóðinn sem viðgengst um
allan heim. Þetta eru m.a. ástæð-
urnar fyrir því að ofbeldisverk eru
grimmari í dag en áður,“ segir
Sveinbjöm.
Ofbeldiö harkalegra
Þótt ekki séu allir á því aö ofbeldi hafi aukist eru fiestir á því aö þaö hafi oröiö grimmara síðustu ár og er ofbeldi í
kvikmyndum og tölvuleikjum oft kennt um þá þróun.
Leita eftir áflogum
Þegar Sveinbjöm er spurður að
því hvort mikið sé um það að sama
fólkið sé að lenda í bílunum hjá
þeim svarar hann að það komi fyr-
ir. „Við gerum þó ekki greinarmun
á fólki og skiptum okkur lítið af því
hvert fólkið sé eða hvað það gerði.
Við hjálpum þeim sem þurfa á hjálp
að halda. Við reynum alveg að
halda okkur utan deilna og viljum
halda því þannig," segir Sveinbjörn.
Á sínum ferli sem sjúkraflutninga-
maður hefur Sveinbjöm einu sinni
lent i að ráðist var á hann. Sá at-
burður gerðist ekki alls fyrir löngu
og enda þótt Sveinbjöm vilji ekki
tjá sig um það sérstaklega segir
hann að það hafi orðið til þess að
menn fóru að líta mjög alvarlegum
augum á öryggi sjúkraflutninga-
manna við störf sín og hvort sak-
laust fólk sé í meiri hættu nú en
áður. „Það kemur fyrir, og er lík-
lega að aukast, þó svo maður fái
ekki alltaf að heyra allan sannleik-
ann hjá fólki um hvað gerst hefur,
að sumir hópar leitist eftir áflogum
við fólk sem hefur ekki gert neitt á
þeirra hlut,“ segir Sveinbjöm.
árum. Það er líka svo að þótt við
séum miklu fleiri á vöktunum nú en
áður er álagið í dag helmingi meira
Miskunnsemi í sa
KuJ
Annar hlutl
Hópbarsmíðar algengari
Theodór Friðriksson, sérfræðing-
ur á slysadeild Landspitala í Foss-
vogi, segir að ofbeldi hafi klárlega
aukist síðustu ár. „Síðastliðin tvö ár
hef ég verið á slysadeild en ég var
einnig hér fyrir 12 áram. Það er
mun algengara að ég sjái fólk með
alvarlega áverka nú en fyrir 12
en áður á slysadeildinni. Það sem
mér finnst einnig hafa aukist til
muna eru hópbarsmíðar. Ég hef það
á tilfinningunni að hópar gangi um
götur og berji á fólki án nokkurrar
ástæðu," segir Theodór.
Afengi og eiturlyf stór þáttur
Theodór segir að í mjög mörgum
tilfellum ofbeldisverka eigi áfengi
og eiturlyf hlut að máli. „Ef áfengi
og eiturlyf væru ekki notuö væra
helgamar eflaust jafn rólegar hjá
okkur og hinir dagarnir. Ástæðan
fyrir auknu og grimmara ofbeldi er
eflaust þessi ofbeldisdýrkun sem á
sér stað í þjóðfélaginu. Ofbeldi er
alls staðar, í bíómyndum, í fréttum
og í tölvuleikjum. Þá hef ég einnig
orðið vitni að því, þó svo það sé
ekki endilega algengt, að menn sem
hafa verið að æfa sjálfsvamaríþrótt-
ir og box hafa notað það gegn and-
stæðingum sínum, sem er bannað,
en hefur orðið til þess að andstæð-
ingamir hafa verið að koma stór-
slasaðir til okkar.
Ástæður ofbeldis eru þó mismun-
andi og alltaf munu verða svartir
sauðir innan um sem veröa alltaf til
vandræða," segir Theodór Friðriks-
son. -ss
Gatnaframkvæmdir:
Trufla
leikfélagiö
Bæjarráð hefur ákveðið að fresta
framkvæmdum við fyrirhugaðar
gatna- og lagnaframkvæmdir í Hafn-
arstræti við Samkomuhúsið, hús
Leikfélags Akureyrar. Ástæðan er
að Þorsteinn Bachmann leikhús-
stjóri hefur ritað bænum bréf þar
sem hann bendir á að nýtt leikár sé
hafið og því myndu framkvæmdirn-
ar valda verulegri röskun á starf-
seminni. Búið var að bjóða út verk-
ið en vegna þess sem bæjarráð kall-
ar breyttar forsendur hafnar ráðið
fram komnum tilboðum í verkið og
ákveður að það skuli boðið út að
nýju í byrjun næsta árs. -BÞ
Fyrirhugaðar verðhækkanir á eggjum:
Tekist á um skiptingu verðsins
og fráleit leið að fara í buddu neytenda, segir formaður Neytendasamtakanna
Eins og lesa mátti í DV í
gær er búist við nokkurri
hækkun á eggjum á næst-
unni, eða allt að 20-40%.
Heildsalar segjast vera
minnka afslátt til smásöluað-
ila og segja afkomu eggja-
bænda hafa verið afspymulé-
lega á undanfórnum árum.
Þess má geta að eggjaverð frá
framleiðendum hækkaði um
20% í maí en smásöluaöilar
segja aö þeirri hækkun hafi
Jóhannes
Gunnarsson.
eggjabændur og matvöru-
keðjumar að takast á um
skiptingu á hluta verðsins
til sin og mér finnst fráleitt
að það lendi á neytendum,"
segir Jóhannes Gunnars-
son, formaður Neytenda-
samtakanna. „Egg eru óút-
skýranlega dýr hér borið
saman við nágrannalöndin
þannig að það er fráleit leið
að fara í matarbuddu neyt-
enda. Því er fráleitt að
ekki verið hleypt út í verðlagið. Ný
hækkun nú myndi hins vegar lenda af
fullum þunga á neytendum.
„Samkvæmt mínum heimildum eru
hækka verðið þrátt fyrir einhvem
slag þar á milli.“
Hann segir þá hækkun sem varð í
maí út úr kortinu líka og minnir á þá
gríðarlegu samþjöppun sem orðið hef-
ur bæði á smásölumarkaði matvöru
og eggjamarkaði. „Ef menn ætla að
fara að nota samþjöppunina svona, að
komast á beit í buddu neytenda þarf
að grípa inn í. Ég hafha aÚri hækkun
á neytendur, keðjumar og framleið-
endur þurfa að leysa sín mál á annan
hátt.“
Kristín Færseth, deildarstjóri hjá
Samkeppnisstofnun, segir að þessar
fyrirhuguðu hækkanir á eggjum hafi
ekki komið inn á borð stofiiunarinn-
,Við munum hins vegar fylgjast
ar.
með og ef eða þegar eitthvað gerist
munum við skoða málið og taka á því
ef ástæða er til.“ -ÓSB
Vinningshafar í áskrifendapotti DV:
Gleðilegt og óvænt
- segir Kristín Mar, heppinn vinningshafi
Fjórir heppnir áskrifendur DV
voru dregnir úr áskrifendahópnum
í þessari viku. Það voru þau Kristín
Mar frá Reykjavík og Aðalsteinn
Snæbjörnsson frá Ólafsvík sem
unnu Fujitsu Siemens-tölvu og
pitsuveislu fyrir átta manns á Pizza
Hut fengu Margrét Sigmarsdóttir
frá Reykjavík og Sigurður Rúnar
Gunnarsson frá Reykholti.
Kristín Mar starfar sem aðstoðar-
leikskólastjóri og hefur verið áskrif-
andi að DV i mörg ár. Hún segist
hafa orðiö mjög ánægð þegar starfs-
maður DV tilkynnti henni um vinn-
inginn. „Tölvan kemur sér vel,“ seg-
ir Kristín sem er að hefja fram-
haldsnám í Kennaraháskóla ís-
lands. „Ég ætlaði mér að nota ein-
hverja gamla tölvu sem dóttir mín á
og því var þetta mjög gleðilegt og
kom mér skemmtilega á óvart,“ seg-
ir hún. Kristín ætlar að sérmennta
sig í kennslu fyrir tvítyngd böm og
hefst skólinn á miðvikudag í næstu
viku. Henni líst mjög vel á að setjast
á skólabekk aftur eftir mörg ár.
Kristín segist ekki vera þessi týpa
sem sé sífellt að vinna í happdrætti.
„Ég vann einu sinni í Happdrætti
Háskóla íslands fyrir mörgum árum
og þá fékk ég lægsta vinning. Þetta
er kærkomin tilbreyting," sagði
Kristín í samtali við DV. -JKÁ
DV+iYND E.ÓL
Gjafabréfið afhent
Kristín Mar, áskrifandi DV, tekur viö gjafabréfmu úr hendi Jóhönnu Margrétar
Ólafsdóttur, starfsmanns í þjónustuveri DV.
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sóiarlag í kvöld 21.13 20.58
Sólarupprás á morgun 05.45 05.30
Síðdegisflóö 19.34 11-51
Árdegisflóó á morgun 07.49 00.07
.jíjZlB:
Hlýjast noröaustanlands
Vestan 3 til 8 metrar á sekúndu,
stöku skúrir austanlands, en annars
skýjað með köflum. Hiti 8 til 18
stig, hlýjast norðan- og
norðaustanlands.
a
<11°
13”(S
^<rx Cfí-
<§r för
J0
11°
Vætusamt
Suðlæg átt og vætusamt sunnan-
og vestanlands en skýjað með
köflum og þurrt að mestu
noröaustantil.
Vedriðiffi
iiiff.rfr-Tii’-----------:
Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur
«1 17° ti! 17°
Vindur: Vindur:
3_ant/s 4-9«%/»
t *
Suölæg átt og Vestlægeöa
vætusamt sunn- breytiteg átt og
an- og vestan- skúrir
lands en skýjaö noröanlands.
meö köflum og Suölæg átt og
þurrt aö mestu vætusamt
noröaustantil. sunnan- og vestanlands.
Vaxandl
suöaustanátt
meö rigningu
síöla dags í dag.
Fremur hlýtt í
veöri.
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinnlngsgola 5,5-7,9
Kaldl 8,0-10,7
Stlnningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassvlöri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviöri >= 32,7
mmmm j -ÝZziS
AKUREYRI skýjaö 17
BERGSSTAÐIR skýjað 14
BOLUNGARVÍK skýjaö 15
EGILSSTAÐIR skýjað 15
KIRKJUBÆJARKL. úrkoma í gr. 12
KEFLAVÍK rigning 12
RAUFARHÖFN skýjaö 14
REYKJAVÍK skúrir 13
STÓRHÖFDI skúrir 15
BERGEN léttskýjaö 25
HELSINKI léttskýjað 24
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 26
ÓSLÓ léttskýjaö 27
STOKKHÓLMUR 26
ÞÓRSHÖFN alskýjaö 13
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 21
ALGARVE heiöskírt 23
AMSTERDAM skýjaö 20
BARCELONA skýjaö 26
BERLÍN léttskýjaö 28
CHICAGO rigning 21
DUBUN skýjaö 19
HAUFAX skýjað 14
FRANKFURT HAMBORG skýjaö 24
JAN MAYEN súld 7
LONDON rigning 20
LUXEMBORG skýjaö 22
MALLORCA léttskýjaö 28
MONTREAL 14
NARSSARSSUAQ rigning 7
NEW YORK alskýjaö 23
ORLANDO heiðskírt 25
PARÍS skýjaö 22
VÍN léttskýjað 25
WASHINGT0N skýjaö 27
WINNIPEG heiðskírt 17