Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 H elqct rblctð D V 2 7 Fruinburður Lindberghs-hjónanna, Charles, nokkrum dögum áður en honum var rænt. 72 dögum eftir rán- ið fannst lík hans. Anna Lindbergh var barnshafandi þegar syninum var rænt. Arið 1927 öðlaðist Charles Lindbergh heimsfrægð eftir að hann varð fgrstur manna til að fljúga einn yfir Atlantshafið. Fimm árum seinna var syni hans rænt og íkjölfarið hófust réttarhöld sem kölluð hafa verið „réttarhöld aldarinnar“. Ránið á syni Lindberghs Sonur Charles og Önnu Lindberghs hét Charles Augustus. Kvöld eitt, þegar drengurinn var átján mánaða, voru Anna, sem var bamshafandi, og bam- fóstran að koma honum í rúmið en tókst ekki aö loka einum hornglugga barnaherbergisins. Seinna um kvöldið fór barnfóstran inn í herbergið og leit í rúm drengsins og sá að hann var ekki þar. Þegar Lindbergh kom inn í herbergið leit hann á konu sína og sagði. „Anna, þeir hafa tekið barnið okkar.“ I gluggakistu við homgluggann lá umslag sem Lind- bergh vissi samstundis að var frá mannræningjan- um. í bréflnu var farið fram á 5Ó.000 dollara lausn- argjald og sagt að frekara samband myndi verða haft síðar. náttfötum barnsins. Lindbergh vildi greiða lausnargjaldið strax. Skilaboð fóm nú á milli Condons Charles Lindbergh áratugum eftir harmleikinn. Hann varð æ trúaðri með árunum og heillaðist af kenninguin Lao Tze. Hann veitti aldrei blaðavið- töl og harðneitaði að mæta í sjónvarp. Hann hafði mikinn áhuga á um- hverfismálum og barðist fyrir verndun sjaldgæfra dýrategunda. og mannrænmgians í gegnum smáauglýsingar í blöðum. Loks kom að því að greiða lausnargjald- ið. Safnað var saman peningum sem voru merktir á sérstakan hátt og Condon og Lindbergh héldu af stað til að greiða féð. Lindbergh beið í bílnum meðan Condon fór út. Lindbergh heyrði sendiboðann kalla á Condon sem gekk til hans og afhenti honum peningana. Maðurinn tók við peningunum og lét Condon hafa umslag sem hann sagði honum að opna ekki fyrr en eftir sex tíma: þar væri að flnna nafnið á þeim stað sem bamið væri að flnna. Á miðanum stóð að barnið væri í bát sem bæri nafnið Nellie og gefin var upp nákvæm staðsetning. Slíkan bát var hvergi að finna þrátt fyrir mikla leit. Sjötíu og tveimur dögum eftir barnsránið fundu tveir menn bamslík á lítilli hæð, ekki ýkja langt frá bústað Lindberghs-hjónanna. Vinstri fótinn vantaði á líkið, einnig hægri handlegginn. Dýr höfðu senni- lega lagt sér þá líkamshluta til munns. En enginn vafi lék á því að þetta var sonur Lindberghs-hjón- anna. Likið var meö áverka á höfði og líklegt er að þegar stiginn lét undan þunga mannræningjans hafi hann fallið til jarðar með barnið og höggið sem barnið hlaut í fallinu hafi orðið þvi að bana. Lind- berghs-hjónin létu brenna lík bams síns og Lind- bergh dreifði öskunni yfir Atlantshafið. Sömu nótt fæddi Anna annan son, John, og fjögur börn áttu eft- ir að bætast í hópinn. Hauptmann keniur til sögunnar Þremur árum eftir ránið voru merktir seðlar sem Lindbergh hafði greitt mannræningjanum komnir í umferð. Loks tókst að hafa uppi á eigandanum, Bru- no Richard Hauptmann, sem var handtekinn. Hann var þýskur, ólöglegur innflytjandi og hafði á sínum tíma setið í fangelsi í Þýskalandi fyrir vopnað rán. í minnisbók hans var teikning af sams konar stiga og hafði verið notaðir við bamsránið og í áhaldatösku hans vantaði meitil en meitill hafði fundist á lóðinni Lindbergh fvrir franian flugvél sína, Spirit of St. Louis. Hann varð þjóðhetja í Bandaríkjuiiuni þegar hann flaug fyrstur manna einn yfir Atlantshafið. hjá Lindberghs-hjónunum. Peningafúlgur fundust faldar á heimilinu, seðlarnir voru merktir og því hluti af lausnargjaldinu sem Lindbergh hafði greitt. Rithönd Hauptmanns virtist greinilega vera sú sama og var á orðsendingunum sem mannræning- inn hafði sent. Innan á skáphurð á heimili Haupt- manns fannst skrifað símanúmer og heimilisfang Condons, mannsins sem hitt hafði sendiboða mann- ræningjanna. Hauptmann gaf þá skýringu að hann hefði fylgst með málinu af nokkrum áhuga, hefði séð auglýsingu Condons og þess vegna skrifað þessar upplýsingar á hurðina. Condon var leiddur á fund Hauptmanns og sagðist vera þeirrar skoðunar að Hauptmann væri sendiboðinn en sagðist þó ekki geta verið þess fullviss. Hauptmann neitaði allri þátttöku í ráninu þrátt fyrir að lögreglumenn berðu hann eins og hund til að þvinga úr honum játningu. Réttarhöld aldarinnar Hauptmann var ákærður fyrir morðið á barni Lindberghs. Lindbergh sagði rödd hans vera þá sömu og hann hefði heyrt kalla til Condons. Rit- handarsérfræðingar voru nær allir sammála um að Hauptmann hefði skrifað bréfið sem mannræning- inn skildi eftir sig og hann hafði ekki óyggjandi fjar- vistarsönnum. Flest virtist benda til sektar hans en þó voru hlutir honum í hag eins og það að fingraíör hans fundust ekki á stiganum en fjöldi annarra fingrafara. Mörgum sem voru vitni að réttarhöldun- um fannst Hauptmann aumkunarverður. I hvert sinn sem orðið „bam“ var nefnt í réttarsalnum skulfu hendur hans og varimar titruðu. Hann var dæmdur til dauða og náfölnaði þegar hann heyrði dóminn og brast i óstöðvandi grát. Ríkisstjórinn Harold Hoffmann frestaði þrisvar af- töku Hauptmanns, sagði vafa leika á því að hann hefði verið einn að verki og vitorðsmennina yrði að finna. Hann bauð Hauptmann að breyta dauðadómi hans í lífstíðardóm vildi hann játa og segja til vit- orðsmannanna. Hauptmann hafnaði tilboðinu. Hann var tekinn af lifi 3. apríl árið 1936 og skildi eftir sig yfirlýsingu þar sem hann sagðist vera saklaus af glæpnum og sagði: „Ef dauði minn mun eiga þátt í því að afnema dauðarefsingar, þar sem menn eru dæmdir á líkum, þá hef ég ekki dáið til einskis." Hauptmann hélt alla tíð svo staðfastlega fram sak- leysi sínu að það kallaði fram vafa í huga margra sem fylgdust með málinu. Lindbergh var þó alla tíð sannfærður um að Hauptmann væri mannræning- inn. Við lögreglurannsókn fannst tréstigi í tveimur hlutum, skammt frá húsinu. Þriðji hlutinn fannst nokkru fjarri. Mannræninginn hafði reist stiga við gluggann, klifrað upp og náð í barnið en þegar hann fór niður varð þunginn of mikill. Stiginn brotnaði og það virtist augljóst að mannræninginn hefði fall- ið með bamið. Sendiboði mannrængjanna John F. Condon, sjötíu og eins árs gamall stærð- fræðikennari, hafði fylgst með málinu, og skrifaði bréf í dagblað þar sem hann sagðist vilja greiða úr eigin vasa hluta lausnargjaldsins. Skömmu síðar fékk Condon bréf frá mannræningjanum, sem sagð- ist ekki vilja peningana hans en bað hann að taka að sér hlutverk sendiboða milli sín og Lindberghs og færa sér lausnargjaldið. Condon hafði samband við Lindberg og Condon fékk boð um að mæta einn á ákveðinn stað með peningana. Hann mætti og hitti mann í frakka, með hatt niður fyrir augu, og sá hélt vasaklút fyrir andlitinu. Hann spurði Condon hvort hann væri með peningana en Condon sagðist ekki koma með peningana fyrr en hann sæi bamið. Mannaferöir ónáðuðu þá og maðurinn lagði á flótta en Condon hljóp á eftir honum og sagði honum að enginn myndi skaða hann. Maðurinn sagðist óttast að fá þrjátíu ára fangelsi ef hann næðist, jafnvel lenda í rafmagnsstólnum. Hann sagðist einungis vera sendiboði mannræningjanna og ekki hafa átt þátt í ráninu. „Hvað ef bamið er dáið,“ sagði mað- urinn skyndilega og spurði: „Færi ég í rafmagnsstól- inn þótt ég hefði ekki drepið bamið?“ Condon spurði manninn hvort drengurinn væri dáinn en maðurinn fullvissaði hann um að svo væri ekki. Leit og fundur Nokkmm dögum seinna barst Condon pakki með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.