Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Side 29
LAUGARDAGUR 24. AGÚST 2002
HeÍQorhloö H>"Vr
„Það hefur einkennt félagið að þjálfarar liafa sjaldan enst lengi í starfi og ég var því dálítið óöruggur um
hvernig þetta yrði. Það sem gerði útslagið var að það komu tveir menn inn í klúbbinn, annar í stjórnina og
hinn sein starfsmaður, sein ég þekkti mjög vel og treysti mikið á. Þegar ég vissi af þeiin sló ég til.“
Eftir tímabilið 1992 söðlaði Teitur um og tók að sér að
sjá um íþróttasýningu fyrir fyrrnefndan Arne Mökk-
elpost, sem þá hafði tekið að sér rekstur stórrar sýn-
ingarhallar. Hann vann við það í eitt ár og eftir að
sýningunni lauk fékk hann tilboð frá Lilleström og
þjálfaði það árin 1994 og 1995. „Fyrra tímabilið gekk
mjög vel og liðið endaði í öðru sæti á eftir Rosenborg.
Seinna tímabilið vorum við í toppbaráttunni en því
miður endaði það með rifrildi milli mín og stjórnar-
manna og í kjölfarið hætti ég einum og hálfum mán-
uði áður en þvi lauk.“
Laiidsliðsþjálfari Eistlands
Eftir að Teitur hætti þar fékk hann athyglisvert til-
boð - að taka að sér starf landsliðsþjálfara Eistlands.
„Ég hafði lítinn áhuga á að taka þetta að mér til að
byrja með en þegar við fórum að ræða þetta í fjöl-
skyldunni fannst okkur þetta ekki svo galið. Það var
ekkert vafamál að þetta var dálitið öðruvísi en mað-
ur var vanur en okkur fannst að þetta gæti verið
spennandi dæmi og það varð úr að ég tók þetta að
mér.“
Teitur segir þetta starf hafa verið mjög sérstakt.
„Það var nánast enginn fótbolti til meðal eistneskra
leikmanna á þessum tíma heldur aðeins rússneskir.
Það voru aðeins 22 leikmenn með eistneskt vegabréf
þegar ég kom þangað og úr því áttum við að búa til
landslið sem spila átti i undankeppni EM og HM. Við
hófum þarna mikla og skemmtilega uppbyggingu sem
fólst í því aö þefa uppi eistneska leikmenn og gefa
þeim möguleika á að æfa. Á þessum fjórum árum sem
ég var í Eistlandi byggðum við upp 25 dótturklúbba af
félaginu Flora, sem var eina knattspyrnufélagið í
Eistlandi, og ég þjálfaði það félag líka. Þegar ég hætti
var eistneska knattspymusambandið með 70 þjálfara
í fullu starfi sem heyrðu undir Flora. En þessi tími
var mjög skemmtilegur og við náðum að koma lands-
liðinu úr 140. sæti á heimslista FIFA í 68. sæti.“
Landsliðið stóð sig með prýði, fyrst í undankeppni
HM 1998 og síðan enn betur í undankeppni EM 2000.
„Við lékum þá hreinan úrslitaleik við Skota á heima-
velli í síðasta leik undankeppninnar. Ef við hefðum
unnið hefðum við komist í umspil við Englendinga á
Wembley um sæti á EM. Því miður endaði leikurinn
með markalausu jafntefli en við vorum mjög óheppn-
ir, áttum allan leikinn og áttum m.a. tvö stangarskot
auk þess sem þeir björguðu einu sinni á línu. Við gát-
um því varla komist nær þvi að komast í umspilið.“
Að lokinni undankeppninni haustið 1999 stóð Teiti
til boða að halda áfram með landsliðið í tvö ár í við-
bót og var Teitur ekki fráhverfur því. „Það voru hins
vegar ýmis vandamál, m.a. átti eistneska knatt-
spyrnusambandið í fjárhagsvandræðum og það var
því ekki ljóst hvort uppbyggingin gæti haldið áfram á
sama hátt og verið hafði. Ég fékk síðan tilboð frá
Brann i ágúst sem mér fannst áhugavert en ég tók
ekki ákvörðun um að taka því fyrr en seinna um
haustið þegar ég var búinn að sjá hvemig ástandið
var í Eistlandi.“
Teitur var þó tregur til að binda sig til lengri tíma
hjá félaginu. „Það hefur einkennt félagið að þjálfarar
hafa sjaldan enst lengi í starfi og ég var því dálítið
óöruggur um hvernig þetta yrði. Það sem gerði út-
slagið var að það komu tveir menn inn í klúbbinn,
annar í stjórnina og hinn sem starfsmaður, sem ég
þekkti mjög vel og treysti mikið á. Þegar ég vissi af
þeim sló ég til.“
Mörg stór vaxidaniál
Árangurinn 2000 og 2001 var ágætur en í sumar hef-
ur liðið verið í vandræðum. „Ég var ráðinn til félags-
ins m.a. til að takast á við nokkur stór vandamál. Fé-
lagið hafði þá verið rekið með tapi upp á 30 milljónir
norskra króna (um 300 milljónir íslenskra króna) og
ætlunin var að reyna að snúa þessari þróun við á
fimm árum. Það hefur gengið ágætlega og í ár verður
tapið um 2,5 til 3 milljónir (um 30 milljónir islenskra
króna). Stefnan er síðan að reksturinn standi á sléttu
á næsta ári. En til þess að geta gert þetta urðum við
að selja okkar bestu leikmenn og síðan við urðum í
öðru sæti í deildinni árið 2000 eru sextán leikmenn
famir. Liðið í dag er byggt upp á ungum og efnileg-
um strákum en þeir hafa enga reynslu. Ég tel að það
yrði mjög góður árangur ef við náum að vera með
þetta liö um miðja deild á þessu tímabili, sérstaklega
í ljósi þess að við þurftum í vor að selja þrjá af okk-
ar bestu leikmönnum, þ. á m. markakóng norsku
deildarinnar síðustu tvö árin.“
Hvernig finnst þér boltinn hafa verið i Noregi í
sumar?
„Klúbbarnir hér vinna mjög skipulega, það er mik-
0 nýliðun í hópunum og meiri fjármunir eru komnir
inn í félögin. En boltinn hér í Noregi hefur ekki ver-
ið alltof skemmtilegur. Flest liðin hafa tekið upp
þann bolta sem norska landsliðið hefur spilað sem er
að mínu áliti ömurlegur. Rosenborg hefur verið flagg-
skip Noregs og spilað frábæran fótbolta og því fmnst
mér synd að fleiri lið skuli ekki hafa tekið það eftir.
Það góða við deildina í sumar er að hún hefur ekki
veriö svona jöfn í mörg ár. En ástæðan fyrir því er
fyrst og fremst sú að Rosenborg hefur ekki staðið
undir væntingum. Reyndar hafa nokkur lið sem hafa
verið rétt á eftir þeim lagt mikla fjármuni í að byggja
upp góð lið og dæmi um það er Molde sem er með rik-
an eiganda sem dælir peningum nánast endalaust í
liðið. Ég held samt sem áður að Rosenborg eigi eftir
að vinna deildina enn eitt árið.“
Bjánalegt verkfall
Nú fóru leikmenn norsku deildarinnar í verkfall í
sumar. Hvað fannst þér um það?
„Mér fannst þetta hreint og beint bjánalegt. Oft
kemur til verkfalla þegar verið er að ræða um launa-
mál en það var ekki uppi á teningnum núna heldur
fyrst og fremst tryggingamál. Svona mál finnst mér
að eigi að vera hægt að leysa á annan hátt en að fara
i verkfall. Þetta er bara bjánalegt."
Teitur er ánægður með frammistöðu íslendinganna
i Noregi. „Margir þeirra hafa staðið sig mjög vel. Ég
hef líka alltaf haldið því fram að íslenskir knatt-
spyrnumenn sem vilja komast í atvinnumennsku
hefðu gott af því að spila 2-3 tímabil í Noregi áður en
þeir fara í sterkari deOdir. Með því móti verða við-
brigðin ekki eins mikil og menn fá að kynnast því
hvernig það er að hafa knattspymuna sem fulla at-
vinnu.“
Teitur á marga landsleiki að baki fyrir íslands hönd og
lék þann fyrsta árið 1971. „Sá sem er kannski hvað minn-
isstæðastur er 2-1 sigurinn á Austur-Þjóöverjum á Laug-
ardalsvellinum 1975. Sá leikur lifir lengi í minningunni
enda gríðarlega stór sigur.“
Og Teitur er sáttur við stöðu landsliðsins í dag.
„Möguleikamir á að komast í lokakeppni stórmóts ættu
að vera fyrir hendi þó að við séum lítil þjóð. Við erum
með marga góða knattspymumenn í sterkum deildum í
Evrópu og þar af leiðandi sé ég ekki af hverju landsliðiö
ætti ekki að hafa einhverja möguleika. Riðillinn sem lið-
ið er í núna dregur ekki úr þessum möguleikum en lið-
iö verður líka að hafa heppnina með sér til að ná ár-
angri.“
Teitur reynir að fylgjast með knattspymunni á ís-
landi, einkum í gegnum Ólaf bróður sinn, sem nú þjálf-
ar Skagamenn. „Mig hefur alltaf langað til að sjá leiki í
deildinni en mér hefur bara aldrei tekist það. Aðstaða
okkar hefur verið þannig að við höfum getað kíkt tölu-
vert eftir leikmönnum á íslandi en þaö em að verða
vandræði með það líka vegna þess að það kostar pen-
inga. Bosman-dómurinn hefur haft þau áhrif að við fáum
fjöldann allan af leikmönnum hingað sem kosta ekki
neitt en áður fýrr var það ódýrara að fá leikmenn frá ís-
landi en annars staðar. Deyfðin sem er búin að vera á
leikmannamarkaðinum í sumar er ekkert annað en angi
af þessu Bosman-máli.“
Teitur er í miklu uppbyggingarstarfi hjá Brann og er
bjartsýnn á að það muni skOa árangri á næstu árum. „Ef
stjómin leyfir þessu að vinnast í friði og ró mun Brann
geta bitið frá sér eftir 2-3 ár. Brann er eina félagið í Nor-
egi sem á vöUinn sinn og það kostar 12 mUljónir norskra
króna á ári aö reka harrn. Það er enginn annar klúbbur
í Noregi sem getur þetta. Við erum lika sá klúbbur í Nor-
egi sem hefur haft hvað flesta áhorfendur. Það þyrfti að
fá stuðningsaðila utan frá tO að snúa fjárhagnum við.
Klúbburinn hefúr ekki unnið neitt síðan 1963 og það er
því langt síðan hann hefur staðið sig almennOega en það
kemur tU af því að það hefur verið endalaust rót á hon-
um í gegnum tíðina. Við erum einnig að byggja upp ung-
lingaliðið i klúbbnum og það er að byrja að skOa sér; við
unnum t.d. stóra unglingakeppni þar sem öU bestu liðin
í Noregi senda unglingalið sín.“
Það er ekki hægt að kveðja Teit án þess að spyrja hann
um hvemig honum lítist á nýjustu íslensku viðbótina í
norska boltann, Guðjón Þórðarson, sem nú er tekin við
Start. „Þetta er alls ekki auðvelt verkefni. Þetta félag hef-
ur verið i vandræðum síðustu ár og flakkað mikið á mUli
tveggja efstu deUdanna. Þeir keyptu töluvert af leik-
mönnum fyrir tímabUið og töldu sig eiga góða möguleika
á að halda sér í deUdinni en þetta hefur ekki gengið eins
vel og búist var við. Það er alveg ljóst aö Guðjón fær nóg
að gera það sem eftir er tímabUsins en það er hugsanlegt
að hann hafi það sem tU þurfi tU að rífa klúbbinn upp.
Það em margir ungir og efnUegir leikmenn í þessu Uði
en þetta verður ekki létt verkefhi og hann gerir sér ör-
ugglega grein fyrir því sjálfur." -HI