Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 30
30 Helgarbloö 1Z>V LAUGARDAGUR 24. ÁGUST 2002 Allt of margir miðaldra karlar Svanfríður Jónasdóttir hefur nokkuð óvænt tilkynnt að hún hygqist hætta þinqmennsku næsta vor, eftir tvö kjörtímabil. Hún vill sjá róttækar breytinqar á þinqliðinu oq vill ekki enda lífið sem þinqmaður. I viðtali við DV kemur þinqkonan víða við oq ræðir m.a. Siqbjörnsmálið, pólitískan hroll niður bak oq muninn á hlutskipti Steinqríms J. oq Össurar. Hvað ber hæst þegar þú lítur til baka sl. tvö kjör- tímabil? „Mér finnst merkilegast að hafa tekiö þátt í þessari uppstokkun sem orðið hefur á vinstri vængnum. Hún hefur verið látlaus frá árinu 1995. Frá þeim tíma hef ég setið í fjórum þingflokkum - fyrst hjá Þjóðvaka, síðan hjá þingflokki jafnaðarmanna og svo tveimur þing- flokkum Samfylkingarinnar. Ég er með myndir af þessum þingflokkum öllum á skrifstofunni minni og finnst gaman að sjá hve hópurinn hefur sífellt stækk- að.“ - En það hefur gengið á ýmsu: „Já, eðlilega. Þetta er ekkert áhlaupaverk og þess vegna er ekki hægt að leyfa sér mikla óþolinmæði. Menn hafa verið djarfir í yfirlýsingum og leyft sér að segja aö þetta gangi ekki en slíkt tal er fráleitt. Það er í raun með hreinum ólíkindum hve margt hefur gerst á þessum stutta tíma. Við sameiningu sveitarfélaga hefur heyrst aö fækk- un fyrirmanna í héraði sé oft erfiðasti þröskuldurinn. Það er svipað í þingpólitík. Það er erfitt að taka flokka og stofnanir og ætla aö skáka stöðu manna og breyta." Fyrir tveggja flokka kerfi - Það hefur orðið þér áfall þegar Steingrímur og fé- lagar kusu að fara sína leið: „Auðvitað vorum við að vonast til að við gætum búið til flokk eins og breska Verkamannaflokkinn þannig að pláss væri fyrir alla vinstrimenn innan sömu hreyfingar. Ég held að það hefði verið mjög gott fyrir íslenska pólitík að fá hreina valkosti." - Ertu fyrir tveggja flokka kerfi? „Já, ég er fyrir það að menn segi fyrir kosningar hvað þeir ætli að gera og svoleiðis háttar til í tveggja flokka kerfinu. Það væri lýðræðislegra og heiðarlegra gagnvart kjósendum ef hægt væri að segja þeim fyrir kosningar að þeir væru að velja milli tveggja ríkis- stjórna í stað þess að menn hafi jafnvel staðið uppi með að kjósa flokk sem fer í ríkisstjórn og gerir allt aðra hluti en kjósendur ætluðust til. Ég er meira fyrir sainninga fyrirfram en að samið sé eftir á.“ - Væri allt öðruvísi umhorfs í íslensku samfélagi í dag ef ykkur hefði tekist að sameina alla vinstrimenn undir einn hatt? „Ég veit ekki hvort það hefði breytt miklu á þessu kjörtímabili en ég er alveg klár á að íslenskt samfélag væri öðruvísi ef jafnaðarmenn hefðu sameinast í stað þess að hér hafi verið tvær vinstri liðsheildir lengst af, allt frá árinu 1930.“ Alin upp í útgerð - Þú ert langiðnust íslenskra þingkvenna að tala og skrifa um sjávarútvegsmál. Hefur sá áhugi tengst stöðu þinni sem þingmaöur í sjávarútvegsbyggð eða hefurðu raunverulegan brennandi áhuga á þessum málaflokki? „Ég hef rosalegan áhuga á þessum málaflokki og hef haft lengi. Það er ugglaust sprottið af því að ég er alin upp í sjómanna- og útgeröarfjölskyldu þar sem mikið var rætt um fiskirí. Þegar ég fór i bæjarstjórn á Dal- vík árið 1982 áttaði ég mig á að ef ég ætlaði að verða gjaldgeng yrði ég að setja mig vel inn í alla hluti og þ.á m. valdapólitíkina í sjávarútveginum." - Heldurðu að þessar rætur þínar hafi orðið til þess aö þú sért öðruvísi þingmaður en margir aðrir? „Ég veit það ekki en þessi sjávarútvegspæling og sú Bráðræðisbréf Össurar liafa verið erfið en það er svo skrýtið að leiðtogar sem hafa fest sig í sessi hafa komist upp með svona bréf. En vissulega geruni við kröfur til þess að okkar formaður vandi sig aðeins rueira en for- maður Sjálfstæðisflokksins. þátttaka sem ég hef átt í umræðum um sjávarútveg hefur auðvitað haft áhrif á viðhorf mín gagnvart efna- hagslífinu og hvernig við stýrum þessu samfélagi." - Þú minnist þess sem sagt að ekki sé sjálfgefið að við lifum jafn hátt og raun ber vitni: „Já, maður er alltaf með það í höfðinu og þess vegna hef ég e.t.v. aðra sýn en sumir þingmenn þegar við ræðum t.d. stækkun ríkiskerfisins." - Ertu sátt við þá lendingu sem náðst hefur í sjávar- útvegsmálum? „Nei, ég er ekki sátt við hana. Mér finnst hún ekki enn hafa fært okkur nær því markmiði að viðurkennt sé í stjórnarskrá að sjávarauðlindin sé þjóðareign. Ég vil sjá staðfest í stjórnarskrá að til sé þjóðareign þar sem takmörkuð gæði geti ekki verið í einkaeign ein- hvers fámenns hluta íslendinga. Sumar þjóðir geta e.t.v. leyft sér svoleiðis en við þolum það ekki fámenn- isins vegna. Menn gleyma því stundum að litil þjóð þolir verr mikla efnahagslega mismunun og mér finnst mikilvægt að við náum allsherjarsamkomulagi um þá niöurstöðu auðlindanefndar að þjóðareignin verði stjórnarskrárbundin og farið sé með hana í anda jafn- ræðis. Menn mega ekki hafa það sífellt á tilfinning- unni að útvöldum hópi einstaklinga sé sífellt skammt- að úr takmarkaðri sameign þjóðarinnar á meðan aðr- ir sitja hjá. Það er óþolandi mismunun.1' Erfiðir kvöldfundir - Var sú ákvörðun þín að hætta þingmennsku erfið? „Nei, hún var ekki erfið. Það hefur blundað í mér að mennta mig meira og ég er þeirrar skoðunar að mjög farsælt sé að skipta um starfsvettvang tvisvar til þrisvar á ævinni ef menn eiga kost á slíkum forrétt- indum. Mér fannst að ef ég ætlaði að skipta á annað borð væri rétti tíminn núna. Ég vildi ekki ljúka lífinu sem stjórnmálamaður." - Hvort vegur þyngra, þegar þú lítur aftur, argaþras- ið í þinginu og sólarhringarnir löngu eða hið jákvæða og skemmtilega? „Þetta skemmtilega vegur miklu þyngra. Ég hef átt mjög erfitt með vinnulagiö á Alþingi, er mjög kvöld- svæf og einhverra hluta vegna lenda „karlamálin", sem ég tek iðulega þátt í, oftar á kvöldin og það á bölv- anlega viö mig. En þrátt fyrir það er hið skemmtilega manni ofar í huga. Ég lít jákvætt á hlutina." - Sumir velta því fyrir sér hvort kjördæmabreyting- in og óvissa þingmanna hafi átt þátt í að þú hættir núna - að bakland þitt hafi ekki verið nógu sterkt: „Nei, það var ekki þannig. Hins vegar hefur kjör- dæmabreytingin sennilega flýtt fyrir þessari ákvörð- un. Það er býsna mikil vinna að setja sig inn í alla nýja hluti og því var lag núna. I óbreyttri kjördæma- skipan hefði ég hugsanlega setið eitt kjörtímabil enn.“ Vandi „Sigbjömsmálsins" - Nú kom upp leiðindamál fyrir síðustu þingkosn- ingar á Norðurlandi eystra, svokallað „Sigbjörnsmál". Margir töldu flokkinn hafa skaðast eftir að Sigbjörn Gunnarsson dró sig í hlé þrátt fyrir að hafa sigrað í umdeildu prófkjöri. Voru réttar ákvaröanir teknar þá, svona eftir á að hyggja? „Vandi okkar fólst ef til vill í því að vegna bernsku flokksins voru þessi mál dálítið losaraleg. Stjórnmála- flokkur með bakbein lendir miklu síður í svona klúðri því þá er til einhver stofnun sem getur tekið á málun- um. Vandi okkar var að við höfðum enga slíka stofn- un og bæöi aödragandi prófkjörsins, prófkjörið sjáift og eftirleikurinn bar allt saman merki um að það vant- aði festu í málin. Flokkurinn var ekki til. Þetta var bara kosningabandalag með hólfaskiptum framboðum. Slikt býöur auðvitað upp á ákveðna erfiðleika.“ - En sitjið þið Sigbjörn teboð saman í dag og eruð sátt? „Við þekktumst nú ekki mikið áður. Það vill hins vegar svo til að systurdóttir Sigbjörns er orðin tengda- dóttir mín og mér finnst ég hafa mætt afar góðu við- móti frá fjölskyldunni eftir að fjölskyldur okkar tengd- ust með þessum hætti.“ Ekkert grín að vera Össur - Þá yfir í aðra sálma. Oft heyrist að hinir flokkarn- ir njóti sterkari leiötoga en Samfylkingin. Hverju svararðu því? „Þegar menn leggja mat á leiðtoga fer það eftir því að hverju menn leita. Það er ekkert grín að taka að sér að verða formaður í flokki sem verður til úr öðrum flokkum. Staða Össurar Skarphéðinssonar hefur verið mjög erfið og flókin. Staða Steingríms J. Sigfússonar var t.d. miklu auðveldari. Eins og Jón Baldvin orðaði það þurfti Steingrímur ekki að taka gamalt brotasilfur og hnoða því saman eins og varö hlutskipti bæði Mar- grétar Frímannsdóttur og Össurar.“ - Hvernig finnst þér Össuri hafa tekist til? „Mér finnst honum hafa tekist vel til miðað við kringumstæður. Flokkurinn hefur auðvitað lent í ýms- um áföllum en mér finnst að eftir því sem á líöur hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.