Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Page 34
34 Helqarblað I>V LAUGARDAGUfí 24. AGÚST 2002 Karen Franklin er Islendingur að einum fjórða en afgangur- inn suður-afrískur. Afi hennar, Guðmundur Franklín, fluttist til S-Afríku frá Flategri fgrir um það bil einni öld, bjó þar og eignaðist fjölskgldu. Tengslin 1/ið Island hafa aldrei rofnað og nú er Karen komin hingað í fgrsta sinn í faðminn á frænd- garði sem er stærri en hún hélt. Karen starfar ásamt manni sínum við demantaköf- un íheimalandinu en hún er líka brimbrettakona og ævin- tgramanneskja sem ætlaði að sigla um öll heimsins höfá skútu en leið svo vel á Tobago að þau hjónin hafa enn ekki komist lengra. Karen Franklin og Guðmundur Franklín Jónsson með Marilyn Monroe í baksýn, konuna sem kurraði hinn alræmda brag um að demantar væru bestu vinir stúlknanna. endast að eilífu Dem- antar og blóðbönd „Ég kom hingaö og bjóst við að hitta eina eða tvær gaml- ar frænkur en endaði á því að hitta fimm hundruð skyld- menni, þar af mörg á mínum aldri,“ segir Karen hlæjandi og tekur fram að kannski sé hún að ýkja fjöldann örlítið en ættingjamir séu samt afar margir. „Ég hélt ég yrði mest ein á gönguferðum um landið en í staðinn er ég í endalausum heimsóknum, boðum og ferðum og dagskráin þaulskipulögð. Þetta er frábært." Karen er frá Cape Town, ein þriggja systkina. Afi hennar hét Guðmundur Franklín og var Islendingur, nánar til tek- ið frá Tröð í önundarfirði. Hann sigldi utan með Ellefsen upp úr aldamótunum 1900 og fór fyrst til S-Ameríku en flutt- ist þaðan til S-Afríku. Hann giftist suðurafrískri konu. Hann var rúmlega fertugur en hún tuttugu og eins árs. Þau sett- ust að á litlum afskekktum bóndabæ og fyrstu árin vann hann í Durban í hvalveiðistöð Ellefsen þar til henni var lok- að. Síðar bjó hann í ýmsum þorpum og hæjum í nágrenni Durban og vann meðal annars fyrir sér sem prentari en var talsverður frumkvöðull og ævintýramaður, fór út i fast- eignaviðskipti og slíkt. Hann lést 1961 og skildi eftir sér tvö böm, þar á meðal föður Karenar, Clifford Franklin. Hann hefur komið til íslands og fjölskyldan ávallt haldið tengslum við landið, meðal annars fengið íslenska fjölskyldumeðlimi í heimsókn. Það hafði lengi verið draumur Karenar að koma til íslands og eftir að frænka hennar gaf henni bók um íslenska hestinn varð hún ákveðin í að koma. Hún átti hins vegar ekki von á slíkum frændgarði sem tekið hefur á móti henni hér. Helgarblaðið hitti Kareni á heimili Guðmundár Frank- líns Jónssonar verðbréfamiðlara eftir hádegisverðarboð fjöl- skyldunnar í vikunni. Amma Guðmundar Franklíns var systir nafiia hans, afa Karenar. Karen sagði sögu sína áður en fjölskyldan fór með henni að Gullfoss og Geysi. Demantar ryksugaðir Karen og eiginmaður hennar, sem heitir Deon en er kall- aður Rocky, áttu sér þann draum að sigla um heiminn en vantaði fjármagn til að láta drauminn rætast. Rocky er kaf- ari og fyrir tíu árum ákváðu þau því að stofna lítið fyrirtæki á vesturströnd Suður-Afríku sem gerði út á það að kafa eft- ir demöntum í setlögum við ströndina. Tilgangurinn var að koma undir sig fótunum til að geta keypt skútu og siglt um heimsins höf. Demantaköfun kann að hljóma suðrænt og seiðandi og virka eins og auðvelt gróðabrall en raunveruleikinn er nokkuð annar. Vesturströnd S-Afríku er mjög afskekkt svæði og setlögin þar sem demantamir ftnnast eru langt upp með ströndinni. Þangað hafa þeir safiiast á milljónum ára, skolast út í sjó með ám og grafist innan um sand og grjót í setlögum. Þeim er náð upp með nokkurs konar ryksugu, kröftugu sog-apparati á pramma. Kafari fer með stútinn niður á botn og „ryksugar" botninn kerfisbundið en það sem upp kemur er síað og demantamir skildir frá. Vinnan er erfið og hættuleg og afraksturinn ekki það mik- ill að fólk verði vellauðugt. Erfiður bransi og brinireið Demantavinnslu í S-Afríku er mjög stranglega sfjómað af ríkinu. Svæðið meðfram vesturströndinni er til dæmis nán- ast lokað fýrir utanaðkomandi umferð og mjög takmarkað hverjir fá að fara þar um nema með leyfi og undir eftirliti stjómarinnar. Hún veitir leyfi fyrir vinnslunni og tekur í sinn hlut helming þess sem safnast. í tilviki Karenar og Rockys var hlutur ríkisins 52 prósent og þau þurftu auk þess að bera mikinn kostnað vegna öryggisráðstafana ýmiss konar. Eftir fall aðskilnaðarstefiiunnar og í stjómartíð Mandela hefur sömuleiðis verið tekin upp svokölluð black- empowerment stefna þar sem ríkið hyggst með lagasetningu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.