Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Side 35
LAUGARDACUR 24. AGÚST 2002
Helcfarhlað DV
30
Demantar
Demantarnir á myndinni eru um 120 karöt. Myntin á mvndinni er einhvers
staðar milli krónupenings og fimm krónu penings að stærð. Verðmæti dem-
anta veltur á mörgum þáttum. Talað er um C-in þrjú: Cut - skurður,
Clarity - tærleiki, Color - litur og Carat - karöt. Liturinn skiptir rnáli en
litlausir (hvítir) demantar teljast bestir þó sjaldgæfir litir á borð við föl-
bleika og -bláa séu mjög eftirsóttir. Ef demanturinn er sprunginn rýrir það
verðið því tærleikinn er minni. Réttur og nákvæmur skurður er afar mikil-
vægur þar sem ljósbrotið veltur á honum. Loks eru stærri demantar eðli-
lega inargfalt verðmætari en minni og inargfaldast verðið á hvert karat eftir
því sem dcmanturinn er stærri. Endanlegt verð fer eftir því liversu góður
demanturinn er að öllu þessu virtu en flóknar reikni- og mæliaðferðir eru
notaðar til að gefa demöntum einkunnir fyrir hvern þátt. Nefna má dæmi:
Fullkominn eins karata demantur (100 punkta skurður, 0,2 grömm), með
hæstu einkunn hvað varðar lit, skurð, tærleika, kostar eitthvað um 15 þús-
und dollara eða um 1,3 milljónir króna. Fullkominn fimm karata demantur
um 272 þúsund dollara, rúinar 23 milljónir króna.
Demantarnir frá Karen og Rocky fara til suður-afríska ríkisins sem selur þá
áfram til dcmantakeðja, cinna helst stórfyrirtækisins De Beers sem í raun
„á“ demantabransann í heiminum og stýrir honum, meðal annars framboð-
inu, til að halda verðinu háu. í raun, segir Karen, eru demantar alls ekki
svo sjaldgæfir heldur er framboðinu haldið lágu til að tryggja hátt verð.
Stærsti demanturinn á myndinni var seldur á 50 þúsund dollara, af því
fengu Karen og Rocky tæplega helming. Fullunninn er hann milljóna doll-
ara virði.
auka eignarhlut svartra i suður-afrisk-
um fyrirtækjum. Samkvæmt þessari
stefnu eru atvinnurekendur skyldugir
að lögum til að hafa svarta meðeigend-
ur að fyrirtækjum sinum. Því miður
hefur þessi aðferð gert það að verkum
að sums staðar eru hinir svörtu með-
eigendur aðeins áskrifendur að laun-
unum sínum. Þeir sinna ekki fyrirtæk-
inu heldur sitja heima öruggir um að
ekki er hægt, eða að minnsta kosti afar
örðugt um vik, að reka þá eða þvinga
með öðrum hætti til að sinna störfum
sínum. Stefna þessi var komin til fram-
kvæmda þegar hjónin komu úr skútu-
siglingu sinni, sem segir frá á eftir.
Karen segir að því miður hafi svartir
meöeigendur þeirra í fyrirtækinu sem
þau stofnuðu þá ekki einu sinni komið
á námastaðina eða skipt sér með
nokkrum öðrum hætti af fyrirtækinu.
Þeir fá því laun fyrir ekki neitt og
kannski er það ágætt dæmi um hvem-
ig fer þegar ríkisvaldið reynir að „lag-
færa“ stöðu einhvers tiltekins hóps
með slíkum aðgerðum. Misréttið snýst
bara við því maðurinn er breyskur,
óháð ytri einkennum eða kynþáttum.
Allt þetta gerir það að verkum að
demantaköfún fyrir ströndum S-Afr-
íku er langt frá því að vera einhver
„guiináma", ef hægt er að komast svo
að orði. Allt að einu segir Karen að
hún hafi elskað stariið og árin fimm
áður en andvirði skútunnar var „í
höfn“:
„Þetta er mjög fallegt svæði, 35 kfló-
metra löng, villt strönd. Það er aðeins
hægt að kafa þegar stillt er i sjóinn en
það er alls ekki alltaf gott veður þama
og verður stundum afar hvasst. Þegar
sjórinn rauk upp og fór að brima við
ströndina var auðvitað ekki hægt að
vinna. Þann tíma nýttum við til að
fara á brimbretti, sem við höfum mjög
gaman af, svo segja má að þetta hafi
verið gaman og gott hvemig sem veðr-
ið var. Þessi fimm ár vom yndisleg. Og
okkur gekk vel að safna demöntunum
líka.“
Engir milljónamæringar
Aðspurð sirka hversu mikið þau
hafi haft upp úr demantaköfúninni vfll
Karen ekki fara út í tölur en segir þau
hafa lifað ágætu lífi, farið til Cape
Town um helgar, aflað sér nauðsynja
og gert sér dagamun en lifað þess í
rnilli kyrrlátu lífi fjarri alfaraleið við
hina afskekktu strönd. Demantamir
vom litlir, flestir innan við karat að
stærð - karat er um það bil 0,2 grömm
en mælieiningin á fyrst og fremst við
skurðpunktana á demantinum þegar
búið er að vinna hann, einu karati er
skipt í 100 punkta og því er demantur
með 75 punkta tfl dæmis 0,75 karöt.
„Við urðum engir milljónamæring-
ar af þessu. Eftir fimm ára starf held
ég að við höfum verið heppin að geta
selt fyrirtækið og látið drauminn okk-
ar um skútuna rætast. Við fengum nóg
af peningum til þess og sá sem seldi
okkur snekkjuna hafði átt svo erfitt
með að losna við hana að við fengum
hana á um 20 þúsund dollara. Það var
dálítið mikið og kannski dálítið bijál-
æði fyrir fólk sem hafði ekki siglt
nema smábátum áður að kaupa stóra
seglskútu.“
Eftir fimm ára búsetu, fyrst í hjól-
hýsi og tjaldi og þá litlum skúr á hinni
afskekktu vesturströnd S-Afríku, hafði
þeim með sparsömu lífemi og striti
við demantaköfunina tekist að öngla
saman nógu miklu fé til að kaupa
skútu. Þau héldu því til Gíbraltar og
keyptu gamla þriggja mastra seglskútu
sem þau gerðu upp og lagfærðu og
gerðu gangfæra úr mjög bágu ástandi
á þremur mánuðum. Síðan sigldu þau
skútunni til Kanaríeyja. Karen og
Rocky era ástríðufúllt brimbrettafólk
og vora áfangastaðimir valdir eftir því
hvar öldumar era mestar og bestar. Á
Kanaríeyjum eyddu þau einu ári við
leik og störf en færðu sig því næst yfir
Atlantshafið tfl Trinidad og Tobago.
„Þar fúndum við paradís;" segir
Karen og augun Ijóma. „Við lögðum
skútunni rétt fyrir utan rif á Tobago
og duttum inn í eyjalífsstílinn, unnum
fyrir okkur við hitt og þetta, vorum
mikið á brimbretti - öldumar þama
Karen Franklin.
„Við urðum engir milljónamæringar
af þessu. Eftir fimm ára starf held ég
að við höfum verið heppin að geta
selt fyrirtækið og látið drauminn
okkar um skútuna rætast.“
eru ótrúlegar - og kynntumst eyjar-
skeggjum sem era yndislegir. Við vor-
um þama í fimm ár, miklu lengur en
við ætluðum okkur upphaflega, án
þess einu sinni að fá vegabréfsáritun!"
Snúið aftur í stærri demanta
Á endanum lentu Karen og Rocky í
því að eyðileggja vélina í snekkjunni,
næstum þrjátíu ára gamla af Rolls
Royce gerð. Þau björguðu skipbrots-
fólki úr snekkju sem var að sökkva og
drógu snekkjuna tæpa þijá kílómetra
áður en hún sökk endanlega.
„Það drap vélina okkar. En í næstum
ár eftir þetta sigldum við um karabíska
hafið fyrir seglunum einum, skutluð-
umst á milli eyjanna og lögðumst við
akkeri þar sem við vildum stoppa. Mað-
urinn minn er mjög stoltur af því að
hafa gert þetta á hefðbundna rnátann."
Eftir sjö og hálft ár á skútunni höfðu
Karen og Rocky ekki komist nema rétt
fyrsta legginn á heimssiglingunni sem
plönuð var vegna þess að þau kunnu
svo vel við sig í karabíska hafinu. Þau
vora samt orðin peningaþurfi og fannst
nóg komið í bili svo þau ákváðu að
stofna fyrirtæki með sugubátum á
Tobago til að vinna við ýmsar fram-
kvæmdir neðansjávar. Karen skrapp
heim að heilsa upp á fjölskylduna og
Rocky fékk fljótlega tflboð um að sigla
skútu frá Cape Town tfl karabíska hafs-
ins svo hann kom f kjölfarið.
Örlögin höguðu því svo þannig að
þau fóra aftur út í demantaköfunina.
„Gamail skólabróðir minn kom að
máli við mig og spurði hvort við vær-
um til í að halda áfram á nýjum stað á
vesturströndinni, ennþá norðar en við
höfðum verið. Við höfðum aldrei ætlað
að flytja frá S-Afríku fyrir fullt og allt,
vildum bara sigla um óákveðinn tíma,
og við ákváðum strax að fara út í dem-
antaköfunina á ný. Staðurinn er í átta
klukkustunda fjarlægð frá Cape Town
og umhverfið er dálítið eins og eyði-
mörk. Við höfum verið þar í þijú ár,
gengur vel og höfúm komist að því að
demantamir þar era mun stærri en á
hinum staðnum."
Á opnunni má meðal annars sjá
mynd með nokkrum sýnishomum af
stórum demöntum sem hjónin hafa
fundið síðan þau hófu aftur að kafa.
Demantana á myndinni fundu þau 11.
september í fyrra, á þeim alræmda
degi. Karen segir þó mjög mismunandi
hvemig gengur milli mánaða. Síðasta
mánuð fengu þau einn ellefu karata
stein og nokkra aðeins minni, samtals
79 karöt. Mánuðinn þar á undan ekki
neitt því sjórinn var svo úftnn að ekki
var hægt að kafa. Það er því ljóst að
sama gfldir um demantaköfun í S-Afr-
íku og sjóróðra á íslandi: Það er ekki á
vísan að róa. -fin
Bátur
Þetta er báturinn sem Karen og Rocky nota við
demantavinnsluna núna. Hann er stærri en sá sem
þau áttu áður en þau keyptu snekkjuna. Á honum
eru stórar sogslöngur, um tuttugu sentímetrar í
þvermál, og vélknúnar pumpur á bátnuin. Sogkraft-
urinn er gríðarlega mikill og getur stórslasað menn
ef einhver líkamshluti lendir inni í slöngunni. Kaf-
arinn kafar niður með pípuna og ryksugar botninn
kerfisbundið. Það er sérgrein Rockys, að sögn
Karenar: „Hann vinnur undir öldunuin, oft í mikl-
um sviptingum, mjög nálægt landi á rifinu. Þetta er
frekar hættulegt starf. Báturinn er festur við akkerí
nánast alveg uppi í landi og hainagangurínn er oft
mjög mikill þegar einhver öldugangur er. Kafararn-
ir vinna þar sem öldurnar róta upp setinu, ryksuga
undir steinum á botninum og reyna að finna líklega
staði. Þetta getur veríð ábatasaint starf en er mjög
erfitt og frekar hættulegt. Þetta er ekld vel þekkt
starfsgrein í S-Afríku. Fáir kafarar endast í þessu,
annars vegar vcgna hættunnar og álagsins cn einnig
vegna þess að flestir eru að vinna fyrir einhvern
annan og eru eiginlega nokkurs konar „fallbyssu-
fóður" sem vinna á prósentum og eru oft alls ekki
vissir um að fá nokkuð borgað fyrir ómakið, annað
hvort vegiia þess að árangurinn er enginn eða að
eigandinn svíkur þá og hirðir allt. Ég og Rocky
vinnum fyrir okkur sjálf og þannig tekst okkur að
lifa af þessu.“
Þrímastraða snckkjan sem kostaði finim ára strit
við demantaköfun. Fyrirhuguð hnattsigling hjón-
anna endaði í Trinidad og Tobago þar sem þau
kunnu svo vel við sig að þau bjuggu þar í fimm ár.
Karen segir þó hnattsiglinguna aðeins vera „á
pásu“.
Karen, Rocky og vinir þeirra um borð í snekkjunni
að loknum málsverði á dekkinu.