Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 16
16
DV
MIÐVTKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aftalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aftstoftarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíft 24, 105 Rvík, síml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.ís - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerft og prentun: Árvakur hf.
DV áskiiur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmæiendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Laxinum ógnað
Laxveiðimenn og veiðiréttar-
hafar hafa lengi varað við sam-
býli náttúrunnar við kvíaeldi á
laxi. Óttinn við að eldisfiskur
gangi í íslenskar veiðiár og
gangi smátt og smátt en örugg-
lega af íslenska laxinum dauð-
um er því miður raunverulegur.
Morgunblaðið greindi frá þvi i gær að fimm laxar úr
sjókvíaeldi hefðu fundist í vistkerfi hins villta íslenska
lax. Þrír fengust í net í Suðursveit en tveir veiddust á
stöng, annar í Botnsá og hinn í Úlfarsá. Þegar Óðinn Sig-
þórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir
þetta hörmungarfréttir er hann síst að draga úr. í sam-
tali við Morgunblaðið sagði Óðinn orðrétt: „Það er að
fara af stað nákvæmlega sama hringavitleysan og fyrr á
árum er fiskeldið fór á fullt og laxar sluppu í stórum stíl
og gengu í árnar. Þetta er það sem við óttumst mest.“
Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. Um eða yfir 1200 bú-
jarðir hafa meiri eða minni tekjur af lax- og silungsveiði.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lýsti því yfir í
timaritaviðtali fyrir tveimur árum að ekkert stuðlaði
fremur að því að halda landinu í byggð en þessar „veiði-
jarðir, hvort sem um er að ræða silungs- eða laxveiði, og
sú góða löggjöf og félagshyggja sem hefur ríkt í kringum
veiðiskapinn. Bændur verða að leita allra leiða til að
hafa sem mest út úr þeirri auðlind sem veiðiárnar eru.“
Frá þvi þessi orð voru sögð hefur mikilvægi veiði-
tekna síst minnkað fyrir bændur. Veiðileyfamarkaður-
inn veltir vel á þriðja milljarð króna á hverju ári og stór
hluti fer til veiðiréttarhafa. Þegar þessum hagsmunum er
ógnað hljóta bændur að hugsa sér til hreyfings.
Fyrir réttu ári birtist fróðleg grein hér í DV um
reynslu Skota af eldislaxi. Á aðeins tveimur árum hafði
fjöldi laxa sem slapp úr eldiskvíum fimmfaldast. Árið
1988 er talið að 95 þúsund fiskar hafi sloppið en árið 2000
var íjöldinn kominn upp í 491 þúsund fiska. Fjórir af
hverjum fimm löxum sem stangaveiðimenn veiða í
skoskum ám eru eldisfiskar sem sloppið hafa úr kvíum.
í norskum ám eru níu af hverjum tíu löxum sem veiðast
eldisfiskur.
Því miður virðist vera beint samhengi milli uppbygg-
ingar í laxeldi og hnignunar skoskra laxveiðiáa. Árið
1983 gáfu árnar af sér 1.220 tonn af villtum laxi en 4.000
tonnum af eldislaxi var slátrað. Sex árum síðar var af-
rakstur eldisstöðvanna 127 þúsund tonn en veiði úr
ánum var aðeins 200 tonn - sex sinnum minna en 1983.
Við vesturströnd Skotlands, þar sem kvíaeldið er mest,
skilar aðeins 1% af laxi sem gengur i sjó sér í árnar aft-
ur. Á austurströndinni, þar sem eldið er miklum mun
minna, skila sex sinnum fleiri sér aftur í ámar til að
hrygna.
Enn liggur ekkert fyrir hvaðan eldislaxarnir fimm
eru. Hvort þeir eru úr Mjóafirði, þar sem sjókvíaeldi er
hafið, eða frá Færeyjum, Skotlandi eða Noregi liggur
ekki fyrir. En eitt er víst að ekki hafa allir eldisfiskar
sem nú ógna íslenska laxinum veiðst. Það er ekki að
ástæðulausu þegar varað er eindregið við þeirri eitrun
sem eldisfiskur hefur alls staðar haft í för með sér. Og
taki menn ekki mark á sjónarmiðum náttúruverndar
ættu þeir hinir sömu að minnsta kosti að huga að þeim
gríðarlegu viðskiptahagsmunum sem í húfi eru um allt
land.
Óli Björn Kárason
Ofurveldi á villigötum
Hjörleifur
Guttormsson
fyrrv. alþingis-
maöur
Kjallari
Framganga Bandaríkjanna
á alþjóðavettvangi veldur
æ fleiri undrun og áhyggj-
um. Ofurveldið undir for-
ystu Bush, sem fyrir tæp-
um tveimur árum var kjör-
inn forseti með minnihluta
atkvæða, snýr baki við
hverjum alþjóðasamningn-
um á fætur öðrum og hót-
ar nú að brjóta alþjóðalög
með stríði gegn írak, hvað
sem líður afstöðu Öryggis-
ráðsins.
Stuðningur Blairs hins breska við
stríðsáformin sætir sívaxandi gagn-
rýni heima fyrir sem m.a. birtist
mönnum síðustu helgina í septem-
ber í mestu mótmælagöngu sem sést
hefur um langt skeið í Lundúnum.
Ritstjóri Der Spiegel, Rudolf Aug-
stein, vitnar i grein 26. september í
svissneska sagnfræðinginn Jörg
Fish sem telur árás á írak andstæða
alþjóöalögmn og „alþjóðlegan glæp“.
Jafnvel Henry Kissinger fordæmir
áform Bandaríkjastjómar um að
blanda sér með hótunum og jafnvel
hervaldi í innanríkismál i írak þar
eð slíkt sé í andstöðu við alþjóða-
hefðir allt frá friðarsamningunum í
lok þijátíu ára stríðsins 1648!
„Stuðningur íslenska utanríkisráðherrans við stríðs-
hótun Bandaríkjanna sœtir vissulega tíðindum og er í
engu samræmi við afstöðu yfirgnæfandi meirihluta ís-
lendinga eins og hún birtist í nýlegum
Gallup-könnunum. “
- Halldór Ásgrímsson utanrikisráðherra.
Tvöfeldni Bandaríkjanna
Tvöfeldni bandarískra stjómvalda
í samskiptum við írak, ekki síst i
forsetatíð repúblikana, sýnir ótví-
rætt að það em olíuhagsmunir en
ekki hemaðarógn frá Bagdad sem er
bakgrunnur núverandi árásar-
stefiiu. Donald Rumsfeld hermála-
Sandkom
„Hann lamdi engan í hausinn“
Talsvert er spáð og spekúlerað um það, hvort skilja hafi
átt bókstaflega þau ummæli Davíðs Oddssonar í Helgar-
blaði DV, að hann hefði sem kennari í Verzlunarskólanum
„lamið þá leiftursnöggt í hausinn", nemendur sem gerðu
sig líklega til að spilla friðnum í tímum hjá hon-
um. Davíð kenndi þama verslunarrétt veturinn
‘76—’77. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam-
bands íslands, tjáði sig í fjölmiðlum um málið og
sagði slíka kennsluhætti bæði forneskjulega og
ólöglega og Friður 2000 sendi harðorða tilkynn-
ingu til ráðuneyta, fjölmiöla og fleiri. Til að skera
úr um þetta kynduga mál hafði sandkornsritari
uppi á einum nemanda Davíðs, Herdísi Jóns-
dóttur hjúkrunarfræðingi. Hún segir að Davíð
hafi aldrei lamið neinn í hausinn. „Það var altal-
að hve hann var heillandi kennari og hann bar virðingu
fyrir nemendum sínum,“ segir Herdís.
Til að forðast misskilning hefði Davíð líklega átt að
segja að hann hefði látið suma nemendur fá það óþvegið.
Og þó - þótt það sé líklega löglegt er það klárlega siðlaust
Ummæli
Myndin af engum
„Ég hef reynt nóg í blaðamennsku til að
vita að forsíður verða ekki til fyrir slysni.
Og aldrei - segi og skrifa aldrei - hefur ver-
ið búin til forsíða á borð við þessa.... Rit-
stjóramir vissu - inni í sér - að þeir voru
að gera rangt. Þess vegna fóldu þeir mein-
tan brotamann. Þess vegna bjuggu þeir til forsíðu og „frétt“
á borð við þá sem við sáum í biðröðinni í Bónus. Vitandi
vits að þetta stæðist engar kröfur. Ekki einu sinni þeirra
sjálfra. Slíkar sem þær eru.“
Kart Th. Birgisson í grein í Morgunbiaðinu.
Um forsiéu blaésins Séö og heyrt þar sem „brengluð" Ijósmynd birtist undir
fyrirsögninni: „Þjððþekktur álitsgjafi í sjðnvarpi ákærður fyrir nauögun."
Hægri eða vinstri?
„Þetta leiðir hugann að því að ansi margir hægri kratar,
ungir að árum, hafa lýst því yfir að þeir hafi hug á þing-
mennsku. Þeir vilja snúa Samfylkinguna meira til hægri til
að ná í íhaldsatkvæði. Enda sjálfir mjög hægrisinnaðir.
Þetta em hættuleg viðhorf sem mega ekki ná fótfestu í
sandkorn@dv.is
að refsa nemendum með því að fleygja í þá skítugum nær-
buxum...
Þú ert ágœtur!
I þessu sambandi hafa menn hins vegar rifjað upp
ágæta frásögn Hrafns Gunnlaugssonar í bókinni Krumma
af því, þegar Hrafn kynnti Davíð fyrir Vilmundi
heitnum Gylfasyni á menntaskólaárum þeirra:
„Vilmundur notaði stundum ákveðna stæla til
að prófa menn; hann sló bylmingshögg í öxlina á
þeim til að kanna hvort þeir hrykkju undan og
fæm að hlæja eða væru fastir fýrir. Hlátursvið-
brögð em oft merki um hugleysi eða tækifæris-
mennsku, tilkynnti hann. Kvöldið sem ég kynnti
þá Vilmund og Davíð lét Vimmi á þetta reyna. [...]
Ég sagði: Þetta er Davíð Oddsson. Já, blessaður,
sagði Vilmundur, gekk að Davíð og lamdi hann í
öxlina. Davíð haggaðist aðeins við en lamdi hann jafn fast
til baka svo Vilmundur hentist upp að húsveggnum og fór
sjálfur að hlæja. Honum var ögn brugðið. Hann hætti
eldsnöggt að hlæja og sagði: Fyrirgefðu, þú ert ágætur! Við
skemmtum okkur vel það sem eftir liföi kvöldsins."
flokknum. Flokkurinn hefur mesta sigurmöguleikana á því
að vera skýr vinstriflokkur jafnaðarmanna, en ekki fiska í
gruggugu vatni íhaldsins." Siguröur H. Einarsson á Samfylkingin.is
Hagkvæm aðstoð sú eina rétta?
„Við læknum ekki áfengissjúklinga til að spara kostnað
við rekstur heilbrigðisstofhanna. Við hjálpum fólki ekki að
komast út í þjóðfélagið á nýjan leik til að það geti farið að
afla tekna og greiða skatta. Viö gerum það vegna þess að
það er rétt!
Þótt það geti verið snjallt áróðursbragð þegar til skemmri
tíma er litið að hampa því hversu „arðbærar" áfengismeð-
ferðir eru, þá er stutt í að slík röksemdafærsla leiði mann út
á hálan ís. Hvað hefðu forsvarsmenn SÁÁ til dæmis gert ef
útreikningar hagfræðingsins hefðu sýnt að það borgaði sig
EKKI í krónum og aurum að þurrka upp alkohólista? Eða ef
hann hefði sýnt frarn á að hagkvæmt sé að senda ungt fólk
og miðaldra í meðferö, en ekki þá sem komnir eru yfir miðj-
an aldur og eiga skamma starfævi eftir? Er kannski ekkert
vit i að lækna heimavinnandi húsmæður, verkafólk eða aðra
þá hópa sem greiða litla tekjuskatta?" Stefán Páisson á Murinn.is
17
Skálinn af Sánkti Kildu
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002
Skoðun
ráöherra, sem nú hefur stærst orð
uppi um hættuna sem stafi af
Saddam Hussein, var sendimaður
Reagans forseta á níunda áratugn-
um og leitaði sem slíkur eftir einka-
viðræðum við einvaldinn.
Frá 1983 studdu Bandaríkin írak-
stjóm með ráðum og dáð í árásar-
stríði hennar gegn íran, seldu írök-
um vopn og miðluðu þeim hemaðar-
upplýsingum sem aflað var með
gervihnöttum. Allar götu síðan hafa
Bandaríkin, sem nú gera mikið úr
hættunni sem stafi frá írak, unnið
gegn viðleitni aðþjóðasamfélagsins
til að takmarka útbreiðslu gereyð-
ingarvopna. Á síðustu mánuðum
hafa bandarísk stjómvöld ítrekað
gefið til kynna að þau hafi ekki
áhuga á að herða eftirlit með efna-
og sýklavopnum með frágangi á bók-
un við alþjóðasáttmála á þessu sviði.
Styður ísland árás á írak?
Bandaríkin og Bretland reyna nú
með öllum ráðum að fá Öryggisráð-
ið til að fallast á ályktun sem rétt-
læti hemaðarárás á frak. Halldór
Ásgrímsson kvað upp úr um það i
viðtali við Ríkisútvarpið 27. septem-
ber að hann styddi kröfu Bandaríkj-
anna um nýja ályktun og sagði mjög
nauðsynlegt að leggja meiri pressu á
írak. Með því væri gengið gegn því
samkomulagi sem Kofi Annan, aðal-
ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur
gert við stjómvöld í Bagdad um end-
urkomu vopnaeftirlitsmanna til
íraks án skilyrða.
Stuðningur íslenska utanríkisráð-
herrans við stríðshótun Bandaríkj-
anna sætir vissulega tiðindum og er
í engu samræmi við afstöðu yfir-
gnæfandi meirihluta fslendinga eins
og hún birtist í nýlegum Gallup-
könnunum. í hinu orðinu segir Hall-
dór að stríð við íraka .. væri af-
skapalega slæmt fyrir heimsffiðinn
og alla heimsbyggðina ...“. Það leyfa
greinilega fleiri en bandarisk stjóm-
völd sér að leika tveimur skjöldum
þegar um stríð eða frið er að tefla.
Jónas Guðmundsson, rit-
höfundur og stýrimaður,
var orðheppnari en aðrir
menn og lifa margar sög-
ur eftir hann látinn.
Eitt sinn sem oftar kom Jónas
askvaðandi í siðdegiskaffið á Hótel
Borg sem þá var mest sótta kaffihús
landsins og sagðist karlinn hafa ver-
ið á Kjarvalsstöðum. Hverjir vom
þar? var spurt og Jónas svaraði:
„Þar voru arkitektar og listamenn!"
„Eru arkitektar þá ekki listamenn?“
spurði einhver og Jónas svaraði um
hæl: „Jú, líklega eru þeir listamenn,
að minnsta kosti eru þeir ekki arki-
tektar!"
Áföll við Austurvöll
Kjallarahöfundi var svipað innan
brjósts þegar hann gekk fram hjá
nýjum og fínum þjónustuskála Al-
þingis á fóstudaginn á lóðinni þar
sem sögufrægur Listamannaskálinn
stóð í eina tíð og hýsti myndlist
Kjarvals og Karls Dunganon, her-
toga af Sánkti Kildu. Spumingin er
hvort skáli þessi sé eftir arkitekta
eða listamenn, og nema hvort
tveggja sé, eða jafnvel hvorugt? -
Eða kannski er skálinn bara eftir
sjálfan Dunganon hertoga?
Lukkuriddarar hafa áður lagt til
atlögu við alþingishúsið en þing-
heimur borið gæfu til að hrinda
hverri árás hingað til. Sumir vfldu
bæta heilum Kárahnjúkavirkjunum
við húsið og teygja langt út í Tjam-
argötu, allar götur að Herkastalan-
um á meðan aðrir létu sér nægja að
rifa niður danska kórónumerkið á
framhliðinni. Á tímabili var leitað
langt yfir skammt að þjónustuhús-
næði í nágrenninu og sjálfri Hótel
Borg stefnt í voða þegar lausnin lá
allan tímann í gamla og góða Lands-
símahúsinu. Þá ortu götustrákar:
„Þó forseta finnist þröngt á þingi
/og þrotin bæði hús og torg/, þá
sæmir það ekki íslendingi/ að eyði-
leggja Hótel Borg!“ Borgin slapp
með skrekkinn og götustrákar fengu
eina með öllu í skáldalaun.
Seinna kom Dunganonskálinn til
sögunnar og nú átti þingið sér ekki
undankomu auðið. Því miður. En
hvað sem því líður er skálinn enn
eitt afkvæmi Kuldabola í borginni
og menn hneppa að sér við krapann
í andblæ skálans. í dag er hvorki
byggt á sandi né steini heldur gleri.
Hrakhólar Alþingis
Reykjavíkurborg morar í slysa-
fóngum á borð við nýju borgar-
menjamar við þinghúsið. Á milli
Hótel Borgar og Reykjavíkurapóteks
var troðið ömurlegu nývirki utan úr
geimnum sem brýtur niður öll hlut-
foll í Grófmni. Landsbanka íslands í
Austurstræti og Ingólfshvoli í Hafn-
arstræti var nauðgað saman með
skelfilegu bíslagi utan á þessi falleg-
„En hvað sem öðru líður
er skálinn enn eitt af-
kvæmi Kuldabola í borg-
inni og menn hneppa að
sér við krapann í andblæ
skálans. í dag er hvorki
byggt á sandi né steini
heldur glerí. “
ustu hús Reykjavíkur. Gamli Út-
vegsbankinn við Lækjartorg sligast
nú grátandi undan þyngsta steypu-
hlassi landsins. Og hvorki Þjóðleik-
húsið né Landsbókasafnið ná andan-
um innan um Seðlabanka og Hæst-
an rétt í túnfæti Ingólfs.
Á sínum tíma lagði kjallarahöf-
undur til lausn á hrakhólum Alþing-
is í þingsályktunartillögu og heldur
hún gildi sínu í dag. í stað vindmyll-
unnar miklu á milli Alþingis og
Herkastalans vildi kjallarahöfundur
láta hlaða nákvæma eftirmynd
gamla og fallega þinghússins frá
1881 með kringlu á bakhliðinni og
kórónu á framhliðinni. Húsið átti að
rísa á lóð Alþingis við Vonarstræti
þar sem Góðtemplarahúsið stóð í
eina tíð og verkalýðurinn barði á
bæjarstjóminni í alræmdum Gúttó-
slag.
Alþingishúsin tvö sneru þannig
bökum að fallegum þinghúsgarðin-
um hans Tryggva Gunnarssonar og
garðurinn fengi nýtt hlutverk að
tengja saman húsin tvö. Útlit húss-
ins gátu allir sætt sig við þar sem
það var spegilmynd gamla þinghúss-
ins og hélt ekki dauðahaldi í það
eins og Dunganonskálinn. Austur-
völlur hefði því getað brosað áfram í
kampinn og Tjömin fagnað nýju
andliti við bakkann sem mildar ljót-
an ráðhúsbraggann.
Rauðir sokkar í Jeríkó
Og talandi um ráðhúsbragga: Þær
fréttir berast nú upp úr Tjöminni,
að bragginn mari í hálfu kafi vegna
ofhleðslu á rauðsokkum og á meðan
hverri Kvennalistakerlingunni á
fætur annarri er troðið miskunnar-
laust á launaskrá hljóta borgarmúr-
arnir að hrynja eins og veggir
Jeríkóborgar forðum.
Auðlindagjald eykur kvótasamþjöppun
Einar K.
Guðfinnsson,
formaöur
Sjávarútvegsnefndar
Alþingis
Kjallari
Þaö er rétt sem lesa má
út úr leiðara Óla Björns
Kárasonar sl. laugardag
hér í DV að upptaka auö-
lindagjalds/veiði-
leyfagjalds - í hvaða
mynd sem er, eykur sam-
þjöppun á kvóta í þjóðfé-
laginu.
Þess vegna er það meira en lít-
ið hlálegt að sjá talsmenn stórkost-
legs veiöileyfagjalds lýsa áhyggj-
um sínum yfir því að kvóti sé að
safnast á hendur færri fyrirtækja.
Þar stangast bersýnilega allt, hvað
á annars horn.
í árdaga umræðunnar um auð-
lindagjald voru menn ekkert að
fela þessa staðreynd um samhengi
kvótasamþjöppunar og auðlinda-
gjalds. Þvert á móti. Ein af höfuð-
röksemdunum fyrir því að leggja
veiðileyfagjald í einhverri mynd á
sjávarútveginn var einmitt efna-
hagsleg. Það var talið stuðla að
hagræðingu (les: kvótasamþjöpp-
un) og lægri kostnaði við veiðam-
ar.
Átti að knýja fram
„hagræðingu"
Röksemdin var einhvern veginn
svona: Það er of mikill floti að
veiða of lítið magn á íslandsmið-
um. Það er óhagkvæmt. Fyrir vik-
ið em laun í fiskveiðum og fisk-
vinnslu of lág. Því þarf að breyta.
Það þarf að stuðla að því að skip-
unum fækki; flotinn aðlagi sig
veiðimöguleikunum. Auðlinda-
gjald myndi neyða menn til þess
vegna þess að öðruvísi yrðu menn
einfaldlega undir.
Tvær aðferðir geta komið til
greina í þessu skyni. Innheimta
sérstaks gjalds hins opinbera sem
útgerðin yrði að greiða. Eða fyrn-
ing aflaheimilda, sem síðan yrðu
boðnar út á markaði.
í þessu sambandi gildir í raun
einu hvor leiðin er farin. Báðar
höföu þann yfirlýsta tilgang að
knýja menn til hagræðingar. Ella
gætu þeir ekki staðið undir því að
kaupa til baka veiðiheimildirnar,
ýmist að lokinni fyrningu eða í
formi sérstaks gjalds sem ríkið
innheimti.
Eru röksemdirnar
gleymdar?
Einhverra hluta vegna eru
menn meira og minna hættir að
beita þessum rökum fyrir sig í
baráttunni fyrir veiðileyfagjaldi.
Það þýðir hins vegar ekki að rök-
in eigi ekki jafnvel við nú og þá.
En trúlega þykir það ekki henta í
þjóðmálaumræðunni að flagga
þessu. Það er sennilega ekki talin
góð latina að tala um gildi þess að
nota auðlindagjald til þess að
knýja á um hagræðingu, á sama
tíma og menn hafa áhyggjur af þvi
að kvótasamþjöppun sé orðin of
mikil.
Þaö er svo aftur annað mál að
veiðileyfagjaldið sem Alþingi hef-
ur samþykkt að innheimta og var
viðleitni til sátta um umdeilt mál
mun ekki íþyngja svo sjávarútveg-
inum að það gefi tilefni til að
rýmka möguleikann til samþjöpp-
unar aflaheimilda. Það er nefni-
lega rétt sem stjómarandstaðan
sagði, að menn stigu afskaplega
varlega til jarðar. Veiðigjaldið
verður lagt á í áföngum, á talsvert
löngum tíma, sem gefur færi á að-
lögun sem kemur í veg fyrir rösk-
un af völdum gjaldtökunnar.
„Rökin fyrir kvótaþaki
sem við settum fram í
nefndinni eiga við í dag
og er enn augljósara
flestum. Því var haldið
fram að slík lagasetning
dygði ekkert. Reynslan
hefur sýnt annað. “
Engin grundvallarbreyting
gerð
Sjálfur sat ég í nefnd á árinu
sem undirbjó lagasetninguna um
hámarkskvótaeign einstakra fyrir-
tækja og fyrirtækjablokka. Þau lög
tóku gildi árið 1998. Það sem við
sögðum þá um nauðsyn slíks
kvótaþaks hafa reynst orð að
sönnu. Rökin fyrir kvótaþaki sem
við settum fram í nefndinni eiga
við í dag og er enn augljósara
flestum. Því var haldið fram að
slík lagasetning dygði ekkert.
Reynslan hefur sýnt annaö.
í grundvallaratriðum hefur
þessi lagasetning gilt síðan. Þær
breytingar sem gerðar hafa verið
hafa ekki raskað lögunum í nein-
um grundvallaratriðum. Þvert á
móti hefur komið í ljós aö það er
mikill stuðningur við skorður á
hámarkskvótaeign og engin
ástæða til að ætla aö gerðar verði
breytingar á þeirri lagaumgjörð.