Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 32
 Smlöjuvegi 60 (RauO gata) - Kópavogf SfmlS57 2540-SS4 6350 Allar aimennar bílaviðgeröir á öllum tegundum bifreiöa Vönduö vinna • aöeins unnin af fagmönnum Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz @) MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 Loforð er ioforð Sími: 533 5040 - www.allianz.is Möguleg raforkusala til Noregs: Stærra verkefni en Kárahnjúkavirkjun Þorstelnn Hilmarsson. Hafin er hag- kvæmniathug- im á að leggja rafstreng og selja raforku milli íslands og Noregs, að frumkvæði Norðmanna. At- hugunin tekur nokkra mánuði en verkefnið er ekki raunhæft fyrr en eftir ára- tug, jafnvel siðar. Hér er um nýja aðila að ræða, þ.e. Statoil og Statnett, annað fyrirtækið vill kanna markaðsmál en hitt að leggja sæstreng og þetta eru aðrir aðilar en voru að kanna lagningu rafstrengs til Englands árið 1995. Landsvirkjun mun gefa upplýs- ingar um raforkugetuna á ís- landi. Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að orkugetan á íslandi sé um 50 þúsund gigawattsstundir á ári en í dag er nýtingin um 17%, Fullbókað í allar haustferðir Fullbókað er í allar haustferðir, eða borgarferðir, hjá ferðaskrifstof- unum Heimsferðum og Úrvali-Út- sýn. Framboð Heimsferða er um 7000 sæti til Búdapest, Prag, Edin- borgar og Barcelona og hefur eftir- spum eftir sætum í þessar ferðir vaxið mjög hjá stærri hópum, sér- staklega árshátíðarferðir. Ferðimar hafa selst betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Framboð Úrvals-Útsýnar er um 6000 sæti í haustferðirnar en þar er m.a. boðið upp á Prag, Búdapest, Pétursborg, Edinborg, Sikiley og Dublin, en sætaframboð til síðast- nefndu borgarinnar er mest og eftir- spurnin þangað einnig mest. Hjá báðum ferðaskrifstofunum er um talsverða aukningu á eftirspum að ræða milli ára, og einnig nokkra aukningu á sætaframboði. -GG nz EINN EINN TVEIR NEYÐARLfNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ ----------------------- ÞETTA ER UNGT OG LEIKUR 5ÉR! þ.e. fyrir Kárahnjúkavirkjun. Ef af þessari framkvæmd yrði ásamt Kárahnjúkavirkjun og aukinni orkuþörf núverandi stóriðju á ís- landi fer nýtingin samt ekki yfir 50%. Orkuframleiðslan árið 2001 var um 8 gigawattsstundir. Auð- lindin er þvi enn verulega van- nýtt. „Þetta er stærra verkefni en Kárahnjúkavirkjun en þetta verð- ur ekki næsta áratug, jafnvel síð- ar, en er kærkomið verkefni til þess að fylgjast með möguleikun- um og efiaust getur komið að því í framtíðinni að Islendingar sjái sér hag í þessu. Að leggja raf- streng til Englands er þó ekki út af borðinu, þó þær umræður liggi niðri. Raforkusala milli landa í Norð- ur-Evrópu fer vaxandi og t.d. hafa verið lagðir strengir milli Sví- þjóðar og Finnlands, Noregs og Danmerkur og Þýskalands og Pól- lands. Með því fæst betri heildar- nýting raforkukerfisins en Norð- ur-Evrópa býr við vaxandi raf- orkuskort. Þorsteinn Hilmarsson telur að það geti verið mjög áhugavert fyrir íslendinga að vera hluti af þessu kerfi þegar fram líða stundir. -GG DV-MYND GVA Esjan alauö Hlýindi hafa oröiö þess valdandi aö ekki er snjóöröu aö sjá í Esjunni þessa dagana. Lífseigur snjóskafl í Gunnlaugs- skaröi, sem hefur veriö eins konar hlýindamælir í áratugi, hvarf um mánaöamótin ágúst/september. Ferðakostnaður ráðuneyta vegna nefnda ESB 100 milljónir: Skoða þarf þátttöku í nefndum ESB upp á nýtt ✓ - 360 nefndir standa Islendingum til boða Nauðsynlegt er að endurskoða þátttöku íslands í nefndum Evr- ópusambandsins þannig að tryggt sé, að fagleg sjónarmið en ekki fjárhagsleg ráði því hvemig þess- ari þátttöku er háttað. Þetta kem- ur fram í greinargerð um þátt- töku íslands í nefndum ESB, sem kynnt var í ríkisstjórn í gær, en hún var unnin af viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins í samstarfi við öll ráðuneyti. Fram kemur að EES-samning- urinn gefur íslendingum rétt til þátttöku f 360 nefndum sem móta löggjöf ESB á fyrstu stigum. ís- lendingar taka fullan þátt í störf- um 82 þeirra, sinna 105 til viðbót- ar að einhverju marki en hunsa 161 alveg. Kostnaður við þetta nefnda- starf var um 100 milljónir króna í fyrra, en skiptingin á milli ráðu- neyta er ekki í samræmi við áhrif ESB á málaflokka hvers ráðu- neytis. Þannig hefur kostnaður af þátttöku umhverfisráðuneytisins verið ríflega þrjár milljónir króna eða um 3% af heildarkostn- aðinum, þrátt fyrir að hvorki meira né minna en 40% allra ESB-tilskipana sem íslendingar þurfa að innleiða séu á sviði þessa ráðuneytis. I greinargerðinni kemur fram að mörg dæmi séu um að ráðu- neyti hafi misskilið tilskipanir frá ESB og stundum hafi legið við óhöppum vegna þess. Til dæmis hefði staðið til að ráðast í miklu dýrari rannsóknir hér á landi vegna vatnstilskipunar ESB en þörf var á vegna þess að menn höfðu misskilið efni hennar. Einnig hafi hugsanlega runnið úr greipum tækifæri til að fá tilslak- anir frá tilskipunum, til dæmis frá urðunar- og brennslutilskip- unum ESB. Af þessu er dregin sú ályktun að fjárhagsleg sjónarmið hafi ráð- ið meiru um þátttöku í nefndum ESB en fagleg sjónarmið. Þetta þurfi að endurskoða og er meðal annars lagt til að stofnaður verði sameiginlegur ferðasjóður allra ráðuneyta sem úthlutað verði úr til þessara starfa. -ÓTG Ráðstefna um lífsstíl barna: Vilja verða rík, fræg og falleg Um 90% foreldra á íslandi óska eftir að koma börnum sínum í vist- un á uppeldisstofnun um eins árs aldur. Níu til fjórtán ára börn drekka að jafnaði hálfan lítra af gosdrykk á dag. Algengt er að ís- lensk börn séu á lyfjum vegna hegðunarvanda og íslensk ung- menni vilja upp til hópa verða rík, falleg og fræg, samkvæmt lauslegri skoðanakönnun. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi um lífsstíl barna sem fræðslunefnd Náttúrulækningafélags íslands hélt í gærkvöldi á Hótel Loftleið- um. Þar var fjallað um hreyfingu barna, ábyrgð foreldra og skóla, mataræði, sjálfsmynd barna og lík- amsdýrkun. Fram kom að mikil- vægt er að leyfa börnum að vera böm, krefjast ekki of mikils af þeim í keppnisgreinum iþrótta og byrja ekki að láta 9-11 ára stúlkur klæða sig sem kyntákn. Sjálfsmynd barna Frá ráðstefnunni í gærkvöld skapast hvunndags, ekki bara í frí- um þegar allt á að bæta sem aflaga hefur fariö. Foreldrar þyrftu aukna fræðslu í næringarfræði og auð- velda þarf aðgengi barna að hollum mat. Einnig kom fram að sú kenn- ing sem um skeið var haldið á lofti, að gæði tímans sem foreldrar verja með bami sínu skipti höfuðmáli en ekki lengd samverunnar, hefur ver- ið afsönnuð. Jákvæð atriði voru einnig til um- fjöllunar á þinginu. Fram kom að einelti hefur víða verið tekið föstum tökum, menntun leikskólakennara hefur fleygt fram, slysum á bömum hefur fækkað og tilfinningum barna er meiri gaumur gefinn en áður var. Þingið var vel sótt. -Gun. Hitabylgja: Sniólaust í Esjunni Ekki er snjóörðu að sjá í Esj- unni þessa dagana, hún er alauð. í Gunnlaugsskarði, upp af Mó- gilsá, hefur löngum verið skafl sem ekki hefur hopað á sumrum en nú er skaflinn horfinn. Esjan er þvi alauð og verður þar til Vet- ur konungur lætur á sér kræla. Páll Bergþórsson, fyrrum veð- urstofustjóri, segir þennan skafl fyrst hafa horfið eftir 1928 og hvarf eftir það alloft vegna hlý- inda eða allt til 1960. Þá hófst hátt í fjörutíu ára kafli þar sem skafl- inn lifði hvert sumarið á fætur öðru. Hvarf hann ekki aftur fyrr en 1998, þá 2001 og loks nú í ár. „Þetta er í takt við loftslags- breytingar en það má segja að nú ríki loftslag sem setti svip sinn á tímabilið 1930-1960 þegar hér voru að líkindum mestu hlýindi í 400 ár. Ástæðuna nú má rekja til hlýs sjávar norður af landinu og gróöurhúsaáhrifanna," sagði Páll við DV í morgun. -hlh Garður: Ekið á brunahana og Ijósastaur Maður slapp ómeiddur þegar hann keyrði á brunahana í Garði í gærkvöld. Brunahaninn skemmdist og var bíllinn óöku- fær á eftir. Maðurinn er grunað- ur um ölvun við akstur. Tvö önnur umferðaróhöpp urðu .á Suðumesjum f gærkvöld. Ungur ökumaður ók á ljósastaur í Garðinum með þeim afleiðingum að staurinn „rifnaði upp með rót- um.“ Bíllinn skemmdist mikið en ökumaður slapp ómeiddur. Þá varð harður árekstur jeppa og fólksbíls á mótum Vesturbrautar og Hringbrautar i Keflavík. Báðir bílar skemmdust mikið og voru fluttir á brott með krana. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.