Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 Tilvera DV Einstæðar bítla- myndir finnast Um flmm hundruð ljósmyndir af Bítlunum, margar þeirra óbirtar, fundust nýverið í skjalageymslu Dundee-háskóla í Skotlandi. Mynd- imar hafa safnað ryki í skjala- geymslunni í rúm þrjátíu ár. Þær tilheyra gríðarstóru fllmusafni ung- verska ljósmyndarans, Micahels Petos. Háskólinn eignaðist filmusafnið við dauða Petos árið 1970. Ljósmyndirnar þykja um margt merkilegar; einkum þær sem Peto tók af fjórmenningunum þegar þeir voru við tökur á kvikmyndinni Help. „Þetta eru aö mörgu leyti ein- stæðar ljósmyndir sem sýna í fyrsta sinn hvemig var umhorfs baka til við gerð myndarinnar," sagði yflr- safnvörður Dundee-háskóla í sam- tali við fjölmiðla. Peto er annars þekktastur fyrir ljósmyndir sínar af rússnesku ball- ettdönsurunum Rudolf Nurejev og Margot Fonteyn annars vegar og leikurunum Richard Burton og Elizabeth Taylor hins vegar. DV-MYND HARI Anglst Brynja Valdís Gísladóttir í hlutverki sínu sem ógæfustúlkan. í FÓKUSI Á FÖSTUDAGINN VERÐUR ÍTARLEG UMFJÖLLUN UM FARSÍMA, TÆKI SEM ENGINN KEMST AF ÁN í DAG. VIÐ SKOÐUM M.A. NÝJUNGAR Á MARKAÐINUM OG SMS-ÁSTARBRÉF NÚTÍMANS. FYLGSTU MEÐ Á FÖSTUDAGINN. í gegn um eldinn: Fáum unglingana til að tala saman - segir Eggert Kaaber hjá Stopp-leikhópnum „Verkið lýsir lífl tveggja ung- menna sem ánetjast hafa eiturlyfj- um,“ segir Eggert Kaaber um leik- ritið I gegn um eldinn sem Stopp- leikhópurinn frumsýnir kl. 12 á morgun i Foldaskóla í Grafarvogi. í gegn um eldinn er eftir Valgeir Skagfjörð, sem einnig leikstýrir en byggir á samnefndri bók ísaks Harðarsonar og Thollýar Rós- mundsdóttur. Það er sönn saga stráks og stelpu sem segja frá dvöl sinni og angist í heimi fíkniefna. Leikritið er ætlað til sýninga í 7.-10. bekk grunnskólanna og foreldrafé- lög hafa sýnt því áhuga. „Við teljum að fjölbreytt fræðsla nái best til ís- lenskra ungmenna. Með því að segja þeim sögur af fólki í gegnum spegil leikhússins fáum við þau til að tala saman og sjá hlutina í nýju ljósi,“ segir Eggert sem leikur í sýning- unni ásamt Brynju Valdísi Gísla- dóttur. Stopp-leikhópurinn sérhæfir sig í unglingaleikritum með forvarnir að leiðarljósi. Hann hefur farið marga hringi um landið á síðustu sex árum og sýnt í grunnskólum. í gegn um eldinn er 10. verkefnið. -Gun Tvöfaldur sigur í bikarmóti Norðurlands: Ætla að taka alla „baukanac< næst DVWYND HIÁ Fánaberinn Stefán Friögeirsson lét sig ekki muna um aö leggja Dag frá Strandarhöföa þótt hann væri meö Hringsfánann meöferöis. Bikarmót Norðurlands fór fram við Hringsholt í Svarfaðardal á dögunum. Fimm sveitir reyndu með sér að þessu sinni, og fóru leikar svo að Skagfirðing- ar höfnuðu í tveimur efstu sætunum og höfðu á orði eftir keppnina að þeir myndu mæta með þrjár sveitir á næsta ári og hirða alla bauka sem í boði væru. Keppnin var jöfti allan timann, það réð- ust ekki úrslit fyrr en í síðustu greinunum. Akur- eyrska sveitin varð í þriðja sæti en tvær sveitir Eyfirðinga í 4. og 5. sæti. Bikarmót Norðurlands er árviss viðburður, eins konar uppskeruhátið norð- lenskra hestamanna og hefur tvö undanfarin ár verið haldið í Svarfaðardalnum, og verður svo einnig á næsta ári. Enda róma keppendur mjög alla aðstöðu, hesthúsin við hliðina á vellinum og stutt í allt. Sigurvegarar urðu: Tölt unglinga: Tinna Ingimarsdóttir og Tývar frá Þrándarstöðum, UMSS. Fjórgangur unglinga: Sæunn Kolbrún Þórólfs- dóttir og Spói frá Fjalli, UMSS. Fjór- gangur - opinn flokkur: Heiðrún Ósk Eymundsdóttir og Gola frá Ysta-Gerði, UMSS. Tölt - opinn flokkur: Heiðrún Ósk Eymundsdótt- ir og Gola frá Ysta-Gerði, UMSS. Fimmgangur - opinn flokkur: Stef- án Friðgeirsson og Dagur frá Strandarhöfða, UMSE. Gæðinga- skeið: Þorvar Þorsteinsson og Þrótt- ur frá Skíðbakka, ÍBA. 100 m skeið m/fljótandi starti: Jakob Einarsson og Gjafar frá Sjávarborg, UMSS. Tölt T2: Friðgeir Jóhannsson og Óð- inn frá Hofi, UMSS. -hiá DV-MYND GARÐAR HARÐARSON Fór á kostum Guöni Franszson er kraftmikill og skemmtilegur listamaöur og hreif fólk meö sér í túlkun sinni á Hafið bláa hafiö. Hér er hann kominn í gólfiö. Tónlist fyrir alla: Guðni fór um öll heimsins höf Tónlistarmaðurinn Guðni Franzson heimsótti Grunnskólann á Stöðvarflrði í liðinni viku er hann var á ferð um Austurland með tónleikadagskrána Tónlist fyrir alla sem flutt er í flestum grunnskólum landsins. Var gerður góð- ur rómur að leik hans, sem hann byggði upp á ljóðinu og laginu Siglingu (Hafið bláa hafið) og ferðaðist hann um öll heimsins höf og heimsálfa á milli í verkinu og túlkaði sjó, menn og dýr með miklum tilþrifúm. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.