Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Kaupþing komið með fjórðungs ítök í Skeljungi: Óskaði eftir við- ræðum við Shell - forstjóri Skeljungs býst samt ekki við breytingum á yfirstjórn Kristinn Bjöms- son, forstjóri Skelj- ungs, staðfesti í samtali við DV að hann hefði vit- neskju um að Kaupþingsmenn hefðu óskaö eftir viðræðum við The Shell Petroleum Co. sem fram und- ir þetta hefur verið stærsti einstaki eigandinn í Skeljungi. Hann segist svo sem ekkert hafa út á það að setja að stórir hluthafar ræði saman. Ljóst er þó að undirliggjandi em hörð átök um ráöandi eignarhlut í Skeljungi. Núverandi stjóm Skeijungs fer hins vegar með meirihluta atkvæða í félaginu í umboði og með tilstyrk Shell. Forsvarsmenn Kaupþings þvertóku fyrir í samtali við DV í gær að nokkuð væri hæft í því að þeir hefðu gert tilboð í 20,7% hlut The Shell Petroleum Co. fyrir nokkm, né átt fundi með forsvars- mönnum félagsins. Afgerandi eignarhluti í DV í gær var greint frá átökum um yfirráðin yfir Skeljungi þar sem greint var frá því að Kaupþing væri búið að auka hlut sinn úr 15,2% í 20,1%. Krist- inn Bjömsson segir hlut Kaupþings orðinn mjög afgerandi. Hann telur að hlutur Kaupþings sé í raun orðinn tals- vert meiri, eða um 25%. Það er með ítökum í hlutum fleiri hluthafa, svo sem Kaupþings Bank og fleiri sjóða. Verðmæti þess samkvæmt núverandi gengi er um 2,5 milljarðar króna. Skeljungur er búið að vera á mark- aði síöan 1990 og Kristinn segir að eðli- lega verði stjóm félagsins að þola markaðsaðstæður hverju sinni. „Við höfum hins vegar verið í góðu sam- starfi við stærsta hluthafann, Shell Intemational, sem hefur stjómað þessu félagi. Því hefur verið þannig háttað að forstjóri og stjómarformaður hafa farið með umboð fyrir Shell Intemational. Við höfum því verið þeirra fulltrúar í stjóm en annars hefúr Shell þar ekki sérstakan fulltrúa. Síðan hefur stjómin verið skipuö fulltrúum fyrir nokkra af stærstu hluthöfunum. Ég hef því ekk- ert haft við það að athuga að Kaupþing væri að kaupa í félaginu, nema hvað að þetta þýðir að hluthöfúm hefur fækkað töluvert. Þeim hefur líklega fækkað á einu ári um 150 vegna þess að Kaup- þing hefur verið að kaupa upp hlut- hafa, eins og hluti lífeyrissjóða og fleiri.“ Höfuðstöðvar Skeljungs Félagið er með hlutfallslega mjög sterka markaðsstöðu á vörum fyrir Shell á landsvísu og reyndar þá sterkustu sem þekkist í heiminum. Næststerkust er markaðsstaða Shell í heimalandinu Hollandi. Rætt við Kaupþing Kristinn segir að stjómin hafi rætt við fúlltrúa Kaupþings vegna vaxandi hlutdeildar þeirra í félaginu. „Þeir hafa fúllvissað okkur um að þeir væm að þessu vegna þess að þeir hefðu trú á því að Skeljungur væri gott og öflugt fé- lag og fjárfestingin væri góð.“ Þrátt fyrir þessi orð Kaupþings- manna þá er ljóst að ráðandi hluthafar í Skeljungi hafa miklar áhyggjur af framvindu mála. Auk hins erlenda fé- lags Shell, þá eru þar á bak við Burðarás sem nýverið jók hlut sinn í tæp 14%, Sjóvá-Almennar og Trygg- ingamiðstöðin. Býst ekki við breytingum Kristinn segist ekki hafa heyrt um að Shell hyggist selja sinn hlut, en einn af aðalforstjórum Shell kom hingað í heimsókn í sumar að kynna sér að- stæður. Staða Shell hérlendis er afar sterk og markaðsstaða fyrirtækisins er hvergi meiri á heimsvísu, ekki einu sinni í heimalandi Shell, Hollandi. Þá em nefiid ýmis spennandi sameiginleg verkefiii eins og uppbygging vetnis- stöðvar Shell hér á landi sem opnuð verður næsta vor. Þá hefúr Shell lýst yfir ánægju sinni með samstarfið við núverandi stjóm og stjómendur Skelj- ungs. Kristinn sagðist því ekki búast við öðra en að samstarfið við Shell héldist áfram þó enginn viti hvað morgundagurinn beri í skauti sér. -HKr. Fréttablað í farvatninu á Norðausturlandi: Skýrist á næstu dögum Benedikt Sigurðarson, stjómarfor- maður KEA, segir að á næstu dögum muni skýrast hvort nýtt fréttablaö líti dagsins Ijós á Norðausturlandi. KEA hefur haft forgöngu um að skoða mögu- leika á að koma á fót nýju blaði en hvers vegna? „Þegar ljóst varð að starfsstöð DV á Akureyri yröi að mestu skorin niður síðastliðið vor var það samkomulag sem eigendur Dags og Fijálsrar fjölmiðlunar höfðu gert sjálfkrafa úr sögunni og þær skuldbindingar sem því fylgdu. Eins og menn muna var Dagur seldur irm í Frjálsa fjölmiðlun á sínum tíma og því fylgdu ákveðnar skuldbindingar um að þáverandi eigendur yrðu ekki aðilar að blaðarekstri. Síðar barst ákveðið ákall um hvort ekki væri ástæða til að bregð- ast við og koma á þjónustu sem myndi kynna þetta svæði með öflugri hætti,“ segir Benedikt. KEA hefur tekið miklum breytingum á undanfómum mánuðum og misserum og segir Benedikt að starfsemin sé mörgum lítt sýnileg vegna þess að félag- ið hafi ekki rekstrarumsvif og megnið af eignum félagsins sé bundið í Kaldbaki hf. Á vefsíðu KEA kemur fram að félag- ið hefur losað um 550 milljónir með sölu á eigin bréfum í Kaldbaki og hefur þeg- ar tekið þátt í fjármögnun og kaupum á Norðurmjóik hf„ keypt hlutafé í MT-bíl- um í Ólafsfirði og komið að endurreisn Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri, auk fyrir- hugaðrar blaðaútgáfu. -BÞ DV-MYND GVA Haustferð um hóllnn Það er nauösynlegt aö viðra sig í hauststillunni en fara jafnframt meö gát um götur og slóöa. Hér temur gamall og ungur nemur. OR kaupir ljósleiðarann af Línu.Neti á 1,7 milljarða: Lánin færö yfir á Orkuveituna - fjárfesting sem stendur undir sér, segir stjórnarformaður OR „Ef við færum út í þetta verkefni í dag myndi það ekki kosta undir tveim- ur milijörðum króna," segir Aifreð Þor- steinsson, stjómarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup Orkuveitunnar á ljósleiðarakerfi dótturfyrirtækisins Línu.Nets. Kaupverðið er um 1,7 millj- arðar króna sem er nálægt bókfærðu virði kerfisins í bókum Línu.Nets. Meginbreytingin sem verður við kaupin er að nær allar skuldir Línu.Nets færast yfir á Orkuveitu Reykjavíkur. í stað þess að eiga ljós- leiðarann er gert ráð fyrir að Lína.Net leigi hann af Orkuveitunni fyrir um 160 milljónir króna á ári. Segja má að Lína.Net verði þannig nokkurs konar umboðsaðili fyrir ljósleiðarann. Eins og nærri má geta greiðir þetta fyrir samruna Linu.Nets við önnur fjar- skiptafyrirtæki. Viðræður standa yfir við Íslandssíma og er stefnt að niður- stöðu fyrir áramót. Alfreð Þorsteinsson, stjómarformað- ur OR, segir að leigutekjur frá Línu.Neti dugi til þess að standa undir fjárfestingu Orkuveitunnar, þ.e. rekstrarkostnaði og afborgunum af lánum, og minnir á að OR hafi aðgang að mun hagkvæmari lánum en Lína.Net. Alfreð segir af og frá, sem sjálfstæðis- menn halda fram, að fjármunir hafi glatast. „Eflir þennan gjöming eigum við þetta ljósleiðarakerfi, sem er metið á yfir 1,7 miiljarða og auk þess 67% hlut í Línu.Neti sem er með 400 milljóna króna veltu og skuldlítið,“ segir Alfreð. Hann lítur á ijósleiðarakerfið sem „Qórðu veitu" OR sem muni skapa mikl- ar tekjur i framtíðinni. „Ég minni á að þegar fyrirtækið varð til fyrir þremur árum hafði Landssím- inn hækkað símagjöld á almenning um yfir 100%. Með tilkomu Línu.Nets lækk- aði gagnaflutningskostnaður um 40%. Það hefúr lengi legið í loftinu að minni fjarskiptafyrirtæki myndu sameinast og ég er sannfærður um að skrefið sem stigið hefur nú mun efla samkeppnina," segir Alfreð. Allflestar heilbrigðis-, mennta-, rannsókna- og bankastofnanir, auk ráðuneyta og nokkur þúsund fyrir- tæKja og einstaklinga nýta sér í dag ljósleiðaranet Línu.Nets. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfull- trúi sjálfstæðismanna og stjómarmaður í OR, segir sérkennilegt að fulltrúar eig- enda Orkuveitunnar í stjóm fyrirtækis- ins skyldu ekki hafa frétt af þessu fyrr en í gærmorgun. Hann telur kaupin til marks um uppgjöf. „Menn fóm mikinn í byijun og töl- uðu um þetta sem gróðafyrirtæki. Nú er búið að eyða 1,5 miiljörðum af fé borgar- anna í Línu.Net og tengd fyrirtæki. Það liggur fyrir að ekkert þeirra markmiða sem lagt var upp með hefur náðst og skattgreiðendur hafa tapað gríðarlegum fjármunum," segir Guðlaugur Þór. Við kaupin minnkar hlutur OR í Línu.Neti úr tæpum 76% í 67%. -ÓTG Einkavæöing veröi stöðvuö Þingflokkur Vinstri grænna flutti á Alþingi í gær tillögu til þingsályktun- ar um að einkavæðingamefnd yrði leyst frá störfum og að frekari einka- væðing yrði stöðvuð. Krafan er sett fram i kjölfar þess að nefndarmaður í einkavæðingamefnd ríkisstjórnarinn- ar sagði sig úr nefndinni vegna þess að hann taldi vinnubrögð hennar mjög ámælisverð. Auk þess hefur for- sætisráðherra óskað eftir því við Rík- isendurskoðun að á hennar vegum fari fram úttekt á tilteknum verkþátt- um í starfi nefndarinnar. -BÞ Stefán kom á óvart Sterkasta skákmót sem hér hefur verið haldið í þrjátíu ár, Mjólkurskák- mótið á Selfossi, hófst í gær. Keppt er í tveimur flokkum. í A-flokki þar sem meðalstyrkleiki skákmanna er 2547 og áskorendaflokki. Keppendur eru tíu í hvorum flokki. Helstu úrslit í gær vora þau að yngsti alþjóðlegi meistari íslendinga, Stefán Kristjánsson, sigraði hinn sterka tékkneska stórmeistara Zbynek Hracek með svörtu mönnunum. Önnur úrslit urðu þau að Helgi Ólafsson gerði jafiitefli við rússneska stórmeistarann Pavel Tregubov en Hannes Hlífar Stef- ánsson tapaði fyrir Predrag Nikolic, Bragi Þorfmnsson tapaði fyrir Luke McShane og Ivan Sokolov vann Thom- as Oral. 1 áskorendaflokki gerði Ágúst Sindri Karlsson jafiitefli við tékkneska stórmeistarann Jan Votova. -HK Augnaðgeröir kærðar Tvær kærur hafa borist til land- læknisembættisins vegna svokallaðra leisiaðgerða á augum. Haukur Valdi- marsson aðstoðarlandlæknir sagði við DV í morgun að þetta gæti ekki talist mikið miðað við að aðgerðir af þess- um toga næmu þúsundum. „Þegar kæra berst setur embættið í gang ferli þar sem athugað er hvort ekki hafi verið rétt aö málum staðið," sagði Haukur. „Síðan eru sett saman drög að álitsgerð sem báðir aðilar fá til skoðunar. Niðurstaða embættisins að því búnu er ekki i formi áminning- ar, heldur álits, sem það sendir til að- ila.“ -JSS Bónus í Borgarnes Bónus opnar 18. verslun sína í Borgamesi laugardaginn 19. október. Jóhannes Jónsson kaupmaður sagði í gær að þama yrði flutt í verslun þar sem var áður Tíu-ellefu verslun. „Við förum að óskum neytenda á svæðinu, fjölmargir hafa óskað eftir að fá Bónusbúð á þessu svæði. Við verðum með snyrtilega, litla verslun í Borgamesi. Verðlagið verður það sama og í Reykjavík, ódýrasta mat- vöruverðið á íslandi,“ sagði Jóhann- es Jónsson í Bónus. -JBP RDGUM Á MDRGUN Fáðu þér mlða í síma 800 6611 eða á hhl.ls HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.