Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 1
 '■* lilfi ■ /£TT!R ASTHILDAR HELGUDÓTTUR. BLS. 20 !í— VO LO DAGBLAÐIÐ VISIR 231. TBL. - 92. ARG. - MIÐVIKUDAGUR 9. OKTOBER 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK Ráðist inn í hús og jaxlar dregnir úr karlmanni - læknar verða oft varir við tilvik sem benda til misþyrminga og aukinnar hörku í undirheimum Samkvæmt heimildum DV mun hafa verið ráðist inn á heimili fólks um miðja nótt í Garðabæ fyrir skömmu og jaxlar dregnir úr hús- ráðandanum á staðnum. Vart þarf að taka fram að deyfing hefur ekki verið viðhöfð við þessa aðgerð né heldur að svæfmgalæknir hafi verið viðstaddur. Þessi atburður mun ekki hafa verið kærður til lögreglu, væntanlega vegna ótta viö frekari líkamsmeiðingar. Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeild Landsspítala háskóla- sjúkrahúss, segir að slíkt tilfelli myndi líklega frekar rata inn á borð tannlækna. „Við höfum þó stundum grun um að eitthvað æði misjafnt hafi gerst þegar fólk kemur illa haldið til okkar. Fólk gefur sagt manni hvað sem er varðandi skýr- ingar á slíku sem engin leið er að sannreyna. Það er hætt við að menn séu duglegir að fela hlutina, sérstak- lega ef það tengist fikniefnaviðskipt- um. Þetta fólk kærir ekki til lög- reglu.“ Annað slagið berast sögur af ótrú- legum fantaskap og misþyrmingum sem beitt er í undirheimunum á höfuðborgarsvæðinu. Fæst þessara mála enda á borði lögreglu vegna ótta við viðkomandi viö frekari lík- amsmeiðingar. Meðal ungmenna í Reykjavík er fuilyrt að skuldarar séu stundum dregnir inn í herbergi á afviknum stað i miðborginni þar sem þeim sé misþyrmt. Gjaman sé þá beitt borvélum og þá borað niður í axlir manna eða hnéskeljar. Sögur af þessum toga hafa þó ekki fengist staðfestar þó starfsmenn fikniefna- lögreglu kannist vel við þær. Jón Baldursson segist líka kannast við þetta, en ómögulegt sé að segja til um orsakir áverka.ef gefnar séu upp falskar ástæður. Því geti hann ekki staðfest að slík tilfelli hafi komið til þeirra. Oftast er það sagt tengjast upp- gjöri fikniefnaskulda þar sem menn svífast einskis. Skemmst er að minnast er ungum manni var rænt í Hveragerði annan i hvítasunnu og troðið inn í bifreið þar sem honum var hótað með byssu og hamri. Mað- urinn sem var 22 ára slapp við illan leik i Hafnarfirði. Kærði hann mál- ið, en dró síðan kæruna til baka vegna ótta um frekari aðgerðir. DV mun á næstu dögum fara frek- ar í saumana á þessum alvarlegu sögum um misþyrmingar í undir- heimaveröldinni hér á landi og birta greinaflokk á fréttasíðum blaðsins þar sem rætt verður við fjölda fólks sem tengist þessum anga samfélagsins. -HKr. = - * m Hildur Runa fær ser tesopa í morgun en hún nærist á fáu öðru í hungurverkfalli gegn stóriðju og virkjunum. Hér býður hún Wade Huges, talsmanni Alcoa sopa í $ morgunsárið. DV-mynd GVA I GEGNUM ELDINN AGORA, FAGSYNING ÞEKKINGARIÐNAÐARINS: ■1* Faum unglingana til að tala saman Vil gera jafnt við alla Te í hungurverkfalli: Blóöberg og eyrarrós „Ég lifi nú bara á vatni og ýmsum islenskum tejurtum, drekk te sem búið er til úr þeim,“ sagði Hildur Rúna Hauksdóttir hómópati í samtali við DV. Hildur Rúna hefur hafið hungurverkfall til að mótmæla virkjunaráformum Landsvirkj- unar og fyrirhugaðri stóriðju á Austurlandi. Mun hún einungis nærast á vatni og tejurtum á meðan. - En hvaða jurtir eru þetta? „Þetta eru ýmsar jurtir sem hægt er að tina í umhverfinu og ekki síst á hálendinu. Þar eigum við fjársjóði. Ég get nefiit blóð- berg, eyrarrós og fleira." Hildur Rúna sagði óvíst hve lengi hungurverkfallið myndi standa en hún yrði undir eftir- liti vinkvenna sem væru hjúkr- unarfræðingar og auk þess sækti hún í eigin fræði, hómópa- tíuna. Hún sagðist engu kvíða þar sem sterkur stuðningshópur væri á bak við hana. Hún sagðist jafnvel eiga von á að fleiri hæfu hungurverkfall með sér. Hildur Rúna hóf mótmæla- stöðu við Borgartún 20 í morgun ásamt fleirum og hafði þar tesopa meðferðis á brúsa. -hlh JVC THA9 129.990, Verð áður kr. 149.990 Eitt glæsilegasta heimabíókerfið á markaðnum í dag. Eitt með öllu. Slónvamsmiðstöðin RAFTÆKJAVERSLUIil • S10UMULA 2 • SIMl 5G8 S090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.