Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 DV Fréttir DV-MYND PSJ Unnlö að slökkvistarfi Vel gekk aö ráöa niöurlögum elds sem kom upp í Hraöfrystihúsi Hell- issands í gærkvöld. Hraðfrystihús Hellissands: Mikið tjón í eldsvoða Mikill eldur kom upp í húsnæði Hraðfrystihúss Hellissands um áttaleytið í gærkvöld. Eldurinn barst í þak gömlu fiskmóttökunn- ar en hún hefur verið notuð sem geymsla fyrir veiðarfæri og felli- hýsi. Slökkvilið Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar kom á vettvang og gekk ágætlega að ráða niðurlögum eldsins. Talið er að eldurinn hafi komið upp í plastkörum sem voru í porti við hlið hússins og þykir liklegt að hann hafi kraumað lengi áður en hans varð vart. Mikið tjón varð í eldsvoðanum og að minnsta kosti 100 fiskikör eyðilögðust. Eldsupptök eru ókunn en málið er í rannsókn. -PSJ Vatnavextir lokuðu Þjóð- vegi eitt Miklir vatnavextir eru viða um land vegna óvenjumikilla hlýinda. Þjóðvegur eitt við Kotá í Öræfum fór í sundur í nótt rétt sunnan við Hof þegar áin ruddist gegnum veg- inn. Jökull Helgason hjá Vegagerð- inni í Hornafirði sagði í morgun að vegurinn væri aftur fær öllum bíl- um. Viðgerð stendur yfir og lýkur eftir hádegið. Um miðnættið var 13 stiga hiti i öræfum, sem þýðir auk- inn vatnsaga úr jöklum, auk þess sem miklar rigningar hafa verið og verða áfram samkvæmt veðurspá. Vitað var i morgun um minni háttar vegaskemmdir í Berufirði þar sem rann yfir veginn og i Þvott- árskriðum var varað við ástandinu, en vegurinn var þó enn fær. -JBP DV-MYND ÞGK Mikill áhugi Grindvíkingar, ekki hvaö síst forráöa- menn barna í bænum, mættu og hlýddu á mál Stefáns Karls Stefáns- sonar regnbogabarns í gærkvöld. Tíundi hver íbúi hlýddi á fyrirlest- ur um einelti Nær tíundi hver íbúi Grindavík- ur hlýddi í gærkvöld á erindi Stef- áns Karls Stefánssonar, leikara og forystumanns samtakanna Regn- bogaböm - til fundar mættu yfir 200 íbúar. Þorsteinn G. Kristjánsson sjómaður, formaður Foreldrafélags Grannskólans í Grindavík, sagði eftir fundinn að hann hefði verið áhrifarikur og Stefán Karl heföi flutt afburðagott erindi um einelti en Regnbogaböm helga starf sitt baráttu gegn slíku atferli. Stefán tekur fast á vandamálinu auk þess sem hann kryddar mál sitt og vekur ófá bros. -JBP Nýtt skref í stóriðjuáformum á Norðurlandi: Umhverfismat á súrálinu - grunnvinnu lokið á þessu ári, að sögn forstjóra Hönnunar Hönnun hf. hefur hafið undirbún- ing við gerð umhverfismats fyrir hugsanlega súrálsverksmiðju við Húsavík. Verkkaupi er Fjárfesting- arstofa og segir Bjöm Ingi Sveins- son, forstjóri Hönnunar, að búist sé við að grunnrannsóknaferlinu verði lokið á þessu ári. Hann segir að fyr- irtækið sé þegar farið að afla gagna um sambærilega starfsemi í útlöndum en of snemmt sé að spá nokkra um framvindu málsins. Aðeins sé um undirbúningsrannsóknir að ræða. Á sínum tima kannaði staðarvals- nefnd fyrir stóriðju kringumstæður á Keilisnesi, á Reykjanesi, Dysnesi við Eyjaíjörð og í Reyðarfirði en Húsavík var aldrei inni í þeirri mynd. Fyrir vikið vantar grannupp- lýsingar um svæöið og er Hönnun nú að afla slíkra gagna. M.a. verða veðurfarsmælingar gerðar sem og jarðskjálftaathuganir en lóðarval liggur enn ekki fyrir. Nokkur umræða hefur átt sér stað um mengunaráhrif frá súráls- Ámi Valgeröur Finnsson. Sverrisdóttir. verksmiðju en bæði framkvæmda- stjóri Fjárfestingarstofu og Jón Hjaltalín Magnússon hjá Atlantsáli hafa sagt að umhverfisþátturinn sé ekki stærsta fyrirstaða fyrirhugaðr- ar framkvæmdar. Þeir segja að ný tækni hafi leyst úrelt vinnubrögð af hólmi en Ámi Finnsson, formaður Náttúruvemdarsamtaka íslands, staðhæfir að mengun súrálsverk- smiðju sé mun umfangsmeiri en í álbræðslu. Húsvíkingar horfa vongóðir til fyrirhugaðrar framkvæmdar enda hefur Jón Hjaltalín látið hafa eftir sér að allt að 900 manns gætu feng- ið vinnu við súrálsverksmiðjuna. Húsvíkingar binda vonir við að Þeistareykjasvæðið geti orðið sá orkugjafi sem súrálsverksmiðja þarfnast en samhliða núverandi at- hugunum er Atlantsál að kanna grandvöll fyrir rekstri álbræðslu í Eyjafirði. Langt í land enn Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði ótímabært í samtali við DV í gær að tjá sig um vænting- ar vegna stóriðjuáforma Atlantsáls. Hún sagði að forvinnu ætti að vera lokið í lok 2003 að undangenginni hagkvæmniathugun. Menn myndu sérstaklega fylgjast með framvindu mála á Þeistareykjum en mjög yrði að huga að umhverfísþættinum þar sem súrálssframleiðsla væri óþekkt til þessa á íslandi. „Spurningin er hvemig dæmið lítur út að ári,“ sagði ráðherra. -BÞ Mörg eru mannanna verk Menn taka sérýmislegt fýrir hendur í amstri dagsins, þar á meöal þessi vaski iönaðarmaöur sem var kominn á ystu nöfí viögerö sinni í slippnum í Reykjavík í gærdag. Garðar Sverrisson um áskorun Öryrkjabandalagsins: FBI vill íslensk vitni Bandaríska alrík- islögreglan, FBI, hef- ur tilkynnt utanrík- isráðuneytinu aö fimm lögreglumönn- um verði stefnt fyrir rétt í Bandaríkjun- um. Lögreglumenn- irnir eiga að bera vitni i máli ákæruvaldsins gegn ffönskum flugþjóni sem er ákærður fyrir að skrifa sprengjuhótun á spegil á salemi flugvélar Virgin Atlantic. Vélin nauðlenti á Keflavíkurvelli á sínum tíma. Þá hefur verið ákveðið að Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, fari með lögreglu- mönnunum vestur um haf. Tæknivætt einelti Unglingar verða fyrir einelti á spjallþráðum Netsins og í gegnum SMS-skilaboð sem send eru með nafn- leynd. Skólastjóri Réttarholtsskóla segir í samtali við mbl.is að ágætlega hafi tekist að koma í veg fyrir líkam- legt og andlegt ofbeldi i skólanum en með tækninni sé kominn nýr flötur sem menn séu ekki búnir að átta sig fyllilega á. Slök uppskera Kartöfluuppsker- an er með slakasta móti í ár að mati Sig- hvats Hafsteinsson- ar, formanns Lands- sambands kartöflu- bænda. Formaður- inn áætlar að upp- skeran verði um 7 til 8 þúsund tonn en til samanburðar má nefna að uppskera síðasta árs nam 12 þúsund tonnum. mbl.is greindi frá. Dauft yfir vinnumarkaöi Uppsveifla á vinnumarkaði sem venjulega verður á haustin hefur ekki látið á sér kræla nú. Þetta segir Þórir Þorvarðarson, ráðningastjóri Hag- vangs, í samtali við mbl.is. Mikið framboð virðist á fólki með tölvu- og viðskiptafræðimenntun. Stór samningur Flugfélagið Atlanta hefur gert samning við Malaysia Airlines Sy- stems í Malasíu um þjónustusamning á þremur Boeing 747 vélum félagsins. Flugið hófst í gær en vélamar verða með bækistöð í Kuala Lumpur. Bond á leiðinni. Die Another Day, nýjasta kvik- myndin um ofumjósnarann James Bond, verður frumsýnd 29. nóvember nk. Eins og kunnugt er var veigamik- ið atriði í myndinni tekið upp við Jök- ulsárlón og SkálafeUsjökul. Látum ekki leiða okkur eins og lömb til slátrunar „Þetta snýst um að þaö gerist eitt- hvað,“ segir Garöar Sverrisson for- maður Öryrkjabandalags íslands, aðspurður um hvort Evrópuár fatl- aðra, sem efnt verður til á næsta ári að frumkvæði Evrópusamtaka fatl- aðra, snúist fyrst og fremst um hækkun grunnlífeyris og tekju- tryggingar. Öryrkjabandalagið birti áskorun til ríkisstjómarinnar í heil- síðuauglýsingu í Morgunblaðinu í gær, þar sem slík hækkun er lögð til sem grandvöllur fyrir því að sam- starf geti tekist á milli bandalagsins og stjómvalda á Evrópuári fatlaöra. Garðar segir Öryrkjabandalaginu ekkert aö vanbúnaði aö halda ár fatlaðra upp á eigin spýtur gangi stjómvöld ekki að þessu. „En við ætlum ekki aö láta leiða okkur þar eins og lömb til slátranar, sitjandi fyrir á ljósmyndum með ráðamönn- um. Þeir sem halda að það eigi bara að nota árið til þess að tala, án þess að sýna vilja í verki, misskilja alveg hlutverk sitt,“ segir Garð- ar. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði við DV í síðustu viku að undirbúning- ur af hálfu stjómvalda vegna Evr- ópuárs fatlaðra væri „á fleygiferð“ og yfir tuttugu manna hópur ynni að honum. Garðar Sverrisson segir þessa samstarfstilburöi meingallaða meðal annars vegna þess, að stjóm- völd ætli sér ekki að einangra verk- efnið viö fatlaða heldur víkka það út til „allflestra hópa í þjóðfélaginu". Á dögunum var felld tillaga sjálf- stæðismanna í borgarstjóm Reykja- víkur um að hækka um 50% tekju- viðmiö vegna niðurfellingar fast- eignaskatta aldraðra og öryrkja. Garðar er spurður hvers vegna Ör- yrkjabandalagið hafi ekki mótmælt þessu. „Við eram fyrst og fremst að hugsa um þá í okkar hópi sem eru verst settir. Því miður eru þeir ekki í eigin húsnæði, þannig að gjöld af fasteignum er ekki það sem brennur á því fólki, þótt ég vildi óska að svo væri,“ segir Gaiðar - þess vegna sé þetta mál ekki sett á oddinn. Spurð- ur um hvort hann sé hlynntur til- lögunni svarar Garðar: „Persónu- lega þætti mér brýnna aö verja þessu fé til að koma til móts við þá félaga okkar sem líða hvað mest fyr- ir þá fátæktarstefnu sem Bjöm Bjamason hefur tekið virkan þátt í að reka á undanfomum árum.“ -ÓTG Sex skjálftar Sex skjálftar, 4,6 til 5,5 stig á Richter, mældust sunnarlega á Reykjaneshrygg aðfaranótt sunnu- dagsins og á mánu- dag. Ragnar Stefáns- son jarðskjálftafræð- ingur sagði í samtali við mbl.is að full ástæða væri til að fylgjast grannt með gangi máli enda væru líkur á að virknin kynni að fær- ast norðar og nær íslandi. Bæta við framlag Ríkisstjómin ætlar að bæta 5 millj- ónum króna við framlag Rauða kross- ins sem varið verður til að styðja hjálparstarf alþjóðaráðs Rauða kross- ins í ísrael, á herteknu svæðunum og sjálfstjómarsvæðum Palestínumanna. Framlagið verður þannig samtals tíu milljónir. Afkoma bænda Afkoma sauðfjárbænda fór ver- sandi á síðasta ári samanborið við árið á undan. Á sama tima batnaði af- koma kúabúa hérlendis. -aþ Garöar Sverrisson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.