Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 14
14
Menning
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002
_______________________DV
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is
Köld beinagrind
Tékkneski píanóleikarinn
Jaromir Klépác hélt tónleika í
Salnum í Kópavogi á sunnu-
dagskvöldið og lék hann fyrst
ballöðu í g-moll opus 23 eftir
Chopin. Heildarmynd verksins
var sterk, Klépác vissi nákvæm-
lega hvert leið lá og gat maður
nánast heyrt endurómun
lokatónanna strax í upphafi,
eins og öfugt bergmál. Þennan
stíl, að fóma smáatriðunum fyr-
ir heildarsvipinn, hafa margir
píanóleikarar tileinkað sér, og á
ágætlega við í mörgum tónsmíð-
um. Gallinn er þó sá að tónlist-
inni hættir þá til að verða dálít-
ið fyrirsjáanleg, það sem á að
hljóma spontant hverfur og að-
eins beinagrindin er eftir.
Þannig var túlkun Klépács á
Chopin, hún var kuldaleg og
stíf, t.d. var hraðaramminn
ósveigjanlegur, sumt var bein-
línis óþægilega taktfast og þrátt
fyrir ömgga tækni píanóleikar-
ans var á tímabili eins og hann
væri að spila undir í balletttíma
hjá fitubollum.
Svipað var upp á teningnum i
a-moll sónötu Mozarts KV 310,
túlkunin var gersamlega and-
laus, styrkleikabrigði fátækleg
og pedalnotkun í óhófi. Hið blíð-
lega en tregafulla andrúmsloft
sem ríkir í sónötunni var víðs
fjarri, og var eins og Klépác
væri að hrista flngraæfingu
fram úr erminni. Vantaði í raun
bara taktmæli upp á flygilinn og
reiðan píanókennara gangandi
um sviðið til að fullkomna atrið-
ið.
Þrátt fyrir þetta er Klépác
mjög fær, hann er flinkur og ör-
uggur þó listræn sýn hans á of-
angreind verk hafi verið tak-
mörkuð. Til marks um það vora
hin verkin á efhisskránni, t.d.
var konsertetýðan Við strönd-
ina eftir Smetana stórglæsileg
og naut þar sín mikil fingra-
tæknin. Etýðan er afar áhrifa-
mikil, brimið við ströndina birt-
ist manni ljóslifandi í skrautleg-
ustu hlaupum upp og niður
hljómborðið og hafði Klépác
ekkert fyrir þeim.
Ekki var síðri flutningurinn á
Sónötu Janáceks, Á götimni, þar
sem píanóleikurinn var einstak-
lega sannfærandi, öfgaminni en
maður heyrir oft í þessu verki
en fyrir vikið einlægari. Margir
detta í þá gryfju að yfirdramat-
ísera tónlist Janáceks en þá
hættir henni til að verða tilgerð-
arleg og leiðinleg og passaði
Klépác sig vel á öllu slíku.
Myndir á sýningu eftir Muss-
orgsky var einnig prýðilega
flutt, sumt, eins og Markaðs-
torgið í Limoges, var að vísu
óþarflega sterkt og byrjunin á
siðustu myndinni, Borgarhlið-
inu í Kænugarði, heldur passíf
miðað við gauraganginn á und-
an. Flest annað hitti beint í
mark og er það til marks um
hæfni Klépács að hann lék varla
eina einustu feilnótu, þrátt fyrir
þær gríðarlegu kröfur sem verk-
ið gerir til fiytjandans. í heild
var þetta því góður flutningur
og kærkomin tilbreyting að
heyra verk Mussorgskys í sinni
upphaflegu mynd á tónleikum
hér á landi en ekki í hljómsveit-
arútgáfu Ravels sem er oftar
dv-mynd gva leikin.
Tékkneski píanólelkarinn Jaromír Klépác Jónas Sen
Mjög fær, flinkur og öruggur en nokkuö stífur í sumum verkunum.
' >>. -
Tónlist
'vrs-' : - ' >v t
g'l.*;-,;-:; .
Óvænt perla á djasshátíð
Bandarísku gestimir sem sátu við næsta
borð við mig á pönnukökutónleikum Jazzhátíð-
arinnar brostu næstum því vorkunnsamlega
þegar söngkonan kynnti aukalag sitt, Georgia
on my Mind, með dálítið óamerískum fram-
burði. En það voru sömu Ameríkanar sem
fögnuðu henni innilega þegar laginu lauk. Það
var auðséð og heyrt að eistneska söngkonan
Margot Riis haföi unnið hug þeirra og hjörtu,
svo og allra annarra áheyrenda sinna.
Pönnukökudjass Jazzhátíðarinnar er
nú orðinn fastur liður í hátíðahöldun-
um. Á boðstólum er ávallt sígild djass-
tónlist og að minnsta kosti þrjár teg-
undir af gómsætum pönnukökum, enda
er pönnukökudjassinn vel sóttur af fólki á
öllum aldri, ekki síst fjölskyldufólki, sem
e.t.v. kemst ekki á hefðbundna kvöldtónleika.
Ber sérstaklega að þakka aðstandendum
Jazzhátíðar Reykjavíkur og ekki síst forráða-
mönnum Kaffi Reykjavíkur sem hafa búið þess-
um tónleikum einkar góða umgjörð.
En hver er Margot Riis?
Margot er tónlistarkennari sem flutti til ís-
lands árið 1998. Hún kennir söng í tónlistar-
skólanum á Laugum í Þingeyjarsýslu og Húsa-
vík. Hún hefur sungið lítið eitt fyrir norðan
með eigin tríói en þetta er í fyrsta sinn sem
hún kemur fram á Jazzhátíð Reykjavíkur -
væntanlega ekki í það síðasta.
Meðleikarar hennar í þetta sinn vom ekki af
verri endanum, þeir Gunnar Gunnarsson pí-
anóleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari
og Eric Qvick trommuleikari. Þessir
ágætu djassleikarar eiga það sameigin-
legt að geta leikið með, bæði fallega og
smekklega, þegar um er að ræða söng
af þessum kaliber. Enda stóðu þeir sig
með prýði (utan örlítis flýtis sem gerði
vart við sig í Don’t Get Around Much
Anymore sem að öðru leyti var óaöfinnan-
legt). Hrafnsson spilaði hreinar sveiflukenndar
línur sem auðheyrilega smituðu nafna hans
Gunnarsson. Qvick spilaði smekklega og aldrei
of mikið. Það er ekki öllum trommurum gefið
undir svona kringumstæðum.
Ég minntist á söng af þessum kaliber. Ef ég
ætti að reyna að flokka söng Margot Riis (en
maður á helst aldrei að flokka söngvara eða
aðra listamenn) þá væri ég ekki lengi að nefna
söngkonur eins og Cris Connor, June Christy,
Jo Stafford, Anitu O’Day og Dakota Staton. En
Margot er með bjarta rödd og stíl sem minnir
eilítið á þessar allar og jafnvel örlitið á Dinah
Washington til viðbótar. Þegar Margot söng lög
eins og My One and Only Love og As Time
Goes by (með tilheyrandi inngangsversi) var
auðheyrt að hér er á ferðinni þjálfaður tónlist-
armaður sem kann ýmislegt fyrir sér. Frasar
voru léttir og leikandi, jafnvel scat-söngurinn
var fyrsta flokks. Eina misfellan var túlkun
þeirra allra á Lullaby of Birdland, gamalli
lummu eftir Georg Skæringsson, sem þau kusu
að leika í hálf-klassískum stil a la Bach útgáfu
Jacques Loussier.
Kæra þökk fyrir ánægjulega tónleika og góð-
ar pönsur!
Ólafur Stephensen
Jazzhátíö Reykjavíkur: Margot Riis á pönnukökutónleik-
um á Kaffi Reykjavík, 6.10.02.
DV-MYND GVA
Örtröð í Þjóð-
menningarhúsi
Það komu riflega 750 manns á sýn-
inguna Handrit í Þjóðmenningarhús-
inu á sunnudaginn, fyrsta daginn sem
hún var opin almenningi. „Dagurinn
var eins og hugur manns,” segir Mál-
fríður Finnbogadóttir, skrifstofustjóri
hússins, „það var fólk alls staðar í
húsinu - í anddyrinu, í stiganum og á
öllum hæðum.“
Þó að ásóknin væri langmest á
handritasýninguna varð örtröðin
aldrei svo mikil að það þyrfti að
hemja aðgang að henni því fólk kom
nokkuð reglulega allan daginn og fór
líka á aðrar sýningar í húsinu. Á
mánudag var aðsóknin líka mikil, þá
komu skólaböm, ferðaskrifstofuhópar
og einstaklingar.
„Mest finnst mér til um hvað fólk
nýtur þess að skoða handritin," segir
Málfríður, „það er gaman að áhuginn
skuli vera svona mikill á þeim enn
þá.“
Sýningin er opin alla daga vikunn-
ar kl. 11-17 og er ókeypis inn á sunnu-
dögum.
Konur og
kinnhestar
í hádeginu á morgun, milli kl.
12 og 13, verður dr. Auður Magn-
úsdóttir sagnfræðingur með rabb í
stofu 101 í Lögbergi. Rabbið nefn-
ist „Konur og kinnhestar. Ofbeldi
og kynhlutverk á íslandi á miðöld-
um“.
Á seinni árum hefur opnast um-
ræða um ofbeldi kvenna gagnvart
bömum sem lengi var dulið. Önn-
ur ofbeldisverk kvenna hafa
einnig komist í sviðsljósið, en
dómar fyrir ofbeldisverk þykja
enn fara eftir kynferði hins
ákærða. Hefur þá ofbeldishneigð
kvenna aukist, eða hefur hún ein-
faldlega komið fram í dagsljósið? í
rabbinu um konur og kinnhesta
ætlar Auður að líta á ofbeldi
kvenna gegn körlum eins og því
er lýst í íslendingasögum, og hún
spyr hvort þjóðfélags- og hjúskap-
arstaða hafi haft áhrif á hvernig
ofbeldi kvenna var tekið.
Auður Magnúsdóttir lauk dokt-
orsprófi frá Gautaborgarháskóla
2001. Doktorsritgerð hennar ber
heitið „Fruar och Frillor. Politik
och samlevnad pá Island 1120-
1400“. Auður kennir við sagn-
fræðideild Gautaborgarháskóla.
Bækurnar
sem mótuöu mig
Annað kvöld
kl. 20 verður
Bókakaffi ís-
landsdeildar
IBBY og SÍUNG á
Súfistanum við
Laugaveg. Þar
spjalla Steimmn
Jóhannesdóttir
og Ármann Jak-
obsson við gesti um bækur sem
hafa lifað með þeirn allt frá æsku.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Vattarsaumur
í kvöld kl. 19.30 hefst námskeið
hjá Heimilisiðnaðarskólanum í
svonefndum vattarsaumi. Vattar-
saumur er ein af elstu einfoldu
textílaðferðunum, mikið notuð á
jámöld og víkingatímanum, aðal-
lega í Norður-Evrópu og Rúss-
landi. Þetta er eins konar millistig
milli prjóns og hekls og notuð er
kröftug nál til verksins. Algengast
var að vinna úr sauðfjár- eða
geitaull í sokka og vettlinga en
hrosshári í skó og sóla, einnig
hafa fundist dæmi um vattarsaum
úr basti og öðrum plöntutrefjum.
Draumar barna
Kemur ein-
hver hlaup-
andi upp í til
þín á nætum-
ar undan öskr-
andi ljónum
og tígrisdýr-
um? Eða full-
yrðir kannski
að það sé bjamdýr undir rúminu
sínu? Eða skrímsli inni í skáp? Hjá
Vöku-Helgafelli er komin út bókin
Draumar barna og merking þeirra
eftir Amöndu Cross í þýðingu
Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Þar
má lesa sér til um slíkar uppákom-
ur, fmna útskýringar á algengustu
fyrirbærum og táknum í draumum
bama og gagnleg ráð handa þeim
sem þurfa að kljást við martraðir
og ótta hjá bömum.
f inngangi bókarinnar er spurt:
„Hvar var bamið þitt í nótt? Barð-
ist það við dreka hjá gríðarstórum
kastala eða ferðaðist það til tungls-
ins með ofurhetjunni sinni?" Og
aöalspumingin er sú hvort þetta
merkir eitthvað.
Höfundur bókarinnar er á þeirri
skoöun að draumar barna séu mik-
ilvæg vísbending um sálarlíf þeirra
og með því að fylgjast með hvað
bömin dreymir geti fullorðnir átt-
að sig betur á því sem bærist innra
með þeim: Vonum þeirra og vænt-
ingum, vonbrigðum og áhyggjum.
Draumar barna er bók október-
mánaðar í bókaverslunum.