Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2002, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 M agasm DV Mígandi fullur á hraábraut Lögreglumenn í Wales rak I rogastans á dögunum er þeir sáu Volkswagen Polo koma akandi á móti mikilli umferð á hraöbraut. Laganna verðir hófi þegar eftirfór og tókst að lokum eft- ir nokkum eltingaleik að stöðva bifreiðina. Út úr henni steig 56 ára gamall karlmaður og var hann vel við skál. Hafði hann í blóði sínu fjórfalt magn áfengis sem leyfilegt er í Wales. Lögreglan sagði eftir handtöku mannsins að litlu hefði mátt muna að stórslys hlytist af uppátæki mannsins. Þegar mest gekk á veifaði hann tU lögreglunnar á fleygiferð og virtist ekki vita í þennan heim né annan. Einstæ&a móbirin sleppur við steinkastið Amina Lawal, einstæð móðir í Nígeríu sem á yflr höfði sér að verða grýtt til dauða fyrir að eignast bam utan hjóna- bands, hefur þakkað þátttakendum í fegurðarsamkeppninni Miss World fyrir stuðninginn. Margar stúlkur sem áttu þátttökurétt í keppninni mættu ekki til leiks og vUdu með því mótmæla meðferöinni á Lawal. Háttsettur maður innan stjómar Nígeríu hefur fuU- yrt opinberlega aö Lawal verði aUs ekki grýtt tU dauða. Hittust aftur eftir 58 ár Joyce Hardy, 79 ára gömul bresk kona, varð yfir sig hrif- in og undrandi er hún komst að því að nýr gestur á hjúkr- unarheimUinu sem hún dvelur á er bróðir hennar sem hún hefur ekki séð í 58 ár. „Ég þekkti hann nú eiginlega um leið og eg sá hann. Það var yndislegt að hitta hann aftur eftir öU þessi ár,“ sagði Hardy en bróðir hennar er 72 ára. Framkvæmdastjóri heim- Uisins sagði að Hardy hefði strax séð að þama fór bróðir hennar. „Eftir andartak sagöi hún: Þetta er bróðir minn. Síðan leiddust þau hönd í hönd í nokkum tíma og grétu eins og litU böm.“ 5 krónur í sekt Ungur nemi i Chile sem var handtekinn fyrir að framvísa fólsuðum aðgangsmiða í strætó þar í landi hefur verið dæmdur tU að greiða 5 krónur íslenskar í sekt. Nemandinn varð þó að dúsa í fangelsi í fimm daga á meðan mál hans var tekið fyrir dóms- stólum. m 1 (-) Skfler Boi—Avril Lavigne 2 (-) All the things she said—T.A.T.U 3 (-) Dag sem dimma nátt - (svöitnm fötum 4 (-) The Zephyr Song - Red Hot Chili Peppars 5 (-) Uke I love you - Justin limberlake 6 (-) Come to me - Daysleepers 7 (-) One love-Blue 8 (-) Jenny from the block - Jennifer Lopez 9 (-) Come into my life - Kylie Minogue 10 (-) Hey Ma — Cam'ron 11 (-) Feel - Robbie Williams 12 (-) Lose Yaurself — Eminem 13 (-) The scientist—Coldplay 14 (-) Family Portrait—Pink 15 (-) Don’t stop dancing - Creed 16 (-) S^ömuryk — írafár 17 (-) Die Another Day - Madonna 18 (-) GirfTalk—TLC 19 (-) Game of love - Santana 8 M. Branch 20 (-) Underneath it all - No Doubt Addi Albertz kynnir llstann ttll mlðvlkudagskvðld klukkan 22:00 á Sterfó 895 ásamt fróðlelk og Ittgum llklegum tll vlnsælda. ( STERÍÖ 895 ) IWWIMlBrtoJ* l % SWAROVSKI Húfur yflr og allt um kring. Guöni Hannesson og Sigríöur Alexanders hjá Gatnamálastofu á Stórhöföa meö húfur á höföi. Húfusafniö telst í hundruöum og líklega eru fá stærri tll. Magasín-myndir Teitur Starfsfólk Gatnamólastjóra meó einstætt derhúfusafn: Gestirnir ganga berhöfóaðir út „Ég er feiminn að ganga hart á eftir mönn- um um að gefa mér der- húfur. En hins vegar eru margir sem vita af þessari söfnun okkar hér og koma hreinlega og gefa okkur húfur. Raunar er það nú svo að ef menn koma hingað inn með húfur á höfði sem við eigum ekki í safninu þá tölum við við- komandi til, þannig að sá hinn sami labbar yfirleitt berhöfðaður út,“ segir Guðni Hannesson, verk- stjóri á þjónustumiðstöð Gatnamálastofu við Stór- höfða í Reykjavík. Þar á bæ hefur starfs- fólkið sem skemmtun og áhugamál að safna der- húfum. í þessu hefur það staðið í um tíu ár og nálg- ast húfumar góðu nú að verða sex hundruð tals- ins. Allir taka ofan Húfumar eru merktar flugfélögum, vinnuvéla- framleiðendum, verslun- um, olíufélögunum og mörgum fleiri. Ekki síst erlendum fyrirtækjum. Þær prýða veggi hverfis- miöstöðvarinnar - og eru svo að segja um alla ganga. Frammi í móttök- unni em 180 húfur uppi og 107 eru á skrifstofu Guðna og Sigríðar Alex- anders, samstarfskonu hans. „Allir sem hingað koma inn verða að taka ofan fyrir okkur. Á mörg- um vinnustöðum er við lýði sá siöur að fari ein- hver til útlanda verði sá hinn sami að koma með nammi aö utan. En hér verður fólk að gera betur og koma líka meö húfu í safnið," segir Sigríður. Hún bætir við að þessi söfnun sé vitnisburður um hvað megi gera til að lífga upp á menningu á vinnustað og skapa skemmtilegan anda. Stefnum í þúsund „Stundum koma þeir tímar að við fáum engar húfur en stundum streyma þær til okkar. Ég er alltaf feginn þegar hverju hundraði er náð - og nú eru húfumar alveg að veröa sex hundruð. Markmiðið er að á vegg- ina hér verði komnar þús- und húfur innan tveggja ára. Mig langar sérstak- lega að fá lögguhúfu í safnið og hver veit nema þaö takist. Ég er búinn að nefna þetta viö kunningja minn sem starfar í lög- reglunni. Gaman væri ef honum tækist að útvega mér eina slíka,“ segir Guðni þegar hann hag- ræðir húfunni á höfðinu á sér - einni af 580 í safn- inu. -sbs Reiddist snáknum og beit hann í tætlur Bóndi einn á Indlandi liggur þungt haldinn eftir miður skemmtilega baráttu við baneitraöan snák á akri sínum. Bóndinn varð var við snákinn á dráttarvél sinni og hugöist ganga frá honum. Snákurinn snerist til vam- ar og beit bóndann illilega. Bóndi brást illur við og réðst á snákinn og beit hann í tætlur og steindrap. Rann á manninn algjört æði og er ekki ósennilegt aö örlög bóndans skapheita, sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi, veröi hin sömu og snáksins Kevin Kostner - botnlanganum fátækari. Laus við botnlangann ræmarmn gooKunm, Kevm Kostner, gekkst undir uppskurð á dögunum er botnlanginn kappans var fjarlægöur. Kostner var brattur eftir upp- skurðinn en var skipað að taka lífinu með ró í tvær vikur. „Kostner er allur að koma til. Sem betur fer var þetta ekki al- varlegt og Kostner á að hvíla sig vel næstu daga,“ sagði talsmað- ur leikarans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.