Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Blaðsíða 1
4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 DAGBLAÐIÐ VÍSIR_______________________________263. TBL. - 92. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Hár virðisaukaskattur hefur hamlandi áhrif á viðskipti með barnaföt: Meira en þriðjungur barnafata keyptur ytra íslendingar kaupa 35% barnafatn- aöar i útlöndum. Þessar niðurstööur má lesa úr könnun sem Gallup vann fyrir Baug íyrir tveimur árum. Er hlutfall barnafatnaðar sem keyptur er á erlendri grundu um það bil tvö- falt hærra en hlutfall dömu- og herrafatnaðar. Minnst er þó keypt af herrafatnaði erlendis. Þessar niðurstöður eru athyglis- verðar í ljósi tillögu til þingsályktun- ar sem Páll Magnússon varaþing- maður hefur sett fram á Alþingi um að skoðað verði hvort afnema eigi virðisaukaskatt af barnafatnaði. Virðisaukaskattur af barnafatnaði er 24,5 prósent hér á landi en í Bret- landi er hann enginn. Annars staðar er virðisaukaskattur almennt mun lægri en hér á landi en ákveðnar matvörur og bækur bera 14 prósent virðisaukaskatt hérlendis. „Menn hafa spáð í hve mikið af innkaupum á barnafatnaði mundi flytjast til landsins við afnám virð- isaukaskattsins og niðurstaðan er 15-20 prósent," sagði Finnur Árna- son, forstjóri Hagkaupa, við DV en vsk-afsláttur Hagkaupa fékk afar góðar viðtökur neytenda um liðna helgi. Þá var veittur afsláttur af bamafötum sem nam virðisauka- skattinum. Finnur sagði afnám virðisaukaskatts af barnafötum vera gamalt baráttumál Hagkaupa og þar á bæ tækju menn umræddri þingsályktunartillögu fagnandi. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, sagði í blaðinu í gær að tækni- lega stæði fátt í veginum fyrin fleiri virðisaukaskattsþrepum en nú eru og verslunin hlyti að fagna lækkuðu vöruverði og veltuaukningu sem af hlytist. Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað- ur Samfylkingar, segist jákvæð gagn- vart afnámi virðisaukaskatts af barnafötum en vill skoða verðmynd- unina í stærra samhengi. Pétri Blön- dal finnst tillagan bera vott um lýð- skrum og að flóknara skattkerfi skapi jarðveg fyrir svindl. Almenn lækkun á virðisaukaskattinum sé mun vænlegri leið. -hlh ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 2 í DAG Seljahverfi: Mikill eldur í raðhúsi - engin slys á fólki Raðhús i Dalseli í Selja- hverfi skemmdist mikið í eldi í nótt. Ein kona var í húsinu og var hún komin út úr húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Hún var flutt á slysadeild til rann- sóknar vegna hugsanlegrar reykeitrunar. Það var rúmlega eitt í nótt, að slökkviliðið var kvatt á staðinn. Mikill eldur var þá í húsinu, sem er endaraðhús, tvær hæðir og kjallari. Stóðu eldtungumar út um glugga á hlið hússins og neðri hæðin var alelda. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn og tók það skamman tíma, en mjög miklar skemmdir urðu á húsinu. Nærliggjandi hús vom aldrei í hættu. Ekki er vitað um eldsupp- tök, en ljóst þykir að eldur- inn hafi komið upp á neðri hæðinni og breiðst mjög hratt út. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins. -JSS RANNSÓKNIR Á HERMENNSKU: Kvenfólk getur líka verið her- menn 22 FÓKUS í MIÐJU BLAÐSINS: Hver verður næsta Ung- frú ís- land.is FMC282 TÆKJASAMSTÆÐA með útvarpi, geisla- spilara hátölurum og Heimilistæki TILBOÐ 14.995 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Verð áður 16.995 Veröbréfasparnaöur I I Landsbankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.