Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Blaðsíða 32
Demantar,
og r
skínandi
Viðbótarlífeyrissparnaður
Allianz©
I -A_I
Loforð er loforð
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002
Sími: 533 5040 - www.allianz.is
Þrotabú FF:
330 milljonir end-
urgreiddar
Landsbankinn, Búnaöarbankinn og
íslandsbanki hafa samþykkt kröfu
skiptastjóra þrotabús Frjálsrar fjölmiöl-
unar, FF, um að endurgreiöa 330 miilj-
ónir króna vegna sölu á 60 prósenta hlut
FF í útgáfufélagi DV í byijun desember
2001. Sigurðar Gizurarson skiptastjóri
segir við Morgunblaðið að þetta séu
einu fiármunimir sem honum hefur til
þessa tekist að fá upp i lýstar kröfur í
búið sem námu um 1.100 milljónum
króna.
Eigendur FF höíðu áður, eða í apríl
árið 2001, selt 40% hlut í útgáfufélagi DV
og í desember sama ár seldu þeir af-
ganginn, 60%, til fjárfestingarfélagsins
ESÓB fyrir um 400 milljónir króna. Sig-
urður hélt því fram í kröfugerð á hend-
ur bönkunum að samkvæmt sérstöku
samkomulagi hefði söluvirðið aldrei
runnið til eigenda FF heldur bankamir
ráðstafað Qármununum hjá sér. -hlh
Rekstrartap SS
Sláturfélag Suðurlands var rekið
með 14,5 milljóna króna tapi fyrstu niu
mánuði ársins en á sama tima í fyrra
var 103 milljóna króna rekstrartap.
Bætt afkoma stafar fyrst og fremst af
lækkun fjármagnsgjalda vegna gengis-
hækkunar krónunnar. Fjárhagsstaða
Sláturfélagsins er þó traust með eigið
fé rúman 1,1 milljarð króna og 45%
eiginhlutfall. -GG
Slagsmál
Einn var fluttur á slysadeild og
annar handtekinn þegar slagsmál
brutust út á skólaballi framhalds-
skólanema á Broadway sl. nótt. Lög-
reglan var kvödd á vettvang rúm-
lega hálfeitt þar sem til átaka hafði
komið milli einhverra ungmenna á
dansleiknum. Lögreglan stillti til
friðar á staðnum og hantók eitt ung-
mennanna. Því var sleppt þegar
friður var kominn á aftur. -JSS
VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU!
Sími 580 7000 | www.securitas.is
112
EINN EINN TVEIR
NEYÐARLÍNAN
LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ
EKKI ER KYN PÓTT
KERALDIÐ LEKI...I
DV-MYND E.ÓL
Bæjarstjórinn sýnir nýjustu tískuna
Efnt var til tískusýningar og tónleika á Garöatorgi í gærkvöld. Á tískusýningunni voru sýnd föt frá hönnuöinum Maríu
Lovísu. Auk sýningarstúikna, sem eru öllu vanar, sýndi bæjarstjórinn í Garöabæ, Ásdís Halla Bragadóttir, fatnaö og
var ekki annaö aö sjá en að þarna færi alvön sýningarstúika. Á eftir tískusýningunni skemmtu félagarnir KK og Magn-
ús Eiríksson af sinni alkunnu snilld. Á myndinni er veriö aö undirbúa bæjarstjórann fyrir sýninguna.
Kristján Loftsson umVÍS:
Það þarf að
borga bankann
Kristján Loftsson, stjómarformaður
Kers, segir að sala á 25% hlut Kers í VlS
frir 3,4 milljarða króna í gær helgist af
væntanlegum kaupum S-hópsins á kjöl-
festuhlut í Búnaðarbankanum. „Menn
em í þessum bankaviðræðum og allt
kostar það fé. Það þarf að borga það og
menn eiga ekki endalaust af peningum,"
segir Kristján.
Um hluthafafundinn í Keri síðar í
þessum mánuði segir Kristján, að þar
muni Samvinnulífeyrissjóðurinn verða
í lykilstöðu, enda ráði Hesteyri og VÍS
ekki ein yflr þeim helmingi atkvæða
sem þurfi til að fella sitjandi stjóm eins
og þau ætli sér. Margeir Danielsson,
framkvæmdastjóri Samvinnulífeyris-
sjóðsins, hafl hins vegar tjáð sér að sjóð-
urinn myndi á fundinum taka sér stöðu
með Hesteyrarmönnum og standa
þannig að þvi að fella stjómina og skipa
nýja.
„Þama er verið að framiylgja stefhu
ASÍ, sem Gylfi Ambjömsson var að
predika á fundi nýverið, um þaö hvem-
ig lífeyrissjóðir eigi að taka virkan þátt
■í stjórhun fyrirtækja. Þessi stefna Al-
þýðusambandsins hefur ekki komið
fram svona kristaltært áður,“ segir
Kristján.
Hann segir óvist að sala Kers á bréf-
um í VÍS hafi nokkur áhrif á hluthafa-
fund Kers, enda efist hann um að hægt
verði að boða tO hluthafafundar í VÍS
áður en hann fer fram. -ÓTG
Hörð valdaátök í Keri hf., eignarhaldsfélagi Olíufélagsins hf.:
Farið fram á umboðs-
sviptingu stjórnar
- 25% hlutur í VÍS seldur skömmu fyrir boðaöan hluthafafund
Mjög hörð átök eru nú um völd
í Vátryggingafélagi íslands hf.
annars vegar og Keri hf., eignar-
haldsfélagi Olíufélagsins hf.
(Esso), hins vegar. Síðdegis í gær
seldi Ker hf. 25% eignarhlut sinn i
VÍS til Verðbréfastofunnar hf. fyr-
ir 3,4 milljarða króna. Eftir söluna
á Ker 4,45% hlut í VÍS.
Tengist þetta átökum innan S-
hópsins svokallaða og virðist sem
með sölunni eigi að koma í veg
fyrir að Hesteyri ehf., sem er orð-
inn stór eignaraðili í Keri, takist
að knýja fram í krafti stöðu sinnar
breytingar á stjórn félagsins á
fundi sem boðaður er 27. nóvem-
ber. Veltur það þó á því hver kaup-
ir hlut Kers í VÍS. Um leið snýst
þetta um sölu ríkisins á Búnaðar-
banka íslands hf. þar sem Ker á nú
ásamt öðrum fjárfestum í viðræð-
um um kaup á bankanum.
Hesteyri í lykilaðstöðu
Eignarhaldsfélagið Hesteyri ehf.
er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirð-
ings hf. og Skinneyjar-Þinganess
hf., og hefur verið undir forystu
Þórólfs Gíslasonar, stjórnarfor-
manns VÍS og kaupfélagsstjóra á
Sauðárkróki. Hesteyri ehf. keypti
22,53% iilutafjár i Keri hf. af Fjár-
festingarfélaginu Straumi hf. þann
16. ágúst síðastliðinn. Þar með
varð Hesteyri ehf. stærsti hluthaf-
inn í Keri hf. Landsbanki Islands
hafði selt 19,32% hlut sinn i VÍS til
Kers skömmu fyrir söluna á
Landsbankanum. Þar með var Ker
komið með 29,47% hlut í VÍS. I
krafti stórs eignarhlutar Hesteyr-
ar ehf. í Keri hf. var fulltrúi Hest-
eyrar ehf., Þórólfur Gislason, kjör-
inn formaður stjómar VÍS i kjöl-
far þessara eignabreytinga.
Krafist hluthafafundar í Keri
I lok október fór Hesteyri ehf.
fram á að fá mann í stjóm Kers hf.
í ljósi hins mikla eignarhlutar. I
lok október var því krafist hlut-
hafafundar í Keri hf.. Stjórn Kers
synjaði þessari kröfu og sagði að
ekki væri hægt að óska eftir hlut-
hafafundi um stjórnarkjör í Keri
þar sem fyrir væri stjóm í félag-
inu. Hesteyri yrði að óska eftir því
að núverandi stjóm yrði svipt um-
boði sínu. Hesteyri ehf. varð við
þessu og fór fram á umboðssvipt-
ingu stjómar fyrir nokkrum dög-
um og hefur hluthafafundur verið
boðaður 27. nóvember.
Virðist ljóst að með sölu Kers hf.
á 25% hlut sínum í VÍS i gær sé
verið að koma í veg fyrir að Hest-
eyrarmönnum takist ætlunarverk
sitt með boðuðum fundi.
Ekki náðist í Þórólf Gíslason í
morgun. -HKr/
Fjárhagsleg endurskipulagning Skjás eins lokið:
Ríflega 600 milljóna
Sjálfvirk slökkvítækí
fyrír sjónvörp
Símí 517-2121
króna lækkun skulda
H. Blöndal ehf.
Áætlanir Islenska sjónvarpsfélags-
ins hf„ sem á og rekur Skjá einn,
gera ráð fyrir að félagið verði gert
upp með 11 miHjóna króna hagnaði
fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld
(EBITDA) á þessu ári og að hagnaður
fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld á
næsta ári verði um kr. 70 milljónir.
Að sögn Gunnars Jóhanns Birgisson-
ar, formanns stjómar félagsins, er
umfangsmikilli fjárhagslegri endur-
skipulagningu lokið samhliða rót-
tækum breytingum á rekstri.
I frétt frá íslenska sjónvarpsfélaginu
kemur fram að árið 2001 hafi verið erfitt
fyrir félagið líkt og fyrir önnur fyrir-
tæki á sjónvarpsmarkaði. I lok ársins
var hlutafé aukið, nýir stjómendur vom
fengnir að félaginu og samningar við
lánadrottna hófust. Þessar aðgerðir hafa
nú skilað þeim árangri að skuldir hafa
lækkað um 600 milljónir króna á milli
ára og viðsnúningur hefur orðið í
rekstri félagsins þannig að stefnt er að
því að félagið verði rekið með hagnaði
árið 2003 í fyrsta sinn i sögu þess.
Við endurskipulagningu félagsins
tók stjóm þess þá ákvörðun að af-
skrifa allar óefnislegar eignir félags-
ins og þ.á m. hlut félagsins í dótturfé-
lögum sem rekin voru með miklu
tapi.
Gunnar Jóhann segir það mat stjóm-
enda félagsins að reksturinn verði erfið-
ur enn um sinn en allt útlit sé fyrir að
áætlanir gangi eftir enda hefur góðum
árangri verið náð með hagræðingu í
rekstri samhliða sterkri stöðu á auglýs-
ingamarkaði. Stjóm félagsins mun óska
eftir frekari heimildum til hlutaflár-
aukningar á aðalfundi félagsins sem
haldinn verður í næstu viku. -aþ
Audbrekku 2 - Kópavogi
Innflutningur og solo - www.hblondal.com
SPORTVÖRUGERÐIN
SKIPHOLT 5 562 8383
,