Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Page 21
21 * FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 DV Tilvera wmzm Lesiö í hús HðKp; m Sam Waterston 62 ára Bandaríski leikar- inn Sam Waterston á afmæli í dag. Water- ston, sem jöfhum höndum leikur í kvik- myndum, sjónvarpi og leikhúsum, lék meðal • annars aðalhlutverkið i Killing Fields og var tilnefndur til óskarsverðlauna. Waterston útskrifaðist með BA-próf í sögu frá Yale-háskólanum og hafði þá einnig verið við nám í Sorbonne-há- skólanum í París þar sem hann fékk áhuga á leiklist. Þessa dagana má sjá hann i Law and Order á Skjá einum. Eiginkona hans heitir Lynn Louisea og eiga þau fjögur höm. Gildir fyrir iaugardaginn 16. nóvember Vatnsberlnn (20, ian.-i8. febr.): ■ Þú átt auðvelt með að ' stjóma fólki og atburð- um í dag en láttu það ekki stíga þér til höf- uðs. Ekki taka mikilvægar ákvarð- anir án þess að fá álit annarra. Fiskamirqq febr.-20. marsl: Ef þú ert tilbúinn að Ihlusta gætir þú lært margt gagnlegt í dag. Hugmyndir þínar falla í góðan jarðveg hjá fólki sem þú metur mikils. Hriiturinn (21. mars-19. apríl): l Þú verður fyrir von- "brigðum í dag þar sem hjálp sem þú áttir von á bregst. Ástarlífið blómstrar um þessar mundir. Nautlð (20. apríl—20. maí): / Ekki láta fólk sjá að þú sért viðkvæmur á [ y*^ ákveðnu sviði vegna þess að það gæti verið notað gegn þér. Reyndu að vera ein- göngu með fólki sem þú treystir vel. Tvíburarnir (21, maí-21. iúni); Eyddu deginum með />^fólki sem hefur svipað- I ar skoðanir og þú. Annars er hætta á miklum deilum og leiðindum. Krabblnn (22. iúní-22. iúiíi: Þér verður best ágengt i á þeim vettvangi sem ' þú ert kunnugastur. Ástin og rómantíkin svífur yfir vötnunum. Ljónlð(23, jgií-22. agúst); ■ Varastu að baktala þá sem þú þekkir því að það kemur þér í koll síðar. Ekki segja neitt um einhvem sem þú treystir þér ekki til að segja við hann. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Þú færð fréttir sem þú ert ekki nógu ánægður ^Lmeð en þú ættir að * r geta fengið hjálp til að leysa vandamálið. Kvöldið verður annasamt. Vogln (23. sept.-23. oKt.l; J Þetta er góður tími fyrir viðskipti og öfl- \f ugt félagslif. Það er r f mikill kraftur í þér þessa dagana og reyndu að virkja hann til góðs. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.t Fólk virðir og hlustar % \ á skoðanir þínar og jþér gengur vel í rök- gf ræðiun. Einhver sýnir þér mikla góðvild í dag. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i, des.); .Skortiu' á sjálfstrausti rer þér fjötur um fót í sambandi við gott tæki- jfæri sem þér býðst. Ihugaðu málið vel áður en þú tekur ákvörðun um hvað gera skal. Steingeitln (22. des.-l9. jarUi Tækifærin koma ekki af sjálfu sér og þú þarft að hafa talsvert fyrir hlutunum. Ejöl- skyldulífið er einstaklega ánægju- legt í dag. Leifur heppni og Skólavarðan sitthvaö úr sögu Skólavörðuholts í sumar voru sjötíu ár frá því styttan af Leifi heppna var afhjúpuð á Skólavörðuholti. Táknræn gjöf Það var Mr. Coleman, þáyerandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, sem afhenti íslendingum likneskið en styttan er gjöf Bandaríkja Norð- ur-Ameríku til íslendinga í tilefni af þúsund ára afmælis Alþingis, 1930. Við afhjúpin styttunnar þann 17. júlí 1932, kom fram í ræðu Colem- ans að með þessari gjöf vildu banda- ríkjamenn tengja saman tvo mikil- væga sögulega atburði, landafundi Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi og stofnun elsta löggjafarþings í heimi á Þingvöllum. Geta má nærri að íslendingum þótti gjöfm góð enda hefur hún lögnum verið talin mikilvæg viður- kenning bandarískra stjórnvalda á landafundum Leifs. Ásgeir Ásgeirs- son, þáveyandi forsætisráðherra, bað sendiherrann fyrir bestu þakk- lætiskveðjur vestur um haf og um kvöldið var sendiherranum haldin vegleg veisla á Hótel Borg sem þá var glæsilegasta hótel landsins. Arnarhólsholt Skólavörðuholt var einnig nefnt Skólavörðuhæð en hvoru tveggja, sem og samnefndur stígur, draga nafn sitt af Skólavörðunni sem stóð nokkurn veginn þar sem Leifur stendur núna og starir vestur um haf. Fyrir daga Skólavörðunnar var Skólavörðuholt nefnt Arnarhóls- holt. Þar voru lengi beitarhús frá bænum Arnarhóli sem stóð þar sem stytta Ingólfs stendur. Ekki er vitað með vissu hvenær Amarhóll varð sérstök jörð en tU eru heimUdir um jörðina frá 1534. Þegar tukthúsið (Stjómarráðs- húsið) var reist i landi Arnarhóls 1765-70, tók mjög að hnigna búskap á Arnarhóli og voru bæjarhúsin þar rifln 1828. Hólavallarskóli Það voru skólapUtar við HólavaU- arskóla sem fyrst hlóðu Skólavörð- una árið 1793. HólavaUarskóli var arftaki Skálholtsskóla og stóð á HólaveUi, þar sem Garðastræti er hæst, skammt norðan við kirkju- garðinn við Suðurgötu. Skólinn var starfræktur á árunum 1786-1804 en þá var hann lagður niður. Haustið 1805 hófst síðan skólahald á Bessa- stöðum. Heföir skólapilta Skólavarða hafði staðið í holtinu fyrir norðan Skálholt um langan aldur og var hefð fyrir því meðal skólapUta að sjá um árlegt viðhald hennar og hrópa þar heróp eru þeir komu tU náms á haustin. Er skólinn var fluttur á HólavöU við Reykjavík héldu skólapUtar við heíðinni og reistu sér vörðu. Henni var valinn staður efst á Arnarhóls- holti, og eins og fyrr er getið, þar sem nú er stytta Leifs heppna. Þar lá þá þjóðleiðin tU Reykjavíkur og þaðan var mest víðsýni í nágrenni skólans. Er Skólavarðan hafði verið hlaðin 1793, gátu skólapUtar hrópað sín þrjú heróp á leið tU skólans á haustin. Heróp þessi voru nefnd signum. Var fyrst hrópað við EUiða- ár, síðan í Öskjuhlíð og loks við Skólavörðuna. En þegar HólavaUarskóli var lagður niður var enginn tU að halda við Vörðunni. Þess var því skammt að bíða að Varöan hrundi, Kriegers Minde Annar kafli skólavörðunnar hefst 1834. Þá rís ný varða þar sem gamla varðan hafði staðið, en öUu stærri og verklegri. Hún var femhymt og mjókkaði nokkuð upp. Utan á henni vom tvö þrep neðst og bekkir á þrepunum er vísuðu í vestur. Jón Helgason biskup heldur því fram í Annálum Reykjavíkur að Krieger stiftamtmaður hafi látið Leifur heppni Eiríksson og Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti. i i h- . Skólavarðan skömmu eftlr aldamótin 1900 Skólavörðuholtiö var lengi vinsæll útivistar- og útsýnisstaöur. Þangaö fóru mæður meö börn sín á góöviörisdögum og ungir elskendur á fögrum sumarkvöldum. í Afmælisdikti orti Þórbergur Þóröarson m.a. eftirfarandi um Skólavöröuholtiö sem sungiö er viö gullfallegt lag Atla Heimis Sveinssonar: í Skólavðrðuholtið hútt hugurinn skoppar núna Þar var áður kveðió kátt og kalsaó margt um rrúna Þar var Herdís. Þar var smúkt. Þar skein sól í heiói. Þar var ekki á hœkjum húkt né hitt gert undir leiöi. hlaða vörðuna á eigin kostnað og ryðja göngustíg að henni þar sem nú er Skólavörðustígur. Og því er ekki að neita að upphaflega var þessi varða nefnd Kriegers Minde en fékk þó fljótlega aftur sitt gamla Skólavörðuheiti. Ámi Óla skrifaöi sögur Skóla- vörðunnar 1946 og var þá vantrúað- ur á þetta meinta örlæti stiftamt- mannsins. Hann taldi réttara sem Jón Þorkelsson hafði eftir Geir Zoéga kaupmanni, að kaupmenn i bænum hafi látið hlaða vörðuna, stiftamtmanni til heiðurs. Þessi varða sem var bundin sam- an með trégrind, þótti svo mikil bæjarprýði að bæjarstjóm sam- þykkti, 1835, að sjá um viðhald hennar. Ekki var staðið viö þá sam- þykkt betur en svo að trégrindin fúnaði og dag einn í blíðskapar- veðri, árið 1858, hrundi Varðan und- an eigin þunga. Einkaframtak bæjarfógeta Það var síðan Árni Thorsteins- son, bæjarfógeti sem hóf þriðja og síðasta kaflann í sögu Skólavörð- unnar. Hann setti fram þá hugmynd við bæjarbúa, 1868, að þeir byggðu alvöru útsýnistum þar sem Skóla- varðan hafði staðið. Fékk Ámi fremur dræmar undirtektir og gekk því sjálfur í málið. Hann fékk Sig- urð Guðmundsson málara til að teikna tuminn en Sverri Runólfs- son steinsmið til að byggja hann. Tuminn var tilbúinn haustið 1868, var níu álnir á hvem kant og fimmtán á hæð og þótti mikið mannvirki á þeim tíma. Ámi afhenti nú bæjarstjóminni þetta mannvirki og gat þess í leið- inni að hann vildi gjarnan fá sem mest af kostnaöinum endurgreitt. Það gekk eftir auk þess sem mann- virkið varð til þess að bæjarstjómin lét gera betri veg upp Skólavörðu- holtið og áfram suður í öskjuhlíð. Skólavarðan þótti nú þarfaþing og hin mesta bæjarprýði. Hún gnæfði lengi yfir önnur mannvirki Reykjavíkur, varð helsta kenni- mark bæjarins um áratuga skeið, svipað og Perlan og Hallgrímskirkja í dag, varð vinsæll útsýnisstaður fyrir ferðamenn og Reykvíkinga sjálfa og ómissandi kennimark fyrir ferðamenn á leið til bæjarins ofan af heiði og fyrir sjómenn úti á Flóa. j En jafnvel þessi glæsilega Skóla- varða átti sitt hnignunarskeið eins og fyrirrennarar hennar. Eftir því sem byggðin hækkaði og færðist of- ar í holtið dró sífellt úr reisn vörð- unnar sem holtið dregur nafn sitt af. Að lokum kaffærði byggðin Vörðuna, og árið 1931, árið áður en Mr. Coleman, afhenti íslendingum Leif heppna á Skólavöröuholti, var Skólavarðan rifin. -KGK Allir íþráttaviðburðir í beinni á risaskjám. Ponl. Enður matseðill. Tökum að okkur hópa, starfsmannafélög. Stórt og gott dansgólf. Etæjarlind 4 • 201 Kópavugur • iími 544 5514

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.