Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Side 22
22
Tilvera
DV-MYND GVA
Mannfræðingurinn
„Flestir þeirra ís-
lendinga sem ég
ræddi viö hafa fariö
í herinn af ævintýra-
þrá," segir Baldur
meðai annars í
greininni.
Stundar rannsóknir á hermennsku:
Kvenfólk getur
líka verið
hermenn
- segir Baldur A. Sigurvinsson mannfræðingur
„Herinn hef-
ur verið samfé-
lag karla
lengst af og
sú skoðun
verið ríkj-
andi
að
i I b o
túrusteinn
ancj
ish
V&r&
Vídd - Njnrdarnes 9 - Abreyri
Arjenlici ehf. - Baldursgötu H - Keflovik
Bæjurlind 4 — Simí 554 6800
www.vidd.is — vidd@vidd.is
Gcinilci ÞÓRfCflfl opncið ciflur í
nýjuni búfliflg,
(iloncfi (ónli/l ollci helgino!!!!!
Föstudagur:
Mlávar leika
fyrir dansi.
Laugardagur:
Stórdansleikur,
Rúnar Júl
treður upp.
iðnœttis
0 ,
konur væru óhæfar til að gegna
hermennsku. Það álit er þó að
breytast hægt og sígandi,“ segir
Baldur A. Sigurvinsson, nemandi
til meistaraprófs í mannfræði við
Háskóla íslands. Hann vinnur nú
að stórri ritgerð um her og her-
mennsku og byggir hana á viðtöl-
um og rannsóknum um efnið. En
hvaðan kemur honum áhuginn á
því viðfangsefni? Er það karl-
mennskan ein og hetjuskapurinn
eða eitthvað annað?
„Ástæðurnar eru ýmsar. Ein
þeirra er sú að bróðir kunningja
míns fór í frönsku útlendingaher-
sveitina og lenti í því að berjast í
fremstu víglínu í Persaflóastríð-
inu 1991. Slapp þó lifandi en þegar
hann kom til Parísar flúði hann
úr herbúðunum til bróður síns og
síðan heim til íslands. Eftir það
átti hann við erfiðleika að stríða
enda þjálfunin i frönsku útlend-
ingahersveitinni ómannlega erfið.
Þessi sorgarsaga varð til að vekja
forvitni mína á þvi hvað fær
menn til að gerast hermenn og nú
á seinni tímum líka konur.“
Menntaleið fyrir fátæka
- Þurftir þú ekki að leita út fyr-
ir landstéinana eftir fólki í rann-
sóknina?
„Ég hafði ekki efni á því enda
eru ótrúlega margir íslendingar
sem hafa gegnt hermennsku. Mun
fleiri en mig hafði órað fyrir. Ég
skoðaði sögu 120 þeirra og reyndi
að gera mér grein fyrir af hverju
þeir tóku þátt í þessu.“
- Hver er aðalástæðan?
„Sumir fara tO að ná sér í
menntun. Ég get nefnt þrjá bræð-
ur sem fóru allir í bandaríska her-
inn. Einn þeirra var þar i 29 ár og
gerði þetta að ævistarfi, var með-
al annars i Kóreustríðinu en tveir
bræðra hans voru i seinni heims-
styrjöldinni. Ég ræddi við son
eins þeirra. Faðir hans fór í þetta
til að ná sér í tæknimenntun og
starfaði síðan um tíma hjá fyrsta
fyrirtæki í Bandaríkjunum sem
framleiddi sjónvörp fyrir markað-
inn. Þetta er góð menntaleið fyrir
fátæka, sérstaklega í Bandaríkjun-
um þar sem valið stendur á milli
þess að steikja hamborgara á
næsta götuhorni eða fara í herinn
því herinn borgar fyrir menntun-
ina og gerir samning við menn
um að þeir vinni hjá honum á eft-
ir í einhvem tíma.
Hins vegar hafa flestir þeirra Is-
lendinga sem ég ræddi við farið í
herinn af ævintýraþrá. Fyrr á
árum voru ástæðurnar lika oft
pólitísks eðlis. Menn skráðu sig í
herbúðir bæði þýska og breska
hersins af hugsjónum og skyld-
um.“
- Er reynsla manna af her-
mennsku ævintýraleg?
„Nei, það dregur úr ljóma henn-
ar þegar menn eru komnir á stað-
inn því lífið í hemum getur ein-
kennst af skít og drullu og það er
enginn glæsileiki yfir því að
hanga i skotgröfunum. Sumum
gengur lika illa að sætta sig við
hinar stífu reglur hersins þar sem
það sama er endurtekið aftur og
aftur. Aðrir kunna betur við sig.“
Konur hæfari
orrustufiugmenn
- Sækjast konur almennt eftir
að komast í herinn?
„Ekki til jafns við karla enn þá.
Það er líka langt í land með að lit-
ið verði á þær sömu augum og
karla þó þær hafi fullan lagalegan
rétt. Það er alltaf verið að vísa til
ólíks eðlis karla og kvenna. Konur
séu svo móðurlegar og friðsamar
og karlar árásaragjarnir og á
þeim forsendum er kynjunum
mismunað innan hersins. Sú
skoðun er líka lífseig að karlar
eigi að vernda konur og geti ekki
horft upp á þær særðar. Allt eru
þetta meira og minna uppeldisleg
atriði.
Það er líklegra að ungu menn-
irnir sem hafa alist upp við það að
hafa konur í hernum líti á þær
sem jafningja. Enda er engin
skynsemi i þvi að neita hálfu
mannkyninu um áhrif í hernum
því þar leynast auðvitað snilling-
ar sem allir eru að sækjast eftir.
Konur hafa til dæmis verið eftir-
sóttar í flugheri enda þykja þær
hæfari orrustuflugmenn en karlar
og þola betur hraða.
Herinn er þverskurður af sam-
félaginu og hann verður að taka
til sín þær breytingar sem verða
innan þess, þar á meðal aukin
réttindi kvenna. Það er óhjá-
kvæmilegt. í framtíðinni verða
herir Vesturlanda því örugglega
skipaðir jafnt kvenkyns valkyrj-
um sem karlkyns hetjum."
-Gun.
ÞORSCAFE - Brautaholt 20 - Sími 511- 0999
Djasstónleikar á Akureyri:
Tileinkaöir
Finni Eydal
Á morgun verða haldnir tvennir
djasstónleikar á Græna hattinum á Ak-
ureyri. Verða tónleikamir, sem bera
yfirskriftina Hvítur stormsveipur, til-
einkaðir minningu Finns Eydal tónlist-
armanns sem lést þennan dag fyrir sex
árum, langt fyrir aldur fram. Efiiisskrá
tónleikanna er mjög i anda Finns, því
þar verður sveifludjassinn allsráðandi.
Fjölmargir tónlistarmenn koma fram;
frá Akureyri, Inga Eydal söngkona,
Snorri Guðvarðsson gítarleikari, Ámi
Ketill trommari og Helena Eyjólfsdóttir
söngkona. Frá Reykjavík koma Akur-
eyringamir Gunnar Gunnarsson pí-
anóleikari og Ingvi Rafh Ingvason
trommuleikari og Sunnlendingamir
Jón Rafhsson kontrabassaleikari og
Bjöm Thoroddsen gitarleikari. Að auki
kemur svo danski klarinettuleikarinn
Finnur Eydai
Var mikill aödáandi sveifludjassins.
Jörgen Svare, en hann hefur til margra
ára verið talinn einn allra besti
djassklarinettuleikari Evrópu. Tónleik-
amir verða sem fyrr segir á Græna
hattinum og hefjast fyrri tónleikamir
kl. 20.30, en þeir seinni kl. 23.30.
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002
DV
Gallerí Skuggi:
MINNI og
Flugufótur
Listakonur tvær, þær Rósa Sigrún
Jónsdóttir og Stella Sigurgeirsdóttir
opna sýningar í Gallerí Skugga, Hverf-
isgötu 39, á morgun, 16. nóv., kl. 16.00.
Rósa sýnir verkið MINNI á efri hæð og
Flugufótur nefiiist sýning Stellu í klefa
og kjallara.
Verk Rósu eru gjaman rýmisinn-
setningar eða tengjast sérstaklega að-
stæðum á hveijum stað. Handverk
kvenna er henni handgengið, hún flæk-
ist mikið um hálendi íslands og þess
gætir í verkum hennar.
Rósa Sigrún er frá Fremstafelli í
Suður-Þingeyjarsýslu. Hún útskrifaðist
úr skúlptúrdeild Listaháskóla Islands
2001 og hefúr verið virk í listsköpun og
sýningarhaldi síðan. Nú um stundir
starfar hún með listhópnum Viðhöfh
sem rekur meðal annars Opna galleríið
er gerir listamönnum kleift að sýna á
löngum laugardögum í auðu húsnæði
við Laugaveg.
Verk SteUu era unnin í ólíka miðla;
gifs, plast, bývax, pappír og hljóð. Öll
tengjast þau flugnaríkinu og má segja
að Stella kappkosti að koma flugum í
höfuð áhorfenda. Kveikju verkanna má
rekja til tungumálsins og hér eru túlk-
uð á nýjan hátt orðtökin „að fá flugu i
höfuðið", „að gera úlfalda úr mýflugu",
„að vera fluga á vegg“...
Stella Sigurgeirsdóttir útskrifaðist
frá Listaháskóla íslands, úr grafikdeild,
árið 2000 og hefur starfað að list sinni
síðan. Hún hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga hérlendis og erlendis og
haldið fimm einkasýningar.
Sýnir i
Hjallabrekku
Þorsteinn Helgason opnar sýningu í
Hjallabrekku 1 í Kópavogi á morgun í
tilefni þess að Snyrtiskólinn NO
NAME og
Hjölur-heild-
verslun taka
þar í notkun
nýtt hús-
næði. Þor-
steinn út-
skrifaðist frá Arkitektaskólanum í
Kaupmannahöfn 1988 og nam við
Myndlistaskólann í Reykjavík
1993-1996. Var einnig gestanemi í
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1996-97. Þetta er hans fjórða einkasýn-
ing.
Guðbergur velur
Kyrr birta - heilög birta er heiti sýn-
ingar sem verður opnuð í Gerðarsafni í
Kópavogi á morgun kl. 15. Sýningar-
stjóri er Guðbergur
Bergsson rithöfund-
ur sem hefur valið
fimm listamenn
með tilliti til þess
hvemig þeir nota
birtuna í verkum
sínum. Þeir eru Ás-
gerður Búadóttir,
Brynhildur Þor-
geirsdóttir, Eyborg Guðmundsdóttir,
Hringur Jóhannesson og Vilhjálmur
Þorberg Bergsson. í tengslum við sýn-
inguna gefur Listasfn Kópavogs út
samnefiida bók.
Hildur hjá
Sævari Karli
Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson opnar
einkasýningu á verkum sínum á morg-
un, 16. nóvember, í Galleríi Sævars
Karls. Hildur á glæsilegan feril sem
listamaður og kennari undanfarin ár í
Bandaríkjunum og hefur hlotið marg-
vísleg verðlaun og viðurkenningar.