Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Side 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 DV Frumkvöölastarf- semi á íslandi Niðurstöður úr alþjóðlegu frum- kvöðlarannsókninni GEM-2002 benda til þess að ísland hefur um margt mikla sér- Agnar Hansson, forseti viðskipta- deildar HR. stöðu meðal Evr- ópuríkja. Frum- kvöðlastarfsemi er meiri á íslandi en í öðrum Evr- ópulöndum sem taka þátt í rann- sókninni og um- talsvert meiri en annars staðar á Norðurlöndun- um. ísland er 10. í röðinni af þeim 37 löndum sem þátt taka í rannsókn- inni. 11% einstaklinga á aldrinum 18 til 64 ára töldust til þeirra sem taka þátt í frumkvöðlastarfsemi á íslandi. í Bandaríkjunum er hlut- fallið 10,% og 9% á írlandi. Rannsóknin er unnin af London Business School og Babson College, en er kostuð af Ewing Marion Kaufflnann Foundation. Könnunin er framkvæmd í 37 löndum og nær til 92% af lands- framleiðslu heimsins. Island er nú með í fyrsta skipti og er Háskólinn í Reykja- vík rannsóknaraðili fyrir ísland með stuðningi frá forsætisráðuneyti, Seðla- banka, nýsköpunarsjóði og Samtökum atvinnulífsins. Tilgangurinn er m.a. að kanna hvort frumkvöðlastarfsemi hafi áhrif á hagvöxt landa. Frumkvöðla- starfsemi minnkaði um 25% á síðasta ári sem endurspeglar lægri hagvöxt víðast hvar í heiminum. Aðrar helstu niðurstöður eru þær að karlmenn eru meira en helmingi virk- ari en konur í hvers konar frumkvöðla- starfsemi, áhættufjármagn minnkaði verulega á síðasta ári, óformleg fjár- mögnun er fimm sinnum meiri en áhættufjármögnunin og stöðugri. Sér- stök skýrsla um ísland er væntanleg um mánaðamótin janúar/febrúar 2003. -GG Tveir ákæröir menn neita því aö hafa orðiö valdir aö dauða 22 ára manns. 35 vitni verða leidd i Hafnarstrætismálinu - sá sem borinn er þyngri sökum mætti með biblíu en neitar að fara í geðrannsókn 35 vitni verða leidd fyrir fjölskip- aðan Héraðsdóm Reykjavíkur þegar réttað verður í máli ríkissaksókn- ara gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir að hafa orðið valdir að dauða Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar, 22 ára, í Hafnar- stræti að morgni laugardagsins 25. maí. Hann lést átta dögum eftir árásina. Maðurinn sem borinn er þyngri sökum í málinu, 23 ára Kópavogs- búi, er ákærður fyrir tvær aðrar stórfelldar líkamsárásir. Hann mætti með biblíu i hönd í réttarsal- inn þegar málið var þingfest í gær. Hann neitar að gangast undir geð- rannsókn og kannast ekki við að hafa oröið valdur að þeim árásum og barsmíðum sem leiddu til dauða fómarlambsins. Hann bar við sjálfs- vörn - segir að maöurinn sem lést heföi átt upptökin. Ákærði er engu að síður ákærður fyrir eina hrottaleg- ustu likamsárás síðari ára - er gefið aö sök að hafa látið högg og spörk dynja á liggjandi fómarlambi - meðal annars með því að sparka með hné. Tvítugur Reykvíkingur er einnig ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Magnúsar Freys. Hann gengst nú undir geðrannsókn en neitar sök gagnvart því að hafa ráðist á manninn sem lést. „Þáttur minn í árásinni getur ekki hafa haft þessar afleiðingar," sagði maðurinn sem neitar því þó ekki að hafa verið viðstaddur þegar limlestingamar áttu sér stað. Primex Heimaþjónustcm a Bjargi pjónastaver Gala línunnar Lögfmðideild lögreglustöðy- arinnar í Reykjavík Starfsfólk bráðamóttöku Landspítala y/Hringbraut Starfsmannahópa^ sendið, okkur tölyiwóst á idíáqÍeáC$éniTsTiS) og þið eigið yon ájólagleði frá Ql9,erðijwjJ! DV-MYND SIGURÐUR JOKULL Mætti með biblíu Maðurinn sem borinn er þyngri sökum mætti meö biblíu í hönd í réttarsalinn þegar máliö var þingfest í gær. „Ég skallaði hann“ Kópavogsbúinn er einnig ákærður fyrir að hafa veitt manni högg með því að skalla hann á Bar 101 við Vegamóta- stíg aðfaramótt 7. apríl með þeim af- leiðingum að hann féll í gólfið, hlaut heilablæðingar og brot í höfuðkúpu. Þegar Guðjón Marteinsson héraðs- dómari spurði manninn út í þetta sagði hann: „Ég skaliaði hann en það var vegna þess að hann réðst á mig, þetta var sjálfsvöm," sagði maðurinn og bætti því við að tvö rifbein í sér hefðu brotnað. Þegar dómarinn spurði hann út í lík- amsárás þar sem hann er ákærður fýr- ir að hafa síöar sömu nótt skallað ann- an mann í andlitið þannig að tvær tennur losnuðu og aðrir áverkar hlut- ust af sagði hann: „Ég minnist þess ekki, ég get hafa verið í black-outi.“ Guðjón Marteinsson héraðsdómari hefur ákveðiö að fá tvo meðdómendur þegar réttarhöldin, aðalmeðferðin, fara fram dagana 16. og 17. desember. Kol- brún Sævarsdóttir fer með máiið af hálfu ríkissaksóknara. -aþ/Ótt Hælisleitendur á árinu: Langflestir frá Rúmeníu Langflestir hælisleitenda er komið hafa hingað til lands það sem af er árinu eru frá Rúmeníu, samkvæmt upplýsingum frá Útlendinga- eftirlitinu. Þessar upplýsing- ar eru samkvæmt ætluöu ríkisfangi hælisleitendanna. Næststærsti hópurinn kem- ur frá Rússlandi og þriöji stærsti frá Aibaníu. Samtals hafa tæplega 110 hælisleitendur komið hingað til lands það sem af er árinu. Hvaö varðar fjölda Rúm- enanna þá munar þar mest um 19 manna hóp sem kom hingað til lands í vor. Upprunalönd hælisleitenda Kósóvó, Króatía, Líbanon, Lýbía, Makedónía, Mali, Marokkó, Máritanía, Úsbekistan, Tjetenía, Hvíta-Rússland og Kasakstan hafa 1-2. 15 20 25 30 35 Aðstæður í landinu eru breyttar að því leytinu til að nú þurfa íbúar þess ekki lengur áritun til að komast út úr því, eftir að Schengen-samningurinn tók gildi. Rússar hafa alltaf verið fjölmennir meðal hælisleitenda hér. Það er m.a. talið stafa af því að þeir eru fjölmenn- ir á Norðurlöndunum og fara talsvert á milli landa. Þá hafa albanskir hælisleitendur Plötusalan: Bubbi kominn upp fyrir Sigur Rós Tíðni keisaraskurða 17% Hlutfall keisaraskurða við fæðingar lækkaði í fyrra um tæplega eitt pró- sentustig. Þetta kom fram i svari heil- brigðisráðherra við fyrirspum frá Svanfriöi Jónasdóttur og Þórunni Sveinbjamardóttur. í svarinu kemur fram að árið 1970 var hlutfall keisaraskurða 3,2% en það hefur hækkað jafht og þétt síðan og var orðið 17,9% árið 2000. Nokkrum sinn- um á þessum þrjátíu árum hefur hlut- fall keisaraskurða lækkað eilítið á milli ára og sú varð raunin í fyrra, þegar hlutfallið reyndist 17%. í svarinu kem- ur fram að víða á Vesturlöndum sé hlutfall keisaraskurða víöa 20-25%. íslensk útgáfa á geisladiskum stendur sem hæst um þessar mundir. Um leið tekur salan við sér og er hún þegar farin að aukast þó aðalsölutím- inn sé ekki kominn. Allt frá því nýi diskurinn með Sigur Rós kom á mark- aðinn hefur hann trónað á toppi sölu- listans en samkvæmt lista yfir mest seldu geisladiska í verslunum Skíf- unnar, BT og Hagkaups, sem tekinn var saman í gær, er nýjasta afurö einnig verið fjölmennir hér á landi. Það er talið stafa af því að hér búa margir Albanar. Árið 1999 kom hópur af Kosovo-Albönum sem settist hér að. Þetta er talinn hluti af skýringunni á Qölda þeirra sem sótt hafa um hæli hér á þessu ári. Af öðrum upprunalöndum fólks sem hefur leitað hælis hér á árinu má nefna Mongólíu, Georgíu, Slóvakíu, Alsír, Búlgaríu, Nígeríu og Úkraínu. -JSS Gjald til FME hækkar Svokallað eftirlitsgjald, sem eftir- litsskyldar fjármálastofnanir greiða til þess að standa undir rekstri og starfsemi Fjármálaeftirlitsins, verður hækkað samkvæmt frumvarpi sem viðskiptaráðherra hefur lagt frá á Al- þingi. Áætlað er að álagt eftirlitsgjald hækki úr tæpum 212 milljónum á þessu ári í tæpar 260 milljónir á næsta ári. Hækkunin er þvi ríflega 22%. Áætlaður rekstrarkostnaður Fjár- málaeftirlitsins er ríflega 268 milljón- ir króna á næsta ári. Haf narf j arðarhöf n: Jólamaturinn til Portúgals SÍF hefur á þessu ári flutt út um 10.000 tonn af saltfiski til Portúgals. Ný- lega fóru um 1.000 tonn um borð í skip sem var að lesta til Portúgals og Spánar. Til Spánar hafa á árinu farið frá SÍF um 6.000 tonn. Guðjón Guðmundsson hjá SÍF segir að almennt sé samdráttur i salfiskútflutningi frá Islandi til Suður- Evrópulanda, aðallega vegna kvótasam- dráttar hérlendis, en SÍF hafi haldið nokkuð sínu magni og þar með aukið hlut sinn í heildarmagninu. Lestunin nú er síðasta saltfisksendingin sem nær til Portúgals sem jólamatur en saltfisk- ur er mjög vinsæll á jólaborð Portúgala. Sá saltfiskur sem nú er í framleiðslu kemst því ekki á jólaborðið í ár. Salfiskmarkaðimir eru nú mjög erf- iðir, sannkallaðir kaupendamarkaðir, og eins var markaðurinn árið 2001 fram- leiðendum hagkvæmari en í ár hvað verð áhrærir. Neysla á ferskum fiski hefúr aukist um 24% á síðustu funm árum á Spáni. Hver Spánverji neytir nú að jafhaði 26,7 kg af fiskmeti á ári en þar af er ferskur fiskur 13,3 kg. í einstökum hér- uðum á Spáni er ferskfiskneyslan reyndar enn meiri, eða rúmlega 24 kíló á ári. Þetta kemur fram í rannsókn sem Mercasa Consulting á Spáni hefúr látið gera. -GG Steinn Ármann: Vísar ásökunum Bubba Morthens, Sól að morgni, kom- in upp fyrir Sigur Rós. Salan á Bubba nægir þó ekki til að ná efsta sætinu því þar situr stórsveitin U2 með Best ofU2 1990-2000. Aðrar íslenskar hijómplötur sem seljast vel þessa dagana er Ailt sem ég sé með írafár, Ég tala um þig: Bestu ballöður Björgvins. í svörtum fótum og Það skánar varla úr þessu: bestu lögin, úrval frá Ríó tríói. -HK piltsins á bug Steinn Ármann Stefánsson visar ummælum 13 ára piits aifarið á bug um að hann hafi gengið í skrokk á honum í sumar, nokkrum mánuðum áður en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Steinn segir að þó hann hafi framið ýmis afbrot og sé álitinn hættulegur og geðsjúkur þá hafi hann ekki lagst svo lágt að ganga í skrokk á bami eins og faðir piltsins fullyrti ný- lega í viötali við Helgarblað DV. Steinn segir þau ummæli um að drengurinn hafi verið að koma sér út úr skuldasúpu vera uppspuna og dylgjur. Hann hafi borið umhyggju fýrir hinum ógæfúsama pilti, gjaman talað við hann og þótt miður að hann væri kominn inn í hinn erfiða fikni- efhaheim. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.