Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002
Skoðun
Z>'V
Spurning dagsins
Finnst þér jólaskreytingar
settar upp of snemma?
Martelnn Vöggsson nemi:
Já, allt of snemma, desemberbyrjun
væri eölilegri tímasetning.
Einar Einarsson nemi:
Alltof snemma, í byrjun desember
væri fínn tími.
Benedikt Jakobsson nemi:
Já, 2. desember væri
tilvalinn dagur
Jakob Jakobsson nemi:
Alltof snemma, þær eiga aö birtast
fyrsta sunnudag í aöventu.
Ivar Trausti Eyjólfsson neml:
Nei, þetta er fínn tími, jólaskapiö
kemur bara fyrr fyrir vikiö.
Hildur Osk Bjarnadóttir nemi:
Já, þær eru settar upp of snemma,
byrjun desember væri eölilegra.
Johnny Cash niðurlægður
Skarpbéðinn Einarsson
skrifar:
Nýlega kom út diskur (CD) með
Johnny Cash, „country“-söngvaran-
um heimsfræga. Þetta mun líklega
verða síöasta útgáfan með honum
því hann er sagður mjög farinn að
heilsu og kominn á efri ár. Á RÚV
(Rás 2) hafa menn verið iðnir við að
spila þennan disk, t.d. í þættinum
Rokklandi. Eitt lagið þar er „We’ll
meet again“, lag sem Vera Lynn
gerði frægt i heimsstyrjöldinni sið-
ari.
Á dögunum hringdu smiðir við
störf inn í þáttinn og báðu um að
hætt yrði að spila þennan disk. Út-
varpsmaðurinn sagði að sér fyndist
þetta góður diskur, þetta væri bara
gamall maður með annan fótinn í
gröfmni. Þetta var nú kannski ekki
viturlega mælt. - En allir sem
komnir eru á miðjan aldur muna
Johnny vel. Hann er einn þekktasti
listamaður Bandarikjanna og goð-
sögn i lifanda lífi. Líkt og Presley
rokkkóngur.
Frægðarferill Johnnys spannar
marga áratugi og eftir hann liggur
gífurlega mikið magn platna og
diska sem sumir hverjir hafa slegið
í gegn beggja vegna Atlantsála og
enn austar - satt að segja allt í
kringum hnöttinn. Johnny er dáður
og elskaður af þeim er unna sveita-
tónlist þeirra Ameríkumanna. Ég
hef lengi hlustað á „country“-tónlist
og á gott safn af henni.
Sólin hefur ekki ávallt verið í há-
degisstað hjá Johnny Cash, þótt oft
hafi frægðarljóminn skinið skært.
Þar kom til mikil drykkja og notkun
vímuefna. Hann náði sér þó aftur á
strik og allt upp á toppinn á ný í
Bandaríkjunum og víðar. Ég varð
þeirrar ánægju aðnjótandi að vera á
tónleikum hjá honum í Ameríku, og
ætlaði þar allt að tryllast er hann
tók bestu lögin frá sinum langa
ferli.
Flest þurfum við að þola að eld-
ast, og svo er einnig hjá RÚV þar
Johnny Cash söngvari
Frægöarferill hans spannar marga áratugi.
„Sólin hefur ekki ávallt
verið í hádegisstað hjá
Johnny Cash, þótt oft hafi
frœgðarljóminn skinið
skœrt. Þar kom til mikil
drykkja og notkun vímu-
efna. Hann náði sér þó aft-
ur á strik og allt upp á
toppinn á ný í Bandaríkj-
unum og víðar. “
sem ungir garpar tala um eldra fólk
í niðrandi tón. Enginn veit hvar
hann dansar næstu jól. Þar skiptir
aldur engu máli. - Mér kemur oft í
hug eftirfarandi dæmi: Ég starfaði í
gamla daga í vinnuflokki á Kefla-
víkurflugvelli. Þar voru ungir menn
og gamlir. Einn þeirra ungu hafði
hom í síðu eldri mans í flokknum,
og sagði gjarnan við hann: Hvað
veist þú um þetta, þú er bara gam-
all kall. Sá gamli spratt upp úr sæti
sinu og horfði fast í augu stráksa og
sagði: Ég hef verið svo lánsamur að
fá að verða gamall, en þú hefur sjálf-
ur enga tryggingu fyrir því að svo
verði.
Johnny Cash er einn þeirra sem
hafa náð háum aldri og um leið glatt
milljónir manna um allan heim. Lög
hans munu lifa um ókomna framtíð.
- Kannski syngur hann á öðru til-
verastigi með Veru Lynn „We’ll
meet again".
Dásemdir ríkisframkvæmdanna
Sigurjón Jónsson
skrifar:
Ég er einn af hinum heppnu
skattgreiðendum þessa lands. Ég
verð að segja það að ég fæ tár i aug-
un af gleði í hvert skipti sem t.d.
menningar- eða tónlistarhús ber á
góma, hvað þá þegar þau eru svo
reist. Ekki er minni gleði mín vegna
greiðslu 4 þúsund milljóna fyrir hús
Orkuveitunnar.
Ég get heldur ekki beðið eftir
göngunum sem eiga að liggja frá
Siglufirði til Ólafsfjarðar - og tO
baka. Sú framkvæmd kostar ein-
hverja milljarða króna. En hvað um
það? Þótt ég þurfi að fara á puttan-
„Ég verð að segja það að ég
fce tár í augun af gleði í
hvert skipti sem t.d. menn-
ingar- eða tónlistarhús ber
á góma, hvað þá þegar þau
eru svo reist. Ekki er minni
gleði mín vegna greiðslu 4
þúsund milljóna fyrir hús
Orkuveitunnar. “
um, þá skal ég fara þangað og hrein-
lega fara fótgangandi í gegnum
þessi bráðnauðsynlegu göng, bara
til að fá að njóta þessarar dásemdar.
Ég ætla samt ekki að fara fyrr en
öldruð móðir mín kemur heim af
spítalanum. En þar liggur hún og
lætur vel af sér. Ég er enda alltaf að
segja henni frá skemmtilegum bygg-
ingum og stórsniðugum fram-
kvæmdum ríkisins, svo að það er al-
veg þess virði að hafa þetta veika
fólk á göngum spítalanna. Ég bíð
bara eftir því að við getum reist höll
fyrir „konungsfjölskylduna“ okkar,
hr. Ólaf Ragnar og heitkonu. - Við
erum jú „grand“ þjóð og megum
ekki minni vera.
Næstu fréttir Magnúsar
Garri er býsna hrifinn af Magnúsi Þór Haf-
steinssyni, fréttamanni á Sjónvarpinu. Hann
hringdi sem kunnugt er í skipstjóra nokkurn í
fyrra og fékk hjá honum leyfi til að koma í veiði-
ferð, svo að hann gæti tekið fréttamyndir af því
þegar fiski væri hent í sjóinn.
Stórfrétt
Nú höfðu að vísu allir viðurkennt að fiski
væri hent í sjóinn - meira að segja sjávarútvegs-
ráöherrann. Myndir Magnúsar breyttu því ná-
kvæmlega engu hvað þaö varðar; það var ekki
eins og þarna væri komin sönnun fyrir ein-
hverju athæfi sem haldið hefði verið fram að
ekki ætti sér stað.
En það var auðvitað fréttnæmt að sjá fag-
mannleg handtök sjómannanna sem köstuðu
fiskinum. Ekki hefði Garra grunað að þeir væru
svona færir í brottkasti. Magnað.
Næstu fréttir
Garri bíður spenntur eftir því hvaða lögbrot
þessi ágæti fréttamaður tekur sér fyrir hendur
að skjalfesta næst.
Ef Garri mætti leyfa sér að koma með upp-
ástungur: Hvemig væri að hringja í nokkra öku-
menn og kanna hvort þeir leyfi ekki, að frétta-
menn fari með þeim í bíltúr og taki af því mynd-
ir þar sem ökumaðurinn talar í farsíma á ferð?
Það er alveg kolólöglegt og myndi vafalaust fara
reiðibylgja um samfélagið ef það næðist á mynd.
Ekki þarf að taka fram að slíka frétt má ekki
sviðsetja. Nei, Magnús verður að keyra um bæ-
inn með ökumanninum - með myndavélina til-
búna á lofti - þangað til annað tveggja gerist:
einhver hringir í farsíma ökumannsins að fyrra
bragði eða ökumaðurinn þarf sjálfur nauðsyn-
lega að hringja. Þannig er tryggt að ekki sé hægt
aö efast um sannleiksgildi myndanna.
Af nógu að taka
Endalaus dæmi mætti nefna um stórfréttir af
þessu tagi. Mörg blasa við i umferðinni: myndir
af ökumanni sem er ekki í belti, myndir af
manni sem leggur í stæði og strunsar í burtu án
þess að borga í stöðumæli, myndir af manni sem
beygir án þess að gefa stefnuljós. Sitthvað mætti
líka finna inni á heimilum fólks. Hvemig væri
til dæmis að ná mynd af fjölskyldu að horfa á
sjónvarp sem ekki hafa verið greidd afnotagjöld
af?
Allt eru þetta lögbrot sem allir vita að eru
stunduð i talsverðum mæli - en einhverra hluta
vegna hafa þau lítt verið fest á filmu. AUt er
þetta því efniviður í stórfréttir. Garri hvetur
Magnús til að hafa vakandi auga fyrir fleiri
dæmum.
Verst að hann skyldi ekki taka við sér fyrir
prófkjörið á Skaganum. Atkvæðasmalarair hefðu
alveg örugglega leyft honum að fylgjast með sér
þramma um bæinn með kjörseðlana. Þeir voru
jú sjálfír sannfærðir um að það væri allt saman
löglegt.
<Xxrrl
farþegarýminu
,Það er af sem
áöur var."
Fátæklegur
flugvélamatur
J.Á. skrifar:
Furðuleg er sú
breyting sem orðið
hefur á veitingum
í almennu farþega-
rými Flugleiðavél-
anna frá því sem
áður var. Það er af
sem áður var þeg-
ar bæði flugfélög-
in, undirstaða
Flugleiða, voru
rómuð fyrir frá-
bæra þjónustu og
veitingar. Heitur matur, með forrétti,
aðalrétti og ábætisrétti, ásamt vínglasi
með matnum og jafhvel koníaki með
kaíRnu. Allt er þetta horfið og í staðinn
staðlaðar samlokur eða fiskstöppur,
líkt og flugfarþegi lýsir í Mbl. sl. þriðju-
dag. Þar áður hafði Víkverji Morgun-
blaðsins haft uppi lýsingu á sömu nót-
um. Flugleiðir hafa greinOega kúvent
frá þjónustu fyrri ára. Það er kannski
ekki að ástæðulausu að Leifsstöð aug-
lýsir nú frían morgunverð fyrir
árrisula Flugleiðafarþega! - Ég afsaka
að skrifa ekki undir fullu nafiii, en það
gerðu heldur ekki þeir sem kvörtuðu á
undan mér.
Prófkjörsráð-
gjafar?
Slguröur Magnússon h
aigurður Magnússon hringdi:
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
héma í Norðvesturkjördæminu hefur
meira en lítið farið úrskeiðis, úr því
svo er komið sem nú er upplýst. Mað-
ur spyr: Hvaða ráðgjafa hafa þeir fram-
boðskandídatar haft sér til fulltingis
sem klúðra málunum svona gjörsam-
lega? Það þarf enginn að segja manni
að t.d. Sturla Böðvarsson og Guðjón
Guðmundsson hafi ekki haft á sínum
snærum menn sem þeir hafa talið trú-
verðuga og sér til halds og trausts i
kosningabaráttunni. Hér áður höföu
flokkarnir og þingmenn þeirra á að
skipa dyggum og traustum mönnum
sem gjaman nefndust kosningasmalar
og voru betri en enginn þegar á hólm-
inn var komið. Líklega fer enginn í
þeirra fót lengur hvað varðar kænsku
og kunnáttu, þegar prófkjör em annars
vegar.
Sólveigu í þriðja
sætið
Ingvi skrifan
Sjálfstæðisflokk-
urinn heldur próf-
kjör sitt í Reykja-
vík eftir örfáa daga
og sækjast margir
eftir sæti á Al-
þingi. Sólveig Pét-
ursdóttir dóms-
málaráðherra, sem
býður sig fram í
þriðja sæti listans,
er traustur stjóm-
málamaður sem
hefur sýnt það og
sannað að hún er
einstaklingur sem
stendur eins og klettur í ölduróti
stjómmálanna og vinnur verk sín af
einbeitni og elju, sama á hverju geng-
ur. Hún hefur haft forgöngu um hvert
stórmálið á fætur öðm. - Breyttur
refsirammi í fiknaefriabrotum, strang-
ari viðurlög við kynferðisbrotum gegn
bömum, aðgerðir gegn mansali og
vændi og frumvarp til nýrra bamalaga
- eru aðeins örfá dæmi um þá miklu
vinnu sem unnin er í dómsmálaráðu-
neytinu undir hennar forystu. Nýleg
blaðagrein um úttekt á viðbrögðum
ráðuneyta við ýmissi málaleitan sýnir
að sjaldan, ef nokkru sinni, hefúr eins
mikið starf verið unnið i dómsmála-
ráðuneytinu. - Tryggjum Sólveigu
þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík!
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í sTma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíft 24, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mync
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.
Sólveig Péturs-
dóttir dóms-
málaráðherra
Traustur stjórn-
málamaöur og
vinnur verk sín
af einbeitni og
elju.