Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Blaðsíða 14
14 Menning Lofar góðu Nútímadanshátíð hófst í Tjamarbíói í gær. Fyrsta sýningin samanstóð af tveim stuttum sólóverkum og einu lengra verki þar sem fram komu tveir dansarar og ein leikkona. Það er gefandi að fara á sýningu þar sem fram eru borin stutt og grípandi verk sem bera áhuga og þekkingu höfundanna vitni og þá ekki aðeins danshöfundanna heldur einnig leikmynda- hönnuða og tónlistarmanna. Hlýtt í jarðlitunum Fyrsta verkið á dagskránni var Skin eftir Ástrósu Gunnarsdóttir. Þar dansaði ung og efnileg stúlka, Emilía Benedikta, viö eldrauöa kaðla sem héngu niður úr loftinu. Undir var leikin mögnuð óperutónlist eftir Verdi. Hug- myndin að tefla saman hreyíingum mannslík- amans og hreyfingum kaðlanna var skemmti- leg og útfærslan afslöppuð og einlæg. Dans Hreyfmgar dansarans, sem voru oft á tíðum smáar, voru tilgerðarlausar og sköpuðu skemmtilegt mótvægi við mikilfenglega tón- listina. Dansinn og tónlistin áttu hvort sína sjálfstæðu tilveru í verkinu en voru samt ná- tengd. Emilía dansaði mjög fallega. Hún býr yfir finni tækni og góðu valdi yfir líkamanum. Hún var þó helst tii hógvær í hlutverkinu en gera má ráð fyrir að styrkur á sviði aukist með reynslunni. Svart og hvítt Solo2 var samið og dansað af Cameron Cor- bett. Verkið var nútímalegt, einfalt og spenn- andi, hreyfingamar óvenjulegar og áhugaverð- Emilía Benedlkta í Skln. ar, sérstaklega í fyrri hlutanum. Þar vann dansarinn mikið með smáar handahreyfingar og slökun í hreyfingum. Á stundum var einnig eins og hann ylti úr einni hreyfingunni yfir í þá næstu af völdum utanaðkomandi afls. Fyrri hlutinn var sýnu sterkari en sá seinni og kom vel fram hvað Cameron er fær dansari. Seinni hlutann vantaði sterkari sérkenni til mótvæg- is við þann fyrri en hlutamir vom tengdir saman á skemmtilegan hátt með endurtekning- um á ákveðnum hreyfingmn. Nýting og notkun rýmisins var eftirtektarverö. Allt sviðið var undir og engan dauðan blett að finna þó dans- arinn væri aðeins einn. Tónlistin var sérlega vel heppnuð, fyrst þessi fina nútímatónlist og svo Bach sem stendur alltaf fyrir sinu. Sviðs- myndin hrein og skýr og eftirminnileg. Dulúð Síðasta verkið á dagskránni var Rokstelpan eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur. Það var ólíkt hinum verkunum, miklu flóknara og þyngra, allt að því þunglyndislegt. Upphafssenan í því verki var með ólíkindum sterk; sérstaklega fangaði hæg ganga Sveinbjargar fram sviðið athyglina og endurtekið samspil hennar og Jó- hanns Freys Björgvinssonar í lok hverrar göngu. Samspil leikarans og raddarinnar við dansarana og hreyfmgamar var einnig vel gert þó persónusköpunin sjálf væri nokkuð flókin. Hver var hvað og hver tengsl persónanna voru skipti þó ekki sköpum því dansinn og sviðsetn- ingin í heild hélt alveg athygli manns. Harpa Arnardóttir lék sitt hlutverk vel. Fyrri ein- ræðan hennar var vel heppnuð og hleypti lífi í sýninguna en sú seinni var torræðari. Dúett Sveinbjargar og Jóhanns, ekki sist í lok verksins, var mjög fal- legur, þau eiga afar vel saman sem dansfélag- ar. Áhrifaríkt augna- blik var þegar þau dönsuðu í rökkrinu og athyglin var á útlinum dansaranna. Tónlistin við verkið var frábær og einnig var lýsingin sterk. Búningaval og leikmynd kom vel út. Þessi fyrsta sýning á Nútímadanshátíðinni var vel heppnuð og sýn- ir að við eigum virki- lega góða sjálfstætt starfandi dansara og danshöfunda. Þau verk sem sýnd voru myndu Cameron Corbett í Solo2. sóma sér vel á hvaða danshátíð sem væri. Það er því tillhlökkunarefni að fá að fara aftur í Tjamarbíó í kvöld og sjá verk Jóhanns Freys Björgvinssonar og Nadiu Katrínar Banine. Sesselja G. Magnúsdóttir Nútímadanshátíð í Tjarnarbíó 14.11.02: Ástrós Gunnarsdóttlr: Skin. Tónllst: Verdi. Lelkmynd: Rebekka Rán Samper. Cameron Corbett: Solo2. Tón- list: Trevor Wishart og J.S. Bach. Svelnbjörg Þórhallsdóttir: Rokstelpan. Tónlist: Matth- ías Hemstock. Texti: Elísabet Jökulsdóttir. Rödd og spuni: Tena Palmer.Búningar: Hildur Hafstein. Lýslng í öllum verkunum: Kári Gíslason. Harpa, Sveinbjörg og Jóhann Freyr í Rokstelpunni. Tónlist Nýting án kvóta Þeir vora hreint ótrúlega nærandi fyrir sál- ina tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í gærkvöldi. Á efnisskránni voru aðeins tvö verk: píanókonsert eftir Chopin nr. 2 í f-moll op. 21 og sinfónían sem sögð er nr. 9 en er í raun nr. 11 eftir Anton Bruckner. Þessa til- teknu sinfóníu lauk hann aldrei við og er hún sú eina eftir hann í aðeins þremur köflum. Númeraruglið stafar af þvi að hann skrifaði ungur tvær sinfóníur sem ekki fengu í byrjun að vera með í númerakerfinu. Uppselt var á tónleikana og vist að þrátt fyr- ir vinsældir verkanna þá voru það öragglega stjörnumar sem tældu fólk á köldu kvöldi út í bíóhúsið. Þau Ann Schein píanóleikari og Stanislaw Skrowaczewski hljómsveitarstjóri töfruðu alla viðstadda með stórkostlegum flutningi sínum. Ann Schein tókst að leika á flygilinn, sem mönnum hefur stundið dottið í hug að væri eitthvað bilaður, þannig að það var helst sem hljóðfærið hefði svifið af himnum ofan niður í hendur henni. Hjá henni lifði hver tónn í ná- kvæmlega rétjum styrk og blæ miðað við hlut- verk hans í heildinni. En svo lifðu allir þessir tónar innra lífi. Það verður að teljast markvert að geta leikið Chopin þannig að úr verði fjöl- radda, tær og skýr vefur. Laglínumar sem hún gaf líf fléttuðust og sungu fagurlega, mýktin oft undraverð eins og í upphafi annars kafla. Hljómsveitin lék sitt takmarkaða hlutverk ágætlega' þrátt fyrir brokkgengt upphaf en hljómsveitarstjórinn hélt kannski aðeins of fast í taumana. Heildarsvipurinn varð mjög fallegur en hefði hugsanlega mátt vera aðeins ágengari. Ann Schein píanólelkari Hjá henni liföi hver tónn í nákvæmlega réttum styrk og blæ miöaö viö hlutverk hans í heildinni. Við flutninginn á sinfóníu Brackners lék sprotinn í margverðlaunuðum höndum Skrowaczewski eins og rauð skikkjan í hönd- um færasta nautabana. Með öryggi og fágun þess sem veit hvað hann vill endurskapaði hann hverja hendingu þannig að hlustandinn fékk á tilfinninguna að svona og bara svona ættu þær að hljóma. Oft fór hann sér hægt gegnum efnið, ekki síst í þriðja og síðasta kafl- anum, en sjaldnast kom það að sök og var jafn- vel til bóta. í sinfóníunni er að finna þvílíka gimsteina, bæði stóra og þétt saman, að það vekur furöu. En hlustunin leiðir líka í ljós að í þessa námu hugmynda og snilldar hefur verið farið og oft verið gerðar mismunandi góðar eftirlikingar af efninu. Sumu hefur jafnvel verið stoliö óbreyttu. Hreint ótrúlega mikið af tónlistinni þama hefur ratað inn í kvikmyndir síðustu áratuga. Svo mikið að það vekur næstum því grun um skipulagða rányrkju af því að kvóta- kerfi var ekki í gangi. Það sem skapar kvóta í svona málum er hversu vel almenningur þekk- ir upprunann. Sinfóníur Bruckners eru þekkt- ar en ekki eins vel og sambærileg verk eftir Beethoven, Brahms og Mahler. Það er því hægt að ræna hann stöðugt án þess að áhorfendur hrökkvi upp við meðvitund um glæpinn. Og til þess að hægt sé að halda þessu áfram þá er eina ráðið að hlusta bara t.d. afls ekki á þessa sinfóníu Bruckners nema á kannski tíu ára fresti. Aðeins þannig getum við notið hinnar afbökuðu notkunar án vitundar um hvaðan burðarstoðimar er fengnar að láni. Sigfríður Björnsdóttir Sinfóníutónlelkar í Háskólabíói 14.11.02: Píanö- konsert nr. 2 í f-moll op. 21 eftir Chopin og Sinfónía nr. 9 eftir Anton Bruckner. Einlelkari: Ann Schein. Hljómsveitarstjóri: Stanislaw Skrowaczewski. ______FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 X>"V Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Rósrauður draumur í kvöld kl. 20.30 er önnur sýningin á Nú- tímadanshátíðinni í Tjamarbíói. Þá verða sýndir tveir dansar, Rosered eftir Jóhann Frey Björgvinsson sem Lára Stefánsdóttir dansar, og í draumi eftir Nadiu Katrínu Banine. Dansarar þar eru Ásdís Ingvadóttir, Hjördís Lilja ívarsdóttir, Jóna Þorsteinsdótt- ir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Þriðja sýningin er á morgim kl. 17, þá verða verkin frá i gær endurflutt, og kl. 20.30 verður sýnd Bylting hinna miðaldra eftir Ólöfu Ingólfsdóttur sem Ólöf dansar sjálf ásamt Ismo-Pekka Heikinheimo. Á sunnu- daginn verður sýningin á Rosered og í draumi kl. 17 og Bylting hinna miðaldra kl. 20.30. Það er lokasýning hátíðarinnar. - Sigrún með SN Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands heldur tónleika í Glerárkirkju á Akureyri á sunnudaginn kl. 16 undir stjórn aðalstjórnanda sins, Guðmundar Óla Gunnars- sonar. Á efnisskrá eru tvö stórverk frá 19. öld. Fiðlu- konsert í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms og Sinfónía nr. 3 í Es-dúr op. 55, „Eroica“ eftir Ludwig van Beethoven. Einleikari á tónleikunum er Sigrún Eðvalds- dóttir fiðluleikari og annar konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Saint Nicolas Tónlistardögum Dóm- kirkjunnar lýkur meö stór- tónleikum í Hallgríms- kirkju á sunnudaginn kl. 17 þar sem á annað hundrað manns flytur kantötuna Saint Nicolas eftir Benja- min Britten. Flytjendur eru Dómkórinn, Skólakór Kárs- ness undir stjóm Þórunnar Björnsdóttur, fimmtán manna kammersveit, organisti og Garðar Thór Cortes tenór. Öllu þessu stýrir Marteinn H. Friðriksson. Mozart að mestu BAðrir tónleikamir í röð Tríós Reykjavíkur og Hafnar- sunnudagskvöldið kl. 20. Þeir hafa á sér notalegt yfirbragð með kertaljósum sem vel á við þegar aðventan nálgast. Á efhisskrá eru tvær sónötur fyrir píanó og fiðlu eftir W. A. Mozart, en einnig verða flutt tvö verk eftir Beethoven, sjö tilbrigði um stef úr Töfraflautunni eftir Mozart og einþáttungur fyrir píanótríó frá árinu 1784, en þá var Beet- hoven einungis 14 ára gamall. Tríó Reykjavíkur skipa sem fyrr þau Guð- ný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté pianóleik- ari. Camerarctica Tónlistarhópurinn Camerarctica heldur tónleika í Salnum á sunnudagskvöld kl. 20.1 hópnum eru Ármann Helgason klarínett, Hsdlfríður Ólafsdóttir flauta, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðla, Guðmundur Kristmundsson víóla, Sig- urður Halldórsson selló. Þau flytja ásamt Guðrúnu Þórarinsdóttur víóluleikara Kvar- tett op. 19 nr. 3 fyrir flautu og strengi eftir Johann Christian Bach, Kvartett op. 7 fyrir klarínettu og strengi eftir Bemhard Crusell og Strengjakvintett í G-dúr, op. 111 eftir Jo- hannes Brahms. Beethoven Út er komin hjá Hávallaútgáf- unni bókin Beethoven i bréfum og brotum og er hún fimmta bókin í ritröð um merka tón- snillinga sem Ámi Kristjánsson píanóleikari og fyrrum tónlistar- stjóri hefur ýmist þýtt, tekið saman eða frumsamið. Bókin geymir bréf og brot úr frásögnum, sem ýmist eru rituð af Beethoven sjálfum, samtímamönn- um hans eða ævisöguriturum og gefa marg- brotna og stórbrotna mynd af meistaranum, veita innsýn í líf hans og listsköpun, ytri að- stæður og innstu hugrenningar. Bókin er prýdd mörgum myndum. Aðrar bækur í sömu ritröð eru: Um Johann Sebastian Bach, lif hans, list og listaverk eftir Johann Nikolaus Forkel, Bréf Mozarts, úrval, Tónlist sem lifir, greinasafn eftir Carl Nielsen og loks Um Fryderyk Chopin, ævi hans og ein- stök verk eftir Árna Kristjánsson. Sjá www.havalla.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.