Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Side 28
4* 28
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002
Sport
Annarri umferð Evrópukeppni félagsliða lauk í gærkvöld:
Smith í banastuði
- skoraði öll flögur mörk liðsins í öruggum útisigri á Hapoel Tel Aviv
Leeds getur þakkað framherjanum
Alan Smith það að liðið er komið
áfram í þriðju umferð Evrópukeppni
félagsliða.
Smith fór á kostum í seinni leik
_ji Leeds gegn ísraelska liðinu Hapeol
Tel Aviv og skoraði öll fjögur mörk
liðsins í 4-1 sigri.
Leikmenn Hapeol höföu haft niðr-
andi ummæli um Smith fyrir leikinn
og kallað hann einn grófasta leik-
mann Evrópu. Þvi hefðu þeir betur
sleppt ef mið er tekið af frammistöðu
hans í leiknum. Smith hafði miklar
áhyggjur af því fyrir leikinn að orð
leikmanna Hapeol myndu verða til
þess að til ryskinga kæmi meðan á
leiknum stæði en sagði i viðtali eftir
leikinn að samtal við Peter Ridsdale,
stjórnarformann Leeds, hefði hjálpað
honum mikið.
„Ég vissi fyrir leikinn að þeir
myndu reyna að æsa mig upp eftir að
leikurinn byrjaði. Ég fór og talaði við
Ridsdale þvi ég vildi fá að vita hvort
ég hefði ftdlan stuðning þeirra ef eitt-
hvaö kæmi upp á. Ridsdale fullvissaði
mig um það og eftir leikinn voru allir
ánægðir. Þetta er fyrsta þrennan mín
með aðalliði Leeds og ég mun ekki
gleyma henni. Það var frábært að
skora öll þessi mörk í svona mikil-
vægum leik en það sem skiptir mestu
máli er að við erum komnir í næstu
umferð," sagði Smith eftir leikinn.
Hannes skoraöi gegn Celta
—£ Framherjinn ungi Hannes Sigurðs-
son skoraði jöfnunarmark Viking
gegn spænska liöinu Celta Vigo á 84.
mínútu eftir að hafa komið inn á
þrettán mínútum áður. Hannes sá þar
með til þess að sænski þjálfarinn
Benny Lennartsson fékk almennilega
kveðjugjöf frá félaginu en þetta var
síðasti leikur liðsins undir hans
stjórn.
Celtic hafði betur
Celtic hafði betur gegn Blackburn í
Bretlandsslagnum. Celtic bar sigurorð
af enska liðinu, 2-0, á Ewood Park í
Blackburn í gærkvöld og samanlagt
3-0. Sænski framherjinn Henrik Lars-
son reyndist vöm Blackbum óþægur
ljár í þúfu og skoraði líkt og í fyrri
leiknum en seinna markið kom frá
fyrrum leikmanni Blakcbum, Chris
Sutton.
Leikmenn Celtic voru gagnrýndir
harkalega eftir fyrri leikinn i
Skotlandi þar sem þeir voru yfirspil-
aðir á löngum köflum þrátt fyrir að
sigra í leiknum, 1-0. t gærkvöldi var
hins vegar ailt annaö upp á teningn-
um og Skotamir voru mun sterkari
aðilinn í leiknum.
Hræðist ekki Liverpool
Larsson
fagnar marki
Sænski framherjinn Henrik Larsson, sem leikur
meö Celtic, fagnar her marki sínu gegn Black-
burn. Larsson skoraði fyrra mark Celtic sem
vann samanlagt, 3-0, i Bretlandsslagnum.
Reuters
UEFA-BIKARINN
2. umferð - seinni leikir
Denizlispor-Sparta Prag .... 2-0
1-0 Özkan (23.), 2-0 Özkan, víti (54.).
Denizlispor uann samanlagt, 2-1.
Hapoel Tel Aviv-Leeds........1-4
1-0 Abuksis (2.), 1-1 Smith (30.), 1-2
Smith (54.), 1-3 Smith (62.), 1-0 Smith
(82.).
Leeds vann samanlagt, 5-1.
Schalke-Legia Varsjá.........0-0
Schalke vann samanlagt, 3-2.
Levski Sofia-Sturm Graz .... 1-0
1-0 Simonovic (6.).
Sturm Graz vann fyrri leikinn, 1-0 og
vann í vítakeppni, 8-7.
Besiktas-Alaves..............1-0
1-0 Mansiz (8.).
Besiktas vann samanlagt, 2-1.
Rauða Stjaman-Lazio .........1-1
1-0 Boskovic (70.), 1-1 Chiesa (78.).
Lazio vann samanlagt, 2-1.
Slovan Liberec-Ipswich.......1-0
1-0 Gyan (88.).
Ipswich vann fyrri leikinn, 1-0 en
Slovan Liberec vann í vítakeppni, 4-2.
Viking-Celta Vigo ...........1-1
0-1 Mostovoi (75.), 1-1 Hannes
Sigurðsson (84.).
Celta Vigo vann samanlagt, 4-1.
Famagusta-Boavista ..........0-1
0-1 Silva, víti (90.).
Boavista vann samanlagt, 3-1.
Panathinaikos-Fenebehce . . . 4-1
1-0 Liberopouios (24.), 2-0 Goumas
(31.), 2-1 Sanli (37.), 3-1 Michaelsen
(43.), 4-1 Warzycha (90.).
Panathinaikos vann samanlagt, 5-2.
Slavia Prag-P. Belgrad.......5-1
1-0 Vachousek (11.), 2-0 Vachousek
(41.), 3-0 Petrous, víti (87.), 3-1 Ivic
(90.), 4-1 Gedeon (94.), 5-1 Adauto
(110.).
Slavia Prag vann samanlagt, 5-4.
Midtjylland-Anderlecht.......0-3
0-1 Seol (11.), 0-2 Jestrovic (83.), 0-2
Dindane (90.).
Anderlecht vann samanlagt, 6-1.
Grasshoppers-PAOK ............1-1
1-0 Cabanas (45.), 1-1 Markos (90.).
PAOK vann samanlagt, 3-2.
PSG-National Búkarest........1-0
1-0 Leroy (56.).
PSG vann samanlagt, 3-0.
Werder Bremen-Vitesse........3-3
1- 0 Baumann (24.), 2-0 Krstajic (49.),
2- 1 Lewtsjenko, víti (50.), 2-2 Peeters
(73.), 3-2 Charisteas (76.), 3-3 Mbamba
(90.).
Vitesse vann samanlagt, 5-4.
Blackbum-Celtic..............0-2
0-1 Larsson (15.), 0-2 Sutton (68.).
Celtic vann samanlagt, 3-0.
Fulham-Dinamo Zagreb........2-1
0-1 Olic (52.), 1-1 Malbranque (89.),
2-1 Boa Morte (90.).
Fulham vann samanlagt, 5-1.
Wisla Krakow-Parma .........4-1
0-1 Adriano (6.), 1-1 Kosowski (71.),
2-1 Zurawski (80.), 3-1 Zurawski (94.),
4-1 Dubicki (107.).
Wisla Krakow vann samanlagt, 5-3.
Real Betis-Zizkov............3-0
1-0 Casas (45.), 2-0 Joaquin, víti (56.),
3-0 Tomas (86.).
Real Betis vann samanlagt, 4-0.
Porto-Austria Vin ...........2-0
1-0 Postiga (30.), 2-0 Derlei (89.).
Porto vann samanlagt, 3-0.
Martin O’Neill, knattspymustjóri
Celtic, var í skýjunum eftir leikinn og
sagði að sínir menn hefðu sýnt fram á
að það væri engin ástæða til að hræð-
ast liðin í ensku úrvalsdeildinni.
•- „Leikmenn mínir sýndu frábæran
karakter eftir að hafa verið gangrýnd-
ir harkalega eftir fyrri leikinn. Mér
fannst fólk fara fullfljótt af stað með
gagnrýnina og ekki réttlátt að dæma
liðið af einum leik. Mínir menn
brugðust hins vegar rétt við, sýndu
styrk sinn og spiluðu frábærlega í
kvöld. Þeir voru skoskri knattspymu
til sóma og ég segi það hér og nú að ég
hræðist ekki lið eins og Liverpool og
Leeds ef það verða okkar örlög að
mæta þeim í næstu umferð. Ég er ekki
sigurviss en ég myndi fagna slíkum
leikjum með þeirri spennu sem þeim
0f fylgir," sagði O’Neill eftir leikinn.
Fyrsta markiö dýrmætt
Graeme Souness, knattspymustjóra
Blackburn, er sérstaklega illa við að
tapa fyrir Celtic eftir að hafa verið
stjóri hjá Rangers í mörg ár en hann
viðurkenndi að Celtic hefði spilað
mjög vel í leiknum og verið vel að
— sigrinum komið.
„Þeir spiluðu mjög vel og þetta var
erfitt fyrir okkur eftir að við fengum
fyrsta markið á okkur. Það var ljóst
frá byrjun að fyrsta markið myndi
ráða úrslitum og því miður skoruðu
þeir það,“ sagði Souness og til að bæta
gráu ofan á svart varð ljóst í gær-
kvöldi að markvörðurinn frábæri,
Brad Friedel, þarf að gangast undir
uppskurð á liðþófa í næstu viku og
verður frá vegna meiðsla í nokkrar
vikur.
Ipswich úr leik eftir vítakeppni
Hermann Hreiðarsson og félagar
hans í Ipswich höfðu ekki heppnina
með sér í Tékklandi þar sem þeir léku
gegn Slovan Liberec. Ipswich vann
fyrri leikinn heima, 1-0, og réðu leik-
menn liðsins lögum og lofum á vellin-
um lengst af seinni leiknum í gær-
kvöldi. Slæmu gengi í ensku 1, deild-
inni var kastað fyrir róða en í staðinn
spilaði liðið oft á tíðum stórskemmti-
lega knattspymu, þá hina sömu og liö-
ið spilaði þegar það hafnaði í fimmta
sæti ensku úrvalsdeildarinnar tíma-
bilið 2000-2001. Það átti þó ekki fyrir
þeim að liggja að komast áfram því að
tveimur mínútum fyrir leikslok tókst
leikmönnum Slovan Liberec að kom-
ast yfir í leiknum og þurfti því að
framlengja hann. Ekkert mark var
skorað í framlengingunni en í víta-
keppninni höfðu Tékkarnir betur.
Grimmt að detta út á vítum
Joe Royle, knattspyrnustjóri
Ipswich, var ósáttur við úrslitin en
ekki frammstöðu leikmanna sinna.
„Mér fannst við vera að spila mjög
vel og er stoltur af strákunum. Þessi
keppni er skemmtileg og ég hefði vilj-
að fara lengra í henni en þegar leikur
fer í vítaspyrnukeppni er það bara
upp á von og óvon. Það er grimmt að
tapa svona leik á þennan hátt en við
getum þá í staðinn einbeitt okkur að
því að reyna að spila eins og menn í
deildinni heima. Ég held aö þessi leik-
ur geti orðið vendipunkturinn á .tíma-
bilinu því að ég fann fyrir mikilli
samstöðu á meöal leikmanna eftir
leikinn. Við þurfum hins vegar að
fara að skora mörk og ég trúi því að
það komi um helgina," sagði Royle
eftir leikinn. Hermann Hreiðarsson
spilaði allan leikinn í vöm Ipswich og
átti góðan leik. -ósk
Leeds-leikmaðurinn Harry Kewell fagnar hér ásamt Alan Smith einu af fjór-
um mörkum þess síðarnefnda í leiknum gegn Hapoel í gærkvöldi. Reuters