Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvœmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
A&stoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Skaftahliö 24,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.ls
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plótugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Ávinningur launafólks
í kjarasamningunum árið 2000
var tekið upp það nýmæli að
vinnuveitendur greiddu mótfram-
lag gegn viðbótarframlögum
launamanna til lífeyrissparnaðar.
Frá miðju ári 2000 til ársloka 2001
námu mótframlögin 1% gegn 2%
sparnaði launamanns en í ár
hækkaði mótframlagið í 2%. Áður hafði verið sett í lög að
viðbótarframlög launamanna, allt að 2% fyrst og síðar 4%,
væru skattfrjáls. Auk þess greiddu vinnuveitendur mót-
framlag sem næmi tíunda hluta viðbótarframlags launa-
mannsins. Þetta viðbótarframlag, tíundin, er frádráttar-
bært hjá launagreiðendum við uppgjör tryggingagjalds.
Verji launamaður 4% launa sinna til viðbótarlífeyrissparn-
aðar fær hann nú 2% mótframlag frá launagreiðanda auk
tíundarinnar, 0,4%, og renna því samtals 6,4% af launum
hans til viðbótarsparnaðar.
Því var lýst svo eftir þessa samninga aðila vinnumarkað-
arins og stjórnvalda að svo vel hefði verið búið um hnút-
ana að það væri beinlínis glapræði fyrir launamenn að
leggja ekki til hliðar í viðbótarlífeyrissjóðssparnað. Fýrir
launamanninn munar verulega um viðbótarframlag vinnu-
veitandans, sem og skattfrelsið. Ekki þarf að greiða íjár-
magnstekjuskatt vegna þeirra vaxta og verðbóta sem menn
ávinna sér á sparnaðartímanum og eignin sem myndast er
eignarskattsfrjáls. Sparnaðurinn er þannig ekki skattlagð-
ur fyrr en við útborgun og þá eins og tekjur almennt.
Launþegar létu ekki segja sér þetta tvisvar. Fram kemur
á fréttavef Samtaka atvinnulífsins að viðbótarlífeyrissparn-
aðurinn hafi bæði reynst meiri og jafnari milli starfsstétta
en áætlað var við gerð kjarasamninga. Samtökin segja að
einkum hafi mikil þátttaka verkafólks komið á óvart.
Framlag atvinnulífsins vegna viðbótarsparnaðarins er þeg-
ar orðið um 4-4,5 milljarðar króna á ári, eða hálfum öðrum
milljarði króna meiri kostnaður en reiknað var með.
Þessi þróun er jákvæð. Aukinn sparnaður í samfélaginu
er æskilegur. Séreignarlífeyrissjóðurinn kemur til viðbótar
skyldulífeyrissjóðunum og mun tryggja fólki betri lífskjör
þegar kemur að starfslokum og er sérlega hentugur þeim
sem eru að hugsa um sveigjanleg starfslok en úttekt viðbót-
arlífeyrisins má heíja við 60 ára aldur. Þróunin sést best á
því að árið 2000 nam meðalframlag vinnuveitenda til lífeyr-
issparnaðar 6,7% af launum, þ.e. 6% skylduframlag og
hærri greiðslur til félagsmanna Samvinnulífeyrissjóðsins,
auk kjarasamninga nokkurra stétta sem samið hafa um
hærra framlag vinnuveitenda en almennt gerist. í mars á
þessu ári var framlag vinnuveitenda orðiö 8,1% að meðal-
tali.
Á fréttavef Samtaka atvinnulífsins segir að tölur í gögn-
um Kjararannsóknarnefndar bendi til þess að 55% launa-
manna hafi í mars á þessu ári fengið framlög umfram 6%,
samanborið við 22% tveimur árum áður. Hækkunin er um-
talsverð en samtökin segja þó að skýring þess að hlutföllin
séu ekki enn hærri bendi til þess að þeir sem hafa lægstu
tekjurnar og minnsta vinnuframlagið, t.d. fólk í aukastörf-
um, taki ekki þátt í viðbótarlífeyrissparnaðinum.
Rétt er að hvetja þá sem hafa látið hjá líða að nýta sér
séreignarlífeyrissparnaðinn til þess að hefja slíkan spam-
að. Þar er um að ræða hreina viðbót á lífeyri, eigin eign
sem erfist. Þessum sparnaði fylgir að auki skattalegt hag-
ræði. Sparnaðurinn færir einstaklingum og fjölskyldum
aukið öryggi til viðbótar því kerfi sem við búum við, al-
mannatryggingakerfið og skyldulífeyrissjóðakerfið. Ævi-
kvöldið verður auðveldara. Ávinningur launafólks er ótví-
ræður.
Jónas Haraldsson
17 ’
DV
Skoðun
Vitum við hvað við greiðum í skatta?
Birgir
Ármannsson
aðstoöarfram-
kvæmdastj.
Verslunarráðs,
í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
Er ekki nokkuð mikilvægt
að skattgreiðendur viti fyr-
irfram, með nokkurri ná-
kvæmni, hversu há
greiðsla þeirra kemur til
með að vera? Er ekki um
leið nauðsynlegt að menn
geti með tiltölulega lítilli
fyrirhöfn fundið út hver
skattbyrði þeirra er?
Og er það þá ekki grundvallarfor-
senda að skattkerflð sé með þeim hætti
að fólk fai einhvem botn í það án sér-
stakrar aðstoðar sérfræðinga? - Ég, fyr-
ir mitt leyti, svara þessum spumingum
játandi. Ég hef hins vegar fyrir löngu
gert mér grein fyrir því að gjaldheimta
hins opinbera er langt því frá að vera
gagnsæ, einfold eða réttlát.
Hversu hár er viröisaukaskattur?
Flestir telja sig þekkja vel þá skatta
sem þeir borga. Öll vitum við að af laun-
unum okkar em tekin 38%- 45% í skatt
sem rennur til ríkis og bæjar. Virðis-
aukaskattur er almennt 24,5% og talað
er um að af matvælum sé hann 14%. En
hér er rétt að staldra við því það rétta er
að virðisaukaskattur er einungis af ein-
staka tegundum matvæla. Það þarf að
grafa upp viðauka við lög um virðis-
aukaskatt til að komast að því að í raun
er það frekar takmarkað vömúrval sem
fellur undir lægri skattinn.
Hvaða rök skyldu vera fyrir þessu
misræmi? Af hverju er mjólk niður-
greidd á kostnað þeirra sem drekka
ávaxtasafa? Þetta misræmi væri
kannski ekki eins alvarlegt ef þetta væri
það eina sem væri að mgla neytendur i
„Það eru mýmörg dœmi um furðulegheit í tolla- og
vörugjaldsmálum, allt dæmi sem standa nœrri al-
mennum neytendum. Af handahófi má taka sem
dœmi vinsæla vöru, kakó.“
ríminu. En það er nú öðm nær. Tollar
og vömgjöld leggja sitt af mörkum til að
gera flókið kerfi enn flóknara.
Tollur er ein tegund skattheimtu
Ætli fólk átti sig almennt á því hver
munurinn sé á tollum og vömgjöldum?
Ég gæti best trúað því að neytendur geri
sér almennt ekki nokkra grein fyrir því
hvort vara beri toll eða ekki, hversu hár
sá tollur sé eða hvort til viðbótar sé
einnig lagt vömgjald. Trúlega ekki, og
enda ekki nema von. Þetta sérstaka
skattkerfi er með þeim hætti að fólk,
sem ekki hefur sérstaklega af því at-
vinnu, hefur ekki nokkrar forsendur til
þess að kynna sér uppbyggingu þess,
hvað þá ástæðumar fyrir því.
Það em mýmörg dæmi um furðuleg-
heit í tolla- og vörugjaldsmálum, allt
dæmi sem standa nærri almennum
neytendum. Af handahófi má taka sem
dæmi vinsæla vöm, kakó sem notað er
til að búa til kakódrykki, heita eða
kalda.
Kakó eða kakó
Á einni gerð af kakódufti, sem notað
er saman við heitt vatn, er tollurinn
20% af innkaupsveröi vörunnar. Svo
leggst sérstakur magntollur upp á 50
kr/kg. Og af því að einhveijum hefur
ekki fundist þessi tvöfalda tollálagning
næg skattheimta leggst svo hið sérstaka
Sandkom
Enn skyggnst á bak við Ijöldin
Hið ágæta Ijóð Þórarins Eldjáms hefur verið vinsæl fyrir-
mynd hagyröinga frá því að Þórarinn sjálfúr uppfærði það í
tilefhi af umræðu um þá almennu skelfingu sem sumir töldu
að Bláa höndin hefði valdið í þjóðfélaginu. Nýjasta vísukom-
ið í þessum dúr gerði Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfónn og
tilefnið að sjálfstöðu nýafstaðið prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Norðvesturkjördæmi.
Prófkjör lítinn fœra ffiö,
fúlt það dœmin sanna.
Uppá Skaga er öflugt lió,
atkvœðagreiðslumanna.
Flokksástin er fyrir bí,
fast er sótt í völdin.
Greinilega grillir í,
Guðjón bak vió tjöldin.
Ummæli
Inntökuskilyrðum fullnægt
„Kannski eiga stóryrði [Magnúsar Hafsteinssonar
fréttamanns] líka skýringu i því, að hann segist nú
hyggja á framboð til Alþingis fyrir Frjálslynda flokk-
inn. Ef marka má grein hans verður ekki betur séð en
hann uppfylli öll þekkt skilyrði fyrir því, að sá draum-
ur geti orðið að veruleika."
Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor í aösendri grein í
Morgunblaöinu, um svargrein Magnúsar viö fyrri grein Jóns,
„Víst var hún sviösett", þar sem Jón færöi rök fyrir því aö
umdeildar fréttamyndir af brottkasti heföu veriö sviösettar.
Kennarar verði kapítalistar
„Til þess að vinda ofan af þessu ríkisrekna mennta-
kerfí, sem oft virðist i sjálfheldu, verður að vinna með
kennurum að breytingum. Ein leið er að fá þá sjálfa til
að reka menntastofnanimar sem þeir vinna á. Ríkið
afhendir kennurum skólana og fær hver og einn kenn-
ari hlut í samræmi við starfsaldur og vinnuhlutfall.
Með því eru þeir orðnir atvinnurekendur, fjármagns-
eigendur og hugsa fyrst og fremst um hag sinnar stofn-
unar. Samhliöa þessu heldur hið opinbera áfram að
sandkorn@dv.is
Sveitarslúðrið á netinu
Gamli sveitasíminn var á sinni tíði ótæmandi uppspretta
kjaftasagna, enda gat hver sem er hlustað á símtöl sveitunga
siima með því að lyfta upp sinu eigin tóli. Það kann að virð-
ast þversagnakennt, en segja má að nútímatækni hafi fyllt
þennan foma slúðurbrunn að nýju; núna eru sögumar birtar
- og sóttar - í spjallþræði á netinu, þar sem hægt er að slúðra
um náungann opinberlega án þess að skrifa undir naíhi. Einn
slíkur vefhr hefur valdið miklu fjaðrafoki
á Patreksfirði, en það er spjallvefur Skjald-
borgar. Þar hefur undanfama daga mátt
lesa alls kyns nafhlaust slúður um tiltekna
einstaklinga í bænum og sveitinni í kring,
þeir þjófkenndir og fleira í þeim dúr. Rit-
stjóri vefsins hefur beðið menn að gæta
sín - ellegar verði spjallþræðinum lokað.
Burtfluttir Patreksftrðingar skrifa á vef-
inn að þar sé þjóðaríþróttin greinilega
stunduð af sama kappi og fyrr ...
greiða fyrir menntun bama og unglinga. Hins vegar
ráða foreldrar í hvaða skóla þeir senda böm sin.
Greiðsla fyrir menntunina fylgir baminu og kennarar,
sem reka skólana, kappkosta að fá sem flesta nemend-
ur til sín. Aödráttaraflið er að veita fyrsta flokks þjón-
ustu og menntun. Þannig verða skólar eftirsóknarverð-
ir fyrir metnaðarfulla foreldra og böm þeirra.“
Björgvin Guömundsson á Frelsi.is
Sinnar gæfu smiður
„Ég held að það sé bara ímyndun
að láta sér líða illa. Auðvitað koma
tímabil þegar fólki líður illa og þá er
það yfírleitt vegna annarra. En þessi
daglega líðan, maóur ræður henni
dálítið mikið sjálfur. [...] Það er
alltaf visst gefið á höndina svo er
spurning hvemig maður spilar úr
því. Eitt er víst að þaö er miklu minni áreynsla að
vera jákvæður heldur en neikvæður. Það er voöalega
slítandi að vera neikvæður." Hákon Aöaisteinsson, skáid
og sagnamaöur, í viötali viö héraösfréttablaöiö Austurgluggann
vömgjald á vöruna, 50 kr. á hvert kg.
Önnur gerð af kakódufti ber með
sama hætti 20% toll og 50 kr/kg vöra-
gjald en magntollurinn er allt í einu orð-
inn 139 kr/kg. í báðum tilvikum er um
venjulegt kakó að ræða sém neytendur
er hrifhir af og nota til að búa til kakó-
drykki.
Nú mætti ætla að þessir kakóskattar
legðust líka á kakó sem notað er í bakst-
ur en því er nú öðra nær. Á þess háttar
kakó leggst enginn tollur en þó sama
vörugjald og áður er minnst á. Og auð-
vitað falla þessar vörur ekki undir mat-
vælavirðisaukaskattinn.
Verum ekki fljót að strauja
Er það ekki með ólíkindum að venju-
legar brauðristarvélar séu skattlagðar á
mismunandi hátt eftir því einu hvort
þær taka á móti brauðinu lóðrétt eða lá-
rétt? Á brauðristar er hvorki lagður toll-
ur né vörugjald. Á hin svonefndu sam-
lokugrill, sem er ekkert annað en
brauðrist sem ristar brauðið lárétt, er
hins vegar lagður 7,5% tollur og hvorki
meira né minna en 20% vöragjald. Ofan
á allt saman leggst svo eins og alltaf
24,5% vsk.
Svipaða sögu má segja um strauvélar
og straujám þar sem straujámin hefð-
bundnu bera enga tolla eða vöragjöld en
strauvélin (sem hentar vel til að strauja
stærri stykki) fær á sig 7,5% toll og'20%
vörugjald.
Úr sér gengið kerfi
Jafiivel þótt fallist væri á það, rök-
ræðunnar vegna, að tollar væra illnauð-
synlegir er ekkert sem réttlætir það að
þeir séu lagðir á með tilviljanakenndum
hætti. Svona misræmi i skattlagningu
og ógagnsæi er ekki bara óréttlátt held-
ur líka afar kostnaðarsamt fyrir ríkið
sjálft.
Er hægt að draga aðrar ályktanir af
þvílíku misræmi en að verið sé að stýra
neytendum í neyslu sinni? Fá fólk frek-
ar til að rista brauðið sitt án þess að
rista um leið áleggið og fa fólk til að
hætta að strauja dúkana sína. Eða er
þetta misræmi kannski bara tilkomið
vegna misskilnings sem svo hefur undið
upp á sig og bíður þess eins að verða
kveðinn niður?
Um Mikka, Úllu og annað fólk
Jakob Bjarnar
Grétarsson
blaðamaður
; • j
Kjallari
Eg sat agndofa fyrir fram-
an sjónvarpiö miðviku-
dagskvöldið 7. nóvember
og horfði á Úlfhildi Dags-
dóttur í bókahorni Kast-
Ijósþáttarins hakka nýja
bók Mikaels Torfasonar,
Samúel, í sig:..engin
hugmyndafræðileg átök
„... þreytandi og
óspennandi aflestrar..."
Vá! Og áfram héldu lýsing-
arnar:,,... flatneskjuleg
...“, „... vettlingatök á
hugmyndurh ...“, „...
bragðdauf..." Ég hef sjald-
an eða aldrei orðið vitni að
annarri eins slátrun og hef
ég þó í gegnum tíðina
fylgst með krítíkerum á
borð við Kollu kúpu taka
til hendinni.
Satt best að segja hafði ég beðiö
þessarar gagnrýni Úlfhildar með
nokkurri eftirvæntingu. Áður hafði ég
nefnilega fylgst með ýfmgum á net-
timaritinu kistan.is sem þessu tengj-
ast. Þar birtist fyrir nokkru viðtal
Mikaels við sjálfan sig og kom fram sú
skoðun hans að Úlfhildur væri vitleys-
ingur. Þetta viðtal var fjarlægt því
ummæli rithöfundarins fóra líkast til
þversum í ÚlfhOdi sem mun í kjölfar-
ið hafa ætlað að hætta skrifúm fyrir
Kistuna. Reyndar hefði ég nú talið að
Úlfhildur ætti að líta á þessar glæfra-
legu og taugasýkislegu yfirlýsingar
Mikaels sem hrós fremur en gerast
hysterisk. Og nú er leikurinn rétt að
hefjast.
Tekinn á teppið?
Næsta skref; Hallgrimur Helgason
skrifar grein í Fréttablaðið þriðjudag 6.
nóvember þar sem hann fjallar um
þennan geming. Hallgrímur er mis-
gáfulegur að vanda - hann hnýtur í sí-
fellu um sjálfhverfuna. í greininni
býsnast hann yfir því að Matthías Við-
ar hafi talað yfir hausamótunum á
Mikka Torfa í bréfi sem birtist á Kist-
unni. Einhvem veginn heitir það hjá
Hallgrími að Mikki Torfa hafi verið
tekiirn á teppið?! Og Hallgrímur gerir
betur: „Hann [Matthías] ætti að vita að
það að taka rithöfund á teppið er að
bjóða hættunni heim í kaffi.“ Nú vita
það allir sem vita vilja að það er ger-
samlega hættulaust að taka Hallgrím
sjálfan á teppið því ekki hefur heyrst
múkk frá honum um „hina bláu hönd“
síðan Davíð bauð honum í kaffi fyrir
skemmstu.
En nú er ég fallinn í sömu gryfju og
Mikael Torfason, Hall-
grímur Helgason og Ágúst
Borgþór ríthöfundar, og
Soffía Auður Birgisdóttir
og Úlfhildur Dagsdóttir
bókmenntagagnrýnendur.
- „En svona eru jólin og
nú er gaman“, segir grein-
arhöfundur hér í lokin.
Hallgrímur, það er að tala um Hall-
grim. Hins vegar er ekki annað hægt en
vera sammála honum um að það hafi
verið ákveðin mistök hjá Kistumönn-
um að fjarlægja þessi skrif. Því um, að
hafi Úlfhildur ætlað að hætta, er ekki
annað hægt að segja en farið hafi fé
betra en sá gagnrýnandi sem ekki þolir
að rithöfúndur í jólabókaflóði kalli sig
vitleysing.
Marktækur dómur?
En það sem svo toppar alla þessa
stórkostlegu vitleysu er ákvörðun
Úlfhildar að halda sínu striki og
dæma bók Mikaels. Hvemig í ósköp-
unum ætlast hún til, i ljósi alls
þessa, að dómur hennar um Samúel
sé marktækur? Og ætlist hún ekki
til þess; notar hún þá þennan vett-
vang til að hefna sín á æstum rithöf-
undi? Og hvað þá með umsjónar-
menn Kastljóss? Éru þeir bara úti á
túni, úr snertingu við það sem er að
gerast? Eða finnst þeim þetta við
hæfi?
Ég hef lesið allar fyrri bækur
Mikaels Torfasonar og þótt fetta
megi fingur út í ýmislegt sem frá
honum hefur komið telst hann seint
„bragðdaufur" eða „óspennandi".
Annað það sem gerir dóm Úlfhildar
sérkennilegan er að bókin hefur hjá
öðrum gagnrýnendum fengið mjög
góða dóma.
Bréf - og svarbréf
Nú er ég í sjálfu sér ekki að efast
um heilindi Úlfhildar almennt sem
er í einkar vanþakklátu hlutverki
gagnrýnandans sem stöðugt þarf að
eiga við bamaskap rithöfunda. Ekki
öfundsvert hlutskipti það. En hún
hefur að mínu viti gert sig seka um
dómgeindarskort og raunar dottið
niður á sandkassaplanið með þeim
sem elska hana og hata í senn - það
eru þeir sem hún er að fjalla um. Og
samsæriskenningamar grassera.
Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
harðort bréf til birtingar á kistan.is
þar sem hann gerir því skóna að
dómur Úlfhildar sé eins konar hefnd
eins og nefnt er hér að ofan. Reynd-
ar, þegar betur er að gáð, hlýtur
hver maður að sjá að sem hefndar-
aðgerð er þetta gersamlega mislukk-
að því betri auglýsingu fær rithöf-
undur tæpast.
Soffia Áuður Birgisdóttir svarar
og segir það af og frá að rithöfundar
eigi að geta komist upp með það að
slá krítíkera úr leik með dólgshætti
í þeirra garð og gera þá þar með
ómarktæka. (Reyndar efast ég stór-
lega um að Mikael sé líkur nafna
sínum Corleone í svo úthugsuðum
plottum.) Út í hvað er þetta komið?
En svona era jólin og nú er gam-
an. Ég bíö spenntur bæði eftir því að
lesa Samúel og fylgjast með næsta
skrefi í þessum farsa.
Samspil náttúru og nytja
Rúnar Guðbjartsson
sálfræðingur
og fyrrv. flugstjóri
Eg skoðaði virkjunarfram-
kvæmdirnar í Þjórsárdaln-
um nýlega. Þar hefur mikið
afrek verið unnið. Þarna
malar Þjórsá gull 24 tíma
á sólarhring allt árið.
Virkjanimar era snyrtilega felldar
inn í fell og hæðir. Maður gat ímyndað
sér að þar væra álfar að spinna gull,
þegnum þessa lands til gagns. Mér
fannst yndislegt að njóta íslensku nátt-
úrurmar, skynja hreina loftið, vindinn,
útsýnið og kyrrðina. Aðeins inni í stöð-
inni heyrði ég dyn koma upp úr iðram
jarðar.
Nú er mikil umræða um hvort eigi
að leyfa Norðlingaölduveitu sem myndi
gera virkjanimar í Þjórsárdal enn hag-
kvæmari. Á móti kemur, að friðlýst
svæði Þjórsárvera, sem er 375 kms,
myndi skerðast um 7 kms.
- Langar mig að ræða þetta nánar.
Lífskjör og forsenda þeirra
Fiskimiðin, hitaorkan, vatnsorkan
og vindorkan era okkar mikilvægustu
auðlindir og hafa skapað okkur lífskjör,
sem era með þeim bestu í heiminum.
Ef við hefðurn frá byijun raf- og hita-
væðingar keypt inn olíu og kol til að
lýsa og hita upp húsin þá væra lífskjör-
in ekki eins góð. Ég álít lífsnauðsyn fyr-
ir íslendinga, að vera stöðugt í sókn, og
að auka gullvinnsluna úr ánum og jarð-
hitanum. Tímaspursmál er hvenær
tæknin til að nýta vindinn kemur. Við
þurfúm að halda þessum góðu lifskjör-
um og að bæta þau, og það er alveg
ótrúlega margt sem er knýjandi að
framkvæma til að færa okkur ham-
ingjusamara og öraggara líf.
Ef ég lít í eigin barm, ég er maöur á
besta aldri, aðeins 67 ára gamall, er
samt kominn á viðhaldsaldurinn.
Læknavísindin era komin langt, fyrir
mig og mína líka, til að gera okkur lif-
ið betra, bæði með lyfjum og aðgerðum.
Eins er með bömin, bamabömin og
bamabamabömin mín, þau eiga mörg-
um sinnum meiri líkur á að fá bata við
hinum ýmsu sjúkdómum og slysum
sem geta heijað á þau í framtíðinni,
vegna þess að vísindunum hefur fleygt
fram. Við höfum þekkingu, aðstöðu og
starfsfólk sem er með því besta í heim-
inum í dag. En okkur vantar greinilega
peninga til þessa málaflokks, þess
vegna verðum við að mala meira gull.
Við erum einnig með ákaflega frum-
stætt vegakerfi sem skapar mikla slysa-
hættu og margir íslendingar farast eða
örkumlast vegna þess. Það er löngu
tímabært að byggja fleiri umferðar-
mannvirki og tvöfalda hringveginn,
sem myndi gera hann miklu öraggari,
o.fl. o.fl. En til að framkvæma þetta allt
þurfúm við meiri peninga. Þess vegna
þurfúm við að mala meira gull og
virkja meira en við verðum að gera það
í sátt við landið og náttúruna.
Mér finnst ásættanlegt að láta af
„Það er löngu tímabært aö byggja fleiri umferöarmannvirki og tvöfalda hring-
veginn, sem myndi gera hann miklu öruggar, o.fl. o.fl. En til aö framkvæma
þetta allt þurfum viö meiri peninga. Þess vegna þurfum viö aö mala meira gull
og virkja meira, en viö veröum aö gera þaö í sátt viö landiö og náttúruna.“
hendi þessa 7 kms af friðlýstu svæði
Þjórsárvera. Ég sé ekki svo mikið eftir
landinu, sem mér skilst að sé að hluta
til ógróið, en verra finnst mér með
heiðargæsina. Um það bil 3-400 hreiður
myndu fara undir vatn. Til að bæta það
legg ég til að heiðargæsin verði friðuö
allt árið meðan stofiiinn er aö jafiia sig.
Hér á landi eru skotnar um 14.000 heið-
argæsir á ári, friðunin gerði meira en
að vega upp á móti fækkun hreiðranna
Gæs og lax í fóstur
Einnig mætti athuga hvort ekki er
hægt að stækka friðlýsta svæðið, ann-
aðhvort til austurs eða vesturs, til hags-
bóta fyrir heiðai-gæsina. Mér fmnst að
Landsvirkjun ætti að taka heiðargæs-
ina í fóstur og sjá til þess að stofninn
nái sinni upprunalegu stofnstærð sem
hefúr farið minnkandi undanfarin ár.
Heiðargæsin er skynsamur fúgl og at-
huga má hvort ekki sé hægt að útbúa
fýrir hana floteyjar nyrst á lónið sem
hún getur notað til hreiðurgerðar. Eða
hjálpa henni á einhvem annan tækni-
legan hátt sem sérfræðingar teldu lík-
legan til árangurs.
Landsvirkjunin væri þá í líkum
sporum og Rafveita Reykjavíkur var í
árdaga virkjana á íslandi þegar hún tók
laxinn í Elliðaánni í fóstur með góðum
árangri. Rafveitan tekur laxinn í kistu
fyrir neðan stíflu og flytur hann upp
fýrir stífluna. Landsvirkjun þarf líka að
halda vörð um Þjórsárver og vemda
þau gegn ágangi ferðamanna, sem í
vaxandi mæli fara um hálendið á fjalla-
bílum.
Smá þjóðremba
Talandi um ferðamenn, í umræð-
unni hefur verið mikiö rætt um að
ferðamannaþjónustan gæti komið í
staðinn fyrir virkjanimar á hálendinu
og malað fyrir okkur gull. Ég hef ekk-
ert á móti ferðamönnum, en þeir era
líka mengunarvaldur. Nauðsynlegt
yrði að byggja varanlega vegi og alls
konar aðstöðu fyrir þá ef vel á að vera
og fyllsta öryggis gætt. Þetta yrði til
lýta á hinni óspilltu náttúra hálendis-
ins, ekki síður en rafmagnsmöstrin
sem fylgja virkjunum. Á móti kemur að
tækninni fleygir fram í gerð rafmagns-
kapla og ég tel að eftir nokkra áratugi
verði allar raftnagnslínur á íslandi
komnar í jörð til mikillar prýði og ör-
yggis, engin meiri ísingarhætta.
í mér er smá þjóðremba og eitt hefur
mér ekki líkað í sambandi við bygg-
ingu álveranna, Af hveiju getum við
ekki sjálf byggt okkar álver? Það er
ákveðin nýlendulykt af því að láta út-
lendinga græða á okkur. Því geta ekki
íslenskir auðjöfrar, eins og til dæmis
Björgólfs- eða Bónusfeðgar, farið í ál-
viðskiptin? Eflaust era til eölilegar
skýringar á þessu, sem ég kann ekki
Bót er í máli að eigandi Norðuráls virö-
ist vera besta skinn, hann fjárfestir
mikið af gróðanum sinum á íslandi.
+