Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 1
Níu mánaða fangelsi: Áreitti konu í sjúkrabíl Héraösdómur Reykjavíkur dæmdi í gær sjúkraflutninga- mann til að sæta fangelsi í níu mánuði fyrir kynferðislega áreitni gegn konu sem verið var að flytja með sjúkrabíl á Land- spítalann. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var m.a. dæmdur fyrir að sleikja brjóst konunnar og káfa á kynfærum hennar innan fata sem utan. Hann neit- aði sök í málinu en rannsókn á DNA-sýnum leiddi í ljós að leif- ar af munnvatni mannsins fundust á brjóstum konunnar og í brjóstahaldara hennar. Hann neitaði sök í málinu en rannsókn á DNA-sýnum leiddi í Ijós að leifar af munn- vatni mannsins fund- ust á brjóstum kon- unnar og í brjósta- haldara hennar. Umrætt atvik átti sér stað í ágúst í fyrra en þá var sjúkralið kallað að heimili konunnar eftir að hún hafði gert sjálfsvígstil- raun með inntöku lyfja. Konan sagði fyrir dómi að hún hefði skammast sín fyrir sjálfvígstil- raunina og því haldið fyrir and- lit sitt þegar hún var flutt í sjúkrabílinn. Hún hefði ekki verið meðvitundarlaus. Konan greindi frá atvikinu við kom- una á Landspítalann og var flutt á neyðarmóttökuna til rann- sóknar. Sjálfur gaf sjúkraflutn- ingamaðurinn þá skýrmgu að hann hefði þurrkað úr munn- vikum með hendinni - en hann hefði þurft að festa mælitæki við bringu konunnar. Dóminum þótti framburður konunnar staðfastur auk þess að vera styrktur niðurstöðum úr DNA-rannsókn. Maðurinn þykir hafa brugðist trausti í starfl og því kom skilorðsbund- inn dómur ekki til greina. Jón Viðar Matthíasson að- stoðarslökkvistjóri sendi í gær- kvöld frá sér yfirlýsingu fyrir hönd slökkviliðsins vegna máls- ins. í henni segir m.a. að mað- urinn hafi ekki sinnt sjúkra- flutningum eftir að mál hans kom upp og nú hafi hann verið leystur alfarið frá störfum. -aþ Société Générale-bankinn kynnir álit sitt fyrir S-hópnum: J Sameining forsenda fýrir \ árangri í bankakerfinu * Franski bankinn Société Générale, fjárhagslegur bakhjarl S-hópsins svonefnda, telur að for- senda fyrir umtalsverðum árangri í rekstri viðskiptabanka á íslandi næstu misseri sé samruni á mark- aðnum. Bankinn telur jafnframt að hagkvæmasti kosturinn fyrir eigendur Búnaðarbankans sé sam- runi við Landsbanka íslands. Samkvæmt heimildum DV var á fostudaginn i liðinni viku hald- inn kynningarfundur með stjórn- um allra fyrirtækja sem standa að S-hópnum. Þar lýstu fulltrúar franska bankans því áliti sínu, að uppbygging og rekstur Búnaðar- bankans væri með þeim hætti að hentaði vel til sameiningar við margs konar fjármálastofnanir. Þrjár myndir voru dregnar upp á fundinum: sameining við Lands- bankann, íslandsbanka og Kaup- þing. Töldu fulltrúar bankans fyrsta kostinn hagkvæmastan. Samkeppnisstofnun lagðist sem kunnugt er gegn samruna Búnað- arbankans og Landsbankans á sínum tíma. Heimildarmaður DV innan S-hópsins telur hins vegar að markaðurinn hafi breyst mikið síðan og forsendur breyst. Bent er á að S-hópurinn og Landsbankinn tengist nú þegar í gegnum líf- tryggingafélagið Lífís, sem Lands- bankinn og VÍS eiga. Ekki hefur fengist staðfest að viðræður séu hafnar milli S-hóps- ins og fulltrúa annarra fjármála- stofnana um hugsanlegan sam- runa. -ÓTG Ung hjon keyptu sina fyrstu íbúð í sumar. Skömmu síðar komust þau að því að húsið háfði stór- skemmst í eldi fyrir tæpum 20 árum. Burðarvirki húss- ins er m.a. mikið skemmt. Áætlað tjón þeirra nemur milljónum króna. Bls. 2 DV-mynd Hari m TRESMIÐANEMI UR REYKJAVÍK VALINN HERRA ÍSLAND. BLS. 18 DAGBLAÐIÐ VISIR 269. TBL. - 92. ARG. - FOSTUDAGUR 22. NOVEMBER 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK ÍSLANDSMEISTARAR KR LAGÐIR AÐ VELLI: Þriðji sigur nýliða Hauka i roð FÓKUS í MIÐJU BLAÐSINS: Gaukaði mat að Eric Clapton f i LífevrissDarnaður Landsbankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.