Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 29 Rúnar í 16 manna úrslit Rúnar Alexandersson fimleika- maður keppti í gær á bogahesti og tvíslá á heimsmeistaramótinu í Debrechen í Ungverjalandi. Hann fékk 9,6 á boga og varð í 10. sæti. Keppnin var afar hörð en sigur- vegarinn frá Kína hlaut 9.775 í ein- kunn. Rúnar fékk 9.337 á tvíslá og varð í 11. sæti. Hann keppir á morgun í 16 manna úrslitum bæði á boga og tvíslánni en keppnin í dag hefst ekki fyrr en kl. 19. Ef hann kemst áfram í 8 manna úrslit keppir hann á bogahesti á laugar- daginn en á tvíslá á sunnudaginn. Þetta er mjög góður árangur hjá Rúnari, í dag t.d. voru keppendur á bogahesti alls 80. Rudi Völler: Ekki vonsvikinn með tapiö Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspymu, segist ekki vera vonsvikinn yfir því að hafa tapað fyrir Hollendingum í lands- leik í knattspyrnu í fyrrakvöld, en Hollendingar sigruðu Þjóðverja 3-1 á útivelli. „Ég er alls ekki vonsvik- inn. Við lékum vel og réðum leikn- um á löngum köflum. Munurinn á liðunum var sá að þeir notuðu vel þau tækifæri sem gáfust uppi við mark okkar en við gerðum það ekki,“ sagði Völler. Fyrirliði liðsins, Oliver Kahn, hrósaði sóknarleik hollenska liðs- ins. „Sóknin hjá Hollendingum ger- ist ekki betri hjá nokkru öðru liði í heiminum. Þeir geta tekið tvo heimsklassa sóknarmenn af velli og sett tvo aðra jafngóða inn á í stað- inn. Það er því mjög erfitt að eiga við sóknarleik þeirra,“ sagði Kahn. -PS Skíðamót í Noregi: Dagný með silfur í Noregi Dagný Linda Kristjánsdóttir gerði sér lítið fyrir og tryggði sér silfurverðlaun á risasvigmóti sem haldið var í Hemsedal í Nor- egi í gær. Síðar um daginn keppti hún á stórsvigsmóti á sama stað og hafnaði í 4. sæti. Þetta er mjög góður árangur hjá Dagnýju Lindu en áður hafði hún náð í bronsverðlaun á stórsvigsmóti í Aurdal. Björgvin Björgvinsson stóð sig einnig vel á stórsvigsmótinu og hafnaði hann í 6. sæti. Þá hafn- aði Kristján Uni Óskarsson í 34. sæti og Áslaug Eva Bjömsdóttir í 54. sæti. Sindri Már Pálsson féll í síðari ferð og náði því ekki að klára hana. -PS Bayern Munchen: Ekki keyptir fleiri leikmenn Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayem Munchen, segist ekki vera á leið á leikmannamarkaðinn til að styrkja liðiö fyrir síðari hluta deildarkeppninnar í Þýskalandi, þrátt fyrir háðulega útreið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, en liðið féll þar út í fyrstu umferð. Yfirlýsing þessi kemur frá Hitzfeld vegna sögusagna um að liðið ætlaði að semja við Fabio Macellari, varnarmann frá Bologna, en hann vísaði þvi á bug. Leikmaðurinn hefði verið til skoðunar hjá Bayern Munchen, en ekki standi til að semja við hann. -PS $ NBA-DEILDIN Urslit í nótt Dallas-Houston ............103-90 Finley 28, Nowitzki 24 (9 frák.), Nash 15 (8 stoðs.) - Ming 30 (16 frák.), Francis 22 (5 stoðs.), Rice 16 Seattle-Portland .........85-89 Payton 22 (14 stoðs.), Drobnjak 18, Barry 14 (7 stoðs.) - Wells 15 (9 frák.), Wallace 13 (8 frák.), Patterson 10 Rqfpostur: dvsport@dv.is íþróttamennirnir ungu sem fengu styrk frá Ólympíusamhjálpinni, f.v.: Sigurbjörg Ólafsdóttir, Andri Jónsson, Benedikt Geirsson, formaöur afrekssviös ÍSÍ, íris Edda Heimisdóttir og Anna Sofffa Víkingsdóttir. Á myndina vantar Kristján Una Óskarsson. DV-mynd ÞÖK Ólympíusamhjálpin gerir styrktarsamninga: Styrkir unga íþróttamenn f gær var skrifað undir styrktar- samninga við fimm unga og efnilega íþróttamann og er það Ólympíu- hjálpin sem gerir þessa samninga. Styrkimir eru ætlaðir til aö auð- velda íþróttamönnunum að leggja meiri stund á æfingar og keppni með það að markmið að undirbúa sig sem væntanlegir keppendur á ólympíuleikum í framtíðinni. íþróttamennimir fimm eru: Andri Jónsson 18 ára tennisleikari, Anna Soffía Víkingsdóttir 17 ára júdókona, Kristján Uni Óskarsson 19 ára skíðamaður, íris Edda Heim- isdóttir 18 ára sundkona og Sigur- björg Ólafsdóttir 16 ára frjálsíþrótta- kona. Styrkurinn skal notast til að greiða útlagðan kostnað keppand- anna við æfingar og keppni og nem- urinn styrkurinn fjögur þúsund dollurum á hvem íþróttamanna, eða 20 þúsund dollarar alls. -PS Sigursælasti íþróttamaður Noregs sakaður um svindl: „Versta tilraun til ærusviptingar" - segir Björn Daehlie skíðagöngumaður Norski skíöagöngukappinn og sigursælasti íþróttamaður Noregs Björn Daehlie vísar á bug öllum til- gátum þess efnis að norsku keppend- umir í skíðagöngu og skautahlaupi á Ólympíuleikunum í Lillehammer 1994 hafi neytt ólöglegra lyfja tO að tryggja sér betri árangur á leikunum. Bjöm Daehlie er sigursælasti skíða- göngumaður sögunnar og hefur að undanfórnu mátt sitja undir þessum ásökunum ásamt félögum sínum í liðinu á þeim tíma. Ásakanir þessar komu fram í sjón- varpsþætti i Noregi og var þar látið í það skína að liðsmenn norska liðsins hefðu verið í samstarfi við lækna sem hafa það orð á sér að vera gjaf- mildir á ólögleg lyf, án þess þó að stjómendur þáttarins gætu komið með ótvíræðar sannanir fyrir máli sínu. Því var haldið fram að blóð- plasma, sem nota átti ef einhver skíðamannanna slasaðist á leikun- um, hefði horfið en með notkun plasmans eiga íþróttamenn að geta aukið þol sitt. Bjöm er ekki sáttur við þessa um- fjöllun. „Þetta er versta tilraun sem ég hef orðið vitni að i þá átt að svipta afreksmenn æmnni með því að klína á þá ásökunum um ólöglega lyfja- töku. Maður verður bæði sár og reið- ur þegar reynt er að gera lítið úr tímabili sem margir norskir íþrótta- áhugamenn eru stoltir af,“ segir Björn Daehlie. Mikil umræða hefur farið fram í Noregi síðan sex fmnskir skíðamenn mældust hafa tekið ólögleg lyf á síð- asta ári, auk þess sem spænski skíða- maðurinn Johan Muehlegg varð að gefa eftir ein gullverðlaun á síðustu Ólympíuleikum í Salt Lake City af sömu ástæðum. Bjöm Daehlie vann til átta guli- verðlauna og fernra silfurverðlauna á Ólympíuleikum og er hann sigur- sælasti skíðamaðurinn í sögu vetrar- ólympíuleikanna. Hann varð að hætta skömmu fyrir Ólympíuleikana í Salt Lake City vegna erfiðra bak- meiðsla sem hann náði ekki að vinna bug á. -PS Blcmd i pokca Á fundi fulltrúa félaga í ensku deildarkeppninni í knattspymu, annarra en þeirra sem leika í úr- valsdeildinni var samþykkt aö laun leikmanna mættu ekki vera hærri en sem nemur 60% af heildarinn- komu félaganna, en mörg neðri deildar lið í Englandi ramba nú á barmi gjaldþrots. Það má einmitt rekja til hárra launagreiðslna til leikmanna auk þess sem minnkandi tekjur af sölu sjónvarpsréttar koma þar inn í. Ætlunin er i framhaldinu að koma þessari tölu niöur í 50% í þrepum. Þessar reglur er svipaðar þeim sem G14 hópurinn er með til skoðunar. Ronaldo mœtir Barcelona i fyrsta sinn á heimavelli liösins eftir að hann gekk til liðs við Real Madrid, en hann kom til liðsins frá Inter Mil- an í haust. Eins og kimnugt er lék Ronaldo á árum áður með Barcelona, en þessi tvö spænsku stórlið mætast í deOdinni um helg- ina. Það er hætt við því að Ronaldo fái kuldalegar móttökur því stuðn- ingsmönnum Barcelona er ekki vel viö að hetjur þeirra gangi tU liös við erkifjendurna í Real. Því fékk Luis Figo heldur betur að kynnast en reyndar skipti hann beint úr Barcelona yfir í Real Madrid. Leeds United hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa sænska landsliðs- manninn Teddy Lucic en hann hef- ur veriö I láni hjá félaginu frá sænska liðinu AIK. Hann hefur reynst Leeds drjúgur að imdaníomu í þeim miklu meiðslum sem hrjáð hafa leikmenn félagsins. Hann getur bæði leikið sem miðvörður og sem bakvörður. Stjórnarformaöur Leeds United leggur nú hart að Alan Smith að skrifa undir nýjan samning við fé- lagið, en hann á eftir tvö og hálft ár af núverandi samningi. Þetta er gert tU að tryggja hagsmuni félagsins gagnvart leikmanninum, en undan- farnar vikur hefur áhugi annarra fé- laga á Smith aukist. Hugmyndir eru uppi innan FIRA, alþjóðakörfuknattleikssambandsins að breyta reglum um 24 sekúndna skotklukkuna og færa regluna aftur tU fyrra horfs. Eins og nú er háttað er skotklukkan stöðvuð þegar bolt- inn snertir körfuhringinn, en ef breytingin nær í gegn verður skot- klukkan stöðvuð þegar leikmaður- inn sem skýtur knettinum sleppir honum. Ef breytingar þessar ná fram að ganga munu þær taka gUdi fyrir næsta keppnistímabU. Meiösli Péturs Marteinssonar leikmanns Stoke, en hann varð að fara meiddur af leikveUi i landsleik EisUands og íslands á miðvikudag, eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en fyrstu fréttir voru þær að hann yrði frá í 3 vikur. Nú er hins vegar komið i ljós að Pétur veröur leikfær á laugardag þegar Stoke mætir MillwaU í ensku 1. deildinni. Ingimundur Sigurðsson, Víkverja, er efstur á styrkleikalista Glímu- sambands íslands fyrir árið 2001-2002 en GLl hefur nýlega gefið út listann. í öðru sæti kemur Lárus Kjartansson, HSK, og i þriðja sæti Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK. Efst- ar á styrkleikalista í kvennaflokki eru jafnar þær Inga Gerður Péturs- dóttir, HSÞ, og Svana H. Jóhanns- dóttir, úr Glímufélagið Dalamanna. Þriðja á listanum er svo Hildigunn- ur Káradóttir úr HSÞ. -PS B-72 í efsta sæti B-72, lið Guðmundar Stephensens í norsku deildinni í borðtennis, er komið í efsta sæti í norsku úrvals- deildinni en liðið lék í fyrrakvöld gegn norsku meisturunum í Focus, sem eins og B-72 kemur frá Ósló. Leiknum lyktaði með 10-0 sigri Guðmundar og félaga. Guðmundur sigraði í sínum leik, 3-0, og þá lagði hann mótherja sína í tvíliðaleik, en hann lék með Svíanum Magnúsi Ax- elssyni. -PS Golfklúbburinn Kjölur Aðalfundur Golfklúbbsins Kjalar fer fram í Kiwanishúsinu í Mosfellsbæ laugardaginn 30. nóvember 2002 og hefst hann kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.