Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 Menning_________________________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Siija Aðalsteinsdóttír silja@dv.is Sögur rœkta samúð - segir Guðrún Eva Mínervudóttir sem yrkir óð til sagnalistarinnar í sögu af sjóreknum píanóum leiðinga. Við grípum það betur, gerum það að okkar reynslu, fmnst næstum eins og við höfum upplifað það sjálf. Mér finnst sjálf sagnalistin hafa verið á undanhaldi og ég vil skrifa sögur sem maður dettur inn í og gleymir öllu öðru meðan maður les. Stærsti glæpur rithöfunda er að skrifa leiðin- legar bækur. Það er hægt að segja allt á skemmtilegan hátt, meira að segja að líf nútímamannsins sé innantómt og leiöinlegt." Þaö er fótur Guðrún Eva sagðist hafa verið full tvö ár að skrifa bókina um sjóreknu píanóin - Albúm, bókin sem kom út i vor sem leið, hefði bara dottið henni í koll í dropatali. - Hvað tók þá svona langan tíma? „Ég eyddi hugmyndunum svo hratt að ég gat ekki skrifað nema fjóra tíma á dag, svo varð ég að hlaða.“ - Hvaðan koma allar þessar hug- myndir? Er fótur fyrir einhverju í þessari bók? „Já, mjög mörgu. Ég byggi á atburð- um sem ég hef veitt úr hinum ýmsu sagnabrunnum, ekki síst í fjölskyldu minni þó að sagan sé laus við að vera ævisöguleg." - En þetta átakanlega minni með píanóin sem urðu úti á bryggjunni af því ekki var til fé til að leysa þau úr tolli - er eitthvað satt í því? „Já, sú saga er dagsönn - nema hvað ég dró úr henni eins og ég gerði reyndar oftar. Píanóin voru ekki níu eins og í bókinni held- ur sextán. Það var afi minn sem lenti í fangelsi út af því máli og aðrir málsaðilar voru móðir mín og nemendur hennar. En ég tek fram að lögfræðingurinn sem lendir í fangelsi í sögunni er mjög ólíkur afa mínum. Hann var mikill öðlingsmaður. Það er meiri púki í lögfræðingnum í sögunni." - Þú sagðir áðan að þú vildir láta boðskapinn koma fram í sögunni sjálfri. Hvað viltu segja með þessari sögu? „Það er auðvitað margt í þessari sögu en meg- inþemað er mikilvægi sagnalistarinnar fyrir manneskjuna. Sögur dynja stöðugt á okkur, jafn- vel þeim sem lesa ekki, og þær hafa miklu stærra hlutverk en bara að skemmta okkur. Þær hjálpa okkur að vera fleiri en ein manneskja - og, sem sagt, rækta með okkur samúð.“ Guörún Eva Mínervudóttir er ákveöin í að hœtta aö skammast sín fyrir aö vera ekki nema á þrítugsaldri - enda eldist þaö hraöbyri af henni. „Ég veit aö ég geri ekkert núna sem ég geri ekki enn þá bet- ur þegar ég er fimmtug, ég veit hversu stutt ég er komin á leió,“ segir hún og horfir á blaöamann dökkum augum. En ekki lœtur hún þaö stööva sig. Nýja bók- in hennar, Sagan af sjóreknu píanóun- um, erfimmta bók hennar á jafnmörgum árum og önnur bók hennar í ár. Þó ligg- ur hún yfir texta sínum, endurskrifar heilu skjölin í staö þess aö fikta viö þau í tölvunni. Hún sér ekki sjarmann viö „óheflaðan stíl“. Björgun úr sálarháska - Eins og Fyrirlestur um hamingjuna (sem kom út árið 2000) fjallar nýja bókin um fjölskyldur og ég velti fyrir mér hvort þú sért kannski veik fyr- ir ættarsögum? „Já - eða bara sögum," segir Guðrún Eva. „Það kemur út mikið af bókum núna sem gerast á mjög stuttum tíma og eru kannski fremur hugleiðingar en beinlínis sögur. Mér finnst betra að koma hug- myndum á framfæri gegnum sögur. Þessi bók er eiginlega óður til sagnalistarinnar sem hefur það hlutverk í heiminum að rækta samúð með fólki - og ég held að hún geri það. Þetta eru raunar ekki mín orð en það hringdu allar bjöllur í kollinum á mér um leið og ég heyrði þau. Kunningi minn var að útlista fyrir mér kenninguna í BA-ritgerð sinni í heimspeki og vissi ekki að hann væri að bjarga mér úr sálarháska, þetta datt bara upp úr honum á götuhorni! Frá því ég byrjaði að skrifa hef ég verið hálf miður mín yfir að vera ekki að gera almennilegt gagn I heiminum," heldur Guðrún Eva áfram, „að ég skyldi leyfa mér að sitja bara og bulla inn á tölvu til að skemmta fólki. Mér fannst að ég ætti heldur að vera i Afríku að passa eyðnisjúk böm eða rækta eitthvað uppi í sveit. En þegar ég heyrði þessi orð áttaði ég mig um leið á því hvað sögur eru mikilvægar. Ég held að við skiljum bet- ur það sem okkur er sagt í gegnum sögur, óbeint, en það sem er sagt beint í formi greina eða hug- Sagan af sjóreknu píanóunum, sem Bjartur gefur út, gerist á um það bil fimmtíu árum og vafamál virðist við fyrstu sýn hvort þetta eru tengdar smá- sögur eða skáldsaga. - Hvernig er hún hugsuð? „Alls ekki sem safn af þáttum eða smásögum," svarar Guðrún Eva hik- laust. „Bókin er svipuð Fyrirlestri um hamingjuna að þvi leyti að hún stekkur til í tíma en þetta er skáldsaga með framvindu og mikilli atburðarás, ég gríp niður í lifi persónanna þegar líf þeirra tekur afdrifaríkum breytingum. Ástæða þess að hún gerist á svona löngum tíma er að ég vildi hafa hana dálítið hraða - dramatík virkar betur þegar fjallað er um hana af léttleika. Ég splæsti mörgum hugmyndum í þessa bók og mörgum per- sónum en reyndi samt að hafa hana heil- steypta og góða aflestrar. Ég hef verið að stúdera léttleikann frá því ég byrjaði að skrifa og þessi bók er ákveðinn hápunkt- ur þeirra rannsókna. Næsta bók verður ný byrjun." DV*IYND HILMAR ÞÓR Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur Stærsti glæpur rithöfunda er að skrifa leiöinlegar bækur. Það er hægt að segja allt á skemmtilegan hátt, meira að segja að llf nútímamannsins sé innantómt og leiðinlegt. Tónlist Syngjandi Sálarfónía DV-MYND SIG. JÖKULL Töfrum slungiö augnablik Bernharður Wilkinson og Stefán Hilmarsson á Sinfóníutónleikum í gærkvöld. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í gærkvöld var þéttskipað í bæði salnum og á sviðinu. Það hafði staðið til að sameina hljómsveitimar tvær, Sálina hans Jóns míns og Sinfón- íuhljómsveit íslands, á aðeins einum tónleikum en úr verða þrennir tónleik- ar vegna þess mikla áhuga sem tíma- bundin sameiningin vakti. Hitt er líka sennilegt að einleikur Unu Sveinbjam- ardóttur fiðluleikara í Fiðlukonserti eftir Philip Glass hafi vakið áhuga margra. Fyrri hluti tónleikanna hófst á ein- hverju lélegasta verki sem heyrst hef- ur leikið af Sinfóníuhljómsveitinni um lángt árabil. Short Ride in a Fast Machine eftir John Adams stendur hvorki undir titlinum né myndi það skána nokkuð við að heita ekki neitt. Þetta er frekar kyrrstætt og hávaðinn spennulitill. Þama mátti þó heyra góðan hornleik. Stjórnandinn, Bernharður Wilkinson, gat lítið gert annað en sjá til þess að verk- inu lyki sem fyrst, en hann átti eftir að sýna góð til- þrif síðar. Fiðlukonsertinn fyrrnefnda skyldi enginn reyna að hlusta á nema sallarólegur eða að minnsta kosti mjög móttækilegur fyrir léttvægu, hringsniðnu poppi með minimalísku ívafi. En takist manni að fara í þann gír þá er þetta finlegur og oft seiðandi vefur sem svæfir og huggar. Fjarvera egósins í ein- leiknum, þar sem lítið er gert til þess að leyfa fiðlu- leikaranum að skína, er næstum truflandi sé hefðin höfð í huga. Una lék fallega, tónninn oft góður og sambandið við hljómsveitina náið. Tvíröddun við bassana í lok fyrsta kafla var töfrandi og annar kafl- inn var leystur upp í lokin af öryggi. Sinfóníuhljóm- sveitin var hins vegar í þessu verki eins og glímu- kappi að leika við fiðrildi, svo mikið þurfti að halda krafti hennar niðri til að fiðluröddin heyrðist og blærinn væri í samræmi við efnið. Þessi konsert er líklega ekkert síðri af hljómdiski og það segir hefl- mikið um verkið. Sálin hans Jóns mins steig á sviðið með Sinfóníu- hljómsveitinni eftir hlé og flutt voru eOefu lög eftir meðlimi hennar í útsetningu Þorvaldar Bjarna Þor- valdssonar. Aðeins tvö af þessum lögum eru þekkt frá því fyrr á þessu ári, hin eru ný. Um útsetningarn- ar er það að segja að þær reyndust skemmtOega blandaðar húmor, oft mjög þéttar, litir sóttir í ýmsar áttir og mörg gagnstefin við laglínur og saxófónleik vel unnin. Eitt er þó vert að hafa i huga næst og það er að gefa trommusettinu meira frí, setja trommu- leikarann inn í ótrúlega sterka sveit slagverksleik- ara Sinfóníuhljómsveitarinnar og nýta slag- verksvíddina miklu betm- og meira. Þannig mætti hugsanlega ná fram meiri sveiflu eða lifandi hryn. TOvitnanir voru hugvitsamlega notaðar og fléttaðar af leOcni saman við efnið. GOdir það bæði um stef Mussorgskys og svo í annað lag Sálarinnar í laginu Vatnið. Hljóðblöndun- in, bæði tæknOeg og frá hendi stjórnanda, hefur auðvitað mikO áhrif á heOdarsvip- inn og oft var ójafnvægi verulegt í gær. Málmblásturshljóðfæri hafa t.d. sum mjög vítt styrksvið og nauðsynlegt að draga nið- ur í þeim á köflum. Trommusettið var þeg- ar nefnt og ekki hefði þurft að leggja svona mikið upp úr því að hafa rödd Stefáns þetta framarlega i hljóðinu - hann stend- ur fyOOega fyrir því að renna betur inn í vefinn, röddin örugg, hrein og sérstæð i lit. Lögin voru sum góð og aldrei að vita nema að þau eigi eftir aö syngja síðar í höfðinu á manni eins og mörg lög Sálarinnar hafa gert gegnum tíðina. Laga- smiðurinn Guðmundur Jónsson hefur ekki bara gott vald á gítarnum heldur greinOega líka á vandaðri lagasmíð. HeOdin var sterk og sannfærandi. Gestir fógnuðu hinni sinfónísku Sál eða Sálarlegu Sinfóníu með standandi húrrahrópum og blístri, uppskáru hvert aukalagið á fætur öðru og ljóst að margur hefði vOjað halda áfram miklu lengur. Sigfríður Björnsdóttir Slnfóníuhljómsvelt íslands í Háskólabíól 21.11. 02: John Adams: Short Ride in a Fast Machine. Phllip Glass: Fiðlu- konsert. Elnleikari: Una Sveinbjörnsdóttir. Sálin hans Jóns míns: Lagasyrpa í útsetningu Þorvaldar Bj. Þorvaldssonar. Tónleikarnir verða einnig í kvöld kl. 19.30 og á laugardag kl, 17. Þetta vilja börnin sjá og heyra Á morgun kl. 13 verður opnuö sýning á myndskreytingum úr nýj- um barnabókum í Gerðubergi. Meðal listamanna eru Sigrún Eld- járn, Brian POkington, Ólafur Gunnar Guðlaugsson og Áslaug Jónsdóttur. Alls verða sýndar myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og tvo myndskreyta og gefst börn- um kostur á að velja þá mynd- skreytingu sem þeim þykir best. Sýningin er unnin í samvinnu við Fyrirmynd, Félag íslenskra mynd- skreyta, og stendur tfl 6. janúar. Kl. 13.30 hefst svo lestur úr nýj- um barnabókum í Gerðubergi og þar má vænta fregna af ýmsum ástsælum persónum. Hvað er tU dæmis að frétta af Blíðfinni? Kunna Snuðra og Tuðra að baka piparkökur? Er brauð með Drauga- súpunni? Kemst Benedikt búálfur tfl Drekabyggða? Höfundarnir sem lesa eru Guð- rún Helgadóttir, Halldór Baldurs- son, Iðunn Steinsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Ólafur Gunnar Guð- laugsson, Sigrún Eldjárn og Þor- valdur Þorsteinsson. Kuggur og Málfríður bregða sér úr bók og kynna dagskrána. Aðgangur er al- gjörlega ókeypis. 15.15 - Tímahrak Tólf tónverk verða frumflutt kl. 15.15 á Nýja Sviði Borgarleikhúss- ins á morgun. Tónlistarmennimir sem fram koma eru HOmar Jens- son, gítar og rafhljóð, Matthías Hemstock, slagverk og rafhljóð, Pétur Grétarsson, slagverk, og Sig- urður Halldórsson, selló. Flutning- ur verkanna verður bæði á staðn- um og úr fortíðinni auk þess sem þau munu hljóma í undir- og yfir- meðvitund áheyrenda þannig að framtíðin kemur við sögu líka! Níu verk eru eftir meðlimi hóps- ins, aðrir höfundar eru Giovanni Battista Vitali (1632-92), Sveinn L. Bjömsson, Guðni Franzson og Lár- us Grímsson. Mahler, Hummel, Schubert Á tónleikum Kammermús- íkklúbbsins á sunnudagskvöldið verða leikin verk eftir þrjú tón- skáld. Fyrst er kvartettskafli frá 1876 eftir Gustav Mahler, síðan Kvintett í Es-moll op. 87 eftir Jo- hann Nepomuk Hummel og loks Silungskvintettinn þekkti frá 1819 eftir Franz Schubert. Flytjendur eru Anna Áslaug Ragnarsdóttir pí- anó, Laufey Sigurðardóttir fiðla, Þórunn Ósk Marínósdóttir lág- fiðla, Richard Talkowsky knéfiðla og Hávarður Tryggvason bassa- fiðla. Tónleikarnir verða að venju í Bústaðakirkju og hefjast kl. 20. Listin aö lifa líf- inu Hörpuútgáfan hef- ur gefið út tvær fal- legar og handhægar spakmælabækur. Heitir önnur Listin að lifa lifinu í saman- tekt Þorvalds Braga- sonar en hina tók BragLÞórðarson sam- an og heitir hún Kon- ur og karlmenn. Þarna má lesa margan fornan sann- leik, til dæmis þenn- an frá Afríku: „Hund- ur sem hefur bein er aldrei óhultur" - eða þessi orð sem höfð eru eftir Helen Rowland: „Sá sem biður konu um að mega kyssa hana, áður en hann gerir það, veltir á ósæmilegan hátt ábyrgðinni yfir á hana.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.