Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 Sport DV íslandsmeistarar KR lagöir að velli i 1. deild kvenna í körfubolta Þriðji sigur nýliðá Hauka í röð - Keflavík með átta stiga forustu Nýliðar Hauka í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik halda áfram að koma á óvart en í gærkvöld gerðu stelpumar sér litið fyrir og lögðu að velli sjálfa íslandsmeistarana úr vest- urbænum. Lokatölur urðu 66-54 en þó var nokkur spenna allt fram á síð- ustu minútu en Pálína Gunnlaugs- dóttir gerði út um leikinn með góðri körfú, 82 sekúndum fyrir leikslok. Hún fékk víti að auki sem hún nýtti og staðan breyttist úr 55-51 í 58-51. Þetta er þriðji sigur liðsins í deild- inni í röð og árangur þess hingað til er framar björtustu vonum. Hauka- stelpur voru meö frumkvæðið, ef frá eru taldar iyrstu tvær mínútiu- leiks- ins, og þær létu það aldrei af hendi þótt gestimir hafi nokkrum sinnum saumað að þeim. Liðsheildin var góð hjá Haukun- um, sjö leikmenn skoraðu og barátt- an var til fyrirmyndar og þá er gam- an að sjá hversu taugar leikmanna eru góðar því meðalaldurinn er nú ekki hár í liðinu og reynslan eftir því. Helena meö stórleik Helena Sverrisdóttir, sem er að- eins ijórtán ára gömul, átti stórleik og þama er á ferð afar efnilegur og fjöl- hæfur leikmaður. Hún spilar mikið fyrir liðið, er óeigingjöm og skynsöm og getur gert marga hluti vel; ekta leiðtogaefni. Pálína Gunnlaugsdóttir er aðeins árinu eldri og hún stóð sig virkilega vel og skoraði á mikilvæg- um tímapunktum. Egedija Raubalté var geysisterk í fráköstunum og Þóra Ámadóttir átti góða spretti. Hjá KR var liðsheildin í molum og tveir leikmenn gerðu 40 af 54 stigum liðsins. Hildur Sigurðardóttir hélt liðinu algjörlega á floti í fyrri hálfleik en í þeim seinni tók Helga Þorvalds- dóttir við því hlutverki. Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 24 (13 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálína Gunn- laugsdóttir 14, Ösp Jóhannsdóttir 9, Egedi- ja Raubalté 8 (16 fráköst, 6 í sókn), Hafdís Hafberg 6, Stefanía Jónsdóttir 3, Hrafnhild- ur Kristjánsdóttir 2. Stig KR: Helga Þorvaidsdóttir 22, (7 frák., 4 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 18 (6 stoðsendingar, 6 fráköst, 4 stolnir), Hanna Kjartansdóttir 8 (8 fráköst, 4 stolnir), Kristín A. Sigurðardóttir 3, Hafdís Gunn- arsdóttir 2, María Káradóttir 1. 40 stiga sigur Keflavíkur og átta stiga forusta Keflavík vann sinn áttunda sigur í röð í gær, nú með 40 stigum, 82-42, á nágrönnum sínum úr Njarðvík, sem þýðir að Keflavíkurliðið hefur náð átta stiga fomstu á toppnum. Njarðvíkurstelpur byrjuðu leikinn ágætlega en þegar leið á fyrsta leik- hlutann gekk þeim illa að vinna á pressu Keflavíkurliðsins. Keflavík nýtti sér vel óvandaðar sendingar gestanna og stal alls 40 boltum af Njarðvíkurliðinu sem tapaði alls 47 boltum í leiknum. 40 stiga sigur Keflavíkurliðsins kom þvi ekki til vegna góðrar hittni liðsins (aðeins 34%) heldur fremur vegna auðveldra karfa eftir stolna bolta eða sóknarfráköst en alls tók Keflavíkurliðið 23 fráköst í sókn. Sonia Ortega hjá Keflavík stal með- al annars 16 boltum í leiknum og þjálfarinn Anna María Sveinsdóttir skilaði 11 stigum, 8 stolnum boltum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum á að- eins 16 minútum. Stig Keflavíkur: Bima Valgarðsdóttir 18, Sonja Ortega 11 (16 stolnir, 6 fráköst), Erla Þorsteinsdóttir 11 (10 fráköst), Anna María Sveinsdóttir 11 (8 stolnir, 5 stoðs., 5 frák.), Kristín Blöndal 8, Svava Ósk Stefáns- dóttir 7 (8 fráköst), Marín Rós Karlsdóttir 7 (4 stolnir), Rannveig Randversdóttir 4, Lára Gunnarsdóttir 3, Vaia Rún. Bjömsdótt- ir 2. Stig Njarðvíkur: Guðrún Osk Karls- dóttir 15 (13 fráköst), Ásta Óskarsdóttir 13, Helga Jónasdóttir 7, Bára Lúðvíksdóttir 4, Auður Jónsdóttir 3 (7 fráköst, 7 stoðs.). -SMS/-ÓÓJ l.DEILD KVENNA Staðan: Keflavík Grindavík llaukar KR Njarðvík ÍS Stigahæstar: Denise Shelton, Grindavík .. Helena Sverrisdóttir, Haukum Bima Valgarðsdóttir, Keflavík Helga Þorvaldsdóttir, KR .......15,0 Sonja Ortega, Keflavik .........14,0 Hanna B. Kjartansdóttir, KR ... 13,4 Þórunn Bjamadóttir, ÍS .........12,7 Sólveig Gunnlaugsd., Grindavík 12,1 Cecilia Larsson, ÍS ............12,0 Anna María Sveinsdóttir, Keflav. 11,9 Hildur Siguröardóttir, KR.......11,6 33,9 15,7 15,1 Stefanía S. Jónsdóttir úr Haukum er hér í baráttunni viö KR- inginn Hildi Siguröardóttur en Haukar báru sigurorö af siöku KR-liði aö Ásvöllum í gær. DV-mynd Siguröur Jökull ^MÓLAOAFAHANDBÓK DV KEM0Rl>rs Jólagjafahandbók Jólagjafahandbók DV hefur verið gefin út í yfir 20 ár. Nú í ár kemur hún í stærra upplagi og flokkuð eftir vörutegundum til hagræðingar fyri lesendur, t.d. allur fatnaður á sama stað, allt skart, leikföng o.fl. EOÍ Jólagjafahandbók DV 2002 verður dreift frítt í 80 þús. eintökum með Magasín þann 5. desember nk. Jólagjafahandbók DV 2002 getur þú skoðað á www.jol.is og prentað út gjöfina sem þig langar í. Við tökum á móti pöntunum til 22. nóv. Síminn er 550 5000 eða á tölvupósti, haIldoraá>dv.is, ingaá>dv.is, kataá>dv.is rgá>dv.is, teituraá>dv.is. jóLis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.