Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002
27
Það er stór helgi fram undan hjá
körfuknattleiksmönnum en þá fer
fram úrslitakeppnin í Kjörísbikarn-
um í íþróttahúsinu í Keflavík. í
kvöld fara fram undanúrslitaleik-
imir og ríða Haukar og Grindvík-
ingar á vaðið i fyrri leiknum klukk-
an 18.30 og i seinni slagnum eigast
við Keflavík og KR kl. 20.30. Sigur-
vegaramir i þessum leikjum heyja
síðan úrslitaleik sem verður háður í
Keflavík á laugardag og hefst hann
klukkan 16.30.
Þessi keppni fer nú fram í sjötta
sinn. Keflvíkingar unnu fyrstu þrjú
árin, en hafa tapað í úrslitaleik í
tvígang á síðustu þremur árum. í
fyrra tapaði Keflavík fyrir Njarðvík
með 40 stiga mun, sem er stærsti
ósigur liðs í úrslitaleik þessarar
keppni. Keflavíkingar töpuðu einnig
í úrslitaleik árið 1999 er þeir mættu
Tindastól.
Árið 2000 voru Keflvíkingar ekki
meðal þeirra fjögurra fræknu í eina
skiptið í sögu keppninnar. Áður en
Keflvíkingar töpuðu með 40 stiga
mun í úrslitaleiknum í fyrra áttu
þeir stærsta sigurinn i úrslitaleik
keppninnar, en þeir unnu Tindastól
með 38 stiga mun í úrslitaleik árið
1997.
Njarðvík hefur alltaf komist í
undanúrslit keppninnar þangað til
nú. í fyrra komst liðið í fyrsta sinn
alla leið í úrslitaleikinn. í undanúr-
slitum hefur Njarðvík tapað fyrir
Keflavik, Tindastóli og Grindavík
Grindavík er nú að taka þátt í
undanúrslitum keppninnar í
fimmta sinn. Liðið komst ekki í
undanúrslitin 1997. Árið 1998 komst
Grindavík alla leið í úrslitin en tap-
að þar fyrir Keflavík. Fyrir tveimur
árum sigraði Grindavík í keppninni
eftir úrslitaleik gegn KR.
KR-ingar hafa ávallt leikið í und-
anúrslitum keppninnar utan einu
sinni en það var árið 1999. KR hefur
aldrei náð að sigra í keppninni þrátt
fyrir að hafa komist tvívegis í úr-
Þeir standa í ströngu með liöum sínum í kvöld þessir kappar en í húfi er sæti í úrslitum Kjörísbikarsins í
körfuknattleik. Hér eru KR-ingurinn Arnar Kárason og Grindvikingurinn Darrel Lewis í leik liðanna á dögunum. í
kvöld mæta KR-ingar Keflvíkingum í undanúrslitunum og Grindvíkirrgar kljást viö Hauka.
Afangi hjá Guðjóni
Guðjón Skúla-
son leikur sinn
700. leik fyrir Kefl-
víkinga í kvöld
þegar liðið mætir
KR í undanúrslit-
um Kjörísbikars-
ins í körfuknatt-
leik. Guðjón er að
leika sitt 20. tíma-
bil hér á landi.
Guðjón hefur
skorað langflestar
þriggja stiga körf-
ur í úrvalsdeild-
inni. Guðjón á að
baki einn far-
sælasta feril sem
til er í íslenskum
körfubolta. -JKS
Úrslitahelgin í Kjörísbikarnum í körfuknattleik:
Horkurimmur
- segir Friðrik Ragnarsson, þjáifari Njarðvíkinga, sem spáir í spilin
keppm i hverju oroi
Rafpostur: dvsport@dv.is
slit, 1996 og 2000.
Haukar eru nú í hópi hinna fjög-
urra fræknu í fyrsta skipti. Haukar
hafa alltaf komist upp úr 16-liða úr-
slitum keppninnar en ávallt fallið
úr keppni i 8-liða úrslitum.
Sigurvegari keppninnar fær
250.000 kr. í sinn híut frá Kjörís í
verðlaunafé og liðið sem verður i
öðru sæti fær 50.000 frá Kjörís. Þess
má geta að þetta er í fyrsta skipti
sem núverandi íslandsmeistarar,
Njarðvík, komast ekki í úrslit
keppninnar. Miðaverð verður kr.
1.000 fyrir fullorðna og 500 fyrir
böm á grunnskólaaldri.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari
Njarðvíkinga, var fenginn til að spá
í undanúrslitaleikina í kvöld og
sagðist hann eiga von á hörku
viðureignum.
Fyrirfram eru Grindvíkingar
sterkari
„Fyrirfram myndi ég telja Grind-
víkinga sigurstranglegri í viður-
eigninni gegn Haukum af þeirri ein-
fóldu ástæðu að þeir hafa meiri
reynslu af svona leikjum. Styrkleiki
Grindvikinga liggur í sterkum bak-
vörðum og þeir sjá um 70% af stiga-
skoruninni og lykilatriði fyrir
Haukana er að stöðva þessa menn.
Ef það tekst geta Haukamir tví-
mælalaust lagt Grindvíkinga að
velli. Aftur á móti liggur styrkleiki
Haukamanna í því hversu sterkir
þeir em í teignum. Þar fínnst mér
Predrag Bojovic vera sterkur en
hann er hins vegar vanmetinn,
Hann getur skorað þriggja stiga
körfur og gert allt undir körfunni.
Svo eru þeir einnig með ógnvaldinn
sjálfan Stevie Johnson sem hefur
verið að flengja hvert liðið á fætur
öðru. Eins og staðan er í dag er
hann langbesti erlendi leikmaður-
inn í deildinni. Það halda honum
engin bönd og því er það grundvall-
ar atriði fyrir Grindvíkinga að
stöðva þennan leikmann. Ef Stevie
kemst á skrið geta Haukamir unnið
hvaða lið sem er,“ sagði Friðrik.
Besta Haukaliðið sem ég hef
séð í 10 ár
„Mér finnst Haukarnir vera
miklu betri en í fyrra og það kemur
mörgum á óvart hversu sterkir þeir
eru. Fyrir tímabilið töluðu menn
um það hvað Haukamir væru
vængbrotnir og sumir spáðu því
jafnvel að liðið færi niður um deild.
Það hefur bara komið í ljós að strák-
arnir sem tóku viö eru betri en þeir
sem fóru. Haukaliðið í dag er það
besta sem ég hef séð í 10 ár.“
„Það er eins og reynsluboltarnir
hjá Grindavík séu bara ekki komn-
ir í toppform. Þeir eru hins vegar
vel mannaðir í öllu stöðum og því
spuming í hversu góðu ásigkomu-
lagi Grindvíkingar verða í kvöld.
Þeir hafa nokkra leikmenn sem geta
hæglega skorað 15-20 stig í leik en
það verður ekki tekið af þeim að
þeir em gríðarlega vel mannaðir.
Þetta veröur jafn leikur en Hauk-
amir eru orðnir allt of góðir til að
láta valta yfir sig.“
Styrkur KR-inga liggur í há-
vöxnu liöi
Viðureign Keflvíkinga og KR-inga
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarö-
víkinga, spáir í spilin fyrir leiki
kvöldsins.
er mjög athyglisverð en þetta er
fyrsti innbyrðisleikur liðanna í vet-
ur. KR-ingar hafa komið mér á
óvart og tefla þeir fram sterkum
Bandaríkjamanni sem er Darrel
Flake. KR-ingar hafa verið að leika
vel og eru sérlega duglegir i fráköst-
unum og skotnýting þeirra er góð
sem skiptir miklu máli. Þeir eru
líka komnir með hávaxið lið sem er
til alls líklegt á góðum degi. Styrkur
KR-inga liggur fyrst og fremst í mik-
illi hæð og sterkri liðsheild. Það er
í ökkla eða eyra hjá Keflvikingum.
Ef þeir fmna sinn leik þá halda
þeim engin bönd. Aftur á móti ef
andstæðingurinn nær að hanga í
þeim þangað til á síðustu mínútu þá
getur komiö upp sú staða að þeir
verði svolítiö hræddir og tapi þá
leikjum sínum þess vegna. Mögu-
leikar KR-inga felast í því að halda
leiknum í jafnvægi og ef það gengur
eftir vinnur KR leikinn."
Keflvíkingar meö stjörnu í
hverri stööu
Styrkur Keflvíkinga liggur í
þriggja stiga skotunum en þegar
þeir hrökkva í gang í þeim þá valta
þeir yfir hvern sem er. Keflvíkingar
eru hins vegar smáxaxnir í saman-
burði við KR-inga og það gæti vegið
þungt þegar upp verður staðið. KR-
ingar eru meö töluvert breytt lið frá
því í fyrra og að mínu mati eru þeir
með mun sterkari útlending núna
en á síðasta tímabili. Þeir eru nú
með mann sem skilar miklu skori
og fráköstum en samt er liðið
stjömulaust ef þannig má að orði
komast. Þeir vinna vel sem liösheild
en liðið er ekki síðra en í fyrra.
Keflvíkingar eru með stjörnu í
hverri stöðu og þeir hafa í kringum
átta leikmenn sem geta skoraö 20
stig á eðlilegum degi. Þeir finna
alltaf einhvern sem er heitur og get-
ur klárað dæmið. Mér fmnst KR-
ingar vera í hörkugír þessa dagana
og held að þeir vinni þennan leik.
KR-ingar koma til með að koma vel
úti á móti skyttum Keflvíkinga og
ég held að Keflvíkingar höndli ekki
KR-inga inni í teig,“ sagöi Friðrik
Ragnarsson, þjálfari Njarðvikinga, í
spjallinu við DV.
Hann sagðist vera viss um helgin
yröi mjög fjörug og fram undan
væru hörkurimmur. Þama væm á
ferð fjögur skemmtileg lið og öll vel
að því komin að berjast um sigur-
inn í þessari keppni. Spurður hvort
hann væri ekki súr að hafa ekki sitt
lið í þessum hópi sagði Friðrik.
„Við emm einfaldlega ekki nógu
góðir til að vera þama. Maður verð-
ur bara að kyngja því en ég hlakka
til helgarinnar," sagði Friðrik.
-JKS