Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002
Skoðun DV
Hvað er besta bók sem þú
hefur lesið?
Eva BJörg Hafsteinsdóttir nemi:
Hann var kallaður þetta,
áhugaverð saga.
Kári Viöarsson nemi:
Mýrin, hún er spennandi, áhugaverð
og skemmtiteg.
Sigfús Steingrímsson nemi:
Heimskringlan.
Sindri Kristjánsson nemi:
Grútur og Gribba, fyndin bók.
Snorri Gíslason neml:
Snorra-Edda, góö bók.
Pétur Guömundsson nemi:
Ég veit það ekki, ég les alltof iítið.
Ráðherra í efstu sætin
Áhersluatriði frambjóðenda
Magnús Sigurösson
skrifar:
Það hefur gengið yfir prófkjörs-
hrina. Fyrst var það samfylkingar-
fólk sem fylkti liði hér í Reykjavík.
Þar fór sem fór, nánast engin endur-
nýjun. Ástæðan? Jú, nýliðar sem
vildu upp á dekk komu ekki með
nýjar áherslur. - Ekkert nýtt og af-
gerandi, eitthvað sem stakk í stúf
við málflutning og stefnu þeirra
sem fyrir sátu og hamra á daginn út
og inn.
Prófkjör sjálfstæðismanna í norð-
vesturkjördæminu nýja fór alfarið í
vaskinn, má segja. Hvílíkt dóm-
greindarleysi af hálfu kjörstjórnar
að halda því fram blákalt að ekkert
hafl verið svindlað! Auðvitað var
svindlað, og það um aflt kjördæmið.
Líka á Vestfjörðum! Þingmaðurinn
Vilhjálmur Egilsson á samúð allra
réttsýnna áhugamanna um stjóm-
mál. Enginn láir honum gremju og
réttláta reiði.
Og senn hefst síðasta prófkjörið
fyrir næstu þingkosningar. Nú hjá
sjálfstæðismönnum í Reykjavík.
Aflt virðist þar i góðum farvegi,
sýnist manni. Eitt finnst mér þó á
skorta hjá sumum frambjóðendum,
einkum hinum eldri: að sýna ekki á
öfl spilin. Eða: hvað leggja þeir sjálf-
ir mesta áherslu á? Fyrir sitt kjör-
dæmi - og á landsvisu að sjálf-
sögðu? Yngri frambjóðendur hafa
verið framtakssamari og sent frá
sér sundurliðuð áhersluatriði.
Menn ættu kannski að vita hvað
sitjandi þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa staðið fyrir. En tím-
amir breytast og málefnin líka og
nú eru önnur viðhorf í þjóðfélaginu
fyrir ýmissa hluta sakir en fyrir
fjórum árum. Alþjóðlegt öryggi er
minna, það er ólga í utanríkismál-
um, einnig hér á heimavefli vegna
ESB, og skattamál eru ofarlega í
huga fólks, einkum aldraðra og
ungs íjölskyldufólks. Einn og einn
A kjördag
Kosið eftir minni?
„Menn ættu kannski að
vita hvað sitjandi þing-
menn Sjálfstæðisflokksins
hafa staðið fyrir. En tím-
arnir breytast og málefnin
lika og nú eru önnur við-
horf í þjóðfélaginu fyrir
ýmissa hluta sakir en fyrir
fjórum árum. “
eldri frambjóðandi hefur þó auglýst
sína stefnu og það er vel þegið.
Það er t.d. nýtt að þingmaður vifl
vekja þjóðina til vitundar um það
öryggisleysi, sem felst í því aö eiga
ekki sjálf farþegaskip, hvorki til
siglinga í kringum landið eða milli
landa. Það er og eftirtektarvert hve
hart oddviti Sjálfstæðisflokksins i
minnihluta borgarstjórnar (fyrrv.
menntamálaráðherra) bregst við
þeirri ósvinnu borgarstjórnar að
loka og/eða gjörbreyta fyrirkomu-
lagi nokkurra þjónustumiðstöðva
aldraðra i Reykjavík.
Sannleikurinn er sá að kjósendur
vilja mjög gjarnan sjá og lesa um
hvað frambjóðendur í prófkjörum
til Alþingis leggja áherslu á og það
hefur mörgum þeirra tekist. Aðrir
láta sem það skipti ekki máli. Aflt
sé óbreytt frá þeirra hálfu. En ekk-
ert er óbreytt, allra síst í stjórnmál-
um.
Ellen Ingvadóttir,
iöggiltur dómtúlkur og skjalaþýöandi, skrifar:
Stutt er í prófkjör sjálfstæðis-
manna í Reykjavík sem haldið verð-
ur á íostudag og laugardag. Mikil-
vægt er að við tryggjum ráðherrum
flokksins efstu þrjú sætin, þeim
Davíð Oddssyni forsætisráðherra,
Geir H. Haarde fjármálaráðherra og
Sólveigu Pétursdóttur, dóms- og
kirkjumálaráðherra. Sjálfstæðis-
flokkurinn býr yfir góðum forystu-
mönnum sem tryggja verður efstu
þrjú sætin á listanum.
Sólveig Pétursdóttir hefur unnið
ötullega og af mikilli festu að þeim
fjölda málaflokka sem falla undir
ráðuneyti hennar. Hún hefur lagt
ríka áherslu á eflingu löggæslu og
„Mikilvœgt er að við
tryggjum ráðherrum flokks-
ins efstu þrjú sœtin, þeim
Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra, Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra og Sólveigu
Pétursdóttur, dóms- og
kirkjumálaráðherra. “
aðgerðir gegn flkniefnabrotum,
mansali og vændi, kynferðisafbrot-
um gegn börnum, lagt fram frum-
varp til nýrra bamalaga, persónu-
vernd hefur verið aukin, réttarstaða
brotaþola hefur verið bætt til mik-
illa muna og alþjóðlegt samstarf á
sviði löggæslu, tollgæslu og öryggis-
mála hefur verið aukið.
Ráðuneyti hennar er mun um-
fangsmeira en margir gera sér grein
fyrir og nægir þar að nefna al-
mannavamir, mannréttindi, kosn-
ingar, ríkisborgararétt, kirkju- og
safnaðarmál, öryggiseftirlit, áfengis-
löggjöf, landhelgismál, umferðar-
mál, dómstóla og fangelsismál, svo
fátt eitt sé talið.
Mikilvægt er að við sjálfstæðis-
menn í Reykjavík Ijáum Sólveigu
liðsinni okkar til áframhaldandi
góðra starfa. - Það gerum við með
því að tryggja henni þriðja sætið
um næstu helgi.
Garri
Andlegt fóöur
Eitt er það, sem er ákaflega brýnt að mati
Garra, og það er þetta: að hafa „kerfT.
íþróttalið þarf til dæmis að hafa „kerfl“ ætli
það sér að eiga möguleika á sigri. Og það er ekki
nóg að hafa vegi - við þurfum vegakerfi. Kerfl er
skipulag. Skipulag er árangur. Árangur er gleði
og hamingja. Þess vegna höfum við ekki bara
landbúnað, heldur landbúnaðarkerfi.
Fegurð kerfisins
Gott kerfi gengur snilldarlega upp, rétt eins og
reikningsdæmi. Það er einhverju spýtt inn í það,
úrvinnslan er hröð og fumlaus, og út úr hinum
endanum á kerfinu kemur út glæsileg, sönn og
fogur niðurstaða.
Svona er landbúnaðarkerfið. Það er beinlínis
fallegt kerfi. Lögin og reglugerðirnar eru slík
snifld að jafna má við fagurbókmenntir. Skýr og
meitluð hugsun býr þar í hverjum bókstaf, hvert
úrlausnarefnið af öðru er leyst og ekkert fer á
milli mála. Marga kvöldstundina hefur Garri
notið þess að næra sálina meö þessu andlega
fóðri.
Sjóðurinn
Gott dæmi um þetta - sem ætti beinlínis að
hafa fyrir grunnskólabömum til marks um feg-
urð kerfa - em lagaákvæði um fóðursjóð. Þau
hefur Garri lesið oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar, og afltaf haft jafnmikla unun af.
Nú mætti líkja því við guðlast að reyna að
hafa þessi ákvæði eftir án þess að vitna beint í
frumheimildina. Snilld af þessari gráðu skyldu
menn almennt forðast að hafa eftir öðruvísi en
orðrétt. En tilgangurinn helgar meðalið og Garri
lætur gossa.
Þannig er mál með vexti, að á það fóður sem
flutt er inn til landsins eru lagðir tollar. Þessir
tollar renna í svonefndan fóðursjóð, sem land-
búnaðarráðherra hefur umsjón með. Og hvað
skyldi vera gert við féð sem þannig safnast í fóð-
ursjóð? Jú, þar liggur snifldin: landbúnaðarráð-
herra ráðstafar fé úr fóðursjóði þannig, að hann
greiðir innflytjendum og kaupendum fóðurs upp-
hæð, sem samsvarar þeim tollum sem þeir voru
látnir greiða af fóðrinu þegar þeir keyptu það.
Svona eiga kerfi að vera. Skipulag - árangur -
gleði og hamingja.
(\xrrl
Pétur fundar stíft
Ragnar Haraldsson skrifar
Pétur Blön-
dal alþm. boð-
ar bætta og
heilbrigða
viðskipta-
hætti. Hann
beitir sér líka
fyrir umræðu
um Evrópu-
sambandið og
er eindreginn
andstæðingur
þess að íslendingar gangi þar inn, a.m.k.
við núverandi aðstæður. Á fundi hjá hon-
um sl. mánudag var troðfuilur salur og
fékk Pétur góðar móttökur, þótt menn
greindi á um málefhið. Mér fannst skorta
að ekki skyldi ítarlegri umræða spinnast
um endurreisn EFTA-ríkjanna, en fyrir-
spum barst úr sal um það efni. En nú er
einmitt lag að losa okkur undan EES-
samningnum sem annars mun varða veg-
inn inn í ESB. Við ættum því að bindast
samtökum með Sviss og hinum ríkjunum
sem tilheyra EFTA-hópnum og endur-
vekja þetta trausta bandalag.
Innherjafrétt í Mbl.
P.Ó. skrifar
Ég sé ekki betur en sumir „alvöru"
flölmiðlamir hér séu famir að sækja
fréttir sínar á vefsíðu Netsins. Margir vef-
miðlar hafa sótt í sig veðrið, svo sem vef-
urinn Visir.is eftir nýleg eigendaskipti.
Maður vafrar þama um og oft með bæri-
legum árangri varðandi eitt og sumt sýn-
ist verða að „frétt“, bæði í ríkisfjölmiðl-
unum og hinum. Þama vom „innherjar"
td. nýlega að ræða um að „maðurinn i
brúnni" hjá EJS (Einari J. Skúlasyni),
stjómarformaður og forstjóri frá 1991,
væri aö láta af störfum í kjölfar skipu-
lagsbreytinga og einn stjómarmanna
tæki við af honum. Þetta var svo komið
sem frétt í Mbl. sl. miðvikudag. - En pass-
að að hafa hana stuha og neðst í vinstra
homi innsíðu blaðsins!
Traustar konur
áþingi
Friftrik Guðmundsson
skrifar:
í fjölbreyttri um-
ræðu og greina-
skrifum vegna próf-
kjörs sjálfstæðis-
manna fallast mörg-
um hendur í að fók-
usa á sérstaka fram-
bjóðendur og áhuga-
mál þeirra. Hart er
barist og nýir og
eldri sækja að sama
marki; að komast á
þing. Tvær era þær
konur þama á með-
al sem ekki fara með
miklum hávaða en
hafa báðar mikla
þekkingu á þeim
málefnum sem þær
hafa beitt sér fýrir.
Önnur þeirra er Ásta Möfler sem hefúr
látið heilbrigðismálin til sín taka
eftrminnilega. Hin er Lára Margrét Ragn-
arsdóttir sem er orðin þekkt fyrir störf
sín á alþjóðavettvangi þar sem hún hefur
m.a. unnið að mannréttindamálum í Evr-
ópuríkjunum. Ég tel að atkvæðum kjós-
enda sé skynsamlega varið með þvi að
tryggja þeim Ástu og Lám Margréti ör-
uggt sæti í komandi prófkjöri.
Fréttastjóri
Sjónvarps
Karólina hringdi:
Nú er upplýst að ekki hefur enn verið
ráðið í starf fréttastjóra Sjónvarpsins þótt
fyrrv. fréttastjóri sé kominn í nýtt starf
hjá stofhuninni en gegnir starfi fréttaþul-
ar jafnframt. Útvarpsráð getur ekki varið
það mikið lengur að taka afstöðu til ráðn-
ingar í starfið, og þá með því að ráöa jafn-
framt nýjan varafréttastjóra samtímis.
DV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíð 24,105 ReyKJavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.
Asta Möller og
Lára M. Ragn-
arsdóttir alþm.
Hafa beitt sér
fyrir viðamiklum
málaflokkum.
Pétur Blöndal
á fundi í Odda.
Kröftugur andstæð-
ingur ESB.