Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlið 24,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, simi: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiöir ekki viömælendum fýrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Stcekkun NATO
Evrópa stendur styrkari eftir sam-
þykkt um stækkun Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, sem gengið var frá á
leiðtogafundi bandalagsins í Prag í gær.
Þar var ákveðið að bjóða sjö nýjum ríkj-
um til aðildarviðræðna, Eistlandi, Lett-
landi, Litháen, Slóveníu, Slóvakíu,
Búlgaríu og Rúmeníu. Löndin sjö munu
ganga formlega í bandalagið árið 2004,
eftir að þjóðþing NATO-ríkjanna stað-
festa stækkun bandalagsins. Eftir
stækkunina verða aðildarríkin orðin 26.
Samþykktin um aðildarviðræðurnar við þessi sjö ríki, sem
áður tilheyrðu gömlu Sovétblokkinni, er áframhald þróunar
er hófst þegar þrjú fyrrum aðildarríki Varsjárbandalagsins
sáluga, Pólland, Tékkland og Ungverjaland, gerðust fullgildir
meðlimir Atlantshafsbandalagsins. Táknrænt var aö gengið
var frá samþykktinni um aðildarviðræður við ríkin sjö í höf-
uðborg Tékklands.
Nýju ríkin styrkja ekki aðeins Atlantshafsbandalagið. Að-
ildin er hverju og einu mikilvæg, ekki síður en hún var Pól-
landi, Tékklandi og Ungverjalandi þegar þau gengu í banda-
lagið. Þegar þau fengu inngöngu var það staðfesting þess að
við hafði tekið lýðræðislegt stjórnarfar í ríkjunum um leið og
herir þeirra voru samþættir skipulagi Atlantshafsbandalags-
ins. Undirbúningur samþykktarinnar í Prag og sá tími sem
er fram að formlegri inngöngu rikjanna sjö er með sama
hætti þáttur í lýðræðisþróun í þessum væntanlegu aðildar-
ríkjum. Prag-samþykktinni var enda fagnað í gær af alþýðu
manna í rikjum sem nú horfa til nýrra tíma. Þegnar þeirra
muna vel áratuga kúgun og ofriki stórveldisins í austri.
Þannig safnaðist fólk saman í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, og
skálaði í kampavíni. Forseti Lettlands sagði daginn í gær
marka söguleg tímamót fyrir landið, sem ásamt öðrum
Eystrasaltsríkjum var á sínum tíma innlimað í Sovétríkin.
Staðan eftir fall Sovétríkjanna er allt önnur. Ógnin gegn
þessum fyrrum leppríkjum þeirra og Vesturlöndum er ekki
lengur fyrir hendi. Rússland er raunar orðinn bandamaður
Atlantshafsbandalagsins. Rússneskir leiðtogar funda í Prag i
dag með leiðtogum þess við gerbreyttar aðstæður. Rússar
hafa lýst því yfir að þeir hafi ekki áhyggjur af stækkun
Atlantshafsbandalagsins. Ógnin sem varð til þess að banda-
lagið var stofnað heyrir sögunni til.
Atlantshafsbandalagðið gegndi vel hlutverki sínu sem
varnarbandalag á tímum kalda stríðsins. Hlutverk þess er að
hluta breytt í dag þótt enn sé það öflugt varnarbandalag vest-
rænna ríkja, Evrópuríkjanna og Bandaríkjanna. Það leiðir
nýja skipan öryggismála í sameinaðri Evrópu en stendur
jafnframt frammi fyrir nýjum verkefnum, ógn hryðjuverk-
anna. Bandalagið verður að vera undir það búið að takast á
við þá sem skirrast ekki við að beita sýkla- og efnavopnum
og jafnvel gereyðingarvopnum. NATO-leiðtogarnir sam-
þykktu því á fundi sínum í Prag í gær að koma sem fyrst á
fót herliði sem hægt væri að flytja milli staða með skömmum
fyrirvara.
George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, ítrekaði ör-
yggis- og varnarhlutverk bandalagsins í Prag í gær. Hann
sagði stækkun bandalagsins nauðsynlega og að tengslin yfir
Atlantshafið yrðu styrkt, tengsl sem öryggi og varnir ríkj-
anna byggðust enn á. Framkvæmdastjórinn sagði bandalagið
búa yfir skipulagningu, herstyrk og vilja til að fást við þær
ógnir sem steðjuðu að bandalagsþjóðunum, hvar og hvenær
sem þeirra yrði vart.
í þetta varnar- og öryggisbandalag vestrænna þjóða sækj-
um við íslendingar, sem ein af stofnþjóðum NATO, vonir
okkar um öryggi og frið. Nýjar aðildarþjóðir í Austur-Evr-
\ ópu, lausar undan oki, ganga í bandalagið með sömu vonir.
Jónas Haraldsson
DV
Skýrar átakalínur
Kjallari
Björn Bjarnason
alþingismaöur, borgar-
fulltrúi og frambjóö-
andi í 3. sæti í próf-
kjöri sjálfstæðis-
manna
Wffr
Þegar dregin eru mörk á
milli Sjálfstæðisflokksins
og vinstri flokka á þeirri
forsendu, að þeir séu fé-
lagshyggjufiokkar, er ekki
alitaf auðvelt að átta sig á
því, hvaða stefnu er verið
að lýsa með orðinu félags-
hyggja.
í bókinni Jafnaðarstefnan frá 1977
segir dr. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor
og fyrrverandi formaður Alþýðu-
flokksins: „í þessari bók verður jafn-
aðarstefna hins vegar notað í merk-
ingunni socialdemokrati, sameignar-
stefna í merkingunni kommúnismi
og félagshyggja sem heiti á sósíal-
isma.“
Erflðleikar verða nokkrir við að
nota skilgreiningu dr. Gylfa á orðinu,
þegar til þess er litið, að framsóknar-
menn ekki síður en samfylkingarfólk
og vinstri/grænir vilja skjóta sér und-
ir félagshyggjuna, þegar hentar þeim.
Framsóknarmenn mega hins vegar
ekki heyra á það minnst, eins og við
vitum, að þeir séu sósíalistar, enda
skilgreina þeir sig sem frjálslynda eða
miðjumenn í alþjóðlegum samtökum
stjórnmálaflokka.
Eftir að kommúnismi og sósíal-
ismi gengu sér til húðar við hrun
Sovétríkjanna, eru þeir, sem opin-
berlega aðhylltust sósialisma og
kommúnisma, á haröahlaupum und-
an fortíð sinni. Kemur sér vel fyrir
þá að geta skotið sér á bakvið orð
eins og félagshyggju til að forða sér
undan hugmyndafræðilegum skO-
greiningum, sem byggjast á alkunn-
um hugtökum.
' ^'HIHHHHHíírS
„Átakalínur eru um stefnuna í atvinnumdlum, um
það hvort eigi að skapa ný störf með virkjunum og öfl-
ugum vísindafyrirtœkjum; um það hvort ríkið eigi að
eiga og reka banka eða einstaklingar; um það hvort
beita eigi óhóflegri náttúruvemd til að hefta atvinnu-
starfsemi til lands og sjávar.“
Forsendur velferöar
Nauðsynlegt er að rifja þessi grund-
vallaratriði upp í deilum líðandi stund-
ar um áherslur í velferðarmálum og
þátt einstakra stjómmálaflokka við að
leggja grunn að velferðarþjóðfélagi á
íslandi og viðgangi þess.
Kommúnistar og sósíalistar hafa
sem betur fer lengst af verið utan rík-
isstjóma á íslandi. Þær stjórnir, þar
sem þeir hafa átt fulltrúa, hafa síður en
svo aukið á velferð landsmanna. Þvert
á móti eiga þær sammerkt að hafa taf-
ið fyrir eðlilegri efnahagsþróun og
þeirri hagsæld, sem henni fylgir. í ljósi
þess er um pólitísk öfugmæli að ræða,
þegar vinstri/grænir láta nú eins og
stuöningur við þá sé greiðfærasta leið-
in til að styrkja íslenska velferðarkerf-
ið í sessi og efla það.
Til að þjóðir geti búið vel að þeim,
sem standa höllum fæti meðal þeirra,
skiptir mestu að treysta almennar for-
sendur efnahags- og atvinnulifs og
leyfa einstaklingum sem mest svigrúm
til orða og athafna. Þar sem trúin á
frumkvæði ríkisvaldsins í atvinnumál-
um er mest, er hagur borgaranna
verstur.
Þar sem ekkert er til skiptanna,
glíma stjómendur ekki við vanda, sem
felst í því að tryggja öllum sem best
Sandkom
í fréttum er þetta helst
sandkorn@dv.is
þessari áminningu: „Við minnum á ell-
efu fréttir, sem hefjast stundvíslega
klukkan 22:30..."
Eiríkur nefhdur
í nýútkomnu safhi gamansagna af ís-
lenskum fréttamönnum, „í fréttum er
þetta helst,“ em ekki bara gamansögur
heldur líka mörg óborganleg mismæli og
klúðursleg ummæli sem fr éttamenn hafa
misst út úr sér í hita leiksins. „Hvaða
skilaboð hefúrðu til fatlaðra eða annarra
sem era eitthvað slappir?" spuröi til
dæmis Teitur Þorkelsson einfættan íþróttamann, en kollegi
hans, Edda Andrésdóttir, kynnti viðmælanda í sjónvarpssal
þannig: „Og talandi um snáka, hingað er mættur Halldór
Runólfsson, yfirdýralæknir, til að ræða um hrossasóttina."
Samúel Öm Erlingsson lýsti því eitt sinn að KR-ingar ættu
homspymu á mjög hættulegum stað; Kolfinna Baldvinsdótt-
ir fjaliaði um hugmyndir Ewing-olíufélagsins um að hefja
starfsemi hér á landi og Heimir Már Pétursson fjallaöi um
ákvörðun sem heilbrigðisráðherra tók að höfðu samræði við
lækna. Sigmundur nokkur Emir slær botninn í bókina með
Ummæli
Ekkert tjón
„Ég hef margoft farið upp að Kárahnjúkavirkjun og
fullyrði að tjónið verður ekkert; þetta er nánast eyði-
mörk.“
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur í viðtali við Stúdentablaðið.
Fimmtán ára stöðnun
„I fimmtán ár hafa kratar og framsóknarmenn ráðið
stefnunni i heilbrigðis- og tryggingamálum. Á þessu tíma-
bili hefur orðið mikil þróun í skipulagi heilbrigðiskerfa
um allan hinn vestræna heim. Á Islandi hefur skipulag
þjónustunnar hins vegar verið nær óbreytt um áratuga-
skeið.... Það er arfleifð krata og framsóknarmanna í
málaflokknum. Nýjum hugmyndum, sem aðrar þjóðir
hafa nýtt til að bæta þjónustuna og auka nýtingu fiár-
magns í málaflokknum, hefur verið tekið með tortryggni
af öllum heilbrigðisráðherrum þessa tímabils.... Það er
löngu tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn taki að sér ráðu-
neyti heilbrigðis- og tryggingamála. Ég er reiðubúin að
taka að mér þetta verkefni eftir næstu Alþingiskosningar,
ef eftir því verður leitað ..."
Ásta Möller alþingismaöur á vef sínum.
* 4 I'T'* * f--g ! , .2 X :-5 S.iiXÆii.Í £. l~L.ia.-j. *.-*.,* L-A
Þessa dagana er verið að ganga frá
framboðslista Samfylkingarinnar í Norð-
vesturkjördæmi. Sem kunnugt er standa
deilur um það hvor geti með réttu talist
fulltrúi Vestfirðinga, Gísli S. Einarsson eða Karl V. Matthí-
asson. Kannski það skipti ekki höfuðmáli fyrir fylgi flokks-
ins í nýju kjördæmi, því að Jóhann Ársælsson kemst einn
þingmanna Samfýlkingarinnar á lista yfir tíu vinsælustu
stjómmálamenn kjördæmisins í nýrri könnun DV, og situr
þar í níunda sæti. Lausnarorðið er „nýliðun" segja margir.
Og sá sem einkum er nefndur í því sambandi er hinn ungi
Skagamaður Eiríkur Jónsson, sem var formaður Stúdenta-
ráðs Háskóla íslands veturinn 2000-2001. Eiríkur hefur verið
orðaður við sæti ofarlega á listanum ...
Kennslustund
„Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingar-
inar - græns framboðs, er ekki nógu vel að sér í pólitískri
sögu á síðari helmingi 20. aldarinnar, ef marka má grein
hans hér í blaðinu í gær ..."
llpphafsorö leiðara Morgunblaðsins. Leiðarahöfundur og Steingrím-
ur J. eiga I ritdeilu um þátt vinstrlmanna í mótun velferðarkerfis á
fslandi.
Reiði og hneykslan
„Eftir að hafa lesið yflr dóminn á maður bágt með að
skilja hvernig þeir [dómaramir] komust að þessari niður-
stöðu. Samkvæmt hegningarlögum hefði mátt dæma
manninn í tólf ára fangelsi. Hann fær þrjá mánuði; þrátt
fyrir að hafa misnotað stúlkurnar svo oft að ekki er hægt
að hafa tölu á því.... Þau fóru með silkihönskum um
manninn. Þau hræddu engan frá því að fremja kynferðis-
afbrot."
Kristján Kormákur Guðjónsson í bréfi á Pressunni á Striki.is, um þá
niðurstööu héraðsdóms að hæfiieg refsing tiltekins kynferðisaf-
brotamanns skyldi vera átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán
mánuöir skilorðsbundnir.
__________íí.íí. . ______i
17
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002
Skoðun
kjör. I fátæktarríkjum eiga allir fullt í
fangi með að draga fram lífið, nema
valdastéttin í kringum kjötkatla ríkis-
hítarinnar. Skýrasta dæmið um þetta
er nú á tímum að finna í Norður-
Kóreu. Þar framleiðir einræðisherrann
kjarnorkusprengjur til að upphefia
sjálfan sig enn frekar á kostnað svelt-
andi alþýðu.
Átakalínur í stjórnmálum
Átakalínur í íslenskum stjómmálum
eru ekki um það, að félagshyggjuflokk-
ar vilji gera betur en Sjálfstæðisflokk-
urinn fyrir þá, sem standa höllum fæti.
Að sjálfsögðu er það markmið sjálf-
stæðismanna nú sem fyrr að treysta
öryggisnet velferðarkerfisins og jafna
lífskjör.
Átakalínur eru um stefnuna 1 at-
vinnumálum, um það hvort eigi að
skapa ný störf með virkjunum og öflug-
um vísindafyrirtækjum; um það hvort
ríkið eigi að eiga og reka banka eða
einstaklingar; um það hvort beita eigi
óhóflegri náttúravemd til að hefta at-
vinnustarfsemi til lands og sjávar.
Fjölskyldan njóti bestu kjara
Birgir
Ármannsson
aðstoöarfram-
kvæmdastjóri, í próf-
kjöri sjálfstæðis-
manna í Reykjavík
Á skömmum tíma höfum
viö íslendingar bætt kjör
okkar svo um munar. Við
getum haldið því verki
ótrauð áfram. Nýlegar
breytingar á starfsum-.
hverfi fyrirtækja hafa
haft afar góð áhrif á efna-
hagsiífið og tryggt grund-
völlinn að enn betri lífs-
kjörum. Heimilin hafa
notið góðs af þessari
grósku. Enn er þó margt
sem má breyta til að
bæta hag heimilanna.
Tekjuskattur einstaklinga er of
hár en á honum era fleiri gaUar.
Mikil jaðaráhrif hans í samspili
við ýmsar bætur letja menn til
frumkvæðis og vinnusemi. Jaðar-
áhrif koma fram þegar viðbótar-
króna sem menn vinna sér inn
gufar upp vegna tekjuskatts, sér-
staks tekjuskatts, lægri vaxtabóta,
lægri barnabóta og aukinnar
greiðslubyrði námslána.
Þetta bitnar sérstaklega á þeim
sem vinna mikið um afmarkað
tímabil eins og til dæmis fólk sem
er að kaupa húsnæði. Þessu þarf
að breyta þannig að mönnum verði
ekki refsað fyrir aukið vinnufram-
lag. Besta og einfaldasta leiðin tU
þess er almenn lækkun tekjuskatts
ásamt afnámi sérstaks tekjuskatts.
Skattkerfíð á að vera gagnsætt,
einfalt og ekki má refsa fólki fyrir
framtakssemi.
Burt með eignarskatta
Afnema þarf eignarskatt með öUu
en ríkisstjómin hefur nú þegar stig-
iö lofsverð skref i þá átt. Eignar-
skattar eru í raun eftiráskattheimta
af tekjum sem þegar hefur verið
greiddur tekjuskattur af. Eignar-
skattar hafa bitnað sérstaklega á
fólki sem hefur látið af störfum en
viU áfram búa í eigin húsnæði og
njóta afraksturs ævistarfsins. í raun
má segja að eignarskatturinn, eins
og hann var uppbyggður, hafl' gert
allar eigur manna upptækar á ein-
um mannsaldri.
Viðskiptavinurinn hefur alltaf
rétt fyrir sér
Fátt er eins örvandi fyrir at-
vinnulíflð og valfrelsi neytenda.
Þeir sem eru andvígir frjálsri sam-
keppni vUja í raun hafa vit fyrir
neytendum og taka af þeim ráðin.
„ Aukin velmegun og lífs-
gœði geta farið fyrir ofan
garð og neðan ef fólk býr
við öryggisleysi á heimil-
um sínum eða á almanna-
færi. “
Hið opinbera má ekki draga úr
samkeppni með stirðbusalegum
reglum og höftum. Innflutnings-
höft, toUar og önnur mismunim 1
skattheimtu hefta samkeppni og
eru tU þess faUin að rugla verð-
skyn neytenda.
Ríkisrekstur atvinnufyrirtækja
er ekki aðeins ósanngjam gagn-
vart þeim einstaklingum sem
þurfa að keppa við ríkisfyrirtækin
heldur dregur hann úr möguleik-
um nýrra fyrirtækja tU að hasla
sér vöU með nýjungar og hagkvæm
kjör fyrir neytendur.
Öryggi borgaranna
En það er fleira en efnahagsmál
sem hefur áhrif á kjör fólks. Frum-
skylda rikisvaldsins er að verja
borgarana gegn ofbeldi og ránum og
búa svo um hnútana að tekiö sé af
festu á slíkum brotum þegar þau
eiga sér stað. SkUvirk löggæsla er
eitt brýnasta verkefni ríkisins. Ör-
yggi á heimUum og á götum úti er
mikUvægur hluti lífsgæða.
Aukin velmegun og lífsgæði geta
farið fyrir ofan garð og neðan ef fólk
býr við öryggisleysi á heimUum sín-
um eða á almannafæri. Það er min
skoðun að ríkisvaldið eigi að sinna
fáum mikUvægum verkefnum og
sinna þeim vel í stað þess að dreifa
kröftunum.
Umbúðalaus Portland-forstjóri
Gunnar Örn
Gunnarsson,
stjórnarformaöur
Sementsverkmiöj-
unnar hf.
„Við seljum sementið [á
íslandi] á verði sem gildir
á útflutningsmörkuðum,"
segir Sören Vinther, aðal-
forstjóri Aaiborg
Portland, í samtali við
blaðið Nordjyske Stifts-
tidende 17. september
2002. Þetta svokallaða
„útflutningsverð“ á
Portland-sementi er það
sem við hjá Sementsverk-
smiðjunni hf. viljum kalla
sínu rétta nafni: undirboð
eða „dumping" í viðskipt-
um með þessa vöru á ís-
lenskum markaði.
Portland-rapid sement komið á
sUó í Danmörku kostaði 675 danskar
krónur tonnið í október 2002 sam-
kvæmt áreiðanlegum heimUdum
Sementsverksmiðjunnar, jafnvirði
tæplega 7.900 íslenskra króna. Sama
fyrirtæki selur sömu vöra í Helgu-
vík á um 5.000 ísl. krónur tonnið -
að meðtöldum kostnaði við flutning
frá Danmörku! Verð við verksmiðju-
dyr í Álaborg er því a.m.k. 6.500
krónum tonnið tU viðskiptavina í
Danmörku en 3.000 krónur i skip tU
íslands. Dæmi svo hver fyrir sig
hvort svokaUað „útflutningsverð",
sem Vinther forstjóri nefhir svo i
fyrrnefndu blaðaviðtali, sé eðlUegt.
Ekki þyrfti lengi að bíða
„Þegar tU lengri tíma er litið er
ekki nægilegt rými fyrir bæði okkur
og íslensku verksmiðjuna,“ bætir
Portland-forsfiórinn við og vísar þá
tU samkeppni Aalborg Portland við
Sementsverksmiðjuna á islenska
markaðinum. Þessi ummæli verða
tæplega misskUin. Aalborg Portland
hefur þegar náð yflr 20% hlutdeUd á
íslenskum sementsmarkaði og ætlar
sér að ná mun stærri bita með því
að selja sement á „útflutningsverði"
hér svo lengi sem þurfa þykir tU að
knésetja keppinautinn. Enda er eftir
nokkru að slægjast því fram kemur
í dönsku blaðagréininni að fram
undan séu áhugaverðir tímar á ís-
landi fyrir sementsframleiðendur,
nefnUega umfangsmiklar virkjunar-
framkvæmdir.
Þar hugsar Aalborg Portland sér
sjálfsagt gott tU glóðar, einkum ef
rekstur Sementsverksmiðjunnar
hefur þá þegar stöðvast vegna von-
lausrar samkeppni hennar við „út-
flutningsverð“ danska fyrirtækis-
ins. Færi svo, að Aalborg Portland
stæði eftir eitt fyrirtækja á íslensk-
um sementsmarkaði ætla ég að leyfa
mér að fuUyrða að ekki þyrfti að
þar á „íslenskum kjörum"? „ís-
lensku kjörin" eru svo sannanlega
samkeppnisfær í þeim löndum.
Blikur á lofti
Formælendur keppinautar okkar
eiga það tU að draga upp mynd af
smáum og veikburða Davíð (Aal-
borg Portland með 20% markaðs-
hlutdeUd á íslandi) í baráttu gegn
drottnandi og aUtumlykjandi Ríkis-
golíat (Sementsverksmiðjunni).
Staðreyndin er bara sú að „Davíð“ í
þessu tUviki framleiðir 2,5 mUljónir
tonna af sementi á ári en „risinn"
100.000-150.000 tonn.
Á íslenska markaðinum er Aal-
borg Portland að keppa með um 1%
af sinni framleiðslu á meðan Sem-
entsverksmiðjan er með aUt sitt
undir! Þegar svo Aalborg Portland
kemst upp með að beita dúndrandi
undirboðum á markaði hér í krafti
stærðar sinnar og styrks hefur „ris-
inn“ í dæmisögunni tapað leiknum
fyrirfram. Það er í þessu ljósi sem
sfióm Sementsverksmiðjunnar hf.
ákvað að óska eftir því að eftirlits-
nefnd EFTA (ESA) fiaUaði um við-
skiptahætti Aalborg Portland og úr-
skurðaði hvort þeir stæðust reglur
sem gUda um sjálfsagða og eðlUega
samkeppni.
Við hjá Sementsverksmiðjunni hf.
vUjum keppa á jafnréttisgrundveUi
en ástandið nú býður engan veginn
upp á jafnan leik. Því eru blikur á
lofti og afleiðingamar gætu orðið
meiri og alvarlegri en margan grun-
ar. Hér er mikiö í húfi fyrir islenskt
þjóðarbú, fyrir starfsmenn Sements-
verksmiðjunnar og samfélagið á
Akranesi.
„ Við hjá Sementsverksmiðjunni hf. viljum keppa á
jafnréttisgrundvelli en ástandið nú býður engan veg-
inn upp á jafnan leik. Því eru blikur á lofti og afleið-
ingamar gætu orðið meirí og alvarlegrí en margan
grunar. Hér er mikið í húfi fyrir íslenskt þjóðarbú, fyr-
ir starfsmenn Sementsverksmiðjunnar og samfélagið á
Akranesi. “
bíða lengi eftir stórfeUdum verð-
hækkunum á sementi frá fyrirtæk-
inu frá því sem nú býðst. Þá yrði ís-
land ekki lengur skUgreint sem „út-
flutningsmarkaður" heldur hluti
„heimamarkaðar" Aalborg Portland
þar sem fyrirtækið selur vöruna á
því verði sem hún kostar í raun.
Hvemig skyldi annars standa á því
að Aalborg Portland skUgreinir ekki
grannríki Danmerkur sem „útflutn-
ingsmarkað" og selur ekki sement