Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 10
10
Útlönd
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002
Imam Samudra
Indónesíska lögreglan segir aö
þessi tölvusérfræðingur, sem var
handtekinn á Jövu í gær, hafi veriö
aöalskipuleggiandi sprengjutilræöis-
ins á Balí í síöasta mánuöi.
Fimm handteknir
fyrir Balí-tilræðið
Lögreglan í Indónesíu hefur
handtekið fimm menn í tengslum
við sprengjutilræðið á Balí í síðasta
mánuði þar sem tæplega tvö hundr-
uð manns týndu lífi. Meðal hinna
handteknu er meintur skipuleggj-
andi tilræðisins, svo og tveir menn
sem taldir eru vera lífverðir hans.
Imam Samudra, meintur skipu-
leggjandi tilræðisins, var handtek-
inn i héraðinu Banten á vestan-
verðri Jövu í gær. Handtaka hans
þykir mikilvægur áfangi i rannsókn
tilræðisins. Að sögn lögreglunnar
verður hann fluttur til Balí í næstu
viku.
Fullyrt hefur verið að samtökin
Jemaah Islamiah og al-Qaeda hafi
staðið fyrir tilræðinu en lögregla
hefur engar sannanir þar um.
Konan hótaði að
Powell
Blaðamaður-
inn Bob Wood-
ward, sem fræg-
ur varð fyrir
þátt sinn í
Watergate-mál-
inu, segir í ný-
útkominni bók
sinni að Alma
Powell, eigin-
kona Colin
Powells, utan-
ríkisráðherra
Bandaríkjanna,
hafi sett eigin-
manni sínum
stólinn fyrir dymar þegar hann hugð-
ist bjóða sig fram sem forsetaefni
repúblikana árið 1996.
Powell, sem þá hafði nýlega dregið
sig í hlé sem hershöfðingi, þótti eiga
góða möguleika á að hljóta útnefningu
en hætti við þegar eiginkonan hótaði
að yfirgefa hann, að hennar sögn
vegna þess að hún óttaðist um líf hans
færi hann i framboð.
yfirgefa
Colin Powell.
ísraelar hefna sjálfsmorðsárásarinnar í gærmorgun:
Réðust í morgun
inn í Betlehem
ísraelskar hersveitir réðust i
bítið í morgun inn í bæinn Betle-
hem á Vesturbakkanum og storm-
uðu beint að Fæðingarkirkjunni, að
þeirra sögn til að koma í veg fyrir
að palestínskir hryðjuverkamenn
leituðu þar hælis eins og þeir gerðu
fyrr á árinu í 39 daga umsátrinu um
kirkjuna.
Áður höfðu ísraelskar skrið-
drekasveitir umkringt Dheisheh-
flóttamannabúðirnar í nágrenni
bæjarins og var óttast að fljótlega
yrði látið til skarar skríða í leit að
grunuðum hryðjuverkamönnum í
hefnd fyrir sjálfsmorðsárásina í
Jerúsalem i gærmorgun, þar sem
ellefu ísraelskir borgarar létu lífið.
Sjálfsmorðsliðinn hefur verið
nafngreindur sem Nael Abu Hilail,
23 ára Betlehem-búi og þess vegna
mun aðgerðum beint þangað, en að
sögn talsmanna ísraelska hersins
hafa palestínsk hryðjuverkasamtök
stýrt aðgerðum þaðan síðan Israelar
Fæöingarkirkjan umkringd
ísraelskar hersveitir hafa umkringt
Fæöingarkirkjuna í Betlehem til aö
koma í veg fyrir aö palestínskir
hryöjuverkamenn leiti þar hælis.
drógu herlið sitt út úr borginni í
ágúst sl., en það var gert eftir að
samkomulag náðist við palestínsk
stjórnvöld um hert öryggiseftirlit í
bænum. „Með sjálfsmorðsárásinni í
gær teljum við samkomulagið fallið
úr gildi,“ sagði Doron Spielman,
talsmaður ísraelska hersins eftir aö
Hamas-samtökin höfðu lýst ábyrgð
á árásinni og nefnt fyrmefndan til-
ræðismann.
í tilkynningu frá samtökunum
sagði að árásin væri viðbrögð við
stöðugum árásum ísraelska hersins
inn á heimastjómarsvæði Palest-
ínumanna og dráp á saklausum
borgurum og því hótað að fleiri
grimmilegar árásir fylgdu í kjöl-
farið
í morgun var einnig ráðist inn í
þorpið Al-Khader í næsta nágrenni
Betlehem og íbúum að minnsta
kosti 25 heimila skipað að yfirgefa
híbýli sín meðan hryðjuverkamnna
væri leitað.
REUTERSMYND
Brabra truflar umferöina
Þaö er víöar en á íslandi sem andaflokkar rölta eftir götunum og trufla með þvi umferö fótknúinna og vélknúinna far-
artækja. Þessi mynd var tekin í Dhaka, höfuöborg Bangladess, í morgun eftir aö fuglarnir höfðu fengiö sér baö í Buri-
ganga-ánni sem rennur þar i gegn. Ekki er annaö aö sjá en brabra séu bara ánægöar með lífiö eftir baðiö.
Leiðtogar NATO styðja af-
vopnun Saddams Husseins
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háö á þeim sjálf-
_______um sem hér segir:_______
Bergstaðastræti 10B, Reykjavík ,
þingl. eig. Hjördís Brynja Mörtudóttir,
gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrenn-
is, útibú, þriðjudaginn 26. nóvember
2002 kl. 13.30._______________
Eyjar H, 030101, 124,8 fm íbúð á 1.
hæð m.m. ásamt bílageymslu, 51,55%
í húsi og 50% í lóð, Kjósarhreppi,
þingl. eig. Guðrún Ólafía Tómasdóttir
og Magnús Sæmundsson, gerðarbeið-
endur íbúðalánasjóður og Lánasjóður
landbúnaðarins, þriðjudaginn 26. nóv-
ember 2002 kl. 10.00.__________
Jörfagrund 42, 010102, Kjalarnesi,
þingl. eig. Brynja K. Kristjánsdóttir,
gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður,
þriðjudaginn 26. nóvember 2002 kl.
10.30._________________________
Laugavegur 27A, 010201, Reykjavík,
þingl. eig. Einar Þór Karlsson, gerðar-
beiðendur íbúðalánasjóður og Toll-
stjóraembættið, þriðjudaginn 26. nóv-
ember 2002 kl. 15.00.
Skeiðarvogur 13, Reykjavík, þingl. eig.
Ólafur Garðar Eyjólfsson, gerðarbeið-
endur Byko hf., Kreditkort hf., Lands-
banki íslands hf., aðalstöðv., Spari-
sjóður Reykjavíkur og nágrennis, úti-
bú, Traust þekking ehf. og Trygginga-
miðstöðin hf., þriðjudaginn 26. nóvem-
ber 2002 kl. 14.00._______________
Skeljagrandi 7, 0201, Reykjavík,
þingl. eig. Þórarinn Gunnarsson og
Álfhildur S. Jóhannsdóttir, gerðar-
beiðandi íbúðalánasjóður, þriðjudag-
inn 26. nóvember 2002 kl. 15.30.
Skeljanes 4, 0001, Reykjavík, þingl.
eig. Hellen Linda Drake og Einar Þor-
steinn Einarsson, gerðarbeiðandi
íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 26.
nóvember 2002 kl. 16.00.
Spilda úr Hurðarbaki, Kjósarhreppi,
þingl. eig. Sigríður Aðalheiður Lárus-
dóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóð-
ur, þriðjudaginn 26. nóvember 2002
kl. 11.00.
Stigahlíð 18, 0102, Reykjavík, þingl.
eig. Valgerður H. Valgeirsdóttir, gerð-
arbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðju-
daginn 26. nóvember 2002 kl. 14.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK,
Aðildarríki Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) lýstu í gær yfir
stuðningi sínum við tilraunir
Sameinuðu þjóðanna að losa
íraka við gjöreyðingarvopn sín.
Þau gengu þó ekki svo langt að
lofa að þau myndu leggja út í
styrjöld til að ná því markmiði
fram.
Bandarískir ráðamenn reyndu
hvað þeir gátu til að fá afdráttar-
lausari stuðning leiðtoga NATO,
sem sitja nú á fundi í Prag í
Tékklandi, við herskáa stefnu
sína í að afvopna Saddam
Hussein íraksforseta. Andstaða
sumra aðildarlandanna varð þó
til þess að orðalag yfirlýsingar
NATO var mjög mildað.
Frakkar og Þjóðverjar lýstu
andstöðu sinni við suma þætti
stefnu Bandaríkjamanna en
studdu þó yfirlýsingu NATO. Og
Gerhard Schröder Þýska-
landskanslari ítrekaði að þýskar
hersveitir myndu aldrei taka
þátt í hernaði gegn Irak.
Bandarískar og breskar her-
þotur héldu í gær áfram árásum
sínum á hernaðarskotmörk á
flugbannssvæðinu í sunnan-
verðu Írak í gær. Að sögn banda-
rískra hernaðaryfirvalda var
skotið á loftvarnaratsjá þar sem
sést hafði til íraka þar sem þeir
voru að flytja loftvamaflaugar
inn á flugbannssvæðið yfir
sunnanverðu landinu.
írakar sögðu að ráðist hefði
verið á borgaraleg skotmörk.
Colin Powell, utanrikisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í
gær að Bandaríkjamenn gætu
allt eins háð styrjöld gegn írök-
um í sumar, einkum þó á svöl-
um kvöldum, ef Saddam Hussein
bíður til vors með að koma í veg
fyrir að vopnaeftirlitsmenn SÞ
geti sinnt störfum sínum, í sam-
ræmi við ályktun Öryggisráðs-
ins.
_
Löggan skoðar Jackson
HÞýska lögreglan
greindi frá því í gær
að hún mýndi rann-
saka hvort poppar-
inn Michael Jackson
hefði framið glæp
með því að lyfta
ungu barni sínu yfir
svalahandrið og láta
það dingla í lausu lofti litla stund,
frammi fyrir hundruðum aðdáenda
sinna í Berlín.
Mannfall í Nígeríu
Á fimmta tug manna hefur týnt
lífi og um fimm hundruð slasast í
uppþotum múslíma í borginni
Kaduna í norðanverðri Nígeríu
vegna fegurðarsamkeppninnar Miss
World sem á að halda þar.
Hættulegir í Jemen
Yfirvöld í Jemen hafa handtekið
þrjá „hættulega" liðsmenn al-Qaeda
hryðjuverkasamtakanna sem kunna
að leiða þá til helsta manns Osama
bin Ladens í Jemen, að sögn mál-
gagns ríkisstjómarinnar.
Flugráni afstýrt
Vél franska flugfélagsins Air
France lenti heilu og höldnu í París
í morgun eftir misheppnaða tilraun
eins farþega til að ræna henni. Flug-
vélin var að koma frá Montréal.
Brunalið í verkfall
Slökkviliðsmenn í Bretlandi
ákváðu í morgun að halda til streitu
átta daga verkfalli sínu eftir að
samningaviðræður um kaup og kjör
báru engan áranur.
Anna prinsessa sektuð
■ Anna Breta-
prinsessa, einka-
dóttir Elísabetar
drottningar, varð i
gær fyrst konung-
borinna í 350 ár til
að vera fundin sek
um glæp. Það gerð-
ist eftir að prinsess-
an lýsti sig seka um að hafa látið
hund sinn bíta tvö böm. Prinsessan
var sektuð um tæplega áttatíu þús-
und krónur fyrir vikið.
Gamlingi rænir viagra
Fullorðinn karlmaður í Marseille
í Frakklandi hefur rænt sama apó-
tekið í fjórða sinn á tæpu ári og
horfið á brott með allar birgðir þess
af stinningarlyfinu viagra.
Verkfall gegn Chavez
Andstæðingar
Hugos Chavez, for-
seta Venesúela,
meðal verkalýðs-
hreyfingarinnar og
kaupsýslumanna,
hafa boðað til alls-
herjarverkfalls 2.
desember til að
þrýsta á um að forsetinn boði tO
þjóðaratkvæðagreiðslu um eigin
setu á forsetastólnum.
Óttast fleiri skjálfta
Þúsundir manna sváfu undir ber-
um himni í Pakistan í nótt af ótta
við frekari jarðskjálfta, eftir 23 lét-
ust í skjálfta í vikunni.
Bush er ekkert fífl
Jean Chrétien, forsætisráðherra
Kanada, lýsti því yfir í gær að Bush
Bandaríkjaforseti væri vinur sinn
og alls ekkert fifl. Kanadiskur
stjórnarandstöðuþingmaður hafði
áöur sagt forsetann fifl.