Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 Fréttir i>V Stjórnstöð Orkuveitunnar flytur að Réttarhálsi í dag: Starfsemi hefst í nýjum höfuðstöðvum Dýrt eða ekki? í vor sagði Alfreð Þorsteinsson, stjómarformaður Orkuveitunnar, í viðtali við DV að áætlaður heildar- kostnaður við höfuðstöðvamar væri 2,2 milljarðar. Samkvæmt nýjustu kostnaðartölum er fermetraverð 180.000 til 190.000 krónur. Húsið er ríflega 14 þúsund fermetrar (ríflega fjórum sinmun stærra en Ráðhús Reykjavíkur) og kostnaðurinn því ekki undir 2,5 milljörðum. Við það bætast raunar kaup á öðm húsnæði sem fyrir var við Réttarháls og kostnaður við bílastæði. Á móti hafa fasteignir Orkuveitunnar við Suður- landsbraut, Armúla og Grensásveg verið seldar fyrir 1,5 milljarða króna og fasteignir hennar við Eirhöfða hafa verið auglýstar til sölu. Fermetraverð í nýja húsinu er ekki ýkja hátt að sögn arkitektanna. Ögmundur Skarphéðinsson segir að lítill íburður verði i húsinu og bend- ir til dæmis á að víða sé gólfefnið einfaldlega slípuð steypa. Um 30% af húsbúnaði em keypt ný en afgang- urinn endurnýttur úr núverandi húsnæði. Stjómstöðin Þetta er eina hæöin í húsinu sem er aö heita má fullbúin aö innan, enda flyt- ur stjórnstöö Orkuveitunnar inn í þennan sal í dag og hefur þar starfsemi. Önnur þjónusta Samtals er Orkuveitan að flytja inn í færri fermetra en hún hefur núna yflr að ráða í átta eða níu húsum í borginni. Þó nýtir hún þá ekki alla sjálf; rekstur líkamsrækt- arstöðvar hefur verið boðinn út og til stendur að bjóða einnig út rekstur kaffihúss. Almenningur mun geta sótt þessa þjónustu, „enda hefur bygging af þessu tagi ákveðnar skyldur við umhverfi sitt og almenning", að sögn Ög- mundar. Þá er rætt um að Spari- sjóður vélstjóra reki útibú í hús- inu. Glerhvelfingin Lofthæð í glerhvelfingunni sem teng- ir saman tvo hluta hússins er um 24 metrar. Pendúll mun hanga í stálstreng niöur úr lofti hennar og um gat í gólfinu niöur á næstu hæö fyrir neöan; hann gengur í hringi vegna snúnings jarðar. Forstjórarnir saman Líklega má fullyrða að þetta sé það skrifstofuhúsnæði sem hæst Glæsilegur bíll Upp’á palli Glæsileg útsýn er frá þaki hússins þar sem úbúiö veröur svæöi til útiveru. Á myndinni eru, frá vinstri: Óiafur Hersisson arkitekt, Þorvaldur St. Jónsson, verkefnisstjóri hjá Orkuveitunni, Guömundur Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá ístenskum aðalverktökum, blaöamaður, og Ögmundur Skarþhéöinsson arki- tekt, sem er höfundur byggingarinnar ásamt ingimundi Sveinssyni. Komfð Sfcoðf ð Prófið BMW 320ia Coupe Nýskr.08.2001, 2000CC vél, 2 dyra, sjálfskiptur, svartur, ekinn 25.þ VEL MEÐ FARIN BÍLL *3.570/> 575 1230 Kiktu til okkar a www.bilaland.is Oj)íð man-fos 09-18 og lau 10-16 Grjóthálsi 1 bilaland.is stendur í allri Reykjavík. Útsýni er mikið yfir borgina þegar af fyrstu hæð þess, að ekki sé minnst á þá efstu. Sunnanmegin á efstu hæð er skrifstofa forstjóra, tveggja aðstoð- arforstjóra og stjómarformanns. Athygli vekur að þeir deila fjórir með sér einni skrifstofu, en til hlið- ar við hana eru lítil fundarherbergi með engum stólum og borði í brjósthæð; þar má halda „standandi fundi“ og er tilgangurinn að sögn sá að fundir dragist ekki á langinn. Úr skrifstofu forstjóranna má ganga beint út á þak næstu hæðar fyrir neðan, þar sem útbúin verður um 20 fermetra aðstaða til að njóta útiveru og glæsilegs útsýnis. Listaverk Meðal nokkurra athyglisverðra listaverka sem prýða munu húsið er pendúll, sem hangir í 26 metra löngum stálstreng niöur úr lofti hins himinháa glerhvolfs sem tengir tvo hluta byggingarinnar saman - pendúllinn sveiflast í hring vegna hringsnúnings jarðar. „Hljóðlátt og fallegt í senn,“ sagði dómnefnd um þetta listaverk, „og rímar vel við starfsemi Orkuveit- unnar.“ Að sögn Þorvaldar Jónssonar verkefnisstjóra kvíðir sumt starfs- fólk því að vinna í því „opna vinnurými" sem einkennir alla vinnuaðstöðu í húsinu. Ögmundur Skarphéðinsson segir að opin vinnurými tryggi mikinn sveigjan- leika varðandi nýtingu hússins, en jafnframt sé lögð áhersla á að bjóða upp á „hlésvæði" þar sem hver og einn geti sinnt tilteknum verkefnum í algjöru næði. En ekki virðist hins vegar neitt hlé á deilum um kostnað; sjálf- stæðismenn lögðu til í borgarráði í vikunni að fengnir yrðu hlutlausir aðilar til þess að meta heildar- kostnað við hinar „ögrandi" höf- uðstöðvar. -ÓTG „Form og útlit byggingarinnar er ögrandi..." Þannig komst dómnefnd að orði um þá tillögu að nýjum höfuðstöðv- um Orkuveitu Reykjavíkur, sem nú er orðin að veruleika við Réttarháls. Og víst er að byggingin hefur valdið deilum; þráttað hefur verið um kostnað og áform um kaflihús og lík- amsræktarstöð hafa verið gagnrýnd. í dag hefja hins vegar fyrstu starfs- menn Orkuveitunnar störf í bygg- ingunni. Fullbúiö eftir áramót Um það bil 280 iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum að því að ljúka við bygginguna - það eru næstum því jafnmargir og starfs- mennimir sem koma til með að vinna í henni. Óstaðfestar sögur ganga um að mikið sé um breyting- ar á síðustu stundu, en Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt, annar af höfundum hússins, segir að þær séu innan eðlilegra marka. Stefnt er á að húsið verði fullbúið og formlega tekið í notkun upp úr áramótum, en í dag verða þau tíma- mót að starfsemi sjálfrar stjóm- stöðvar Orkuveitunnar flytur í hús- ið; þá verður öllum vatns- og raf- magnskerfum stjómað frá Réttar- hálsi. DV-MYNDIR GVA „Vængurinn" Vestari hluti byggingarinnar (til vinstri) minnir marga á skipsbrú, en aö sögn arkitekta sóttu þeir fremur innblástur í hiö „létta“ form vængsins. Um 300 iönaöarmenn vinna höröum höndum viö aö Ijúka verkinu og stefnt er aö því aö smiöshöggiö veröi rekiö á þaö upp úr áramótum. ■sjíyjzu-íiiW REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.09 15.54 Sólarupprás á morgun 10.21 10.06 Síðdegisflóð 19.43 00.17 Árdeglsflóð á morgun 08.00 12.33 Rigning síðdegis Austlæg átt, yfirleitt 3 til 8 metrar á sekúndu og skýjað með köflum á Vestur- og Norðurlandi, en annars víða 8-13. Norðaustan 10-15 með suð- austurströndinni síðdegis og fram á nótt. Smáskúrir suðaustan- og aust- anlands í dag, en rigning síðdegis. I. jij&ðá ÍJ JJJLfijiJJJ Austan 5 til 10 metrar á sekúndu, en lítið eitt hvassara við sjóinn sunnan til. Rigning austan til en skýjað og úrkomulítið vestan til. Véðrfd Sunnudagur JJSáíJÍil Mánudagur Vindun Vindur: 10-15 »>/s 10-15 “V* Þriðjudagur til 9° Vindur: 10-15 ■”/» Vætusamt suðaustan- og austan- lands, en annars skýj- að með köfl- um og stöku skúrlr. Vætusamt suðaustan- og austan- lands, en annars skýj- að með köfl- um og stöku skúrlr. Vætusamt suðaustan- og austan- lands, en annars skýj- að með köfl- um og stöku skúrlr. tiuStfer.l Logn m/s 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnnlngsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinnlngskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,6-32,6 Fárvlðri >= 32,7 msmm - : -j. AKUREYRI skýjaö 6 BERGSSTAÐIR skýjað 4 BOLUNGARVÍK alskýjaö 6 EGILSSTAÐIR skýjaö 6 KEFLAVÍK skýjaö 7 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 7 RAUFARHÖFN alskýjaö 5 REYKJAVÍK alskýjaö 8 STÓRHÖFÐI léttskýjað 7 BERGEN alskýjaö 2 HELSINKI skýjað -6 KAUPMANNAHÖFN skýjað 4 ÓSLÓ STOKKHÓLMUR -2 ÞÓRSHÖFN skúr 6 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -5 ALGARVE skýjað 13 AMSTERDAM skýjaö 8 BARCELONA léttskýjað 12 BERLÍN þoka 2 CHICAGO skýjaö 2 DUBLIN skýjaö 9 HALIFAX skúr 8 HAMBORG þokumóða 2 FRANKFURT rigning 6 JAN MAYEN alskýjað 4 LONDON rigning 9 LÚXEMBORG skýjaö 7 MALLORCA léttskýjaö 14 MONTREAL alskýjað 5 NARSSARSSUAQ heiðskírt -7 NEW YORK rigning . 9 ORLANDO þokumóða 19 PARÍS hálfskýjað 7 VÍN skýjaö 10 WASHINGTON þokumóöa 8 WINNIPEG alskýjaö -2 IIBjMA«.HiiliiKwi:i>i>jéUit:m'i»>i'iiFU>uilM»UI>fl1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.