Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 11
11
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002
PV_________________________________________________ Útlönd
Stuðningsmenn
Árásin á Limburg
Al-Nashiri er talinn hafa skipulagt
árásina á olíuskipið Limburg.
Kennsl borin á
hátt settan al-
Qaeda-foringja
Fulltrúar bandarísku leyniþjónust-
unnar CIA, sem yflrheyrt hafa
meintan háttsettan foringja al-Qaeda-
samtakanna sem handtekinn var í
Kúveit fyrr í mánuðinum, hafa nafn-
greint fangann sem Abd al-Rahim al-
Nashiri, náinn samstarfsmann Osama
bin Ladens og segja hann grunaðan
um að vera helsta stjórnanda og
skipuleggjanda aðgerða al-Qaeda á
Persaflóasvæðinu.
Al-Nashiri, sem strax eftir handtök-
una var afhentur bandarískum stjóm-
völdum, er talinn heOinn á bak við
flest hryðjuverk cd-Qaeda á Persaflóa-
svæðinu á síðustu árum og þar á með-
al sprengjuárásina á herskipið USS
Cole þar sem það lá í höfninni í Aden
í Jemen, en sautján bandarískir sjó-
liðar létu lífið í árásinni.
Hann er einnig talinn hafa verið
viðriðinn árásirnar á bandarísku
sendiráðin í Kenía og Tansaníu árið
1998, þar sem meira en 200 manns,
mest óbreyttir borgarar, létu lífið.
Þá er al-Nashiri, sem er hæst setti
foringi al-Qaeda-samtakanna sem
handtekinn er síðan Abu Zubaydah
var handtekinn í Pakistan í mars sl.,
einnig grunaður um að hafa lagt á
ráðin um árásir á bresk og bandarísk
herskip á Gíbraltar.
Olíumengunín ógnar sjófuglunum.
Veöur hamlar enn
hreinsunarstarfi
Slæmt veður úti fyrir Spánar-
ströndum kemur enn þá í veg fyrir að
björgunarskip búin hreinsibúnaði
geti lagt úr höfn til að koma í veg fyr-
ir aukna olíumengun á strönd Galíc-
íu-héraðs, en stórir olíuflákar úr flaki
olíuskipsins Prestige, sem nú liggur á
hafsbotni í um 200 kílómetra fjarlægð
frá landi, stefna nú beint á land í
óhagstæðri vindátt.
Talið er að olíuflákarnir, sem bár-
ust upp á ströndina fljótlega eftir að
leki kom að skipinu í síðustu viku, sé
að mestu eigin brennsluolía þess, en
brákin sem nú stefni á land sé aftur á
móti þykkolía úr flutningatönkum
skipsins.
Stjórnvöld á Spáni hafa auknar
áhyggjur af frekari leka úr flakinu og
er nú spurt hver beri ábyrgðina og
hver borgi brúsann, en ljóst er að
efnahagsafkoma Galicíu-héraðs, sem
að mestu byggir afkomu sína á fisk-
veiðum og ferðaiðnaði, er í mikilli
hættu. Ljóst er að kostnaður við
hreinsun strandarinnar mun hlaupa á
tugum milljónum dollara, en sam-
kvæmt aþjóðlegum reglum á hann að
greiðast úr alþjóðlegum sjóðum.
Fylgir sannfæringu sinni
Rödd hins hófsama sjálfstæðismanns
Eini læknirinn á Alþingi
NATO gengur í endurnýjun lífdaga í Prag:
Tilbúið fyrir verk-
efni nýrrar aldar
Leiðtogar Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) lýstu því yfir á fundi
sínum í Prag í gær að bandalagið
hefði gengið í endumýjun lífdaga
eftir að samþykkt var að bjóða sjö
ríkjum Austur-Evrópu inngöngu og
ákveðið var að koma á laggimar
viðbragðssveit til að mæta nýjum
ógnum í heiminum.
„Þetta er ekkert venjulegur fund-
ur, heldur kemur hér fram nýtt og
nútímalegra NATO, tilbúið til að
mæta erfiðum verkefnum nýrrar
aldar,“ sagði George Robertson,
framkvæmdastjóri hins 53 ára
gamla bandalags, þegar leiðtogarnir
höfðu samþykkt tillögu hans um
upptöku nýju ríkjanna sjö.
Nú þegar það er afgreitt ætla leið-
togamir að snúa sér að Rússlandi
og reyna að bæta samskiptin við
það og aðrar þjóðir allt austur til
Mið-Asíu.
Rússar, sem eitt sinn lögðust hart
gegn því að fyrrum ríki á áhrifa-
svæði þeirra gengju í NATO,
hreyfðu engum mótmælum við inn-
göngu Eistlands, Lettlands, Lithá-
ens, Búlgariu, Slóvakíu, Slóveníu og
Rúmeníu sem gengur í gildi 2004.
ígor ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði að einu áhyggjur
Rússa vegna stækkunarinnar væru
þær að nýju aðildarríkin hefðu ekki
undirritað samkomulagið um að
ekki skyldi fjölgað í hefðbundnum
herafla í Evrópu.
REUTERSMYND
Robertson og Davíð
George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, býður Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra veikominn á leiðtogafundinn í Prag þar sem söguleg stækkun
bandalagsins til austurs var samþykkt með lófataki.
Hann hvatti NATO til að stað-
festa að það liti á Rússland sem jafn-
ingja sinn.
ívanov hittir starfsbræður sína í
NATO á fundi í öryggissamvinnu-
ráðinu sem komið var á laggirnar á
fundi NATO í Reykjavík i vor.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hittir Valdimír Pútín Rúss-
landsforseta í Pétursborg síðar í dag
til að draga enn frekar úr áhyggjum
ráðamanna í Moskvu. Forsetamir
munu einnig ræða írak, Tsjetsjeníu
og stríðið gegn hryðjuverkum.
Öryggisráðgjafi Bush, Condo-
leezza Rice, sagði að með ferðinni til
Pétursborgar vildi Bush sýna að
niðurstöður fundarins i Prag væra
Rússum til hagsbóta.
\m.
limburg